Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 53 SAGA hljómsveitarinnar The Leaves er ekki löng, en óvenjuleg, að minnsta kosti á íslenskan mæli- kvarða. Hún var á hvers manns vörum áður en varla nokkur hafði heyrt með henni lag, umtöluð vegna væntanlegs plötusamnings við er- lent útgáfufyrirtæki. Hún var eig- inlega búin að „meika það“ fyrir- fram, og vænting- arnar miklar. Laufskrúðið minnir mjög á vin- sælar sveitir í dag sem gera út á melódískt tilfinningarokk og er næstum óþægilega lík Coldplay. Við fyrstu hlustanir þarf því meðvitað að komast framhjá þessum skyldleika- pirringi, og ekki síður skruminu í kringum sveitina, svo að lögin geti talað fyrir sig sjálf. En eftir nokkrar heiðarlegar tilraunir til hlustunar kemst maður því miður að þeirri niðurstöðu að hér sé engin stórkost- leg frumsmíð á ferðinni. Eftir fimm ár verður hægt að hlusta á þessa plötu og vita nákvæmlega á hvaða ári hún var gerð – svo rækilega fylgir þetta meginstraumum rokks- ins í dag. Það vantar ekki að allt sé vel gert og fagmannlega unnið og hljómur- inn þéttur en það sem mest fer í taugarnar á mér er hversu efnistök- in eru formúlukennd og stundum illa farið með góðar laglínur – því þær eru vissulega fyrir hendi. Þetta gengur út á tilfinningaríkar kafla- skiptingar milli kröftugra gítarkafla og hægara millispils þar sem allt er látið deyja út nema nokkrar mel- ankólískar gítarnótur eða píanóstef, síðan rennt aftur upp í dramatískt viðlag með gítargusum og strengj- um – alltof mikið af strengjum – og falsetturöddin notuð hvar sem henni verður við komið. Mér finnst eins og verið sé að ráðskast með hlustand- ann með þessum tilfinningabrellum en samt sem áður virðist söngvaran- um ekki liggja neitt mjög mikið á hjarta, textarnir ósköp meinlausir og mestanpart hugsað um að orðin rími og falli að laglínunni. Á stundum skilur maður þó á hverju væntingarnar byggjast, t.d. hljómar lagið „Catch“ nokkuð frískt með mjög svo grípandi viðlagi sem límist við heilann (annað varla hægt því það er endurtekið svona tuttugu sinnum) og einna best er titillagið „Breathe“, sem er falleg poppball- aða með hugljúfu viðlagi og skemmtilegum gítarkafla. Ofnotkun strengja gerir það þó væmnara en ella. Flest lögin eiga það sameig- inlegt að vera heldur löng og síðustu mínúturnar fara yfirleitt í endur- tekningar á viðlögunum sem gerir yfirbragðið þunglamalegt. Kassagít- arballaðan „Suppose“ fær mann þó til að anda aðeins léttar, er einföld en virkar einlæg. Lokalagið „We“ er ekki eins rígbundið í byggingu og flest lögin, virkar grófara og áhuga- verðara og stefið sem endar diskinn eftir að hann hefur endað (frekar þreytt fyrirbæri) skapar andrúms- loft innilokunarkenndar með rifinni gítarlínu og kaldri og fjarlægri rödd. Kalt mat er þó að hér sé of fátt um frumleg efnistök og of langt gengið í því að ná tískuhljómi dags- ins til að lögin skapi sér sérstöðu. Þótt stundum náist gott samband við melódíuguðinn, þá eru umbúðir og efnistök einum of sjoppuleg og einnota til að pakkinn gangi upp. Tónlist Lífs eða liðnir? The Leaves Breathe B Unique Records Frumburður hljómsveitarinnar The Leav- es en hana skipa Arnar Guðjónsson, Arn- ar Ólafsson, Hallur Már Hallsson og Bjarni Grímsson. Upptökur voru í umsjón Arnars G. og awayTEAM og fóru fram í Thule-hljóðverinu hér heima, en Steve Osborne sá síðan um hljóðblöndun. Strengjaútsetningar: Hlynur Aðils og Arn- ar G. Steinunn Haraldsdóttir Arnar Guðjónsson, söngvari og gítarleikari Leaves, á sviði. Morgunblaðið/Jim Smart KVIKMYNDIN The Magdalene Sisters, eftir skoska leikstjórann Peter Mullan, var valin besta mynd- in á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem lauk á sunnudag. Myndin, sem byggð er á sann- sögulegum atburðum, gerist á Ír- landi fyrir fjórum áratugum og fjallar um slæma meðferð á konum af hálfu kaþólsku kirkjunnar. Páfa- garður hefur fordæmt myndina en hún þótti sigurstrangleg á kvik- myndahátíðinni. Ítalinn Stefano Accorsi var valinn besti karlleikarinn fyrir leik í mynd- inni Un Viaggio Chiamato Amore og bandaríska leikkonan Julianne Moore var valin besta leikkonan í myndinni Far from Heaven eftir Todd Haynes. Suður-Kóreumaður- inn Lee Chang-Dong var valinn besti leikstjórinn fyrir mynd sína Oasis. Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum lokið Gullljónið til skoskr- ar myndar Reuters Skoski leikstjórinn og leikarinn Peter Mullan með Gullljónið. Frönskunámskeið Innritun 2. - 13. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar og einkatímar Námskeið fyrir börn. NÝTT! Viðskiptafranska NÝTT! Lagafranska Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870 og 562 3820 Námskeiðin hefjast 16. september Grjótháls Vesturlandsvegur H öfðabakki Bíldshöfði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.