Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.
HL Mbl
Sýnd kl. 8.
The Sweetest Thing
Sexý og Single
miðaverð aðeins 350 kr!
STUTTMYND
HJ Mbl
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 4 og 5. Síðustu sýningar
Yfir 20.000 MANNS
Kvikmyndir .com
DV
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Ný Tegund Töffara
Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14.
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum
40 milljarða dollara og sleppir
honum lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
kl. 4.45, 7.30 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 6. með ísl. tali.
HK DV
„ARFTAKI
BOND ER
FUNDINN!“
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum 40
milljarða dollara og sleppir honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BIG DADDY
1/2Kvikmyndir.is
SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld
frumsýndi Þjóðleikhúsið leikrit
Yasminu Reza, Lífið þrisvar
sinnum, í þýðingu Kristjáns
Þórðar Hrafnssonar. Leikstjóri
er Viðar Eggertsson en aðal-
hlutverk eru í höndum leik-
aranna Ólafíu Hrannar Jóns-
dóttur, Sigurðar Sigurjónssonar,
Stefáns Karls Stefánssonar og
Steinunnar Ólínu Þorsteins-
dóttur. Um skondið uppá-
komuleikrit er að ræða þar sem
höfundur leitast við að bregða
mynd á möguleika þá sem lífið
býður upp á. Var leikurum, svo
og aðstandendum, fagnað vel og
innilega í lok sýningar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sjöfn Pálsdóttir og Þórhallur Sigurðsson
ásamt syni sínum, Sigurði Þórhallssyni,
sem fer með hlutverk í leikritinu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Viðar Egg-
ertsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Lífið þrisvar sinnum frumsýnt
HLJÓMSVEITIN Stereolab er á
leiðinni til landsins og leikur hér
föstudaginn 25. og laugardaginn 26.
október ásamt Orgelkvartettinum
Apparat. Tónleikarnir eru liður í tón-
leikaröðinni Rokk á Grandrokk sem
hóf göngu sína í júlí. Stereolab hefur
í meira en tíu ár verið helsta til-
raunapoppsveit heims, er afar virt
sem slík og hiklaust mikill fengur að
komu hennar hingað. Einungis verða
200 miðar í boði hvert kvöld og er
miðaverð 3.000 kr. Miða er hægt að
nálgast á Grand Rokk.
Þetta verða síðustu tónleikar Ster-
eolab á árinu þar sem sveitin ætlar í
hljóðver um leið og Íslandsför lýkur.
Stereolab.
Miðasala
hefst í dag
Stereolab á Grand
Rokk 25.–26. október
BRESKA hljómsveitin Coldplay
heldur tónleika í Laugardalshöll,
fimmtudagskvöldið 19. desember
næstkomandi.
Þetta verða aðrir
tónleikar sveitar-
innar á Íslandi en
hún lék fyrir fullu
húsi í Laugar-
dalshöll í ágúst-
mánuði 2001, við
góðar undirtekt-
ir. Að sögn að-
standenda tón-
leikanna féllu
liðsmenn Cold-
play þá kylliflatir
fyrir landi og þjóð og voru staðráðnir í
að halda aðra tónleika sem fyrst. Þrátt
fyrir miklar annir, hafi þeir ákveðið að
láta verða af því nú í desember, en
sveitin gaf nýverið út aðra breiðskífu
sína, A Rush of Blood to the Head, og
er í óða önn að fylgja henni eftir með
tónleikahaldi um víða veröld.
Ástæðan fyrir tímasetningu tón-
leikanna ku vera sú að drengirnir
höfðu mikinn áhuga á því að upplifa
íslenska jólastemmningu og hafa
jafnvel í hyggju, gefist tími til, að
dveljast hér yfir hátíðirnar.
Miklar líkur eru og á því að þekkt
norður-írsk rokkhljómsveit verði með
Coldplay-liðum í för og bregði sér upp
á svið til þess að hita upp gesti Hall-
arinnar.
Önnur plata Coldplay, A Rush of
Blood to the Head, kom út í ágúst-
mánuði og hefur hlotið rífandi viðtök-
ur, bæði gagnrýnenda og kaupenda.
Á rúmum mánuði
hefur platan selst
í tæplega 3 millj-
ónum eintaka um
heim allan en hér
heima fór hún
beint í efsta sæti
Tónlistans í fyrstu
viku og hefur selst
í hálfu þriðja þús-
undi eintaka. Í
heimalandinu fór
hún og beint á
toppinn og er orð-
in söluhæsta plata ársins það sem af
er. Í Bandaríkjunum þótti tíðindum
sæta er platan fór beint í 5. sæti
listans því það er árangur sem bresk-
ar sveitir ná orðið æ sjaldnar.
Fyrsta platan, Parachutes, hefur
selst í tæplega 5 milljónum eintaka
síðan hún kom út árið 2000, þar af
8.000 hérlendis, og virðist nýja platan
því á góðri leið með að slá henni við.
Ákveðið hefur verið að önnur smá-
skífan af A Rush of Blood to the Head
á eftir „In My Place“ verði ballaðan
„The Scientist“, en hún mun koma út
11. nóvember.
Ekki liggur enn fyrir hvert miða-
verð að tónleikunum 19. nóvember
verður eða hvenær miðasala hefst en
aðstandendur segja allar nánari upp-
lýsingar um tónleikana á næsta leiti.
Chris Martin í bláu kastljósi Laug-
ardalshallarinnar 22. ágúst 2001.
Tónleikar í Höllinni
19. desember
Coldplay snýr aftur til Íslands
Morgunblaðið/Jim Smart
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland
Airwaves verður haldin um miðjan
þennan mánuð eins og
áður hefur verið greint
frá. Þetta er í fjórða sinn
sem hún verður haldin
og er allur umbúnaður
veigameiri en áður.
Fram koma tugir inn-
lendra sem erlendra
listamanna; af þeim er-
lendu má nefna The Hiv-
es, Fatboy Slim, Darren
Emerson og Blackalic-
ious og nær öll flóra ís-
lenskrar dægurtónlistar
er spönnuð en fram
koma allar helstu rokk- og rapp-
sveitirnar ásamt miklum fjölda
raf-, dans-, popp- og tilraunasveita.
Nú er orðið uppselt í flug sem
kemur á Airwaves frá New York.
Alls koma þaðan um 300 manns; al-
menningur sem og blaðamenn og
útsendarar plötufyrirtækja. Alls er
búist við því að um 1.500 manns
komi hingað til landsins vegna
Airwaves-hátíðarinnar eingöngu.
Þá ber að geta þess að gamlir sem
nýir Airwaves-listamenn eru áber-
andi á verðlaunalista sem kallast
Shortlist Music Prize og var kynnt-
ur fyrir stuttu. Er hann bandarísk
hliðstæða hinna bresku
Mercury-verðlauna. Sig-
ur Rós hlaut verðlaunin í
fyrra fyrir plötu sína
Ágætis byrjun en þá voru
þau afhent í fyrsta sinn.
Á meðal þeirra sem eru
tilnefndir í ár eru The
Flaming Lips, The Hives
og svo Björk. Miðasala á
Iceland Airwaves hefst
laugardaginn 5. október
og kostar 5.500 kr. á all-
an pakkann – og eru
stóru tónleikarnir í
Laugardalshöll með Hives, Fatboy
Slim o.s.frv. þar innifaldir. Ein-
ungis 3.000 miðar verða í boði.
Einnig verður hægt að kaupa miða
á einstaka viðburði en framboð fer
þá eftir því hvað húsrúm leyfir.
Að lokum upplýsist að Tim Burg-
ess, söngvari bresku sveitarinnar
Charlatans mun þeyta skífum í opn-
unarteiti hátíðarinnar.
Iceland Airwaves 16.–20. október
TENGLAR
.....................................................
www.icelandairwaves.com
Tim Burgess, söng-
spíra Charlatans,
þeytir skífum á
Airwaves þetta árið.
Línur að skýrast
ÞÚSUND manns fylgdust með úr-
slitakeppni Íslandsmóts Galaxy í
hreysti í Smáralind í gær. Hraustir
karlar og konur kepptu um Íslands-
meistaratitlana og vann Kristján Ár-
sælsson karlaflokk með nokkrum yf-
irburðum og það sama gerði Sigurlína
Guðjónsdóttir í kvennaflokki. Þau eru
bæði vanir keppnismenn í hreysti en
Kristján er þrefaldur Íslandsmeistari
og Sigurlína tvöfaldur meistari.
Karlarnir kepptu í upphífingum/
dýfum, hraðaþraut og samanburði en
konurnar kepptu í armbeygjum,
hraðaþraut og samanburði. Ívar Guð-
mundsson vermir annað sætið hjá
körlunum og í þriðja sæti varð Orri
Pétursson. Í öðru sæti í kvennaflokki
lenti nýliðinn Sigurlín J. Baldursdótt-
ir og þriðja sætið skipaði Svava S.
Rafnsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Gaman saman.
Hraustir karl-
ar og konur
Íslandsmót Galaxy í hreysti
Sigurvegararnir, Kristján Ársæls-
son og Sigurlína Guðjónsdóttir.