Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni
Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson
fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt
ekki missa af!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Kvikmyndir .com
Sýnd kl. 8 og 10.
mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE
Radíó X 1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. með íslensku tali.
Yfir 15.000 MANNS
Sýnd kl.5.30.
HL Mbl
miðaverð aðeins 350 kr!
STUTTMYND
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
- www.borgarbio.is -
DV
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8.
Yfir 27.000 MANNS
„meistaraverk sem
lengi mun lifa“
ÓHT Rás 2
i
l i li
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Yfir 20.000 MANNS
The Sweetest Thing
Sexý og Single i l
HL Mbl
Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11. B. i. 14.
Sannsöguleg
stórmynd
framleidd af
Sigurjóni
Sighvatssyni.
Ingvar
Sigurðsson fer á
kostum í
magnaðri mynd
sem þú mátt
ekki missa af!
miðaverð aðeins 350 kr!
STUTTMYND
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 4 og 4.30.
kl. 6.30 og 9.30.
Kvikmyndir .com
Sýnd með íslensku tali.
Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali.
DV
Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDUM kl.
22.25 er nú verið að sýna á Stöð 2
íslenska ferðaþætti sem nefnast
Sætir draumar. Þar er Friðrik Örn
ljósmyndari á ferðalagi í Indónesíu
ásamt vini sínum Teiti Þorkelssyni
þáttagerðarmanni. Og besti ferða-
langur þeirra var lítil stafræn
myndvél sem festi ævintýrið á
filmu.
Eyjastemning og köfun
„Ég var búinn að ákveða að fara í
frí eitthvað til Asíu, þegar Teitur
vinur minn ákvað að skella sér
með. Okkur langaði í eyjastemn-
ingu þar sem engir ferðamenn
væru og lífið allt mjög afslappað.
Okkur var sama um þægindin og
vildum bara geta kafað,“ segir
Friðrik spurður um hugmyndina að
gerð þáttanna. „Nokkrum dögum
fyrir brottför datt mér síðan í hug
að gaman væri að taka upp efni,
aldrei að vita nema við gætum gert
eitthvað úr því. Ég fór daginn áður
og keypti pínulitla stafræna
myndavél, fullt af batteríum og nóg
af spólum.
Svo þurftum við ekkert meira en
eina íþróttatösku með rakvélinni,
stuttermabolum, stuttbuxum og
sundskýlu, og þá var þetta komið.
Jú, svo tók ég tvær litlar mynda-
vélar með mér.“
Orðnir hálfinnfæddir
Strákarnir flugu til Balí og fóru
þaðan til eyjunnar Sulawesi, sem er
tvöfalt stærri en Ísland, og ferð-
uðust hana frá suðri til norðurs.
„Teitur er mikill tungumála-
áhugamaður, og var sífellt að
glugga í bækur til að reyna að tala
við fólkið. Ég hélt mig meira til
baka og var með vélina á lofti,“
segir Friðrik.
„Við héldum áfram til Togian-
eyja þar sem við ætluðum að dvelja
í tvær vikur en enduðum með að
vera þar í heilan mánuð. Við kom-
umst því í miklu nánara samband
við umhverfið og fólkið, heldur en
venjulega á ferðalögum. Þetta er
pínulítil eyja þar sem voru bara
átta strákofar, bátar og köfunar-
útbúnaður. Það kostaði okkur 250
krónur á dag að fá þrjár máltíðir,
aðstoðarstrák og vera á ströndinni.
Þetta var alveg dásamlegt. Við vor-
um orðnir hálfinnfæddir. Síðan fór-
um við aðeins norðar til að kafa og
komum síðan heim.“
Öfugt veðurfar
– Hvernig var heimkoman?
„Við vorum einn dag í bænum og
vorum að fríka út á öllu brjálæðinu,
eftir að vera orðnir vanir allt öðr-
um ryþma. En við fengum góða
hugmynd og fórum út í eyju á
Breiðafirði sem vinur okkar á, og
sátum þar í viku og byrjuðum að
vinna efnið í ferðatölvunni minni.
Það var einstakt að komast aftur í
þessa einangruðu eyjarstemningu.
Svipað umhverfi nema öfugt veð-
urfar. Þarna komu þættirnir mest
saman. Eyjamyndin var unnin á
eyju. Þetta var hægt því við vorum
með svo lítinn búnað.“
Friðrik segir tvennt vera nýtt við
vinnsluna á þáttunum. Það að vera
unnir á eins lítinn búnað og hægt er
að vinna sjónvarpsþátt í dag. Bún-
aðurinn er ein lítil tökuvél og snúra
úr henni í ferðatölvu. Öll klipping,
hljóðsetningin, þulur og allt unnið í
tölvunni og kemur þannig tilbúið út
úr tölvunni og spilast svo inn á nýja
spólu. „Ég setti líka nokkrar ljós-
myndir inn í þættina og svo allan
textann, og notaði tækifærið að
hafa það mjög óhefðbundið.“
Ólík sjónarmið
Stöð 2 sýndi síðan sl. vetur röð
örþátta úr ferðalaginu, 5–10 mín-
útna langa, þar sem hver þáttur
fjallar um eitthvert einstakt atvik
sem kom upp á þessum framandi
slóðum, eins og þegar Teitur var
bitinn af risaskötu.
„Núna er hins vegar verið að
sýna fjóra hálftíma þætti, unna úr
örþáttunum. Ég er mjög ánægður
með hvernig þættirnir hafa komið
út, það er mikið af tónlist, hraðar
klippingar og öðruvísi sjónarmið
en við erum vön. Og það var litla
myndavélin sem gerði okkur kleift
að mynda hvað sem var, hvenær
sem var, í myrkri, sól, á ferð eða í
kyrrstöðu.“
– Og í þáttunum leitist þið við að
sýna lífið á þessum eyjum?
„Fyrir utan það að vera venju-
legur ferðaþáttur þar sem fegurð
landsins er sýnd, tókum við upp á
ýmsu. Eins og þegar ég var búinn
að fá leið á að fá fisk í hvert mál,
sendi ég mann til að kaupa handa
mér kjúklinga í næsta þorpi. Þeim
þurfti síðan að slátra fyrir elda-
mennskuna og þá fylgdumst við
með því hvernig þessir múslimir
slátruðu kjúklingnum. Þau báðu
fyrir skepnunni, drápu hana hægt
og rólega, eiginlega leiddu hana
inn í dauðann, til að hafa allt á
hreinu þegar þeir hitta þessa
skepnu í næsta lífi. Síðan sést ég, ís-
lenski drengurinn sem er búinn að
vera í sveit, sveifla exi og höggva af
kjúklingi hausinn. Það eru þessi
ólíku sjónarmið sem oft má sjá í
þáttunum.“
Að detta úr sambandi
„Síðan er auðvitað þetta einfalda
líf alveg einstök lífsreynsla. Við
komum t.d. í þorp þar sem húsin
eru reist á stultum úti í sjó. Þá eru
engar pöddur, engir snákar. Þau
sigla svo á bátum til að veiða og
faðirinn fer einstaka sinnum í bæ-
inn að selja aflann. Þau eru ekki
með húsgögn, og það eina sem
minnir á heimili er steinhrúga sem
kveiktur er eldur í til að hita mat.
Það er annað en lífsgæðakapp-
hlaupið hér. Það var gaman að sjá
svona algerlega frumstæða lifn-
aðarhætti. Og það er frábært fyrir
mann að vera minntur á hvað mað-
ur hefur það rosalega gott!“
– Hvað stendur upp úr í ferðinni?
„Það er Kadidiri-eyjan í Togian-
eyjaklasanum, þar sem við vorum
sem lengst. Og þessi sérstaka til-
finning að vera búinn að vera í
mánuð á sama stað, þekkja alla
með nafni, vita hvernig allt gengur
fyrir sig og vera orðinn virkur
þátttakandi í þessu samfélagi. Mað-
ur er eiginlega ekki lengur ferða-
maður, heldur orðinn hluti af um-
hverfinu. Þetta var algjör andstaða
þess sem maður er vanur. Að fá að
detta úr sambandi við sitt venju-
lega líf og umheiminn. Það var sex
stunda sigling í næsta gervitungls-
síma. Þetta var ótrúlegt. Það er
hefur verið svo gaman að vinna
þessa sjónvarpsþætti því ferðalagið
hefur þannig enst miklu lengur fyr-
ir mig. En núna er það að verða bú-
ið.“
– Er tregi í þér?
„Nja … kannski ekki tregi. Frek-
ar spenna við tilhugsunina: hvað
gerist næst?“
Einfalt líf
og einstakt
Með íþróttatösku í annarri og vídeómynda-
vél í hinni héldu Teitur Þorkelsson og
Friðrik Örn á vit sætra drauma í Indónes-
íu. Drauma sem rættust á skjánum.
Ljósmynd/Friðrik Örn
Þessi litla stelpa og bróðir hennar voru einu börnin á Kadidiri.
Ljósmynd/Friðrik Örn
Í hópi innfæddra félaga sem ráku köfunar- og strákofaþjónustuna. Frið-
rik Örn fyrir miðju, Teitur t.h. og Salómon, svissneskur ferðalangur, t.v.
Ferðaþættirnir Sætir draumar á Stöð 2
hilo@mbl.is