Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ við Nýbýlaveg, Kópavogi Elsku afi minn. Síð- an ég frétti af andláti þínu hafa þessar línur fylgt mér hvert fótmál: Guð leiði þig, en líkni mér, sem má ei lengur fylgja þér. Í huga mér geymi ég ótal dýr- mæt augnablik sem ég kalla fram aftur og aftur. Þetta eru mínir hjartasteinar. Afi hafði sérstakt lag á því að sjá skoplegar og skarpar hliðar á öllum málefnum, glettnin í augunum hans var svo ljúf. Afi hafði sterkan vilja, ein- beittan huga og bjó yfir djúpri visku sem gerði hann frábrugðinn öllum öðrum. Hann var góður og gegn maður, hjartahreinn og hjartahlýr þótt hann flíkaði ekki tilfinningum sínum né bæri hjartað utan á sér. Þess þurfti afi ekki. Hann var elskaður og virtur fyrir það sem hann var – hann þurfti ekki að þykjast né sýnast. Gömlu, góðu gildin voru í hávegum hjá afa. Ekkert var honum fjær en látalæti eða smjaður enda sagði hann ekk- ert án þess að alvara væri að baki. Um afa gildir á svo magnþrung- inn og jákvæðan hátt þetta erindi úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr ið sama. En eitt er það, sem aldregi deyr, dómur um dauðan hvern. HJÖRTUR JÓNSSON ✝ Hjörtur Jónssonkaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi þriðjudaginn 24. september síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 30. sept- ember. Afi var einn þeirra gæfusömu einstak- linga að sá dómur sem falla mun um líf hans hér á jörðinni, þær minningar sem lifa munu eftir hann og ekki síst sá dómur sem fylgja mun hon- um yfir móðuna miklu inn í Guðs Ríki verður ekki „dómur“ í þeim skilningi, heldur „Eft- irmynd til handa öðr- um hvernig þeir skuli haga lífi sínu“. Ég græt afa sárt, þótt ég viti að honum þætti það leitt. Ég græt af því að hann var gleði mín, af því að allt er fátæk- legra án hans. Afi minn, ég þakka þér fyrir að hafa leyft mér að kynnast þér svo vel sem raun varð á. Fyrir að gefa mér aðgang að hjarta þínu. Per- sóna þín, innri mildi og mann- gæska verður mér fyrirmynd alla ævi. Allt lýtur ákveðnum lögmál- um, en ég veit að þú fylgir mér áfram því að ekkert skilur að þá anda sem unna hvor öðrum. Þakka þér fyrir að veita mér ást þína sem var svo ríkulega endurgoldin. Slík ást er einu sönnu verðmætin, þau einu sem gefa lífinu gildi. Þín Guðrún Gunnarsdóttir. Elsku afi minn er nú farinn frá okkur. Það er gott að vita að nú er hann kominn á góðan stað og líður vel. Með miklum söknuði kveð ég hann nú. Minningarnar um hann og allar góðu stundirnar sem ég átti með honum hafa komið upp í huga minn undanfarna daga. Elsku afi var svo góður maður og hugsaði svo vel um alla, heilu fuglahóparnir söfnuðust oft saman á sjónum fyrir utan heimili hans og ömmu því að fuglarnir þekktu hann og þeir vissu að hjá honum fengju þeir að borða. Hann hugsaði líka svo vel um gróðurinn, bæði í Haukanesinu og uppi í sumarbústað. Stundum þegar ég var hjá hon- um þá fléttaði hann á mér hárið, mér fannst það stórmerkilegt að afi minn kynni að flétta hár. Á jól- unum fórum við svo alltaf saman í kirkju, ég, hann, amma og Guðrún. Það var alltaf góð stund. Það var svo gott að vera í kringum elsku afa minn, hann var svo góður og hjartahlýr og svo var hann líka alltaf að grínast. Mér fannst líka alltaf svo fallegt þegar hann kall- aði mig Helgu perlu, og sagðir mér að Margrét þýddi perla. Hann kenndi mér svo margt sem ég mun ávallt búa að. Allar góðu minning- arnar um hann mun ég geyma í hjarta mínu allt mitt líf. Þegar ég hitti hann á fimmtudaginn spjöll- uðum við dálítið saman, svo horfð- um við lengi út í nóttina áður en við föðmuðumst, kysstumst og kvöddumst í síðasta sinn. Þetta kvöld var hann svo glaður og ánægður og það er þannig sem ég mun ávallt muna hann. Einhvern daginn hittumst við svo aftur en þangað til mun ég brosa til hans upp í himininn og ég veit að hann brosir á móti og fylgist með mér, elsku besti afi minn. Þín sonardóttir, Helga Margrét. Hjörtur Jónsson, kaupmaður, er látinn tæplega 92 ára. Við erum báðir Vatnsdælingar, hann fæddur í Saurbæ og ég á Haukagili, en jarðirnar liggja saman og aðeins snertispölur á milli bæjanna. Mikil vinátta var á milli foreldra okkar og hittust feður okkar nánast dag- lega. Tókum við Hjörtur og systk- ini okkar þessa vináttu í arf. Hjörtur var leikfélagi okkar Kon- ráðs, eldri bróður míns, í barn- æsku og vinur æ síðan; – minn í 85 ár. Árið 1922 hófu foreldrar Hjartar að reisa hús það, sem enn stendur í Saurbæ, en brugðu búi vorið 1924 sökum vanheilsu, og héldu, ásamt börnum sínum, til Reykjavíkur. Þá var Hjörtur 13 ára og varð nú um stundarsakir vik á milli vina. Hjörtur kom þó nokkur sumur í heimsókn norður og dvaldi þá hjá okkur á Haukagili. Hjörtur gekk í Verzlunarskól- ann og lauk þaðan prófi með láði vorið 1929. Sama ár hóf hann störf hjá Eimskip og var orðinn aðal- bókari félagsins, er hann lét þar af störfum árið 1944 og sneri sér al- farið að eigin rekstri og því lífs- starfi, sem hann og eiginkona hans eru þekktust fyrir. Fyrir sunnan lágu leiðir okkar Hjartar saman á ný. Hann skaut yfir mig skjólshúsi fjóra vetrar- parta á árunum 1934–37, er ég var í starfsnámi hjá Ríkisútvarpinu. Áttum við margar góðar stundir á þessum tíma og leiddi Hjörtur mig um króka og kima Reykjavíkur, sem var mér, sveitapiltinum, nýr og framandi heimur. Á fimmta áratugnum byggðum við Hjörtur og eiginkonur okkar, Þórleif og Lára, íbúðarhúsin Barmahlíð 54–56, ásamt hjónunum og Vatnsdælingunum Kristínu Þorsteinsdóttur, frænku minni, frá Eyjólfsstöðum, og Guðlaugi Guð- mundssyni frá Sunnuhlíð. Auk þess að búa þar um langt skeið, ráku Hjörtur og Þórleif lífstykkja- verksmiðjuna Lady í húsinu í mörg ár. Sambýlið var farsælt og góður samgangur á milli okkar allra og barna okkar, sem spruttu nú óðum út grasi. Á gamlársdag 1937 kvæntist Hjörtur Þórleifu Sigurðardóttur, hinni glæsilegustu stúlku, sem stóð þá þegar á eigin fótum í atvinnu- rekstri, sem hún stjórnaði af krafti og kunnáttu í áratugi. Þau skópu sér fallegt og gestrisið heimili og eignuðust þrjá mannvænlega syni, sem hafa fetað sömu slóð og þau. Þórleif gekk strax inn í vináttu- samband okkar Hjartar, eins og Lára Böðvarsdóttir, eiginkona mín, gerði, er hún kom til sögunnar. Hefur Þórleif verið í nálægð við okkur hjónin æ síðan. Hjörtur setti svip á samtíma sinn og lagði víða hönd á plóg. Hann var svipmikill, vel vaxinn og stæltur, viljasterkur, duglegur og fylginn sér, eins og sýndi sig strax í æsku, bæði í leik og starfi. Hann var greindur og framsýnn og fylgdist vel með; vissi hvað hann vildi og stefndi einbeittur að settu marki, – og náði langt í lífinu. Hann var félagslyndur, en jafn- framt hógvær og óáleitinn; trúr og eftirsóttur til starfa og í kynnum, en fór ótroðnar slóðir í eigin mál- um og lét hvorki stundarhrif né sírenur alþýðuhyllinnar bera sig af leið. Hann tók hins vegar á sig krók fyrir vini sína. Hjörtur var vel skáldmæltur, kastaði iðulega fram tækifærisvís- um, orti heilu bálkana og ritaði vinum sínum ljóðabréf. Hann hafði unun af skáklistinni, var útivist- armaður og stundaði veiðiskap og fjallgöngur frameftir ævi. Vinátta okkar Hjartar hefur staðið í 85 ár. Það var gott að eiga hann að. Við áttum ávallt óþrjót- andi umræðuefni og hann deildi með mér kjörum í meðlæti og mót- læti. Þyrfti ég að leita ráða, gerði ég það hjá Hirti, og naut ómælds stuðnings hans, ef á móti blés. Við Lára erum þakklát fyrir allt, sem samvistirnar við Hjört hafa gefið okkur, og vottum Þórleifu, sonum, tengdadætrum og barnabörnum þeirra Hjartar innilega samúð. Haukur Eggertsson. Ég vil með nokkrum orðum kveðja vin minn Hjört Jónsson kaupmann, en hann lést þriðjudag- inn 24. september sl., 91 árs að aldri. Leiðir okkar Hjartar lágu saman innan Kaupmannasamtaka Íslands fyrir rúmum 30 árum, en þá átti ég þess kost að vinna með honum að málefnum kaupmanna. Hirti voru falin mörg trúnaðar- störf fyrir sín samtök gegnum árin auk annarra trúnaðarstarfa, sem ég tel ekki upp hér, þar sem það hefur verið gert hér í blaðinu. Af þeirri upptalningu má sjá að Hjörtur naut mikils trausts sinna félaga. Hjörtur Jónsson kom mér fyrir sjónir í sínum störfum fyrir kaup- menn þannig að hann var mikill baráttumaður fyrir sín samtök, heilsteyptur í sínum skoðunum og gaf ekkert eftir ef því var að skipta. Árið 1973 þegar Hjörtur gaf ekki kost á sér áfram sem for- maður Kaupmannasamtakanna, hvatti hann mig eindregið til að gefa kost á mér sem eftirmaður Elsku afi. Nú þegar þú hefur yfirgefið þennan heim sitjum við systkinin saman og rifjum upp allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar er hvað mamma og systkini hennar voru heppin þegar þú komst inn í líf þeirra er þú giftist ömmu. Þau eru ófá skiptin sem mamma hefur sagt okkur hversu lánsöm þau voru að þú skyldir ganga þeim í föðurstað og að það hefðu ekki allir haft þann kjark sem til þurfti. Sýnir það hversu einstak- ur maður þú varst, alltaf svo já- kvæður, brosmildur, hjálpsamur og tilbúinn til að hlusta á aðra. Margar minningar um þig, elsku afi, eru tengdar „skúrnum“ í Stang- arholtinu þar sem verkstæðið þitt var. Þangað var alltaf bæði gott og gaman að koma og fylgjast með vinnu þinni ásamt því að spjalla um GUÐMUNDUR H. ÞORBJÖRNSSON ✝ Guðmundur H.Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 22. október 1922. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 9. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 18. september. heima og geima. Í þessum heimsóknum var gjarnan farið út í búð og keyptur snúður með sykri sem var sameiginlegt eftirlæti okkar og lýsir það hversu mikill sælkeri þú varst. Annað sem við minnumst er hversu vandvirkur og hand- laginn þú varst. Það skipti ekki máli hvort verið var að leggja parket, bólstra, prjóna eða búa til mynda- kassa, allt sem þú gerðir var gert af mikilli vandvirkni. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum tíðina, þær munum við varðveita á góðum stað í hjarta okkar. Þín barnabörn, Ari og Björg. Elsku afi minn, mig langar til að skrifa nokkur orð til þín. Ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért far- inn. Síðustu stundirnar okkar sam- an voru svo yndislegar, þú varst svo glaðlegur og jákvæður að ég á erfitt með að skilja brottför þína úr þess- um heimi. Það er mikill söknuður að missa þig en minningarnar um stundir okkar saman munu ávallt fylgja mér. Ég veit að enginn hefur neitt nema jákvætt um þig að segja, elsku afi minn, enda varst þú ein- stakur, og fyrir mér alveg einstakur afi. Ég á svo margar skemmtilegar og góðar minningar um þig. Allar stundirnar sem ég eyddi með ykkur ömmu í Stangarholti á sumrin voru mér svo kærar, allar klukkustund- irnar sem við spiluðum „Ólsen Ól- sen“ saman, þegar þú kenndir mér að tefla, allir bíltúrarnir sem þú fórst með mér í, allir ísarnir með súkkulaðidýfu sem þú keyptir handa mér. Þú varst ávallt svo þol- inmóður og mikil ró og öryggi fylgdi þér. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir þá yndislegu daga sem ég fékk með þér og ömmu þegar þið komuð í heimsókn til mín til London fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum. Þú varst mjög heilsuhraustur alla þá daga sem þú varst hjá mér, jákvæður og greinilegt að þú naust þín vel. Við náðum að sjá og afreka mikið þessa daga og þykir mér vænt um að hafa fengið tækifæri til að njóta samveru þinnar alla þá daga sem þið amma voru hjá mér. Þú veist ekki hversu þakklát ég er fyrir þessar síðustu stundir okk- ar. Elsku afi minn, þín er sárt sakn- að. Takk fyrir allt. Guðrún Ruth. Nú er fallinn frá einn af þeim mönnum sem hafa haft mest áhrif með beinum og óbeinum hætti á líf mitt. Og það er alveg víst að ég á eftir að sakna þess að hitta ekki framar þann gegnheila og góð- gjarna mann sem Guðmundur var. Síðan okkar kynni hófust fyrir um 30 árum. Minnist ég þess ekki að hann hafi nokkurn tímann skipt skapi í okkar samskiptum, þó svo ég viti fyrir víst að hann hafði oft tilefni til þess. Hann var einhvern veginn yfir það hafinn að vera að velta sér uppúr slíkum smámunum að láta strákkjána vera að setja sig úr jafn- vægi, strák sem hafði alltaf rétt fyr- ir sér og gat allt og kunni allt. Eða svo hélt hann! Fyrstu óbeinu áhrifin sem hann hafði á líf mitt, voru þau að hann og Ruth kona hans og móðir Brynju vinkonu fóru í siglingu með Gull- fossi 1972. Brynja var skilin eftir undir eftirliti Kristínar systur sinn- ar heima í Stangarholtinu. Það eft- irlit bar þann árangur að við vin- irnir Logi og ég komumst inn á heimilið, nógu lengi til þess að Logi náði að klófesta Brynju og mér tókst að ná í Dröfn vinkonu hennar og við höldum ennþá fast í þær, enda happafengur. Beinu áhrifin voru þau að Guð- mundur sá aumur á mér 1977 og leyfði mér að ljúka hjá sér námi í bólstrun ári síðar og hafa mig í vinnu til 1980. Það var góður tími og hjá honum lærði maður fyrst og fremst að það skipti mestu máli að skila góðri vinnu, frekar en að skila henni á mettíma. En Guðmundur var ólíkur mörgum kollegum okkar, sem eiga margir hraðamet í hinu og þessu, að hann var aldrei að reyna að upphefja sjálfan sig. Kannski tókst honum ekki sem skyldi að kenna mér það? Seinna, þegar ég hóf sjálfur að reka mitt eigið fyrirtæki, fann ég ávallt fyrir góðvilja Guðmundar og áhuga hans fyrir því að allt gengi sem bezt og alltaf var gott að koma til hans og spjalla á verkstæðinu í Stangarholti og þá hafði hann alltaf nógan tíma. En þegar hann rak inn nefið til mín, var hann oftast að flýta sér, fannst stundum sem alltof margir væru þegar að tefja mig og þá stríddi ég honum með því að spyrja hvort frúin hefði ekki leyft honum að vera úti lengur. Þá glotti hann bara og fannst ekki mikið koma til svona athugasemda. Svo hefur hann sennilega farið heim til Ruthar og stjanað við hana, sem honum fannst örugglega vera sitt höfuðviðfangsefni í lífinu og það taldi hann ekki eftir sér, enda hjónaband þeirra einstaklega fallegt og farsælt. Síðast en ekki sízt ber að nefna þau pólitísku áhrif sem Guðmundur „eðalkrati“ hafði á mig. Ég sem hélt að ég væri íhald einsog ættin mín, komst fljótt að því eftir að við Guð- mundur fórum að vinna saman að það var rangt. Það var mikið góð- verk hjá honum að beina mér á rétt- an veg í þessum efnum. Hann þurfti ekki að segja neitt ljótt um hina, það var bara svo eðlilegt að verða sammála honum, enda var honum meðfædd sú hugsun að jafnrétti og bræðralag og væntumþykja um náungann ekki síður en sína nán- ustu, væri hið eina rétta. Þannig lifði hann allt sitt líf. Elsku Ruth og fjölskylda. Þó svo við Dröfn verðum fjarstödd þegar Guðmundur verður kvaddur hinzta sinn, verðum við með ykkur í hug- anum og biðjum Guð að blessa minningu góðs drengs. Loftur Þór Pétursson. Góður vinur hefur kvatt. Sorg bærist í brjóstum okkar vina hans. Ég fékk högg í hjartastað þegar Ruth vinkona mín hringdi og sagði mér lát Guðmundar. Þó kom það Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.