Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÓvíst hvort Rúnar Kristinsson
getur leikið gegn Litháum / B1
Haukar og Grótta/KR
heppin í ́Evrópudrættinum / B2
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
SEX byggingafyrirtæki og Bygg-
ingarfélag Arnarness, sem er í eigu
Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns
Norðurljósa, hafa undirritað bind-
andi samning um kaup bygginga-
fyrirtækjanna á eignarlóðum fyrir
búsetu í landi Arnarness í Garða-
bæ.
Jón Ólafsson keypti Arnarnes-
landið í ársbyrjun 1999 fyrir tæpar
700 milljónir króna. Fljótlega seldi
hann hluta landsins fyrir 200 millj-
ónir króna.
Talsmaður byggingafyrirtækj-
anna vildi í samtali við Morgunblað-
ið í gær hvorki upplýsa hvaða fyr-
irtæki standa að þessum kaupum,
né á hvaða verði landið verður
keypt. Sagði talsmaðurinn að fjár-
mögnun kaupanna væri ekki lokið
og því væri ótímabært að greina frá
því á hvaða verði væri keypt og
hverjir mundu byggja á svæðinu.
Hann sagði byggingaraðila telja
eignarlóðir í Arnarneslandi eitt
besta byggingaland sem völ væri á
á höfuðborgarsvæðinu.
Gert er ráð fyrir 416 heimilum í
skipulaginu: 168 íbúðum í fjölbýli,
107 rað- eða parhúsum og 141 ein-
býlishúsi.
Yfirlýsing milli kaupenda og selj-
anda felur í sér að náðst hefur sam-
komulag um kaup á öllum rað-, par-
og fjölbýlishúsalóðunum eða sam-
tals um 275 íbúðum á svæðinu, sem
eru 66% af öllum íbúðum á svæðinu,
þannig að enn á Jón Ólafsson eftir
141 einbýlishússlóð.
Arnarneslandið var skipulagt árið
1997 af Ingimundi Sveinssyni arki-
tekt. Áætlað er að um 1.500 manna
byggð verði á þessu svæði.
Kemur í ljós hvort
forsendur hafa breyst
Að sögn Ásdísar Höllu Braga-
dóttur bæjarstjóra Garðabæjar
hafa viðræður um uppbyggingu á
landinu verið í gangi milli bæjaryf-
irvalda og landeiganda um nokkurt
skeið og drög að samningi verið í
þróun í alllangan tíma.
„Þessi áform voru kynnt okkur
nú á síðustu dögum og við höfum
ekki hafið neinar viðræður við nýja
eigendur,“ segir Ásdís Halla.
Hún segir að það eigi eftir að
koma í ljós hvort þeirra forsendur
séu aðrar en fyrri landeigenda.
Jón Ólafsson selur sex fyrirtækjum hluta af Arnarneslandi
Gert ráð fyrir 275
íbúðum á svæðinu
ÞÓRÐUR Axel Þórisson lét sig ekki
muna um það í gær þar sem hann
lék golf á golfvellinum á Korpúlfs-
stöðum að fara holu í höggi á par 3
á sjöundu braut. Rétt er að geta
þess að kúlan fór 120 metra áður en
hún hafnaði í holunni. Fyrir þá sem
ekki þekkja til golfíþróttarinnar
skal áréttað að par 3 merkir að það
tekur meðalleikmanninn þrjú högg
að koma kúlunni í holuna. Venju-
lega spilar Þórður Axel golf með fé-
lögum sínum en þennan dag voru
þeir fjarri góðu gamni. Hann segir
að tvær konur sem spiluðu með
honum hringinn hafi orðið vitni að
högginu.
Þórður Axel byrjaði að æfa golf í
vor en þá hafði hann leikið sér með
tvær kylfur í tvö ár. Hann æfir nú 3
– 4 sinnum í viku.
„Þegar skólinn er búinn fer ég
heim og læri og tek síðan strætó út
á golfvöll,“ segir hann. Þórður Axel
býr í Rimahverfinu í Grafarvogi og
ferðast með golfsettið með sér í
strætó.
Fór holu
í höggi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórður Axel, 12 ára, reynir að æfa golf eins oft og hann getur.
BÆKLUNARSKURÐDEILD á
Landspítalanum í Fossvogi hefur
verið lokað vegna sjaldgæfrar bakt-
eríu sem ræktaðist í sýnum af fjór-
um sjúklingum á þremur stofum
deildarinnar. Bakterían, sem er
ónæm fyrir algengustu sýklalyfjum,
kom fyrst upp fyrir rúmri viku og
var þá hætt að taka inn sjúklinga af
biðlistum. Bráðatilfelli hafa verið
meðhöndluð á öðrum deildum en að
sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar
lækningaforstjóra verður deildin
opnuð í næstu viku að loknum sótt-
hreinsunaraðgerðum.
Jóhannes segir sjálfa smitleiðina
inn á deildina ekki hafa fundist, þrátt
fyrir ítarlegar rannsóknir. Einn
starfsmaður hafi greinst með bakt-
eríuna, án þess að fá sýkingu, en úti-
lokað talið að hann hafi smitað sjúk-
lingana.
Sjúklingarnir hafa ekki orðið al-
varlega veikir en einn þeirra hlaut
sýkingu. Alls voru átta sjúklingar á
deildinni í gær, fjórum verður komið
fyrir á öðrum deildum en hinir verða
væntanlega útskrifaðir af spítalan-
um í dag, að sögn Jóhannesar.
Bakterían hefur þau áhrif að að-
gerðir á um 25 sjúklingum frestast
en um 600 manns bíða eftir bækl-
unaraðgerðum á Landspítalanum.
Jóhannes bendir á að mörg lönd
hafi gefist upp í baráttunni við um-
rædda bakteríu og meðhöndlað hana
með dýrum lyfjum. Aðeins Íslandi og
Noregi hafi tekist að halda sjúkra-
húsunum hreinum af bakteríu sem
þessari. Hér á landi verði barist
gegn henni með öðrum aðferðum.
Deildin verði á næstu dögum sótt-
hreinsuð hátt og lágt og svonefnd
umhverfissýni tekin til ræktunar að
því loknu.
„Óneitanlega truflar þetta starf-
semi spítalans mikið og er mjög
óþægilegt. Þarna er einmitt verið að
glíma við þá biðlista sem eru okkur
einna erfiðastir, eða bið eftir lið-
skiptaaðgerðum, sem getur verið
upp undir eitt ár,“ segir Jóhannes.
Sjaldgæf baktería greindist á sjúkradeild á Landspítalanum í Fossvogi
Bæklunarskurð-
deild lokuð fram
í næstu viku
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra gekkst undir aðgerð á
Landspítalanum í gærmorgun vegna
meins í blöðru-
hálskirtli, að því
er fram kemur í
tilkynningu frá
utanríkisráðu-
neytinu.
Meinið var
staðbundið og
gekk aðgerðin
mjög vel. Að lok-
inni sjúkrahús-
vist verður Hall-
dór í veikindaleyfi
um nokkurt skeið til að hvílast og ná
fullri starfsorku. Ekki verður skip-
aður staðgengill á meðan ráð-
herrann er á landinu og mun hann
taka þær ákvarðanir sem þörf er á,
samkvæmt upplýsingum úr utanrík-
isráðuneytinu.
Halldór í
veikinda-
leyfi eftir
aðgerð
Halldór
Ásgrímsson
BORGARRÁÐSFULLTRÚAR
Sjálfstæðisflokksins fóru fram á það
á borgarráðsfundi í dag að fenginn
yrði hlutlaus aðili til að fara yfir fjár-
hagslegar forsendur sem liggja til
grundvallar kaupverði á ljósleiðara-
neti og tengdum kerfum Línu.nets.
Þá setti fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
fram fjölmargar spurningar varð-
andi forsendur samninganna í bókun
á fundinum og var sérstaklega óskað
eftir því að þeim yrði svarað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins fóru einnig fram á að borg-
arráði yrði gerð grein fyrir stöðu
Línu.nets og fyrrgreindum samning-
um milli Orkuveitu Reykjavíkur og
Línu.nets.
Borgarráðsfulltrúar
Sjálfstæðisflokks
Vilja hlut-
laust mat á
eignum
Línu.nets
FULLTRÚUM Svía urðu á mistök í
atkvæðagreiðslu um tillögu formanns
Alþjóðahvalveiðiráðsins, Bo Fern-
holms, þess efnis að Ísland ætti aðeins
að hafa áheyrnaraðild að ráðinu. Þetta
kemur fram í netútgáfu norska dag-
blaðsins Aftenposten. Svíar greiddu
atkvæði á móti tillögu landa síns, sem
gerði að verkum að Íslendingar eru nú
fullgildir aðilar að ráðinu.
Atkvæði Svía réð úrslitum í af-
greiðslu tillögunnar, en hún var felld
með 19 atkvæðum gegn 18. Í samtali
við Aftenposten sagði starfsmaður
sænska umhverfisráðuneytisins,
Brigitta Bodström, að hún harmaði
mistökin mjög. Atkvæðagreiðslan
væri ekki í samræmi við stefnu Sví-
þjóðar. Mistökin urðu þrátt fyrir að
sænska sendinefndin væri í símasam-
bandi við yfirmenn sína í Stokkhólmi.
„Nú reynum við að komast að því
hvað fór úrskeiðis, með það í huga að
ef til vill megi leiðrétta mistökin. Við
óttumst mjög afleiðingarnar,“ sagði
Bodström.
Innganga Íslands í
Alþjóðahvalveiðiráðið
Svíar segja
að mistök
hafi átt
sér stað
PAVEL Tregubov og Predrag Nik-
olic eru efstir og jafnir að stigum
með sex vinninga þegar átta umferð-
um er lokið á Mjólkurskákmótinu
sem fram fer á Selfossi.
Lokaumferð fer fram á Hótel Sel-
fossi á fimmtudag og hefst hún kl. 13.
Skákmótið á Selfossi
Tregubov og
Nikolic efstir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦