Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPSKT verð á vörum og þjón- ustu, fjármálaviðskipti á frjálsum markaði og virk samkeppni á mat- vörumarkaði eru meðal krafna Neyt- endasamtakanna um úrbætur fyrir neytendur í framtíðinni, að því er fram kom á nýafstöðnu þingi samtak- anna. Jóhannes Gunnarsson er sjálf- kjörinn formaður Neytendasamtak- anna til tveggja ára en kjörin var ný stjórn fyrir starfstímabilið 2002– 2004. Jóhannes sagði í setningarræðu að gengið væri til þings í anda þeirra þriggja meginkrafna sem fyrr er get- ið. „Við viljum að verð á vörum og þjónustu verði sambærilegt við það sem neytendum í öðrum Evrópu- löndum býðst best. Við krefjumst þess að það ríki raunveruleg sam- keppni á fjármálamarkaði. Við viljum rjúfa þá fákeppni sem myndast hefur á matvörumarkaðnum. Heilbrigð og virk samkeppni er óumdeilanlega ein af forsendum þess að neytendur fái þrifist sæmilega í markaðshagkerfi. Samkeppni um verð, þjónustu, fram- boð, gæði, þjónustulund, áreiðan- leika, hraða; samkeppni í fjölbreyttri mynd á sem flestum sviðum mark- aðarins. Það er eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna að hvetja til heilbrigðrar samkeppni á markaðnum og beita tiltækum ráð- um til að stuðla að henni. Á mörgum sviðum viðskipta sem eru neytendum afar mikilvæg blasir við átakanlegur skortur á samkeppni, stórfelld sam- þjöppun og jafnvel hrein einokun. Ef litið er á þróun síðustu ára er ljóst að víða hefur dregið úr virkri sam- keppni á neytendamarkaði. Það á við um matvörumarkaðinn og að mínu mati veldur samþjöppunin á þeim markaði því að neytendur eru að greiða óeðlilega hátt verð fyrir mat- vöru ef borið er saman við nágranna- löndin. Þetta höfum við margoft sýnt fram á með vönduðum könnunum. Landbúnaðarstefnan á vissulega sinn þátt í þessu. En það hlýtur að vera eitthvað meiriháttar að á mat- vörumarkaðnum, hvort sem það er í framleiðslunni, innflutningnum, smásöluversluninni eða kannski hjá þeim öllum.“ 69% hærra meðaltalsverð á matvælum hérlendis „Mér er kunnugt um að strax í upphafi Alþingis mun Rannveig Guð- mundsdóttir þingmaður Samfylking- arinnar leggja fram þingsályktunar- tillögu um orsakir hás matvælaverðs á Íslandi samanborið við hin Norð- urlöndin og ríki Evrópusambands- ins. Í greinargerð með tillögunni koma fram óyggjandi tölur frá óháð- um aðilum sem eru ákaflega dapur- legar fyrir íslenska neytendur. Þar er staðfest að við búum við hæsta matvælaverð á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Þegar skoðað var mat- vælaverð á Norðurlöndum, Þýska- landi og meðaltalsverð í löndum Evrópusambandsins á árinu 2000 kom í ljós að Ísland trónar efst með 69% hærra meðaltalsverð á matvæl- um en í Evrópusambandsríkjunum. Noregur hefur alltaf verið talið dýrt land, ekki síst þegar kemur að mat- vælum, enda koma þeir í öðru sæti með 62%. Í Þýskalandi var matvæla- verð rétt yfir meðaltalsverði í Evr- ópusambandslöndunum fimmtán. En verðhækkanir á matvælum hafa líka verið miklu meiri hér síðustu sex árin en í öðrum löndum á svæðinu. Þannig kemur í ljós að verðlag á matvælum hefur á sex árum, 1996–2001, hækk- að hér um 21,5% en aðeins um 7,4% í Svíþjóð.“ „Heimsmet í háum raun- vöxtum og þjónustugjöldum“ Jóhannes nefndi ennfremur að ís- lensk fjármálafyrirtæki ættu „heims- met í háum raunvöxtum og þjónustu- gjöldum“. „Fyrirtæki geta leitað til erlendra banka og fengið mun betri kjör en hérlendis. Neytendur eru hins vegar í átthagafjötrum hjá ís- lenskum bönkum. Við getum hrein- lega ekki unað því öllu lengur að ís- lenskir bankar bjóði okkur verri kjör og óhagstæðari skilmála en tíðkast annars staðar, allt í skjóli fákeppni sem vissulega ríkir á þessum mark- aði. Vart þarf að rifja upp hvernig vá- tryggingafyrirtækin hafa hvert á fætur öðru hækkað iðgjöld á neyt- endatryggingum og má líklega litlu muna hvort maður skiptir við þetta fyrirtækið eða hitt.“ Jóhannes sagði Neytendasamtök- in „staðráðin í að halda áfram kross- ferð sinni gegn fákeppni og einokun með tiltækum vopnum“. „Ábyrgðin liggur hins vegar fyrst og fremst hjá stjórnvöldum sem hafa yfir að ráða þeim meðulum sem duga. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og við munum ekki þreytast á að minna þau á skyldur sínar í þessum efnum,“ sagði hann. Þak á þóknun fyrir innheimtu Neytendasamtökin segja einnig „mikilvægt og sanngjarnt“ að settar séu skýrar reglur um innheimtu- starfsemi. „Það er óþolandi að þeir sem innheimta skuldir geti sett sér sínar eigin leikreglur. Afar brýnt er að sett verði þak á innheimtuþóknun innheimtuaðila. Eins og sakir standa er innheimtuaðilum í raun veitt skot- leyfi á skuldarann. Verðmyndun hjá lögmönnum er frjáls, hver og einn ákveður sinn taxta, og því miður hafa Neytendasamtökin séð dæmi um innheimtukostnað sem er ekkert annað en löglegt okur á þeim efna- minni,“ sagði hann í ræðu sinni. Einnig sagði formaðurinn að þótt samstarf við stjórnvöld hafi verið gott á mörgum sviðum, megi bæta um betur. „Stjórnvöld skella óþarflega oft skollaeyrunum við því sem við höfum fram að færa og meta ekki nægilega það starf sem fram fer á okkar veg- um. Slagur okkar við viðskiptaráðu- neytið um greiðslu kostnaðar vegna kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu er eitt dæmi um þetta. Þar er um að ræða samfélagslega þjónustu sem við erum fús til að annast en teljum að ríkið eigi að kosta eins og tíðkast í löndum á Evrópska efnahagssvæð- inu. Annað dæmi þessu líkt er hvern- ig staðið hefur verið að því að koma Evrópsku neytendaaðstoðinni, ENA, á fót hér á landi,“ sagði Jóhannes. Í samþykkt um stefnumótun í neytendamálum sem gerð var á þinginu kemur fram að Neytenda- samtökunum hafi komið„ í opna skjöldu þegar viðskiptaráðuneytið ákvað án þess að tilkynna Neytenda- samtökunum síðla árs 2001 að opna [úrlausnarstofu að evrópskri fyrir- mynd] með aðsetri í ráðuneytinu undir heitinu ENA Þessa starfsemi átti að vista í viðskiptaráðuneytinu í tilraunaskyni í eitt ár. Það ár er nú liðið. Ljóst er að ef stjórnvöld fela ekki Neytendasamtökunum þessa þjón- ustu hljóta samtökin að endurskoða rekstur kvörtunarþjónustu sinnar með það að markmiði að loka henni. Ef stjórnvöld telja það félagslega skyldu sína að aðstoða íslenska neyt- endur að ná rétti sínum í viðskiptum þá hljóta stjórnvöld að aðstoða neyt- endur við það einnig þegar þeir hafa verslað í heimalandi sínu. Allt annað er óeðlilegt og varla í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Auk þess er með öllu óþolandi að stjórnvöld taki til sín styrk frá Evr- ópusambandinu að upphæð 5 millj- ónir króna til að sinna örfáum kvört- unarmálum, á meðan sömu stjórnvöld telja nægjanlegt að veita 8,3 milljónir króna til að Neytenda- samtökin geti sinnt öllum hinum mál- unum (99,8%),“ segir í samþykktinni. Jóhannes benti á í ræðu sinni að vandað neytendastarf sé bæði kostn- aðarsamt og víðfeðmt. „Það snertir í raun flest svið mannlífsins; svo sem umhverfi, matvæli, neytendafræðslu í skólum, íbúðarbyggingar og fjár- mögnun þeirra, fjármálaþjónustu, samkeppnismál, öryggi vöru, staðla í þágu neytenda, heilbrigðisþjónustu og margt fleira. Þetta snýst ekki bara um gallabuxur sem hlaupa í þvotti. Það er því mikilvægt að efla starf Neytendasamtakanna eins og kostur er. Það er líka eðlilegt að mínu mati að stjórnvöld styðji myndarlega við bakið á starfi okkar.“ Neytendasamtökin þinga og kjósa nýja stjórn Vilja sama verð á vörum og þjónustu og í Evrópu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þingi Neytendasamtakanna lauk um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.