Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MANNBJÖRG varð þegar rækju-
skipið Aron ÞH frá Húsavík sökk
um 25 sjómílur norður af Grímsey
snemma í gærmorgun. Áhöfninni,
fimm mönnum, var bjargað um
borð í rækjuskipið Sæþór EA, sem
var á veiðum í tveggja sjómílna
fjarlægð frá Aroni þegar tilkynn-
ing um aðstoð barst.
Að sögn Arnþórs Hermannsson-
ar skipstjóra á Sæþóri var Aron
farinn að halla aðeins á stjórn-
borðshliðina þegar hann kom að
honum um kl. 7, rétt um 15 mín-
útum eftir að beiðni um aðstoð
barst. Hann sagði að tveir skip-
verjanna á Aroni hefðu synt yfir í
Sæþór en að hinir þrír hefðu farið
á milli í gúmmíbjörgunarbáti. All-
ir voru mennirnir í flotgöllum.
Arnþór sagði að skipverjarnir á
Aroni hefðu aldrei verið í hættu,
enda ekki verið hægt að hugsa sér
betra veður við þessar kring-
umstæður.
Sæþór var í um hálfa klukku-
stund við hlið Arons, þar til skipið
sökk á um 450 metra dýpi, í svo-
kallaðri Paradísarholu. Sæþór
sigldi með skipbrotsmennina til
Húsavíkur, þar sem tekin var
skýrsla af áhöfnum beggja skip-
anna.
Vaknaði þegar
drapst á vélunum
Már Höskuldsson skipstjóri á
Aroni sagðist hafa vaknað þegar
drapst á vélunum, enda væri slíkt
mjög óeðlilegt úti á sjó. Hann fór
þá strax upp í brú, þar sem Viðar
Sigurðsson stýrimaður var á vakt.
„Ég kíkti í dyrnar á vélarrúminu
og sá að þar var mikill sjór. Og
þar sem dautt var á öllum vélum
vissi ég að við hefðum engin ráð
til að ná sjónum úr bátnum, nema
með allri þeirri aðstoð sem hægt
væri að fá. Mig óraði ekki fyrir
því á þeirri stundu að hann ætti
eftir að fara niður. Þegar bát-
urinn fékk slagsíðu um hálftíma
síðar fannst mér þetta eiginlega
búið. Þá fórum við í gallana og
settum báða björgunarbátana út
og gátum þá í versta falli hoppað í
sjóinn ef eitthvað gerðist snögg-
lega. Sæþór var þá kominn upp að
okkur og veðrið eins og best verð-
ur á kosið til svona verka.“ Már
sagði ómögulegt að segja til um
hvað þarna hafi gerst en hann
vildi koma á framfæri kæru þakk-
læti til allra þeirra sem komu að
málinu, hvort sem það var í landi
eða úti á sjó, og þá sérstaklega til
áhafnarinnar á Sæþóri. „Það
björguðust allir og það er fyrir
mestu.“
Vel gekk að
bjarga mönnunum
Guðlaugur Magnús Magnússon
skipverji á Sæþóri í þessum túr
var í nokkuð sérstakri stöðu en
hann hefur verið afleysingamaður
á báðum skipunum í sumar. Hon-
um brá að vonum í brún þegar
hann frétti af því að Aron væri í
vandræðum og þá sérstaklega
þegar Sæþór kom að Aroni, „ég
gerði mér ekki grein fyrir því fyrr
en þá hversu alvarlegt ástandið
var. En það gekk mjög vel að
bjarga mönnunum og þetta fór því
vel,“ sagði Guðlaugur Magnús.
Hreiðar Másson, sonur Más
Höskuldssonar skipstjóra, er
kokkur á Aroni en hann var
heima í fríi. „Ég fékk fyrstu frétt-
ir í gegnum Textavarpið en það
var ekki fyrr en mamma hringdi í
mig að ég vissi að skipið var Aron.
Mér var að vonum brugðið en
þetta fór sem betur fer allt vel.“
sagði Hreiðar.
Stefán Guðmundsson, einn af
aðstandendum útgerðarinnar,
vildi koma á framfæri þakklæti til
áhafnar Sæþórs og allra þeirra
sem voru kallaðir til vegna atviks-
ins í gærmorgun. Stefán sagði fyr-
ir mestu að mönnunum skyldi
bjargað en að þetta væri vissulega
sorglegur atburður.
Björgunarsveitir
kallaðar út
Tilkynningaskyldan fékk til-
kynningu um að leki væri kominn
að Aroni kl. 6.16 og að hann væri
orðinn vélarvana. Skipstjóri Ar-
ons hafði samband við nærstödd
skip, Svan EA og Sæþór EA, og
fór Sæþór til aðstoðar. Stuttu síð-
ar var tilkynnt um að sjór væri
kominn upp á miðja aðalvél Arons
og þá óskað eftir öflugum dælum
en færanlegur dælubúnaður var
ekki um borð í nálægum skipum.
Björgunarsveitir á Húsavík, Rauf-
arhöfn og í Grímsey voru kallaðar
út og Landhelgisgæslan látin vita
af ástandinu. Björgunaraðgerðir
snérust hins vegar um að koma
dælum um borð í Aron og var
áhöfninni bent á að láta nærstödd
skip draga Aron í átt að landi. Út-
gerðarmaður Arons óskaði eftir
því að varðskip tæki skipið í tog
en samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni var hvorugt
varðskipið nokkurs staðar nærri.
Björn EA, sem fór til veiða frá
Grímsey um morguninn, snéri aft-
ur til eyjarinnar og náði í bruna-
dælur og bátar frá Húsavík sigldu
einnig af stað með dælur. Þá fór
þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, í loftið kl. 7.20 með öflugar
dælur. Níu mínútum eftir flugtak
barst tilkynning um að Aron væri
kominn á hliðina og að allir skip-
verjarnir væru óhultir um borð í
Sæþóri. Aron var sokkinn
skömmu síðar.
Aron ÞH var tæplega 130 brútt-
órúmlesta stálskip, smíðað í Dan-
mörku árið 1989. Knarrareyri ehf.
á Húsavík gerði skipið út.
Rækjuskipið Aron ÞH frá Húsavík sökk norður af Grímsey í gærmorgun
Vel gekk
að bjarga
áhöfninni
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Aron ÞH var 130 lesta stálbátur smíðaður árið 1989.
! SÆNSKA Verðbréfaráðið, Aktie-
marknadsnämnden, gaf í gær út yf-
irlýsingu þess efnis að Kaupþing –
banki hefði ekki brotið siðareglur á
verðbréfamarkaði í tengslum við yf-
irtökutilboð bankans á sænska bank-
anum JP Nordiska. Samtök sænskra
hlutafjáreigenda, Aktiespararna, ósk-
uðu eftir því við Verðbréfaráðið með
bréfi, sem því barst 12. september
síðastliðinn, að það kannaði hvort
Kaupþing – banki hefði brotið siða-
reglur sænska verðbréfamarkaðarins
þegar bankinn fór fram á hluthafa-
fund í JP Nordiska síðar í þessum
mánuði.
Í niðurstöðum Verðbréfaráðsins
segir að Kaupþing – banki hafi ekki
farið fram á hluthafafund til að reyna
að koma í veg fyrir að núverandi
stjórn JP Nordiska legði fram rök-
studdar tillögur varðandi yfirtökutil-
boð Kaupþings – banka.
Beðið um athugun
Samtök sænskra hlutafjáreigenda
fóru einnig fram á að Verðbréfaráðið
athugaði hvort Kaupþing – banki og
Länsförsäkringar hefðu átt með sér
samstarf í þá veru að kaup Länsför-
säkringar á bréfum í JP Nordiska
ættu að leiða til þess að Kaupþing
banki – gerði staðgreiðslutilboð til
allra hluthafa. Forsaga þessa máls er
sú að Länsförsäkringar keyptu 11,5%
hlut IKEA í JP Nordiska í september
síðastliðnum og greiddu fyrir með
peningum. Ef litið hefði verið á að
Länsförsäkringar væru í nánu sam-
starfi við Kaupþing – banka hefði
Kaupþing – banki átt að bjóða öðrum
hluthöfum sömu kjör í samræmi við
markaðsvenjur, að mati Samtaka
sænskra hlutabréfaeigenda. Verð-
bréfaráðið telur að Länsförsäkringar
hafi ekki tengst Kaupþingi – banka
með þessum hætti.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings – banka segir að niður-
staða Verðbréfaráðsins sænska stað-
festi það sem Kaupþing hefði alltaf
sagt, að reglum hefði verið fylgt til
hins ýtrasta varðandi þetta mál allt.
Sænska Verðbréfaráðið
Kaupþing –
banki braut
ekki reglur
á markaði
ALLAR kröfur og reikningar eiga
að vera greindar og greiddar í heil-
um krónum frá og með 1. október
2003 en eftir sem áður verður heimilt
að nota brot úr krónu í útreikningi
verðs en lægri fjárhæð en 0,5 krónur
skal þá sleppt og 0,5 krónur eða
hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.
Þá mun Seðlabankinn innkalla alla
fimm, tíu og fimmtíu aura mynt.
Þetta eru meginatriði í tveimur
reglugerðum sem forsætisráðherra
hefur undirritað að tillögu Seðla-
bankans. Aurar voru síðast teknir
upp við myntbreytinguna árið 1981,
en síðan þá hefur íslenska krónan
rýrnað rúmlega tvítugfalt.
Bankar og sparisjóðir verða
skyldugir til að taka við aurum og
láta í staðinn krónur fram til 1. októ-
ber 2003 og verða aurar lögmætur
gjaldmiðill til þess tíma.
„Þeir eru einhvers staðar þessir
aurar sem eftir eru þótt þeir sjáist
lítt í daglegum viðskiptum og það er
reyndar býsna drjúgt,“ segir
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Seðlabankans. „Það
var slegin auramynt sem nemur um
það bil 11,8 milljónum króna við og
eftir myntbreytinguna 1981 og það
eru enn um tíu milljónir í aurum í
umferð að verðmæti eða 64 milljónir
stykkja.“
Notaðir sem spilapeningar,
í krukkum eða týndir
Tryggvi segir að örlítið af aurum
hafi verið eyðilagt og hluti sé í
geymslum Seðlabankans. „Það má
gera ráð fyrir að þeir aurar sem eru
enn í umferð séu á víð og dreif hjá
fólki, eitthvað er örugglega í krukk-
um og sumt af þeim væntanlega
geymt og notað sem spilapeningar,
bæði innlendir og erlendir myntsafn-
arar hafa einnig keypt aura og svo
má búast við að eitthvað af þessum
aurum sé hreinilega týnt. Við gerum
því ráð fyrir að aðeins hluti af þeim
komi til okkar.“
Eyrir var tekinn upp í myntkerfi
danska ríkisins árið 1873 er verð-
reikningur var færður úr tylftarkerfi
í tugakerfi en áður voru skildingar,
spesíur og ríkisdalir. „Þetta ár stofn-
uðu Danir, Norðmenn og Svíar Nor-
ræna myntbandalagið og þá verða
króna og eyrir að mynteiningu þess-
ar landa. Jafnframt var lögfestur
gullfótur í stað silfurfótar áður og
tugmál tekið upp í stað tylftarmáls.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Seðlabankinn innkallar aura, það var
gert árið 1974 en eftir gjaldeyris-
breytinguna 1981 var farið að slá
aura á nýjan leik. Það ár voru „skor-
in tvö núll aftan af krónunni“. Verð-
gildi hennar hélt þó áfram að rýrna
enda náði verðbólgan ekki hámarki
fyrr 1983 en þá var hún rúm 84%.
Síðan hefur krónan rýrnað liðlega
tvítugfalt, ein króna árið 1981 er
jafngildi ríflega 21 krónu nú eða ein
króna nú jafngildi tæpra fimm aura á
verðlagi ársins 1981.
„Myntsaga þjóðarinnar er afar
áhugaverð,“ segir Tryggvi, „og hún
sýnir fyrst og fremst að á hverjum
tíma velja menn sér birtingarmynd
lögeyris sem hentar. Eyririnn er í
reynd kominn úr umferð og við erum
með þessu að hreinsa til en það má
líka segja að það skapist möguleiki á
því að við getum síðar smækkað gerð
krónu, fimm- og tíukrónapeningsins
sem eru í stærra lagi.“
Tryggvi segir að Seðlabankinn
geymi gott myntsafn og haldi því
alltaf eftir litlum hluta af mynt og
seðlum. „En hitt seljum við út í
bræðslu eins og hvern annan brota-
málm. Við erum nú með um ein 25
tonn og eigum von á að fá allnokkuð
inn til viðbótar og munum síðan selja
það.“
Seðlabankinn ákveður að aurar hverfi úr viðskiptum
Krónan hefur rýrnað tví-
tugfalt frá myntbreytingu