Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 35 Verð og gæði fara saman Skjót og persónuleg þjónusta fagmanna Allt fyrir málningarvinnuna Íslensk hágæðamálning MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar FYRIR nokkrum mánuðum hafði Hjálmar Árnason alþingismaður samband við undirritaðan vegna mik- illar óánægju Vestmannaeyinga og annarra sem nýta sér þann farkost sem í boði er í dag milli lands og eyja, einkum þó ferjuna Herjólf. Ferðir skipsins hafa þótt of fáar og skipið of hæggengt miðað við nútíma- kröfur. Þessa dagana hefur reynt töluvert á þolinmæði þeirra sem þurfa að nýta sér skipið á meðan Herjólfur fór í slipp til Danmerkur, því í staðinn kom flóabáturinn Baldur sem tekur „að- eins“ um fjórar klukkustundir rúmar að sigla milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja. Við venjulegar aðstæður tekur um það bil tvær klukkustundir fjörutíu og fimm mínutur fyrir Herjólf að sigla þessa leið, eða rétt um þrjár klukku- stundir. Eftir að hafa kannað lítillega loft- púðaskip sem okkur buðust í Bret- landi fékkst sú niðurstaða að þau skip væru alltof gömul, hávaðasöm og dýr í rekstri, enda hafa loftpúðaskip þessi legið á söndum við suðurströnd Eng- lands í langan tíma og skilst mér að þau verði sett á byggðasafn þar. Ekki tók langan tíma að finna áhugaverð skip, svokölluð „mono- hull“-skip sem í raun og veru eru ekk- ert annað en hefðbundin einskrokka skip. Þessi skip, „Shannon Alexis“ og „St. Matthews“, eru smíðuð og hönn- uð hjá þekktri ítalskri skipasmíðastöð að nafni Fincantieri og er sú skipa- smíðastöð sú áttunda stærsta í heimi miðað við veltu á ársgrundvelli. Sl. föstudag var haldinn opinn fundur í Vestmannaeyjum sem hópur manna stóð fyrir er sjá brýna þörf fyrir háhraðaskip til að stytta sigl- ingatímann á þessari siglingaleið. Á sama fundi voru samgöngunefnd þeirri, sem taka á til greina þessi mál, afhentir undirskriftalistar þar sem tvö þúsund og tvö hundruð manns mótmæla núverandi ástandi. Ýmsir aðilar tóku til máls, undirritaður kynnti ofangreindar ferjur, þing- menn, fyrrverandi þingmenn og nefndarmenn ræddu sínar skoðanir á málinu og var farið svo langt í um- ræðunni að nefna jafnvel vegagerð milli lands og eyja. Jarðgangagerð uppá tugi milljarða króna var rædd, þó svo að kannanir gerðar af sérfræð- ingum hafi sýnt fram á að enginn eða lítill grundvöllur sé fyrir slíku, svo ekki sé minnst á jarðskjálfta sem gæti haft í för með sér alvarlegar afleið- ingar fyrir jarðgöng, sérstaklega á þessum stað á Íslandi. Nýtt skip Eins og að ofan greinir, hefur und- irritaður boðið ríkinu til sölu ofan- greind skip og nokkur önnur. Fljót- lega fóru að heyrast raddir sem segja að þessi skip eyði of miklu eldsneyti, ekki séu svefnklefar í þeim, veltiugg- ar og svo framvegis. Vissulega er í skipinu mjög öflugur vélbúnaður sem þarf til að drífa áfram svo þungt skip hlaðið ökutækjum, vöruflutningabifreiðum, rútum, vörum og fólki. Nóg pláss er um borð til að útbúa svefnklefa ef á þarf að halda, en höfum það hugfast að sigl- ingatíminn með þessum skipum væri ekki nema rétt um ein klukkustund þannig að ekki er langur tími til að ná að festa svefn. Skipið er útbúið með veltikjölum sem draga til muna úr veltingi skv. þeim upplýsingum sem ég hef. Varðandi olíueyðslu er vert að nefna að hlutfallslega eyðir svona skip ekki miklu meira en Herjólfur í dag, en siglingatíminn styttist til muna og spurningin er hvort umræð- an varðandi eyðslustölur gleymist ekki þegar athugað er hvaða mögu- leikar fylgja því að stytta siglingatím- ann milli lands og eyja. Við styttri siglingatíma hljóta möguleikar fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum að margfaldast það mikið að auka þyrfti vinnuafl í þeim geira svo um munaði í samræmi við það. Eins og flestir vita eru Vestmannaeyjar náttúruperla sem margir vita af erlendis en hafa sjaldnast tíma til þess að komast til og frá Vestmannaeyjum. Tugþúsundir ferðamanna fara um Suðurland á hverju ári, að sjálfsögðu aðallega um sumartímann og flestir sjá Vest- mannaeyjar rísa upp úr sjóndeildar- hringnum, sjá þær aðeins í fjarlægð frá landi. Það myndi breytast veru- lega að mínu mati ef slíkt skip, sem að ofan er greint frá og boðið er til sölu, myndi leysa Herjólf af. Komið hefur fram að könnun, sem samgöngunefndin lét gera fyrir sig, sýnir fram á að skip sem þessi myndu alls ekki henta við þessar aðstæður sem ríkja á sjóleiðinni milli lands og eyja. Það kann að vera rétt að svo sé gefið upp í flokkunarfélagsvottorðum skipanna, en skv. mínum heimildum eru það leiðbeinandi tölur og engu að síður hafi skipin verið notuð við mun verri aðstæður en hámarkið sem nefnt var, eða um 5,2 metra ölduhæð. Við skulum hafa það hugfast að þessi skip eru smíðuð úr sérstyrktu skipa- stáli sem er með hærra núningsþol en hefbundið skipastál og skipin eru af stærri gerðinni eða um 95 metra löng. Ég spyr þá: er ekki vert að athuga siglingar Herjólfs sem núna er í notk- un og er mun minna skip, hvort það skip þoli þennan öldugang eða hafi eitthvað út úr höfn að gera við þetta sérstaka sjólag milli lands og Eyja? Ég tel að sú ákvörðun um hvort sigla eigi eða ekki vegna sjólags eigi að liggja hjá skipstjóra skipsins hverju sinni, enda á hann að þekkja sjólagið og skipið vel. Það að fá stærra og öfl- ugra skip fyrir þessa siglingaleið er í mínum huga ekkert annað en meira öryggi. Sl. mánuði hef ég kynnt mér há- hraðaferjur og hefðbundin ferjuskip með upplýsingum frá fagmönnum, samstarfsskipamiðlurum og í fræði- ritum og flestir eru á sama máli, að háhraðaferjur séu framtíðin í fólks- og bílaflutningum, jafnvel á siglinga- leiðum þar sem veður eru slæm, sbr. Eystrasalt, Norðursjó og líka í Mið- jarðarhafinu sem kemur mörgum á óvart. Með þessum skrifum er ég alls ekki að halda því fram að núverandi Herjólfur sé ónothæft skip eða hættu- legt, heldur að benda á nýtískulegri skip sem gefur meiri möguleika. Ég skora á viðeigandi aðila að at- huga málið með jákvæðum huga, afla sér meiri upplýsinga hjá undirrituð- um, fara og skoða skipin, sá kostn- aður er óverulegur miðað við hvað þjóðin öll og sérstaklega Vestmanna- eyingar gætu unnið sér inn með því að fá nýrra og hraðskreiðara skip. Nýr Herjólfur? Eftir Svein Inga Þórarinsson „Það að fá stærra og öflugra skip fyrir þessa siglingaleið er í mínum huga ekkert annað en meira öryggi.“ Höfundur er skipamiðlari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.