Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ALLRI áhöfn rækjubátsins Arons ÞH frá Húsa- vík, fimm mönnum, var bjargað þegar skipið sökk um 25 sjómílur norður af Grímsey snemma í gærmorgun. Rækjuskipið Sæþór EA kom á vettvang um 15 mínútum eftir að óskað hafði verið aðstoðar. Tveir skipverjar af Aroni syntu yfir í Sæþór en hinir þrír fóru á milli í gúmmí- björgunarbáti. Voru mennirnir allir í flotgalla. Veður var gott og ekki hætta á ferðum að mati skipstjórans á Sæþóri. Aron sökk um 30 mín- útum síðar, í svokallaðri Paradísarholu. Már Höskuldsson, skipstjóri á Aroni, vaknaði þegar drapst á vélunum og sá að mikill sjór var kominn í vélarrúm bátsins. „Og þar sem dautt var á öllum vélunum vissi ég að við hefðum engin ráð til að ná sjónum úr bátnum nema með allri þeirri aðstoð sem hægt væri að fá. Mig óraði ekki fyrir því á þeirri stundu að hann ætti eftir að fara niður.“ Rækjubáturinn Aron ÞH sökk norður af Grímsey Morgunblaðið/Kristján Már Höskuldsson, skipstjóri á Aroni, faðmar Lilju dóttur sína en við hlið þeirra er Hörður Albert Harðarson vélstjóri. Óraði ekki fyrir að báturinn færi niður  Vel gekk/6 RÁÐHERRAR dóms- og heil- brigðismála munu leggja til á rík- isstjórnarfundi á föstudag að sér- stakur stuðnings- og aðgerðahópur, sem ætlað er að leysa bráðavandamál geðsjúkra, verði stofnaður. Leggja ráðherr- arnir til að hópurinn verði skip- aður fulltrúa frá hvoru ráðuneyti fyrir sig, auk fulltrúa frá félags- málaráðuneyti, að fengnu sam- þykki Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að hópurinn verði heil- brigðisstéttum og lögreglunni til aðstoðar, sem og öðrum sem með- höndli erfið einstaklingsmál sem upp koma. Óformlegur starfshóp- ur, sem komið var á fót síðasta vor, hafi m.a. lagt þetta til. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir að starfshópurinn þyrfti að hafa yfirsýn yfir mögu- legar lausnir og vald til að beita þeim. Mjög brýnt sé að hefja sem fyrst viðræður milli ráðuneytanna til að koma upp slíkum hópi. „Það eru ýmsar lausnir til í þjóðfélag- inu, en oft þarf að benda á þær og framkvæma,“ segir hún. Óttaðist að sonurinn kynni að vinna óbætanleg voðaverk Fyrir fjórum mánuðum sendi Stefán Aðalsteinsson, faðir Steins Ármanns, sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana á fimmtudag, bréf til ráðherra dóms-, heilbrigðis- og félagsmála þar sem hann óskaði þess að ráð- herrarnir fyndu í sameiningu við- unandi langtímalausn á máli sonar síns. Í bréfinu sagðist hann óttast að sonur sinn, sem væri geðsjúkur, kynni að vinna einhver voðaverk, sem ekki yrði hægt að bæta, yrði hann áfram á götunni. Í bréfinu segir Stefán óforsvar- anlegt að Steinn Ármann hafi ver- ið útskrifaður af réttargeðdeildinni á Sogni. „Steinn á enga vini, enga kunn- ingja nema samfanga, fíkla og úti- gangsmenn. Hann kann ekkert á lífið utan fangelsismúranna og hef- ur engan félagslegan þroska til að takast á við það. Steinn er geð- veikur, gefur sér forsendur sam- kvæmt sínum eigin óbeisluðu til- finningum, hann er læknislaus og hefur verið án sérhæfðrar með- ferðar og geðlyfja síðan hann var á Sogni,“ segir í bréfinu. Fjölskyldan og aðrir aðstand- endur séu langþreyttir, hræddir og úrkula vonar og hafi reynt allt sem í þeirra valdi stendur til að leita úrlausnar. Til margra hafi verið leitað, en enginn vilji fá hann og enginn sjá hann. „Nú bið ég ykkur að reyna að finna tafarlaust viðunandi langtímalausn,“ segir í bréfinu, sem er dagsett 29. maí síðastliðinn. Ráðuneyti gera tillögu um stofnun starfshóps Ætlað að leysa bráða- vanda geðsjúkra  Óttaðist að/30–31 AÐSTANDENDUR tveggja far- þega sem fórust eftir að Cessna-flug- vélin TF-GTI fórst í Skerjafirði 7. ágúst 2000 hafa óskað eftir því við ís- lensk stjórnvöld að rannsókn flug- slyssins verði tekin upp á ný. Af- hentu þeir samgönguráðherra bréf þessa efnis í gær um leið og afhent var skýrsla breskra sérfræðinga sem þeir fengu til að fara yfir skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, um slysið. Leggja bresku sérfræð- ingarnir til að yfirvöld verði hvött til að taka rannsóknina upp á ný eftir því sem við eigi til að tryggja að gerðar séu allar viðeigandi ráðstaf- anir um öryggi. Meðal niðurstaðna bresku sér- fræðinganna, Bernies Forwards og Franks Taylors, er að skýrsla RNF sé unnin í samræmi við reglur um flugrannsóknir en niðurstöður séu byggðar á ætlunum fremur en raun- verulegum gögnum. Segir að sú nið- urstaða RNF að eldsneytisskortur sé líklegasta orsök slyssins sé grund- völluð á vafasömum eldsneytis- útreikningum og gagnrýnd er yfir- borðskennd rannsókn á mótor vélarinnar eftir slysið. Rannsóknin hafi ekki verið eins gagnger og hún hefði átt að vera með tilliti til hryggi- legra dauðsfalla og þess sem kunni að lærast til að koma í veg fyrir slys og dauðsföll í framtíðinni. Vafasöm saga mótors Segir að nefndin hafi komist fljót- lega að niðurstöðu um að flugmað- urinn hefði leyft sér að hafa hættu- lega lítið eldsneyti og því ekki gengið nægilega hart fram í að kanna aðrar mögulegar orsakir eins og til dæmis úrbræðslu mótorsins eða að hann hefði fest. Þá segir að með tilliti til óþekktrar og vafasamrar sögu mót- orsins hefði ekki átt að gefa út loft- hæfisskírteini fyrir vélina. Þær upplýsingar fengust í sam- gönguráðuneytinu í gær að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra væri að skoða skýrsluna og myndi ekki tjá sig um hana að svo stöddu. Ný skýrsla um flug- slysið í Skerjafirði Vilja að rannsókn verði tek- in upp  Leggja til/11 BRESKA hljómsveitin Coldplay heldur aðra tónleika sína hér á landi í Laugardalshöllinni 19. des- ember næstkomandi. Sveitin lék í Höllinni í ágúst 2001 fyrir fullu húsi. Hrifust sveit- armenn þá svo mjög af landi og þjóð að þeir lýstu því yfir að þeir myndu snúa aftur við fyrsta tæki- færi. Síðsumars gaf Coldplay út aðra plötu sína, A Rush of Blood to the Head. Hefur hún hlotið lof gagn- rýnenda og farið efst á flesta sölu- lista í Evrópu og selst í yfir þremur milljónum eintaka í heiminum. Þar af hafa selst 2.500 eintök hér á landi en þess má geta að fyrri plat- an, Parachutes, hefur selst í 8 þús- und eintökum hérlendis. Plötur Coldplay hafa selst í meira en 10 þúsund eintökum. Coldplay aft- ur til Íslands  Tónleikar/54 ARNÓR Guð- johnsen er besti erlendi knatt- spyrnumaðurinn sem leikið hefur í sænsku úrvals- deildinni frá upp- hafi að mati blaðamanna sænska knatt- spyrnutímarits- ins Fotballextra Match. Teitur Þórð- arson er í sjöunda sæti listans en hátt í þrjú hundruð erlendir leik- menn hafa komið við sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór lék sex ár í Svíþjóð, fyrst með Häcken og síðar með Örebro. Arnór er sagður hafa verið lista- maður með knöttinn, snöggur og leikinn og þekktur fyrir hælsending- ar. ♦ ♦ ♦ Arnór valinn sá besti Arnór Guðjohnsen  Arnór bestur/B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.