Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                        !   " # $ $    %& '(  $ )    *        +!   " #, BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ANNAÐ slagið höldum við Íslend- ingar svokallaðar listahátíðir og virðast þær njóta talsverðra vin- sælda og vera vel sóttar. Ekki kann ég að nefna allar þær tegundir lista sem þar eru töfraðar fram. Orðsins list mun þar að jafnaði tróna ofar- lega á blaði, í breytilegum túlkunar- formum, enda hefur oft verið talið að við værum, ýmsum öðrum þjóðum fremur, bókaþjóð. Sagt er að nýleg könnun Gallup sýni að við lesum meira um þessar mundir en fyrir fimm árum. Sú niðurstaða kom mér raunar dá- lítið á óvart miðað við gangverð á „notuðum“ bókum um þessar mund- ir. Vandaðar „klassískar“ bækur í góðu bandi fást nú víða keyptar á eitt til þrjú hundruð krónur stykkið. Þar með taldar sumar bækur Halldórs Laxness. Má stundum fá tvær ágæt- ar bækur fyrir andvirði eins sígar- ettupakka. Sú staðreynd, ásamt nokkrum fleiri teiknum, vakti hjá mér þann ótta að bækur ættu ekki orðið eins tryggan samastað við hjartarætur þjóðarinnar og áður var. Niðurstaða Gallup hefur slegið nokkuð á þann ótta. Enn má eflaust með nokkrum rétti nefna okkur bókaþjóð. Hin víðfræga þjóðarsál kann víst enn vel að meta orðsins list. En þótt orðsins list sé enn vinsæl meðal þjóðarinnar þá sýnist henni hvergi nærri eins mikið hampað nú til dags og listgrein þeirri sem helst verður líklega kennd við hlutabréf, hlutabréfalistinni. – Að kaupa eða selja, braska með hlutabréf, virðist orðinn einn helsti tjáningarmáti ým- issa hérlendra manna. Fleiri munu þó, að vonum, dolfallnir yfir þeirri hlutabréfaumræðu sem tröllríður flestum fjölmiðlum í seinni tíð. Líkt og tilgangur jarðlífsgöngu okkar væri að grúska í hlutabréfum. Ég tel víst að hluti þessarar hluta- bréfaástar a.m.k. eigi rætur í smæð okkar og þar af leiddri minnimátt- arkennd. Litlir menn hafa oft gaman af að slá um sig. Hlutabréf eru þó ávísanir á ákveðin réttindi og viss virðuleiki umleikur nafnið þótt hand- hafinn gnæfi ekki við himin. Gott dæmi þessa hlutabréfaæðis er aðförin að „Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis“ í sumar. Það voru sannarlega ekki smávaxnir náungar sem ætluðu, að manni helst skildist, að kaupa heilan sparisjóð. Getur lítill maður gert nokkuð snjallara til að hressa upp á sjálfsálit sitt og þjóðfélagslegan orðstír en að labba niður í bæ og gera kauptilboð í banka? Þótt ólíklegt sé að hann snúi til baka með banka á bakinu þá hefur hann sýnt að slíkt væri honum ekki ómáttugt; hann hefði til þess fulla burði. – Næst er við mættum slíkum manni þyrðum við varla annað en lyfta hattinum í virðingarskyni. Úlfar Þórðarson læknir, sá mæti maður og mannvinur (1911–2002), lét einhverju sinni svo um mælt, að skýrasta einkenni mikilhæfra manna væri hógværð. – En það var nú áður en fyrrverandi tilvonandi kaupendur Sparisjóðsins gáfu sig fram. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Hlutabréfalist Frá Sveini Kristinssyni: Í LESBÓK Mbl. 21. september skrifar Árni Ibsen um fjölmiðla í framhaldi af grein eftir Halldór Hall- dórsson, fyrrum Helgarpóstsrit- stjóra, í Mbl. 19. september. Sú grein var aftur svar við ummælum Gunnars Smára Egilssonar ritstjóra á Stöð 2. En þar mun Gunnar Smári hafa gert einarða tilraun til að svipta Halldór ærunni sem blaðamann. Hann hafi verið leigupenni, skrifað það eitt um Hafskipsmálið sem Eim- skipsmenn lásu honum fyrir í her- ferð sinni gegn Hafskipi. Nú ætla ég ekki að fjalla um Haf- skipsmál, enda hef ég ekki þekkingu til þess. En það er önnur hlið á máli þessu. Persónuníð er mikið stundað af opinberum skrifurum og þykir gott skemmtiefni. Nýja bókafélagið gaf fyrir nokkrum árum út bók með safni af persónuníði, aðallega þýtt en líka íslenskt, sem Sigurður G. Val- geirsson tók saman og kallaði því sakleysislega nafni „Skemmtileg skot á náungann“. Ærumeiðingar geta að vísu verið dálítið annars eðlis og eru það raunar í þessu tilviki, eitt er að vera illa gefinn en verra að vera óheiðarlegur. En fyrrnefnd grein Árna Ibsens vakti með mér spurn- ingu sem fróðlegt væri að hugleiða. Hún varðar ábyrgð þeirra sem bera á aðra menn siðlausar gerðir í starfi sínu. Árni segir nefnilega: „… Gunn- ar Smári skákar hugsanlega í skjól- inu af skorti á sönnunargögnum.“ Ber þetta að skilja þannig að Gunnar Smári sleppi með ummæli sín ef Halldór Halldórsson getur ekki lagt fram gögn sem sanni að þau séu röng? Var það ekki Nixon sem sagði eftir að hann hafði grafið upp óþverra um andstæðing sinn sem í besta falli var hæpinn en lík- lega alveg rangur: „Látum helvítið neita því.“ Varla er það þessi aðferðafræði sem Árni Ibsen telur að muni bjarga Gunnari Smára í máli hans gegn Halldóri Halldórssyni – og þá auðvit- að öðrum fjölmiðlamönnum í svipuð- um sporum? Því ef sönnunarbyrð- inni yrði snúið við með þessum hætti, menn geti „skákað í skjólinu af skorti á sönnunargögnum“, gæti hvaða óvandaður blaðasnápur sem er gert samborgara sína ærulausa. Það er nefnilega ekki víst að menn geti lagt fram ótvíræð „sönnunar- gögn“ um að þeir hafi ekki brotið al- varlega af sér í starfi sínu. En lágt er fjölmiðlun lögst ef svona málflutn- ingur telst boðlegt skemmtiefni handa fólki. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. „Skortur á sönnunargögnum“ Frá Gunnari Stefánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.