Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 1
242. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. OKTÓBER 2002 Vinsæl tilboð Bílaumboðið Brimborg sendi frá sér stóra Ford-blaðið með Morgunblaðinu sl. laugardag þar sem fyrirtækið auglýsti mögnuð tilboð helgarinnar. Komust færri að en vildu til að nýta sér mögnuð helgartilboðin og urðu margir frá að hverfa. Af þessari ástæðu hefur Brimborg ákveðið að framlengja gildistíma tilboðanna út vikuna. Þannig geta allir sem urðu frá að hverfa, nýtt sér tilboðin á meðan einhverjir Ford bílar eru eftir. Skoðaðu nánar auglýsinguna inn í blaðinu í dag eða hafðu samband við Brimborg í síma 515 7000. SEX milljónir barna undir fimm ára aldri deyja úr hungri á ári hverju og stórar yfirlýsingar um að vinna bug á skortinum fyrir ár- ið 2015 eru að litlu orðnar. Verði engin breyting á, mun það taka heila öld eða meira að ná takmark- inu. Kom þetta fram hjá Jacques Diouf, yfirmanni FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, í tilefni af Alþjóða- matvæladeginum, sem er í dag. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna settu sér það mark 1996 að vera búin að bægja burt hungurdauð- anum að mestu árið 2015 en Diouf segir, að með sama áframhaldi ná- ist það ekki fyrr en 100 árum síð- ar, í fyrsta lagi 2115 og kannski ekki fyrr en 2150. Sagði hann, að í raun hefði baráttan gegn hung- urvofunni stöðvast. „Góðu fréttirnar eru þær, að vannærðu fólki hefur fækkað en þær slæmu, að því fækkar allt of lítið,“ sagði Diouf. Nú fækkar í hópi hinna hungr- uðu um 2,5 milljónir á ári en Diouf sagði, að nauðsynlegt væri að fækka þeim um 24 milljónir á ári hverju ætti markmiðið að nást um 2015. Áætlað er, að um 840 millj- ónir manna séu vannærðar, þar af 800 millj. í þriðja heiminum. Diouf sagði, að sex milljónir barna undir fimm ára dæju úr hungri árlega en það væri jafnmik- ill fjöldi og öll börn á þessum aldri í Japan, Frakklandi og Ítalíu sam- tals. Sagði hann, að meginástæðan fyrir hungrinu væri fátækt auk þess sem þurrkar, flóð, stríðsátök og félagsleg og efnahagsleg upp- lausn skiptu miklu. Oft væri það svo, að ofan á fátæktina bættust þessar hörmungar af náttúrunnar eða manna völdum. Bitnar oft mest á konum og börnum Fjölgun vannærðra hefur að undanförnu verið mest í Mið-Afr- íku, einkum í Kongó, en áætlað er, að þar líði 36,4 millj. manna af næringarskorti. Bestur hefur ár- angurinn verið í Kína og í Suð- austur-Asíu. Fátæktin og matarskorturinn bitna oft harðast á konum og börn- um. Sagði Diouf, að allt að 140 milljónir barna mættu búast við sjónskaða vegna skorts á A-vítam- íni í uppvextinum. Milljónir barna svelta í hel árlega Baráttan gegn hungri í heim- inum skilar of litlum árangri Róm. AFP. SÓLIN sest á bak við F-14 Tomcat- orrustuþotu um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Abraham Lin- coln. Það og önnur skip í Lincoln- flotanum eru nú á norðanverðum Arabíuflóa en Bandaríkjamenn eru farnir að auka viðbúnað sinn í Mið- Austurlöndum vegna hugsanlegra átaka í Írak. Hefur verið fjölgað í bandaríska herliðinu í Kúveit og aðalstjórnstöð þess er nú í ná- grannaríkinu Qatar. Þar eru nú 2.000 bandarískir hermenn en sagt er, að þeim verði fjölgað verulega á næstunni. Saudi-Arabar, gamall bandamaður Bandaríkjanna, hafa neitað Bandaríkjastjórn um að- stöðu vegna hugsanlegrar árásar á Írak en stjórnin í Qatar segist hins vegar munu taka það til athugunar. Reuters Viðbún- aður á Arabíuflóa HUGSANLEGT er, að kallað verði á aðstoð hersins í leit að fjöldamorð- ingjanum í Bandaríkjunum en stað- fest hefur verið, að hann skaut konu til bana í fyrrakvöld. Eru þá níu látn- ir og tveir særðir. Lögreglan í Virginíu sagði í gær, að Linda Franklin, 47 ára starfsmað- ur FBI, bandarísku alríkislögregl- unnar, væri níunda manneskjan, sem leyniskyttan hefði banað. Var hún skotin fyrir utan stórverslun. Er lögreglan nú að vinna að mynd af morðingjanum samkvæmt lýsingu vitna en auk þess hafa nokkur vitni veitt upplýsingar um bílnúmer, sem ber þó ekki saman. Bendir það til þess, að morðinginn skipti oft um númer. Lýsingin á bílnum, sem sást í fyrrakvöld, er lík og áður, ljós- eða rjómalitur Chevrolet Astro-sendi- bíll. Að auki voru bundnar vonir við, að eftirlitsmyndavélar við verslunina gætu gefið einhverjar upplýsingar. Að öðru leyti lætur lögreglan fátt uppi um rannsóknina. Tæknilegt eftirlit CNN-fréttasjónvarpið sagði í gær, að verið væri að kanna í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu hvern- ig herinn gæti aðstoðað við leit að morðingjanum. Kæmi þar margt til greina, allt frá könnun á feril- skýrslum hermanna til ýmiss konar tæknilegs eftirlits. Í sérstökum lög- um frá 1878, sem kallast Posse Comitatus, er Bandaríkjaher raunar bannað að taka þátt í löggæslu inn- anlands en hann getur þó veitt að- stoð þegar sérstaklega stendur á. Embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu neituðu þessu ekki en sögðu, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar enn. Leitin að fjöldamorðingjanum í Bandaríkjunum Kannað hvort her- inn geti aðstoðað Fairfax, Washington. AP, AFP. LÖGREGLA á Indónesíu hafði í gær í varðhaldi tvo Indónesa í tengslum við sprengjutilræðin á Balí á laugar- daginn, þar sem hátt í 200 létust, flestir erlendir ferðamenn. Mennirnir tveir eru í hópi 27 manna sem hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Þeir liggja ekki undir grun um aðild að til- ræðunum en vöktu grunsemdir með því að neita að svara spurningum eða gefa misvísandi svör, að því er lög- reglan greindi frá. Talsmaður lögreglunnar, Saleh Saaf, sagði að annar mannanna hefði verið í Kuta, þar sem sprengja sprakk rétt hjá næturklúbbnum Sari, og að þessi maður tengdist handhafa per- sónuskilríkja sem fundist hefðu á vettvanginum. Hinn maðurinn væri skyldur eiganda persónuskilríkjanna, sagði Saaf, en sagði ekkert um það hvað hefði orðið af sjálfum handhafa umræddra persónuskilríkja. Fórnarlömbin frá 24 löndum Alls hafa fundist 182 lík, en aðeins hafa verið borin kennsl á um 40. Lík- legt er talið að í ljós komi að langflest fórnarlambanna hafi verið áströlsk, en mörg voru indónesísk og bresk. Alls hafa borist tilkynningar um að ríkisborgarar frá 24 löndum hafi látist eða ekki sé vitað um afdrif þeirra í kjölfar sprengjutilræðanna. Í sumum tilvikum kann þó að vera um að ræða, að fjölskyldur eða yfirvöld hafi enn ekki frétt frá fólkinu. Flestir þeirra sem saknað er eru Ástralir, um 160, en einnig er margra Breta, Þjóðverja og Svía saknað, auk fólks frá fleiri löndum. Indónesía Tveir í varð- haldi Kuta. AFP.  Áfall/20 KIRK Mombert, sem býr í Oregon í Bandaríkjunum, bar sigur úr být- um í Heimsmeistaramóti graskers- ræktenda, sem fram fór í Half Moon Bay í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Vó graskerið hans rúmlega hálft tonn enda hafði hann verið vakinn og sofinn yfir velferð þess í uppvextinum og ekkert til sparað. Fékk hann að launum rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. AP Risavaxið grasker „HORF þú ekki á vínið, hve rautt það er … Að síðustu bítur það sem höggormur.“ Svo segir í orðskviðum Salómons og nú hefur kínverskur bóndi fengið að reyna sannleiksgildi þessara orða á sjálfum sér. Bóndinn, Li að nafni, tók tappa úr flösku og vissi þá ekki fyrri til en vínsnákurinn hafði læst tönnunum í háls honum. Gerðist þetta síðastliðinn laug- ardag að því er fram kemur í kínverska dagblaðinu Xin Bao. Sagði það, að bóndinn hefði verið fluttur á sjúkrahús, en væri nú á batavegi. Í Kína er vinsælt að setja snáka í flöskur með ýmsu víni, til dæmis hrísgrjónavíni, og í því eiga þeir að marínerast í eitt ár. Korktappinn í flöskunni hans Lis var hins vegar ekki nógu þéttur og þess vegna mun snákurinn hafa fengið nóg loft til að tóra í flöskunni í heilt ár. Varasöm vínnautn Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.