Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skóg- arfoss, Stella Lyra, Lóm- ur og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom til Straums- víkur í gær, Stella Rigel kom í gær til Straums- víkur og fer til Reykja- víkur í dag. Polar Sigir kom í gær, Sonar kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, jóga og leir kl. 9, enska kl. 10, allir mæti þá, postulín kl. 13, söng- stund kl. 14. Mánud. 7. okt. verður farið á Hafið. Rútuferð kl. 12.45, skrán- ing í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki, kl. 13–16.30 opnar handa- vinnu- og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlað- borð, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, strætókórinn syngur, dansað, happdrætti, Skráning á skrifstofu fyr- ir kl. 12 miðvikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10–11 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Furugerði 1. Kl. 9 handavinna og bókband, kl. 13 spilað. Mánud. 7. okt. verður farið að sjá Hafið, lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 553 6040. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borð- sal. Enskukennsla hefst miðvikudaginn 2. okt. og verður á mánu- og mið- vikudögum í vetur kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjud. kl. 9 vinnuhópur, gler, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 mál- að, kl. 13.30 tréskurður og spilað í Kirkjuhvoli. Miðvikud. 2. okt. spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, handavinna og brids kl. 13.30, púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Miðvi- kud.: Tréskurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línu- dans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. „Opið hús“ verður fimm- tud. 3. sept. kl. 14, félagar frá Gerðubergi koma í heimsókn. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið laugard. 12. okt. að sjá Kryddlegin hjörtu, skráning í Hraun- seli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Glæsibæ. Ath. kaffistof- an verður lokuð þessa viku vegna breytinga í Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13, alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Námskeið í framsögn kl. 16.15. Upplýsingar á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13. boccia, á morgun kl. 10.30 byrja gamlir leikir og dansar, kl. 13 sýning á postulíns- munum og skráning á postulínsnámskeið sem byrjar mánud. 14. okt. Fimmmtud. 3. okt heim- sókn til eldri borgara í Hraunseli í Hafnarfirði. Mæting í Gerðubergi kl. 13.30, skráning hafin. Föstud. 4. okt. kl. 13 byrjar bókband, kl. 20– 23.30 dansleikur. Vetr- ardagskráin komin. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, handa- vinnustofan opin kl. 13– 16, kl. 17 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun, mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist. Föstud. 4. okt. verður hádegishlaðborð, borðhald hefst kl. 12.30. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 13– 16 spilað, brids, tvímenn- ingur, kl. 13.30–14 bankaþjónusta. Fimmtud. 3. október er 13 ára afmæli þjónustu- miðstöðvarinnar, í því til- efni er gestum og velunn- urum boðið í morgunkaffi kl. 9–10.15. Kl. 10.30 helgistund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 fé- lagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni, Árskógum 4. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC-deildin Fífa í Kópa- vogi. Fundur á morgun kl. 20.15, í Safnaðarheim- ili Hjallakirkju, Álfaheiði 17. Uppl. í s. 554 2045. Kvenfélag Seljasóknar. Fyrsti fundur vetrarins í dag í kirkjumiðstöðinni kl. 20. Tískusýning. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Fundur kl. 20 í safnaðarheimilinu. Mæt- ing í kirkjunni. Gestir fundarins konur úr Kvenfélagi Fella- og Hólasóknar og Lang- holtssóknar. Bingó. Húnvetningafélagið. Sunnudagin 6. okt kl. 13.30 opið hús í Húnabúð, fjölbreytt dagskrá um Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Miðfirði. Umsjón Árni Arinbjarn- ar. M.a. harmónikku- leikur, Grettir Björns- son, flauta og píanó, Joanne og Arinbjörn Árnason, upplestur, Karl Á. Sigurgeirsson frá Hvammstanga. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtud. 3. okt. í Safnaðarheimilinu, Lauf- ásvegi 13, kl. 20. Rætt verður um vetrarstarfið. Kaffiveitingar. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður haldinn sunnudaginn 6. október í Sóltúni 20, Rvk, kl. 15. Venjuleg aðalfund- arsstörf, kaffi og með- læti. Félagar, fjölmennið. Í dag er þriðjudagur 1. október, 274. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauð- ugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 gefa nafn, 4 tannstæði, 7 pípuna, 8 baul, 9 ber, 11 beitu, 13 sigra, 14 reiki, 15 grund, 17 ferming, 20 tímgunarfruma, 22 gort- ar, 23 blærinn, 24 sáð- lönd, 25 mál. LÓÐRÉTT: 1 skýla, 2 klakinn, 3 ein- kenni, 4 örg, 5 fýll, 6 magran, 10 vatnsflaum- ur, 12 sjávardýr, 13 greind, 15 gefa eftir, 16 danglar í, 18 skorturinn, 19 naga, 20 vex, 21 gá- leysi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 auðsveipt, 8 pínir, 9 iðjan, 10 ill, 11 kúrir, 13 landa, 15 glans, 18 króna, 21 Týr, 22 titri, 23 afann, 24 barnaskap. Lóðrétt: 2 unnur, 3 særir, 4 erill, 5 prjón, 6 spik, 7 snúa, 12 inn, 14 aur, 15 gota, 16 aftra, 17 stinn, 18 krafs, 19 ólata, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... LEIKFÉLAG Akureyrar frum-sýndi eitt af lykilverkum leik- bókmenntanna, Hamlet eftir Shakespeare, síðastliðinn föstudag. Víkverji hefur miklar mætur á þessu verki og brennur nú í skinn- inu að komast norður eftir að hann las leikdóm Sveins Haraldssonar í Morgunblaðinu á laugardag. Sýn- ingin fær þar frábæra dóma. Það gæti þó reynst þrautin þyngri því Víkverji verður fremur upptekinn næstu helgar og aðeins eru fyrir- hugaðar fjórar sýningar til viðbótar á verkinu. Þetta vekur spurningu um það hvort LA ætti ekki að leita leiða til að fara með Hamlet í leik- ferð suður um heiðar. Það eru ugg- laust margir leikhúsunnendur í sömu sporum og Víkverji og myndu færa sér það í nyt. Kannski er þetta alltof dýrt í framkvæmd og ef til vill hafa liðsmenn Leikfélags Akureyr- ar öðrum hnöppum að hneppa. Vík- verji vill eigi að síður koma þessari hugmynd á framfæri og segir fyrir sína parta að hann myndi glaður borga aðeins meira fyrir miðann, ef það yrði til þess að fleyta Danaprins yfir þröskuldinn. NÝYRÐI fara misvel í munni.Sum festa sig fljótt í sessi en önnur eru til eilífra vandræða. Eitt af þeim síðarnefndu er orðið „uppi- standari“ (e. Stand Up Comedian) um mann sem stendur á sviði og segir spésögur. Víkverja hryllir við þessu orði og vill útrýma því hið fyrsta. En eitthvað þarf að koma í staðinn, ekki satt? Víkverji hefur velt þessu aðeins fyrir sér og datt fljótlega niður á orðið „sviða- kjammi“. Það nær ágætlega utan um mann sem fremur verknað af þessu tagi. Víkverja er ljóst að orðið hefur þegar aðra merkingu í ís- lensku máli en er það ekki góðra orða eðli að hafa margþætta merk- ingu? x x x VÍKVERJI er harður Arsenal-maður og nýtur þess að fylgj- ast með liðinu sínu um þessar mundir. Það daðrar við fullkomnun í sóknarleik sínum og slær hvert metið á fætur öðru. Það er auðvitað alltof snemmt að tala um titla á þessu stigi sparktíðar en Arsenal er bersýnilega til alls líklegt. Megi þessir flugeldar vera sem lengst á lofti. Víkverji hjó eftir því þegar Ars- enal kjöldró Leeds United á Elland Road síðastliðinn laugardag að í byrjunarliðinu voru níu svartir menn. Þetta er til marks um þá miklu breytingu sem orðið hefur á knattspyrnunni í Englandi en lengi vel áttu blökkumenn afar erfitt upp- dráttar þar í landi. Það var ekki fyrr en á ofanverðum áttunda áratugi síðustu aldar að menn á borð við Viv Anderson, Cyrille Regis og Laurie heitinn Cunningham hófu að ryðja brautina. Þá var ferill heimsstjarna eins og Pelé og Eusebio á enda. Svo aftarlega voru Englendingar á mer- inni. Sum lið voru íhaldssamari en önnur og Víkverji man álagið á skjálftamælum í Liverpool-borg þegar John Barnes gekk til liðs við samnefnt lið sumarið 1987. Snilld Barnes var hins vegar ótvíræð og hann vann stuðningsmenn Liver- pool umsvifalaust á sitt band. Víkverji fagnar þessari þróun enda á kynþáttamisrétti ekki heima í knattspyrnu fremur en á öðrum stöðum í upplýstu samfélagi. Hetjuverk NÁÐIST slasaður á flótta undan leitarmönnum. Þannig var upphaf fréttar sem birtist í Morgun- blaðinu 24. september. Og í framhaldi kemur lýsing leitarmanna um eltingar- leik við hrút er hafði geng- ið úti síðastliðinn vetur. En nú skyldi hann fangaður af hetjum miklum. Eltu skepnuna trúlega með hunda með sér. Hvað var dýrið að flýja nema þessar hetjur? Ég segi bara: Ekki vildi ég eiga kind eða aðrar skepnur í umsjá þessara manna. Þetta atvik var að mínum dómi lítilmannlegt og ég segi því bara skamm- ist ykkar. En hrúturinn var felldur og heygður þar sem hann vildi vera að þeirra dómi. Ég tek fram að ég er uppalin í sveit og hefi verið þátttakandi í smölun. Sigríður Eymundsdóttir. Salt eða nagladekk? ÉG vil koma á framfæri svohljóðandi orðsendingu til gatnamálastjórans í Reykjavík: Nú líður senn að því að ökumenn hugsi til komandi vetrar og spyrji: Salt eða nagladekk? Sl. vor birtist í dálkum Velvakanda fyrirspurn til gatnamálastjóra eða þeirra sem ákveða hvort sé betra salt eða nagladekk, bæði með tilliti til öryggis og umhverfis. Óskað var eftir svari á opinberum vettvangi við spurningunni hvort valdi meiri loftmeng- un salt eða nagadekk. Ekk- ert svar hefur birst. Hér með er endurtekin óskin um að gerð verði grein fyr- ir þessu í dagblöðum og það sem allra fyrst áður en frostið tekur völdin. Saltvondur ökumaður. Sammála um góða þjónustu ÉG las í Velvakanda pistil um góða þjónustu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ég vil taka undir þessi orð því ég hef nokkrum sinnum þurft að leita til Trygg- ingastofnunar og fengið al- veg sérstaklega elskulega þjónustu þar. Einkafyrir- tæki mættu taka sér fram- komu starfsfólks og þjón- ustu þessa fyrirtækis til fyrirmyndar. 110828-7569. Góð þjónusta MIG langar að þakka sér- staklega góða þjónustu hjá augndeild Landspítalans við Eiríksgötu. Ég þurfti á hjálp þeirra að halda og fékk þar frábæra þjónustu, bæði hjá hjúkrunarfólki og læknum. 040328-4759. Tapað/fundið Teiknimöppur í óskilum TEIKNIMÖPPUR sem fundust í leið 11 eru í óskil- um á Hlemmi. Upplýsing- ar hjá gæslumanni strætós á Hlemmi. Gullkeðja týndist GULLKEÐJA týndist í Kópavogi í liðinni viku, lík- lega á skokkbrautunum í Kópavogi. Keðjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 898 9566. Fundarlaun. Nokia GSM-sími týndist AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 22. september týndist Nokia 3310 í mið- bænum. Hann er grár að lit og er með mynd að framan (efst) og danskt nafn að aftan (neðst). Hugsanlega týndist hann fyrir utan skemmtistaðinn Spotlight eða á Lækjar- torgi. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 553 1553 eða 847 1316. Svartur flauelsjakki týndist SVARTUR flauelsjakki með síma og lyklum tapað- ist á Sólon við Bankastræti á laugardagsnótt. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 554 6022. Dýrahald Fresskötur á flakki UNGUR fressköttur, grá- bröndóttur, með hvítt á nefi og hvítan smekk og hvítar loppur er á flakki í norðurbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 555 3928. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ hefur aldrei verið stórmannlegt að geta ekki skrifað undir nafni og huldumenn sem bera á borð óhróður af ein- hverjum annarlegum hvötum, sem eiga engan rétt á sér, eiga að skrifa undir eigin nafni. Í Breið- holtslaug er prýðisfólk frá forstjóra og niðurúr sem allan vanda vilja leysa og ég veit að ég tala fyrir hönd margra sem njóta þess að koma þarna á hverjum morgni áður en þeir hefja dagsins önn. Ég vil benda huldu- mönnum á að mæta í kaffi snemma á morgnana og kæta skapið. Skúli Einarsson. Gott fólk í Breiðholtslaug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.