Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 25 VOJISLAV Kostunica, for- seti Júgóslavíu, fékk flest atkvæði í forsetakosningum í Serbíu, sem fram fóru um helgina. Kostunica tókst hins vegar ekki að tryggja sér helming greiddra at- kvæða og því verður kosið á milli hans og Miroljubs Labus 13. október nk. en Labus varð í öðru sæti í kosningunum á sunnudag. Líklegt þykir að þar muni Kostunica hafa betur. Kostunica fékk 31,2% at- kvæða í kosningunum og Labus, sem er aðstoðarfor- sætisráðherra Júgóslavíu, 27,7%. Kjörsókn var 55% en alls voru ell- efu í framboði til forsetaembætt- isins. Þeirra á meðal voru menn eins og Vuk Draskovic, einn þekkt- asti stjórnarandstæðingurinn í valdatíð Slobodans Milosevics, og öfgaþjóðernissinninn Vojislav Seselj. Milosevic, sem nú situr í fangelsi í Hollandi, hafði opinberlega lýst yfir stuðningi við þann síðarnefnda og gekk Seselj mun betur í kosn- ingunum heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Hann varð þriðji, fékk 22,5%, en skoðanakannanir í að- draganda kosninganna höfðu bent til að hann fengi aðeins um 13%. Tengslin við Zoran Djindjic talin skaða Labus Þrátt fyrir góða frammistöðu Seseljs hafa margir fagnað nið- urstöðum kosninganna enda eru bæði Kostunica og Labus taldir í hópi lýðræðissinna. Labus, sem er hagfræðingur að mennt, er sagður frjálslyndur í skoðunum en Kost- unica er talinn meðal hófsamari þjóðernissinna í serbneskum stjórnmálum. Kostunica hefur sakað Labus um að vera þræll „tilskipana“ Vesturveldanna, sem hvatt hafa til lýðræðisþróunar og efnahagsum- bóta í Serbíu. Labus er einmitt pólitískur bandamaður hins umbótasinnaða for- sætisráðherra Serbíu, Zorans Djindjics, og þykir líklegt að þessi tengsl skaði möguleika hans á að ná kjöri en Djindjic er fremur óvinsæll í Serbíu. Þykir líklegt að megin- þorri þeirra, sem kusu Seselj á sunnudag, fylki sér nú um Kostunica og tryggi honum þannig sig- ur í annarri umferð kosn- inganna. Kostunica hefur gegnt fremur valdalitlu embætti forseta Júgóslavíu síðan hann bar sigurorð af Milosevic í forseta- kosningum í október 2000. Breyt- ingar eru hins vegar væntanlegar á sambandi Serbíu og Svartfjalla- lands, sem saman mynda Júgó- slavíu, og því er líklegt að núver- andi embætti hans verði jafnvel enn valdaminna. Jafnvel er hugs- anlegt að það verði lagt niður. Fráfarandi forseti Serbíu, Milan Milutinovic, hefur eins og Milosev- ic verið ákærður af stríðsglæpa- dómstólnum í Haag og er talið hugsanlegt að brotthvarf hans úr embætti verði til þess að hann verði framseldur til Hollands. Kostunica fékk flest atkvæði í Serbíu Þykir líklegur til að tryggja sér forseta- embættið í uppgjöri tveggja efstu manna Vojislav Kostunica (t.v.) og Miroljub Labus. Belgrað. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.