Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRU Íslendingar. Í dag gefst okkur enn eitt tæki- færið til að láta gott af okkur leiða. Nokkur hundruð umkomulaus börn á Indlandi mæna til okkar eftir hjálp. Heimili litlu ljósanna er von þeirra, en samt ekki nema með okkar hjálp. Þetta heimili er stórkostlegur far- vegur fyrir okkur, tækifæri til að hjálpa hundruðum, jafnvel þúsund- um munaðarlausra, heimilislausra og fátækra barna. Þeir sem hafa orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga mannslífum þekkja vellíðanina sem fylgir því að hafa orðið öðrum til bjargar. Að gefa barni tækifæri á að lifa mannsæmandi lífi er á vissan hátt hliðstæða þess að bjarga mannslífi. Það mun hafa ómældar blessanir í för með sér bæði fyrir barnið sem fær að njóta og vel- gjörðamann þess. Þakklæti, hlýjar hugsanir og fyrirbænir barnsins fyr- ir styrktaraðila sínum eru ómetan- legt innlegg í tilveruna og sú tilfinn- ing að skipta sköpum fyrir líf einhvers gefur lífinu allt annað vægi og tilgang. Margir Íslendingar glíma við tilgangsleysi. Eitt besta ráðið við því er að taka augun af sjálfum sér og byrja að hugsa um aðra. Hvar er hægt að verða að liði? Hvernig get ég skipt sköpum fyrir líf annarra? Að taka að sér að styrkja barn t.d. á Ind- landi er upplagt tækifæri til að verða að liði. Þeir sem sjá fyrir börnum á Ís- landi vita að það kostar sitt. Lág- marks meðlag með barni er rúmar 15 þúsund krónur á mánuði sem er hugsað sem hálf framfærsla barns fyrir utan barnabætur. Samkvæmt opinberum útreikningum kostar því yfir 30 þúsund krónur á mánuði að sjá fyrir barni á Íslandi. Kostnaður við framfærslu barns á Indlandi er ekki nema brot af þeirri upphæð. Flestir Íslendingar ráða við það fjár- hagslega að sjá fyrir barni hér á landi. Fyrir sömu upphæð má sjá fyrir 10 börnum á Heimili litlu ljós- anna. Barn er blessun. Fleiri börn eru enn meiri blessun. ABC-hjálp- arstarf er farvegur blessunar bæði fyrir stuðningsaðila og börnin sem þeir styrkja. Nú þegar eru yfir 3500 börn sem þiggja framfærslu sína frá stuðningsaðilum á Íslandi í gegnum ABC-hjálparstarf og fer þeim stöð- ugt fjölgandi. Í dag verður ABC-dagur á Út- varpsstöðinni Lindinni þar sem Ís- lendingum gefst tækifæri til að taka að sér börn á Heimili litlu ljósanna. Heimili litlu ljósanna var stofnað ár- ið 1992 og er því 10 ára á þessu ári. Í byrjun voru 40 börn tekin inn af göt- unni, en í dag eru börnin orðin 1500 talsins og 200 til viðbótar bíða þess að komast inn. Mikill húsakostur hefur verið byggður upp á heimilinu og vantar nú ekkert nema stuðnings- aðila fyrir börnin. 143 af þeim börn- um sem þegar eru komin inn vantar stuðningsaðila auk allra þeirra sem bíða. Þarna er því upplagt tækifæri fyr- ir okkur að láta gott af okkur leiða. Tækifæri sem við ættum ekki að láta fram hjá okkur fara. Útvarpssöfnun- in á Lindinni stendur frá kl. 9–18.30 í dag og er hægt að hringja þangað í s. 567–1818 eða í ABC-hjálparstarf í s. 561–6117 og tilkynna stuðning. Lindin sendir út á FM 102,9 á höf- uðborgarsvæðinu, Ísafirði og Höfn, en á bylgjulengdum 103,1 á Akur- eyri, 104,5 á Húsavík, 106,5 á Ólafs- firði og Siglufirði, 88,9 á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum og 99,6 á Sel- fossi. GUÐRÚN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri ABC-hjálparstarfs. Heimili litlu ljósanna 10 ára Frá Guðrúnu Margréti Pálsdóttur: Frá Heimili litlu ljósanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.