Morgunblaðið - 10.09.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÁKVEÐIÐ hefur verið af ráðherra-
nefnd um einkavæðingu að ganga til
viðræðna við Samson ehf. um kaup á
umtalsverðum hlut í Landsbanka Ís-
lands hf. Félagið er í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, Magnúsar
Þorsteinssonar og Björgólfs Guð-
mundssonar. Jafnframt hefur verið
ákveðið að hefja nú þegar frekari
undirbúning að sölu á umtalsverðum
hlut í Búnaðarbanka Íslands hf.
Varðandi sölu Landsbankans
byggist ákvörðunin á forsendum
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu og mati alþjóðlega bankans
HSBC á þeim gögnum sem borist
hafa frá þeim þremur aðilum sem
nefndin hefur átt í viðræðum við.
Áhugi eigenda Samson á að ger-
ast kjölfestufjárfestir í Landsbank-
anum kom fyrst fram í bréfi sem
sent var framkvæmdanefnd um
einkavæðingu 27. júní sl. Í bréfinu
voru verðhugmyndir tilgreindar og
líta aðstandendur félagsins á þær
sem helstu forsendur viðskiptanna.
Björgólfur Thor Björgólfsson seg-
ir að eigendur Samson séu ánægðir
með að einkavæðingarnefnd skuli
hafa ákveðið að hefja viðræður við
þá en ekki sé þar með sagt að þeir
séu búnir að kaupa Landsbankann.
Þeir hafi ekki enn fengið nægar upp-
lýsingar um áætlanir bankans til
næstu ára eða hvaða áhrif sala á
45% eignarhlut í VÍS muni hafa á af-
komu hans. Einnig eigi eftir að ræða
um hversu stóran hlut sé að ræða,
verð og hvernig greiðslum verði
háttað.
Auk eigenda Samson var einka-
væðingarnefnd í viðræðum við Kald-
bak hf. og hóp sem samanstendur af
eignarhaldsfélögunum Andvöku og
Samvinnutryggingum, Fiskiðjunni
Skagfirðingi, Kaupfélagi Skagfirð-
inga, Keri hf., Samskipum og Sam-
vinnulífeyrissjóðnum.
Forráðamenn þeirra hópa fjár-
festa sem Morgunblaðið náði tali af í
gærkvöldi vildu ekki tjá sig um nið-
urstöðu einkavæðingarnefndar.
Kári Arnór Kárason, varaformaður
stjórnar Kaldbaks, sagði að félagið
hefði bæði sýnt Landsbankanum og
Búnaðarbankanum áhuga. Nú sagð-
ist hann reikna með að rætt yrði við
þá fjóra hópa sem eftir stæðu um
kaup á hlut í Búnaðarbankanum,
þ.e. þá tvo sem ekki verður rætt
frekar við um Landsbankann auk
hinna tveggja sem ekki var rætt við
vegna sama banka, en það eru Ís-
landsbanki og hópur fjárfesta undir
forystu Þórðar Magnússonar.
HNEFALEIKAR njóta mikilla vin-
sælda hjá ungu fólki um þessar
mundir og stunda börn allt niður í
6 ára gömul þessa íþrótt. Sigurjón
Gunnsteinsson, formaður Hnefa-
leikafélags Reykjavíkur, segir að
mikil aðsókn sé á námskeið í hnefa-
leikum og að 500–600 manns hafi
haft samband við félagið. Síðustu
tvær vikur hafi fjöldi félagsmanna
næstum því tvöfaldast, 100 manns
hafi verið í félaginu fyrir hálfum
mánuði en í dag séu þeir um 170.
„Þetta er fólk á öllum aldri, en
það sem kemur okkur mest á óvart
er fjöldi kvenna. Þær sækja mest í
þetta sem líkamsrækt, þetta er
mikil brennsla og það er hugs-
anlega það sem konurnar eru að
sækjast eftir. Margir eru að berjast
við aukakílóin. Ég veit að stelp-
unum finnst þetta líka flott og
skemmtilegt. Þetta er eitthvað
öðruvísi,“ segir Sigurjón. Hann
áætlar að um 60–70 konur stundi
hnefaleika með félaginu.
Yngstu börnin 6 ára
Boðið er upp á sérstök kvenna-
námskeið og einnig unglinga- og
barnanámskeið. Segir Sigurjón að
yngstu börnin sem æfi hnefaleika
séu 6 ára gömul. Fyrst sé börn-
unum kennt fyrir framan spegil án
boxhanska, þar sem farið er í
tækniatriði og líkamsstöðu. „Síðan
er byrjað að slá í sekki og önnur
áhöld með hanska. Á barna-
námskeiðunum reynum við að hafa
leiki sem örva snerpu, fljótt við-
bragð og annað.“ Hann segir að
börnin fari ekki í hringinn fyrstu
mánuðina. „Þegar þau fara í
hringinn eru þau með stóra hanska
og byrja að slá inn fyrir vörnina
hvert hjá öðru. Þau nota bara
vinstri höndina og eiga ekki að
kýla andstæðinginn, heldur bara
snerta,“ segir Sigurjón. Hann telur
að á milli 30 og 40 börn á aldrinum
6–12 ára séu skráð á námskeið og
um 40–50 unglingar á aldrinum
12–16 ára. Sigurjón segir að íþrótt-
in virðist vera í tísku hjá ung-
lingum og fólki á þrítugsaldri, en
fólk allt upp í fimmtugt stundi
íþróttina. Engar reglur séu í gildi
um lágmarksaldur til að æfa
íþróttina, en börn þurfi að vera
orðin 9 ára til að geta keppt í
hnefaleikum.
Myndin var tekin á æfingu hjá
Hnefaleikafélaginu í gærkvöld.
Konur
flykkjast
í hnefa-
leika
Morgunblaðið/Kristinn
ÞRÍR Mongólar á þrítugs- og fer-
tugsaldri, sem komu til landsins með
ferjunni Norrönu á fimmtudag, hafa
sótt um pólitískt hæli hérlendis og
rannsakar lögreglan í Reykjavík mál
þeirra. Í hópnum eru tveir 32 ára
karlmenn og systir annars þeirra, 27
ára.
Þau voru með vegabréf þegar þau
komu til landsins, en sögðust hafa af-
hent þau tilteknum manni hér á
landi, sem grunur leikur á að hafi
smyglað þeim hingað. Fólkið var í
viðtölum hjá Útlendingaeftirlitinu í
gær, en að þeim loknum átti það að
fara í fingrafara- og myndatöku hjá
lögreglunni og því næst í gistingu
hjá RKÍ.
Þetta er í þriðja sinn sem Mong-
ólar koma í hælisleit til Íslands á
stuttum tíma. Í júlí komu þrír Mong-
ólar en yfirgáfu landið sjálfviljugir. Í
lok ágúst komu tveir Mongólar en
fóru sömuleiðis sjálfviljugir af landi
brott. Fólkið sem kom á fimmtudag
átti bókað far úr landi í dag, þriðju-
dag, en vill hins vegar vera um kyrrt
og láta á það reyna hvort það fær
hæli.
Þrír
Mongólar
sækja
um póli-
tískt hæli
HEIÐRÍKJA var yfir mestum hluta
landsins um tvöleytið í gær eins og
þessi mynd ber með sér. Myndina
tók veðurtungl á vegum bandarísku
stofnunarinnar NOAA (National
Oceanic and Atmospheric Admin-
istration).
Að sögn Haralds Ólafssonar veð-
urfræðings er tiltölulega sjaldgæft
að ná slíkum myndum þar sem nær
allt landið sést jafnvel og raun ber
vitni. „Þetta gerist ekki mjög oft því
það er oftast einhver landshluti und-
ir skýjum,“ segir Haraldur. Á mynd-
inni sést reyndar að örlítill hluti af
Vestfjörðum er undir skýjum.
Veðurstofan spáir
sunnanáttum næstu daga
Hann segir gulu flekkina á kortinu
suðaustan og suðvestan við landið
vera svokölluð lágský en bláhvíta
slæðan norðan og vestan við landið
sé háský. Þegar slík ský séu yfir
finnist fólki vera léttskýjað þar sem
skuggar komi af skýjunum af og til
og sólin sé ekki jafn sterk og annars.
Aðspurður um framhaldið segir
Haraldur að í dag og næstu daga líti
út fyrir suðaustanátt og meiri dumb-
ung yfir landinu en verið hefur. Þó
verði léttara yfir norðanlands en í
öðrum landshlutum.
Heið-
skírt yf-
ir öllu
landinu
Óvenjulegt að ná
slíkum myndum
úr gervitungli
Rætt við Samson ehf. um
kaup á hlut í Landsbanka
Undirbúningur hafinn á frekari sölu á Búnaðarbankanum
Engin ákvörðun/20