Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Pétur FriðrikSigurðsson fædd-
ist á Sunnuhvoli í
Reykjavík 16. júlí
1928. Hann lést hinn
19. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Þórðarson banka-
maður og kona hans
Ólafía Pétursdóttir
Hjaltested. Albróðir
Péturs Friðriks er
Þórður B. Sigurðs-
son og hálfbróðir
samfeðra Hannes
Már Sigurðsson.
Pétur Friðrik kvæntist árið
1951 Sólveigu Benediktu Jóns-
dóttur. Þeirra börn eru: 1) Pétur
Friðrik, f. 3.10. 1950, var kvænt-
ur Guðbjörgu Sigurz. Þeirra
börn eru Sigurður Friðrik, Sól-
veig Benedikta, Pétur Friðrik og
Daníel Þór. Sambýliskona Pét-
urs Friðriks er Áslaug Ágústs-
dóttir. 2) Helga Lóa, f. 14.10.
1953, gift Pétri Arnari Péturs-
syni. Þeirra börn eru Sara
Dögg, gift Sævari Helgasyni og
eiga þau tvö börn, Andra Snæ
og Örnu Sól, Unnur María og
Petra Sólveig. 3) Anna Hjalte-
sted, f. 14.2. 1958, gift Steini
Loga Björnssyni. Þeirra börn
eru Steinn Logi, Ylfa Ýr og
Perla. 4) Bergljót Ylfa, f. 24.2.
1965, gift Gunnari Gunnarssyni.
Þeirra börn eru Gunnar Friðrik,
Alex Freyr og Pétur Fannar. 5)
Katrín Ýr, f. 30.7.
1970, var gift
Sveini Sigurgeirs-
syni. Þeirra börn
eru Karítas Maren
og Kristján Bene-
dikt.
Pétur Friðrik
lauk námi frá
Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands ár-
ið 1945 og frá Kon-
unglega lista-
háskólanum í
Kaupmannahöfn
árið 1949. Pétur
Friðrik dvaldi einn
vetur í París að námi loknu til
að kynna sér það helsta sem var
að gerast í myndlistinni á þeim
tíma. Pétur Friðrik hélt sína
fyrstu einkasýningu aðeins 17
ára gamall, en samtals hélt hann
12 stórar einkasýningar hér
heima og fjölda smærri sýninga
víðs vegar um land og tók þátt í
fjölmörgum samsýningum bæði
hérlendis og erlendis. Einnig
hélt Pétur Friðrik einkasýningar
í New York, Lúxemborg og
Köln. Pétur Friðrik var kunnur
spretthlaupari á sínum yngri ár-
um og var meðal annars valinn í
Ólympíulið Íslands fyrir Hels-
inki-leikana 1952. Pétur Friðrik
vann alla tíð að list sinni og
hafði vinnustofu á heimili sínu.
Útför Péturs Friðriks fer fram
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Þegar mér barst fréttin um að þú
værir floginn með vindum haustsins á
vit ódauðleikans varð mér hugsað
þrjátíu ár aftur í tímann, til þeirrar
stundar er við fyrst mættumst. Á
þeim tíma voruð þið Sólveig að flytja í
húsið ykkar að Hegranesi 32, sem síð-
an hefur verið heimili þitt og vinnu-
staður. Oft á tíðum var vinnudagur-
inn langur hjá þér, atorkan og kappið
mikið, árla dags var ekið austur á
Þingvöll, upp í Heiðmörk, suður í
Gálgahraun eða eitthvað annað og ein
eða jafnvel tvær myndir skissaðar
upp. Komið heim upp úr miðjum degi,
málaður veggur í húsinu, skófla tekin
í hönd og ráðist til atlögu við garðinn,
eða stóru rúðurnar í húsinu pússaðar,
síðan var gjarnan strekkt léreft á
nokkra blindramma og um kvöldið
var aftur hugað að málverkinu. Dags-
verk þitt var ótrúlega mikið og ég
minnist þess ekki að þú hafir setið
auðum höndum.
Þú tókst mig með þér á málverka-
sýningar og kenndir mér hvernig ætti
að horfa á verkin, sýndir mér muninn
á góðu málverki og því sem á lítið er-
indi fyrir almannasjónir. Margar
ferðir voru farnar að Kjarvalsstöðum
til að skoða verk meistara Kjarvals,
en á honum hafðir þú sérstakt dálæti
og taldir hann, ásamt Ásgrími Jóns-
syni, vera mesta málara sem Ísland
hefur alið. Sem ungur drengur varstu
samtíma Ásgrími á Húsafelli og
hreifst af list hans.
Nokkrum sinnum fór ég með þér í
málaratúra og meðal annars fórum
við árið 1980 ásamt Veturliða Gunn-
arssyni listmálara til Borgarfjarðar
eystri. Við dvöldumst þar í um viku
tíma hjá góðu fólki. Þið listamennirnir
unnuð frá morgni til kvölds, heillaðir
af fegurðinni á þessum einstaka stað.
Sú ferð verður mér alla tíð ógleym-
anleg.
Þú unnir íslenskri náttúru og
þekktir nánast hvert fjall og hvern
fjörð, mófuglana, blómin og grösin.
Fegurð landsins, hafsins og himinsins
var þitt yrkisefni alla tíð. Þér féllu illa
þær miklu skemmdir sem gerðar hafa
verið á hálendi landsins, en mest þó
þær sem nú eru fyrirhugaðar. Þú
vildir halda landinu okkar hreinu og
ósnortnu og varst mótfallinn öllum
stóriðjuframkvæmdum.
Það verður seint sagt, vinur, að þú
hafir verið allra, lundin var stór og yf-
irborðið gat verið hrjúft en þeim sem
náðu vináttu þinni veittir þú vel úr
gæskubrunni þínum. Þú rakst illa í
hópi og kaust sjálfur að feta eigin leið-
ir, gerðist aldrei annarra viðhlæjandi
og kærðir þig kollóttan um álit list-
fræðinga á verkum þínum og stóðst af
þér kalda vinda er oft blésu frá sam-
ferðamönnum þínum. Tíminn einn
mun leiða í ljós hvort listsköpun þín
lifir, en sjálfur er ég sannfærður um
að svo verði.
Þú gerðir mér fyrir nokkrum árum
hátt undir höfði, þegar þú baðst mig
að ávarpa þig ætíð með orðinu „vin-
ur“, og víst er að ég hef notið vináttu
þinnar frá fyrstu tíð og geri mér grein
fyrir, að í þann flokk var vandað valið.
Veikindin undanfarin misseri voru
þér erfið og smátt og smátt tókst að
beygja hlyninn uns hann brotnaði. Að
leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir
samfylgdina og órjúfanlega vináttu.
Fljúgðu hátt upp í himininn, kæri vin-
ur.
Pétur Arnar.
Hann elsku afi minn er látinn.
Það er mikill missir að missa svona
einstakan mann. Ég hef alla ævi verið
mjög heilluð af honum afa mínum.
Hann var svo klár og vissi svo margt.
Hann var mikill og góður listmálari.
Mér þótti alltaf gaman að fylgjast
með honum mála. Hann reyndi oft að
kenna mér að mála eða teikna en mig
virtist skorta þá hæfileika algjörlega.
Ég skildi ekkert í því af hverju hann
ætti enga svarta liti. Þá útskýrði hann
fyrir mér að ekkert í náttúrunni væri
svart. Hann hefur kennt mér margt í
gegnum ævina.
Ég bjó erlendis þegar ég var yngri
og alltaf þegar við komum í heimsókn
til Íslands gisti ég hjá afa og ömmu í
Garðabænum, þó svo að allir hinir í
fjölskyldunni gistu einhvers staðar
annars staðar. Þá áttum við saman
mörg ævintýri og margar góðar
stundir. Þegar ég var hjá þeim fór afi
oft til Þingvalla að mála og ég og
amma fórum með. Það þótti mér ein-
staklega skemmtilegt.
Ég plataði afa og ömmu með mér á
skyndibitastað og það var fyrsta
skiptið þeirra á svoleiðis stað. Það var
mjög fyndið og afa fannst sko engan
veginn varið í þennan mat. Hann var
mikið fyrir góðan og almennilegan
mat enda góðu vanur hjá ömmu.
Einnig var hann mjög mikill húmor-
isti, hann afi minn. Hann var ástkær
og yndislegur maður og er sárt að
missa svona góðan vin.
Ylfa Ýr Steinsdóttir.
Pétur Friðrik tengdafaðir minn og
vinur er fallinn frá. Með Pétri Friðrik
er genginn mikill maður og stórkost-
legur listamaður. Þótt hann hafi kom-
ið víða við í list sinni, þá verður hans
fyrst og fremst minnst sem stórkost-
legs landslagsmálara, í hópi þeirra
fremstu sem Ísland hefur alið.
Segja má að Pétur Friðrik hafi ver-
ið sá síðasti af gömlu meisturunum og
eins konar tengiliður milli þeirra og
nútímans, í tíma og í gegnum sam-
skipti og vinskap við þá. Hann lærði
t.d. mikið af Ásgrími Jónssyni og fékk
að fylgjast með honum við að mála á
Húsafelli mörg sumur. Pétur Friðrik
stundaði ávallt list sína úti í nátt-
úrunni. Hann fór á öllum tímum og í
öllum veðrum til að ná ákveðnum lit-
ar- eða ljósáhrifum inn í myndir sínar.
Hann tók listsköpun sína mjög alvar-
lega eins og þá hörkuvinnu sem hún
var. Hann var svo lánsamur að geta
lifað góðu lífi af list sinni alla ævi og
búið konu og fimm börnum gott heim-
ili með afrakstri listarinnar. Þetta var
fágætt meðal listamanna af hans kyn-
slóð enda verk hans alla tíð mjög eft-
irsótt. Allt frá því hann hélt sína
fyrstu listsýningu í Listamannaskál-
anum aðeins 16 ára að aldri, hefur list
hans verið fádæma vel tekið af þjóð-
inni.
Pétur Friðrik var mjög sannur
listamaður. Hann var samkvæmur
sjálfum sér og var ekki að þóknast
öðrum í list sinni. Hann var trúr sinni
eigin list þótt tískustraumar lægju
um tíma annað. Hann var einnig alltaf
sjálfstæðismaður og borgaralega
sinnaður, jafnvel á þeim tímum sem
það þótti nánast skammaryrði meðal
listamanna og pólitík blandaðist mjög
í listirnar. Svona var hann og svona
mun list hans lifa. Þjóðin kann að
meta list hans. Sagan mun vafalaust
staðfesta sess hans sem eins fremsta
landslagsmálara þjóðarinnar.
Ég er ákaflega stoltur og ánægður
yfir að hafa notið þess að þekkja Pét-
ur Friðrik, bæði sem listamann og
ekki síður sem vin og tengdaföður.
Farðu í friði Pétur. Minningin um þig
og list þína mun lifa.
Steinn Logi Björnsson.
Ljúfasta stundin
er löngu horfin
og liðið að hausti
Skjálfa viðir,
en skipið fúnar
skorðað í nausti.
Og sorgin læðist
í svörtum slæðum
um sölnuð engi.
Blöðin hrynja
í bleikum skógum
á brostna strengi.
Löng er nóttin
og nístingsköld
við niðandi ósa.
Hjartað stinga
hélaðir þyrnar
heilagra rósa.
(Davíð Stefánsson.)
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín
Unnur María.
Það er erfitt og sárt að trúa því að
vinur minn Pétur Friðrik sé látinn.
Upphaf okkar kynna var fyrir rúmum
þrjátíu árum er við hittumst í New
York þar sem Pétur hélt málverka-
sýningu. Ég hafði ekki tíma til að
skoða þá sýningu en Pétur bauð mér
að koma til sín heim í Hafnarfjörð og
skoða myndir hans þar. Þróaðist með
okkur góð vinátta sem hefur haldist
ætíð síðan. Pétur var ljúfur og sannur
vinur og tel ég mig hafa haft mikil for-
réttindi að fá að kynnast honum og
eiga hann að vini. Hann var góður og
vinsæll listmálari. Hann naut þess að
mála úti í náttúrunni og voru Þing-
vellir hans uppáhaldsstaður. Hann
var vandvirkur, notaði ávallt bestu
efni sem fáanleg voru við gerð mynda
sinna og fljótfærni þekkti hann ekki.
Það eru ófá heimili og stofnanir hér-
lendis sem og erlendis þar sem mynd-
ir Péturs prýða veggi.
Fjölskyldan var honum dýrmæt.
Sólveig eiginkona hans og börnin
fimm voru honum allt og var hann af-
ar stoltur af þeim.
Minningarnar í gegnum árin eru
margar og munu varðveitast um
ókomin ár.
Elsku Sólveig, Pétur yngri, Lóa,
Anna, Ylfa og Katrín og fjölskyldur
ykkar, Guð gefi ykkur styrk á þessari
miklu sorgarstund. Ég og fjölskylda
mín vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Blessuð sé minning Péturs Frið-
riks.
Siggeir Sverrisson.
Hinsta kveðja til kollega míns og
vinar okkar, Péturs Friðriks Sig-
urðssonar listmálara. Mikil sorg og
söknuður hvolfdist yfir okkur þeg-
ar við fréttum um andlát Péturs
Friðriks. Við erum þakklát fyrir að
hafa kynnst honum og fjölskyldu
hans. Við minnumst óteljandi sam-
verustunda og málaratúra hér á Ís-
landi og einnig í Þýskalandi og á
Ítalíu.
Við sendum fjölskyldu Péturs
Friðriks okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Karl Ásbjörnsson,
Elisabeth og Rannveig.
PÉTUR FRIÐRIK
SIGURÐSSON
HINSTA KVEÐJA
Það er stutt stórra
högga á milli. Hinn 14.
ágúst 2001 var Kristín
Pétursdóttir húsmóðir á Innri-
Skeljabrekku jarðsungin og nú
komum við aftur saman á Hvann-
eyri í dag til að fylgja Jóni Gíslasyni
manni hennar til grafar.
Jón gekk ekki heill til skógar frá
því áður en Stína hans dó, en alveg
sérstaklega hefur sumarið í sumar
verið Jóni erfitt sökum veikinda.
Samt stóð hann meðan stætt var og
síðast hinn 18. sept. sl. var hann á
ferðalagi með börnum sínum í til-
efni þess að þann dag varð hann 80
ára. Hann naut í veikindum sínum
einstakrar umhyggju barna,
tengdabarna og barnabarna sem
gerðu honum kleift að vera heima
þar til allra síðustu dagana.
Við áttum tal saman í síma tveim-
ur kvöldum áður en hann kvaddi.
Þá var hann kominn á sjúkrahúsið á
Akranesi og búið að segja mér
hvert stefndi. En hann var mál-
hress og var að dásama afmælis-
JÓN
GÍSLASON
✝ Jón Gíslasonbóndi á Innri-
Skeljabrekku í Borg-
arfirði fæddist 18.
september 1922 á
Jörva á Akranesi.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness hinn
23. september síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hvann-
eyrarkirkju 28. sept-
ember.
daginn sinn, hvað hefði
verið gaman og veðrið
leikið við þau. Það er
gott til þess að hugsa
að hann skuli hafa náð
þeim góða degi.
Mig langar að þakka
Jóni og Stínu enn og
aftur fyrir hvað þau
voru börnum mínum
góð alla tíð, en þau
voru í sveit hjá þeim
hjónum í fjölda ára og
litu á Brekku sem sitt
annað heimili. Héldu
tryggð við heimilið alla
tíð. Einkum hefur
samband sonar míns Björns Leví
við Brekkufólk og afkomendur
þeirra verið mikið enda var hann
hjá þeim lengur en systur hans og
var einnig vetrarmaður á Brekku
einn vetur. Alla tíð voru Brekku-
hjón sjálfsagðir gestir ef eitthvað
stóð til í okkar fjölskyldu, brúð-
kaup, afmæli o.fl.
Jón var svipmikill og myndarleg-
ur maður. Heill og einlægur karakt-
er og hafði einstaklega góða nær-
veru. Afburða góða lund hafði hann,
haggaðist ekki á hverju sem gekk.
„Elskan mín, við finnum út úr
þessu,“ var viðkvæðið ef einhver
var að barma sér. Vinnuhestur mik-
ill, en gleðimaður á góðum stundum
og þær stundir áttum við margar
saman í gegnum árin, þau hjón og
mín fjölskylda.
Jón var vel lesinn, fróður og
skemmtilegur maður. Fylgdist af
áhuga með þjóðmálum. Maður kom
aldrei að tómum kofunum hjá hon-
um. Söngmaður var hann góður og
söng mörg ár í kirkjukórnum á
Hvanneyri og þau hjón bæði.
Ég þakka Jóni löng og góð kynni
og tryggð sem aldrei brást. Hall-
dóra, Kristín og Björn Leví þakka
umhyggjuna og væntumþykjuna
sem þau hafa fundið alla tíð. Makar
þeirra og börn voru strax kynnt
fyrir Brekkuhjónum og það var
bara enn meiri gleði á Brekku ef
fleiri voru með í för, eins og t.d.
þegar Björn sonur minn keyrði í
hlað með tengdaföður sinn og fleira
fólk.
Gísli og Odda, Pétur og Svava,
Þorvaldur og Dagný og fjölskyldur.
Við Dóra og Jóhann, Kristín, Björn
Leví og Ásta Lára og börnin þeirra,
öll minnumst mætra hjóna og vott-
um ykkur öllum innilega samúð.
Guð gefi þér góða heimkomu Jón
minn. Stína þín hefur örugglega
tekið vel á móti þér.
Blessuð sé minning Jóns Gísla-
sonar.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Fyrir nokkru barst mér til eyrna
lát Jóns Gíslasonar, bónda á Innri-
Skeljabrekku. Það kom að vísu ekki
alveg á óvart, en hann hafði þjáðst
af sjúkdómi um nokkurt skeið, sem
að lokum hafði sigur á þessum dug-
mikla og seiga manni. Jón varð 80
ára fyrir nokkrum dögum.
Fyrir rúmum fjörutíu árum átti
ég oft leið framhjá Innri-Skelja-
brekku, stundum snemma að
morgni, stundum að kveldi, eða að
nóttu. Það var vor í lofti og allt var
að lifna eftir veturinn. Bændur voru
á þessum árum að bæta við ræktun
á jörðum sínum, það var vorhugur í
sveitum landsins. Þessi vorhugur
náði líka til hjónanna á Innri-
Skeljabrekku. Þar voru samhent
hjón, Jón og Stína. Það sem vakti
sérstaka athygli mína á þessum
ferðum var, að hvort sem ég fór
framhjá eldsnemma að morgni,
seint að kveldi eða jafnvel að nóttu
til þá var Jón bóndi að vinna. Ég
minnist þess sérstaklega einu sinni
er ég fór framhjá um lágnættið að
Jón var úti í flagi að herfa og und-
irbúa fyrir sáningu. Næsta morgun
fór ég framhjá eldsnemma, þá var
Jón þar, var að valta, búinn að sá og
var að leggja síðustu hönd á verkið.
Ég segi frá þessu af því mér
finnst þetta lýsa Jóni betur en mörg
orð. Elju hans og dugnaði var við
brugðið. Ég held reyndar að starfið
hafi verið Jóni lífsfylling og ánægja.
Störfin voru unnin af ánægju og
með trú á mátt moldarinnar. Ég var
ungur á þessum árum og kynntist
þeim hjónum á Skeljabrekku ekki
mikið þá.
Seinna lágu leiðir okkar saman
aftur. Þá kynntist ég líka öðrum
Jóni: Það var hlýr, elskulegur og at-
hugull maður. Hann lagði alltaf gott
til mála, en gat líka verið fylginn
sér, ef því var að skipta. Við hlið
hans stóð Kristín, glæsileg og at-
hugul, mannbætandi hvar sem hún
fór. Kristín lést fyrir rúmu ári.
Jón og Kristín voru miklir vinir
vina sinna. Ég naut þessarar vin-
áttu og svo var um aðra í minni fjöl-
skyldu. Fyrir þetta og fyrir að hafa
fengið að kynnast Jóni og Kristínu
viljum við þakka.
Við Gerður og öll okkar fjöl-
skylda þökkum fyrir kynnin og
vottum fjölskyldu Jóns og Kristínar
hugheilar samúðarkveðjur. Megið
þið hvíla í friði.
Gerður og Sveinn
Hallgrímsson.