Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 25
VOJISLAV Kostunica, for-
seti Júgóslavíu, fékk flest
atkvæði í forsetakosningum
í Serbíu, sem fram fóru um
helgina. Kostunica tókst
hins vegar ekki að tryggja
sér helming greiddra at-
kvæða og því verður kosið á
milli hans og Miroljubs
Labus 13. október nk. en
Labus varð í öðru sæti í
kosningunum á sunnudag.
Líklegt þykir að þar muni
Kostunica hafa betur.
Kostunica fékk 31,2% at-
kvæða í kosningunum og
Labus, sem er aðstoðarfor-
sætisráðherra Júgóslavíu, 27,7%.
Kjörsókn var 55% en alls voru ell-
efu í framboði til forsetaembætt-
isins. Þeirra á meðal voru menn
eins og Vuk Draskovic, einn þekkt-
asti stjórnarandstæðingurinn í
valdatíð Slobodans Milosevics, og
öfgaþjóðernissinninn Vojislav
Seselj.
Milosevic, sem nú situr í fangelsi
í Hollandi, hafði opinberlega lýst
yfir stuðningi við þann síðarnefnda
og gekk Seselj mun betur í kosn-
ingunum heldur en gert hafði verið
ráð fyrir. Hann varð þriðji, fékk
22,5%, en skoðanakannanir í að-
draganda kosninganna höfðu bent
til að hann fengi aðeins um 13%.
Tengslin við Zoran Djindjic
talin skaða Labus
Þrátt fyrir góða frammistöðu
Seseljs hafa margir fagnað nið-
urstöðum kosninganna enda eru
bæði Kostunica og Labus taldir í
hópi lýðræðissinna. Labus, sem er
hagfræðingur að mennt, er sagður
frjálslyndur í skoðunum en Kost-
unica er talinn meðal hófsamari
þjóðernissinna í serbneskum
stjórnmálum.
Kostunica hefur sakað Labus
um að vera þræll „tilskipana“
Vesturveldanna, sem hvatt hafa til
lýðræðisþróunar og efnahagsum-
bóta í Serbíu. Labus er einmitt
pólitískur bandamaður
hins umbótasinnaða for-
sætisráðherra Serbíu,
Zorans Djindjics, og þykir
líklegt að þessi tengsl
skaði möguleika hans á að
ná kjöri en Djindjic er
fremur óvinsæll í Serbíu.
Þykir líklegt að megin-
þorri þeirra, sem kusu
Seselj á sunnudag, fylki
sér nú um Kostunica og
tryggi honum þannig sig-
ur í annarri umferð kosn-
inganna.
Kostunica hefur gegnt
fremur valdalitlu embætti
forseta Júgóslavíu síðan hann bar
sigurorð af Milosevic í forseta-
kosningum í október 2000. Breyt-
ingar eru hins vegar væntanlegar
á sambandi Serbíu og Svartfjalla-
lands, sem saman mynda Júgó-
slavíu, og því er líklegt að núver-
andi embætti hans verði jafnvel
enn valdaminna. Jafnvel er hugs-
anlegt að það verði lagt niður.
Fráfarandi forseti Serbíu, Milan
Milutinovic, hefur eins og Milosev-
ic verið ákærður af stríðsglæpa-
dómstólnum í Haag og er talið
hugsanlegt að brotthvarf hans úr
embætti verði til þess að hann
verði framseldur til Hollands.
Kostunica fékk flest
atkvæði í Serbíu
Þykir líklegur til að tryggja sér forseta-
embættið í uppgjöri tveggja efstu manna
Vojislav Kostunica (t.v.)
og Miroljub Labus.
Belgrað. AFP.