Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 51

Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert nærgætinn og hlúir að öllu sem andann dregur. Vinir þínir treysta þér fyrir sjálfum sér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína. Láttu ekkert koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Haltu þínu striki og þá munu draumar þínir rætast. Þú hef- ur lagt hart að þér en munt nú uppskera árangur erfiðis þíns. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú þarftu að taka til hendinni og klára allt það sem þú hefur látið sitja á hakanum. Ýttu nýjum verkefnum frá þér á meðan; öðruvísi hefst það ekki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ósiður að svara ekki skilaboðum. Taktu þig nú á og gerðu að reglu að svara þeim símtölum og tölvubréfum, a.m.k. þeim sem skipta ein- hverju máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu viðbúinn því að þurfa að bregðast við með litlum fyrirvara. Það er ekki alltaf hægt að velja stað og stund og því gott að vera á varðbergi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gefðu þér góðan tíma til þess að lesa smáa letrið því það eru einmitt oft smáatriðin sem hafa mestu afleiðingarnar hvort heldur er til hins betra eða verra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Varastu að vera of kröfuharð- ur við fjölskyldumeðlim af eldri kynslóðinni. Líttu í eigin barm og skoðaðu málin í ró- legheitunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu ekkert að vanhugsuðu máli í viðskiptum. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönn- um, ef einhver efi leynist í brjósti þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Viljirðu ná einhverjum ár- angri skaltu gera hlutina sjálfur því það tekur svo lang- an tíma að kenna öðrum ný vinnubrögð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu allar meiriháttar samn- ingaviðræður bíða fram á haustið og njóttu þess sem eftir lifir sumars og sinntu sjálfum þér og þínum nán- ustu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu við þegar deilur um viðkvæm málefni hafa far- ið úr böndunum. Gættu þess vegna orða þinna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er nauðsynlegt að geta bæði gefið og þegið því án annars er hitt ekkert. Varastu samt að láta aðra ganga of nærri þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 75 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 10. september, er 75 ára Elín Eiríksdóttir frá Dröngum, Gullsmára 7, Kópavogi. Hún er að heiman á afmæl- isdaginn. LJÓÐABROT GLEYM MÉR EI Þú fæddist á blásnum og hrjóstrugum hól einn helkaldan éljadag, er blómkrónan ljóselska bað um skjól; þá byrgðu stormskýin vorsins sól og kváðu þér líksöngslag. Það sýndist svo tilgangslaust strit og stríð að standa á eyðimel, dreyma um sóldægur, söng í hlíð, seytlandi lindir og vorljóð blíð, en sjá aðeins sorta og él. Hvort var þér ei ofraun, hið viðkvæma blóm með vorþrá í hverri taug, að skjálfa í næðingsins úthafsóm, en elska og teyga hvern lit og hljóm í ljóssins skínandi laug. – – – Kristín Sigfúsdóttir Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.051 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Hallveig, Stef- án, Auður, Anna Hjördís og Elísabet. Morgunblaðið/Júlíus Þessar duglegu stúlkur héldu flóamarkað til styrktar krabbameinssjúkum börnum og söfnuðu þær 7.819 kr. Þær heita Björk, Kristín, Þórdís, Þórunn og Erna Rós. HEFÐ hefur skapast fyrir því að halda silfurstigamót eina helgi á haustin til að hita spilara upp fyrir vetr- arstarfið. Aðstandendur sumarspilamennskunnar, hjónin Matthías Þorvalds- son og Ljósbrá Baldurs- dóttir, stóðu fyrir slíku móti um helgina í húsnæði BSÍ við Síðumúla, bæði tvímenningi og sveita- keppni. Tvímennings- keppnin fór fram á laug- ardeginum með þátttöku 40 para, en 22 sveitir tóku þátt í sveitakeppninni á sunnudeginum. Heiðar Sigurjónsson og Þröstur Þorláksson unnu tvímenn- inginn, en sveit Júlíusar Sigurjónssonar sveita- keppnina. Með Júlíusi spiluðu Steinar Jónsson, Ragnar Magnússon og Jónas P. Erlingsson. Norður ♠ ÁG63 ♥ DG82 ♦ ÁK6 ♣ÁG Vestur Austur ♠ D10975 ♠ 2 ♥ 53 ♥ 764 ♦ 1095 ♦ G8432 ♣D74 ♣K986 Suður ♠ K84 ♥ ÁK109 ♦ D7 ♣10532 Spilið að ofan kom upp í síðustu umferð sveita- keppninnar. Sex hjörtu er góð slemma í NS og vinnst auðveldlega með því að trompa tvö lauf í borði. En Steinar og Júlíus enduðu í sex gröndum gegn Subaru- mönnunum Jóni Baldurs- syni og Þorláki Jónssyni. Í grandslemmunni eru að 10 toppslagir og 11 með svín- ingu fyrir spaðadrottn- ingu. Tólfti slagurinn skil- ar sér hins vegar sjálfkrafa með þvingun á vestur í svörtu litunum. Það er sama hvað kemur út, en við skulum gera ráð fyrir tígli. Sagnhafi tekur slaginn heima og spilar strax laufi á gosann og kóng austurs. Laufásinn er svo tekinn við fyrsta tæki- færi og þegar sagnhafi spilar síðasta rauða spilinu sínu þvingast vestur með laufdrottningu og spaða- lengdina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. g4 0-0 5. g5 Re8 6. Hg1 d5 7. Db3 Bxc3 8. Dxc3 Rd6 9. b3 Re4 10. Dc2 c5 11. Bb2 Rc6 12. a3 b6 13. e3 f5 14. gxf6 Rxf6 15. cxd5 exd5 16. Rg5 d4 17. Bg2 Bd7 18. Bxc6 Bxc6 Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Isère. Anatoly Vaisser (2581) hafði hvítt gegn Andrei Sokolov (2587). 19. Bxd4! cxd4 20. Dxc6 dxe3 21. fxe3 Hc8 22. De6+ Kh8 23. Rf7+ Hxf7 24. Dxf7 Hc7 25. De6 h6 26. Ke2 He7 27. Df5 Re4 28. Ha2 Dc7 29. Hg2 He8 30. Dg6 De5 31. Hc2 Hf8 32. Hc6 Rg5 33. h4 Db5+ 34. Hc4 Dxb3 35. Dc2 og svartur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1.-2. Etienne Bacrot (2653) og Joel Laut- ier 7½ vinning af 11 mögu- legum (2663) 3. Josif Dorf- man (2617) 6½ v. 4.-5. Christian Bauer (2550) og Andrei Sokolov (2587) 6 v. 6. Anatoly Vaisser (2581) 5½ v. 7.-8. Cyril Marcelin (2470) og Almira Skripch- enko-Lautier (2497) 5 v. 9.- 11. Jean-Marc Degraeve (2586), Laurent Fressinet (2619) og Robert Fontaine (2514) 4½ v. 12. Emmanuel Bricard (2454) 3½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Nei, ég hef ekki hitt á munninn ennþá, en tvisvar hef ég verið ansi nálægt. Smælki Mörkinni 6, sími 588 5518 Stórútsala Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-15 Regnkápur - Stuttkápur - Vindjakkar - Úlpur - Hattar - Húfur Kanínuskinn kr. 2.900 Allt á 50% afslætti Síðustu dagar NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN börn og fullorðna á öllum aldri Byrjendur Keppnispör Framhald Brúðarpör Erlendir gestakennarar Kenndir verða allir almennir samkvæmisdansar, barnadansar, standard-, suður-amerískir-, kántrý- og gömlu dansarnir. Kennsla hefst laugardaginn 21. september! Innritun og upplýsingar 2.-20. september Dansfélagið Hvönn HK-húsið við Digranesveg, 200 Kópavogur, sími 862 6168, netfang: hvonn@islandia.is — danshusid@islandia.is, www.islandia.is/danshusid Ísak og Helga Dögg Hildur Ýr danskennari Troðfull búð af nýjum vörum Mikið úrval af peysum, buxum og dressum NÝJAR HAUSTVÖRUR Ath. stórar stærðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.