Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.10.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skóg- arfoss, Stella Lyra, Lóm- ur og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom til Straums- víkur í gær, Stella Rigel kom í gær til Straums- víkur og fer til Reykja- víkur í dag. Polar Sigir kom í gær, Sonar kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, jóga og leir kl. 9, enska kl. 10, allir mæti þá, postulín kl. 13, söng- stund kl. 14. Mánud. 7. okt. verður farið á Hafið. Rútuferð kl. 12.45, skrán- ing í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki, kl. 13–16.30 opnar handa- vinnu- og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlað- borð, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, strætókórinn syngur, dansað, happdrætti, Skráning á skrifstofu fyr- ir kl. 12 miðvikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10–11 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Furugerði 1. Kl. 9 handavinna og bókband, kl. 13 spilað. Mánud. 7. okt. verður farið að sjá Hafið, lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 553 6040. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borð- sal. Enskukennsla hefst miðvikudaginn 2. okt. og verður á mánu- og mið- vikudögum í vetur kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjud. kl. 9 vinnuhópur, gler, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 mál- að, kl. 13.30 tréskurður og spilað í Kirkjuhvoli. Miðvikud. 2. okt. spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, handavinna og brids kl. 13.30, púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Miðvi- kud.: Tréskurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línu- dans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. „Opið hús“ verður fimm- tud. 3. sept. kl. 14, félagar frá Gerðubergi koma í heimsókn. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið laugard. 12. okt. að sjá Kryddlegin hjörtu, skráning í Hraun- seli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Glæsibæ. Ath. kaffistof- an verður lokuð þessa viku vegna breytinga í Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13, alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Námskeið í framsögn kl. 16.15. Upplýsingar á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13. boccia, á morgun kl. 10.30 byrja gamlir leikir og dansar, kl. 13 sýning á postulíns- munum og skráning á postulínsnámskeið sem byrjar mánud. 14. okt. Fimmmtud. 3. okt heim- sókn til eldri borgara í Hraunseli í Hafnarfirði. Mæting í Gerðubergi kl. 13.30, skráning hafin. Föstud. 4. okt. kl. 13 byrjar bókband, kl. 20– 23.30 dansleikur. Vetr- ardagskráin komin. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, handa- vinnustofan opin kl. 13– 16, kl. 17 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun, mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist. Föstud. 4. okt. verður hádegishlaðborð, borðhald hefst kl. 12.30. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 13– 16 spilað, brids, tvímenn- ingur, kl. 13.30–14 bankaþjónusta. Fimmtud. 3. október er 13 ára afmæli þjónustu- miðstöðvarinnar, í því til- efni er gestum og velunn- urum boðið í morgunkaffi kl. 9–10.15. Kl. 10.30 helgistund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 fé- lagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni, Árskógum 4. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC-deildin Fífa í Kópa- vogi. Fundur á morgun kl. 20.15, í Safnaðarheim- ili Hjallakirkju, Álfaheiði 17. Uppl. í s. 554 2045. Kvenfélag Seljasóknar. Fyrsti fundur vetrarins í dag í kirkjumiðstöðinni kl. 20. Tískusýning. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Fundur kl. 20 í safnaðarheimilinu. Mæt- ing í kirkjunni. Gestir fundarins konur úr Kvenfélagi Fella- og Hólasóknar og Lang- holtssóknar. Bingó. Húnvetningafélagið. Sunnudagin 6. okt kl. 13.30 opið hús í Húnabúð, fjölbreytt dagskrá um Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Miðfirði. Umsjón Árni Arinbjarn- ar. M.a. harmónikku- leikur, Grettir Björns- son, flauta og píanó, Joanne og Arinbjörn Árnason, upplestur, Karl Á. Sigurgeirsson frá Hvammstanga. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtud. 3. okt. í Safnaðarheimilinu, Lauf- ásvegi 13, kl. 20. Rætt verður um vetrarstarfið. Kaffiveitingar. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður haldinn sunnudaginn 6. október í Sóltúni 20, Rvk, kl. 15. Venjuleg aðalfund- arsstörf, kaffi og með- læti. Félagar, fjölmennið. Í dag er þriðjudagur 1. október, 274. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauð- ugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 gefa nafn, 4 tannstæði, 7 pípuna, 8 baul, 9 ber, 11 beitu, 13 sigra, 14 reiki, 15 grund, 17 ferming, 20 tímgunarfruma, 22 gort- ar, 23 blærinn, 24 sáð- lönd, 25 mál. LÓÐRÉTT: 1 skýla, 2 klakinn, 3 ein- kenni, 4 örg, 5 fýll, 6 magran, 10 vatnsflaum- ur, 12 sjávardýr, 13 greind, 15 gefa eftir, 16 danglar í, 18 skorturinn, 19 naga, 20 vex, 21 gá- leysi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 auðsveipt, 8 pínir, 9 iðjan, 10 ill, 11 kúrir, 13 landa, 15 glans, 18 króna, 21 Týr, 22 titri, 23 afann, 24 barnaskap. Lóðrétt: 2 unnur, 3 særir, 4 erill, 5 prjón, 6 spik, 7 snúa, 12 inn, 14 aur, 15 gota, 16 aftra, 17 stinn, 18 krafs, 19 ólata, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... LEIKFÉLAG Akureyrar frum-sýndi eitt af lykilverkum leik- bókmenntanna, Hamlet eftir Shakespeare, síðastliðinn föstudag. Víkverji hefur miklar mætur á þessu verki og brennur nú í skinn- inu að komast norður eftir að hann las leikdóm Sveins Haraldssonar í Morgunblaðinu á laugardag. Sýn- ingin fær þar frábæra dóma. Það gæti þó reynst þrautin þyngri því Víkverji verður fremur upptekinn næstu helgar og aðeins eru fyrir- hugaðar fjórar sýningar til viðbótar á verkinu. Þetta vekur spurningu um það hvort LA ætti ekki að leita leiða til að fara með Hamlet í leik- ferð suður um heiðar. Það eru ugg- laust margir leikhúsunnendur í sömu sporum og Víkverji og myndu færa sér það í nyt. Kannski er þetta alltof dýrt í framkvæmd og ef til vill hafa liðsmenn Leikfélags Akureyr- ar öðrum hnöppum að hneppa. Vík- verji vill eigi að síður koma þessari hugmynd á framfæri og segir fyrir sína parta að hann myndi glaður borga aðeins meira fyrir miðann, ef það yrði til þess að fleyta Danaprins yfir þröskuldinn. NÝYRÐI fara misvel í munni.Sum festa sig fljótt í sessi en önnur eru til eilífra vandræða. Eitt af þeim síðarnefndu er orðið „uppi- standari“ (e. Stand Up Comedian) um mann sem stendur á sviði og segir spésögur. Víkverja hryllir við þessu orði og vill útrýma því hið fyrsta. En eitthvað þarf að koma í staðinn, ekki satt? Víkverji hefur velt þessu aðeins fyrir sér og datt fljótlega niður á orðið „sviða- kjammi“. Það nær ágætlega utan um mann sem fremur verknað af þessu tagi. Víkverja er ljóst að orðið hefur þegar aðra merkingu í ís- lensku máli en er það ekki góðra orða eðli að hafa margþætta merk- ingu? x x x VÍKVERJI er harður Arsenal-maður og nýtur þess að fylgj- ast með liðinu sínu um þessar mundir. Það daðrar við fullkomnun í sóknarleik sínum og slær hvert metið á fætur öðru. Það er auðvitað alltof snemmt að tala um titla á þessu stigi sparktíðar en Arsenal er bersýnilega til alls líklegt. Megi þessir flugeldar vera sem lengst á lofti. Víkverji hjó eftir því þegar Ars- enal kjöldró Leeds United á Elland Road síðastliðinn laugardag að í byrjunarliðinu voru níu svartir menn. Þetta er til marks um þá miklu breytingu sem orðið hefur á knattspyrnunni í Englandi en lengi vel áttu blökkumenn afar erfitt upp- dráttar þar í landi. Það var ekki fyrr en á ofanverðum áttunda áratugi síðustu aldar að menn á borð við Viv Anderson, Cyrille Regis og Laurie heitinn Cunningham hófu að ryðja brautina. Þá var ferill heimsstjarna eins og Pelé og Eusebio á enda. Svo aftarlega voru Englendingar á mer- inni. Sum lið voru íhaldssamari en önnur og Víkverji man álagið á skjálftamælum í Liverpool-borg þegar John Barnes gekk til liðs við samnefnt lið sumarið 1987. Snilld Barnes var hins vegar ótvíræð og hann vann stuðningsmenn Liver- pool umsvifalaust á sitt band. Víkverji fagnar þessari þróun enda á kynþáttamisrétti ekki heima í knattspyrnu fremur en á öðrum stöðum í upplýstu samfélagi. Hetjuverk NÁÐIST slasaður á flótta undan leitarmönnum. Þannig var upphaf fréttar sem birtist í Morgun- blaðinu 24. september. Og í framhaldi kemur lýsing leitarmanna um eltingar- leik við hrút er hafði geng- ið úti síðastliðinn vetur. En nú skyldi hann fangaður af hetjum miklum. Eltu skepnuna trúlega með hunda með sér. Hvað var dýrið að flýja nema þessar hetjur? Ég segi bara: Ekki vildi ég eiga kind eða aðrar skepnur í umsjá þessara manna. Þetta atvik var að mínum dómi lítilmannlegt og ég segi því bara skamm- ist ykkar. En hrúturinn var felldur og heygður þar sem hann vildi vera að þeirra dómi. Ég tek fram að ég er uppalin í sveit og hefi verið þátttakandi í smölun. Sigríður Eymundsdóttir. Salt eða nagladekk? ÉG vil koma á framfæri svohljóðandi orðsendingu til gatnamálastjórans í Reykjavík: Nú líður senn að því að ökumenn hugsi til komandi vetrar og spyrji: Salt eða nagladekk? Sl. vor birtist í dálkum Velvakanda fyrirspurn til gatnamálastjóra eða þeirra sem ákveða hvort sé betra salt eða nagladekk, bæði með tilliti til öryggis og umhverfis. Óskað var eftir svari á opinberum vettvangi við spurningunni hvort valdi meiri loftmeng- un salt eða nagadekk. Ekk- ert svar hefur birst. Hér með er endurtekin óskin um að gerð verði grein fyr- ir þessu í dagblöðum og það sem allra fyrst áður en frostið tekur völdin. Saltvondur ökumaður. Sammála um góða þjónustu ÉG las í Velvakanda pistil um góða þjónustu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ég vil taka undir þessi orð því ég hef nokkrum sinnum þurft að leita til Trygg- ingastofnunar og fengið al- veg sérstaklega elskulega þjónustu þar. Einkafyrir- tæki mættu taka sér fram- komu starfsfólks og þjón- ustu þessa fyrirtækis til fyrirmyndar. 110828-7569. Góð þjónusta MIG langar að þakka sér- staklega góða þjónustu hjá augndeild Landspítalans við Eiríksgötu. Ég þurfti á hjálp þeirra að halda og fékk þar frábæra þjónustu, bæði hjá hjúkrunarfólki og læknum. 040328-4759. Tapað/fundið Teiknimöppur í óskilum TEIKNIMÖPPUR sem fundust í leið 11 eru í óskil- um á Hlemmi. Upplýsing- ar hjá gæslumanni strætós á Hlemmi. Gullkeðja týndist GULLKEÐJA týndist í Kópavogi í liðinni viku, lík- lega á skokkbrautunum í Kópavogi. Keðjan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 898 9566. Fundarlaun. Nokia GSM-sími týndist AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 22. september týndist Nokia 3310 í mið- bænum. Hann er grár að lit og er með mynd að framan (efst) og danskt nafn að aftan (neðst). Hugsanlega týndist hann fyrir utan skemmtistaðinn Spotlight eða á Lækjar- torgi. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 553 1553 eða 847 1316. Svartur flauelsjakki týndist SVARTUR flauelsjakki með síma og lyklum tapað- ist á Sólon við Bankastræti á laugardagsnótt. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 554 6022. Dýrahald Fresskötur á flakki UNGUR fressköttur, grá- bröndóttur, með hvítt á nefi og hvítan smekk og hvítar loppur er á flakki í norðurbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 555 3928. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ hefur aldrei verið stórmannlegt að geta ekki skrifað undir nafni og huldumenn sem bera á borð óhróður af ein- hverjum annarlegum hvötum, sem eiga engan rétt á sér, eiga að skrifa undir eigin nafni. Í Breið- holtslaug er prýðisfólk frá forstjóra og niðurúr sem allan vanda vilja leysa og ég veit að ég tala fyrir hönd margra sem njóta þess að koma þarna á hverjum morgni áður en þeir hefja dagsins önn. Ég vil benda huldu- mönnum á að mæta í kaffi snemma á morgnana og kæta skapið. Skúli Einarsson. Gott fólk í Breiðholtslaug

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.