Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUÞINGSMENN hafa lýst
yfir óánægju með 150 milljóna króna
tilboð kirkjumálaráðherra vegna
uppgjörs og afhendingar prests-
setra. Á þinginu í gær var mikið rætt
um eignarréttarstöðu prestssetra og
skýrsla prestssetranefndar kynnt. Í
henni kemur fram að í tilboði ráð-
herra felist m.a. að Þjóðkirkjan af-
sali sér rétti til bóta fyrir eignir sem
gengið hafa undan prestssetrum
meðan ríkið hafði umsjón með þeim,
frá árinu 1907. Þá fæli tilboðið í sér
að kirkjan afhenti ríkinu Þingvelli,
án þess að boðin væri úrlausn fyrir
prestssetrið þar. Kirkjuþingsmenn
sögðu tilboð ráðherra móðgun við
kirkjuna og lýstu yfir vonbrigðum
með afstöðu ríkisins til málsins. Mál-
inu var vísað til fjárhagsnefndar
þingsins og seinni umræðu.
Umræður um prestssetrin
staðið í mörg ár
Nefndir á vegum ríkis og kirkju
hafa reynt árangurslaust að ná sam-
komulagi um prestssetur og afhend-
ingu þeirra frá síðasta Kirkjuþingi,
árið 1999. Þó má rekja umræður um
þessi mál mun lengra aftur, en
kirkjueignanefnd skilaði áliti um
málið árið 1984.
Prestssetranefnd var skipuð á síð-
asta Kirkjuþingi og hefur fundað
með fulltrúum frá dóms- og kirkju-
málaráðherra um hvernig standa
megi að afhendingu prestssetranna
til þjóðkirkjunnar. Nefndirnar hafa
ekki náð saman og á Kirkjuþinginu
kom fram að ágreiningurinn snerist
aðallega um þær greiðslur sem ríkið
væri tilbúið að bjóða og þær sem
kirkjan vildi fá fyrir þær eignir sem
áfram verða á höndum ríkis eða hafa
gengið undan prestssetrum á meðan
ríkið hafði umsjón með þeim. Ekki
kom fram í máli prestssetranefnd-
armanna hver viðunandi upphæð
væri, en þó kom fram að mikið bæri á
milli.
Prestssetranefnd telur drög að
samkomulagi fulltrúa ráðuneytis um
afhendingu prestssetranna frá því í
febrúar sl. óviðunandi. „Stærsti
ágallinn var sá að það var aðeins gert
ráð fyrir eingreiðslu fyrir framsal
eigna kirkjunnar sem áfram yrðu á
hendi ríkisins og þar með endanlega
seldar og þeim afsalað,“ segir í
skýrslu nefndarinnar. Breytingatil-
lögur voru settar fram, en fulltrúar
ráðuneytanna vildu að nefndin lýsti
því yfir að þjóðkirkjan félli frá öllum
rétti til bóta fyrir þær eignir sem rík-
ið hefur látið ganga undan prests-
setrunum. Á það gat nefndin ekki
sæst, segir í skýrslunni.
Prestssetur voru aldrei
afhent ríkinu til eignar
Þingmenn á kirkjuþingi ræddu
um nokkur dæmi þar sem ríkið hefði
selt hluta af jörðum prestssetra án
þess að þjóðkirkjan fengi réttmætar
greiðslur fyrir. Fyrir þetta vildi
kirkjan fá viðunandi bætur.
Ræddur var munur á stöðu kirkju-
jarða annars vegar og prestssetra
hins vegar. „Prestssetur, hjáleigur
og nýbýli voru aldrei afhent ríkinu,“
sagði séra Halldór Gunnarsson í
Holti, líkt og kirkjujarðir, sem sam-
kvæmt kirkjujarðasamkomulagi frá
1997 heyrðu undir ríkið. Margir tóku
undir orð hans og sögðu ríkið aldrei
hafa eignast prestssetrin.
Karl Sigurbjörnsson biskup benti
á að þrátt fyrir að samkomulag hefði
ekki náðst um afhendingu prests-
setranna væri nú kominn grunnur
sem hægt væri að byggja á. Hann
benti að lokum á að sú upphæð sem
kirkjumálaráðherra hefði boðið væri
sú sama og ríkið hélt eftir af sókn-
argjöldum og kirkjugarðsgjöldum á
síðasta ári.
Kirkjuþing ræddi tilboð um afhendingu prestssetra
Upphæðin móðgandi
fyrir þjóðkirkjuna
FRÁ og með 1. nóvember
næstkomandi stækkar um-
dæmi vígslubiskupsins á Hól-
um verulega, en á Kirkjuþingi
í gær var samþykkt tillaga
um breytingu á starfsreglum
vígslubiskupa. Við umdæmi
Hólabiskups bætist nú Múla-
og Austfjarðaprófastsdæmi
en vígslubiskupsdæmið hefur
annars verið óbreytt frá því
árið 1106 þegar Skálholts-
biskupsdæmi var skipt í tvö
biskupsdæmi. Jón Ögmundar-
son, lærisveinn Ísleifs bisk-
ups, vígðist fyrstur biskup til
Hólastóls það ár.
Á Kirkjuþingi kom fram að
breytingin er gerð til að jafna
umfang og starfsálag milli
vígslubiskupsdæma.
Breyting á skipulagi
Kirkjuþing 2000 samþykkti
einnig breytingar á skipan
sókna og prestakalla í Ísa-
fjarðarprófastsdæmi á þann
veg að Melgraseyrar- og
Nauteyrarsóknir tilheyra
Hólmavíkurprestakalli í
Húnavatnsprófastsdæmi. Með
því að Húnavatnsprófasts-
dæmi tilheyrir umdæmi
vígslubiskups á Hólum felur
þessi breyting í sér að mörk
umdæma vígslubiskupa fær-
ast í samræmi við breyt-
inguna vestur yfir Stein-
grímsfjarðarheiði og niður í
Ísafjarðardjúp.
Vígslubiskup í Skálholti er
sr. Sigurður Sigurðarson og
settur vígslubiskup á Hólum
sr. Sigurður Guðmundsson.
Hlutverk þeirra er að hafa til-
sjón með kristnihaldi í um-
dæmum sínum, að vera bisk-
upi til aðstoðar um kirkjuleg
málefni og annast biskups-
verk er biskup Íslands felur
þeim.
Umdæmi Hóla
stækkar til austurs
Breyting
á 900 ára
gömlum
mörkum
„ÉG er sannfærður um að það geti
ekki verið réttlátt að menn labbi út
með milljarða,“ segir kvikmynda-
leikstjórinn Baltasar Kormákur við
fullan sal af nemum í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ. „Ég get ekki
verið sammála því að það sé eina
réttláta aðferðin – og byggðarlög
leggist í rúst.“ Baltasar er að fjalla
um skoðanir sínar í sjávarútvegs-
málum, en umræðufundurinn í FG
er einn af mörgum sem Baltasar á
með framhaldsskólanemum um
þessar mundir þar sem nýjasta
kvikmynd hans, Hafið, er nýtt sem
innlegg í samfélagsumræðuna
meðal ungs fólks. Aðstandendur
myndarinnar hafa að undanförnu
vakið athygli framhaldsskóla
landsins á myndinni í þessu skyni
og nú eru stórir hópar framhalds-
skólanema að fjölmenna á myndina
með það fyrir augum að ræða efni
hennar á eftir við Baltasar eða leik-
ara hennar.
Ekki pólitísk mynd
Baltasar tekur fram að Hafið sé
ekki póltitísk mynd að því leyti að
hún boði lausn á vandamálum,
heldur sýni hún frekar afleiðing-
arnar af sjávarútvegsstefnu stjórn-
valda. „Mín persónulega skoðun er
sú að það sé til réttlátara kerfi,“
segir hann en segist ekki vera að
predíka í Hafinu hvað sé rétt eða
rangt, heldur að lýsa því hvernig
kerfið „éti börnin sín“. Hann veltir
upp þeirri spurningu hvort það sé
þjóðhagslega hagkvæmt að búa úti
á landi eða á Íslandi almennt?
Hvort það væri ekki hagkvæmara
að búa í Brussel og reka Ísland sem
verstöð? Að hans mati eru hins
vegar til þeir hlutir í lífinu sem
skipta meira máli en þeir sem eru
taldir „hagkvæmir“.
Hópurinn í FG samanstendur af
nemum í fjölmiðlafræði, sálfræði
og félagsfræði. Ekki má gleyma
„Lim“-hópnum, þ.e. Listir og
menning. Á rúmum klukkutíma
dynja um 30 spurningar á Baltasar.
Spurt er hvort hann hafi viljað
leika sjálfur í myndinni, hversu
mörgum koníaksglösum persóna
Herdísar Þorvaldsdóttur hafi hest-
húsað í myndinni, hver hafi verið
pælingin með nærmyndum og
sömuleiðis hvort laufið í ástaratrið-
inu í sundlauginni hafi táknað
óhreint kynlíf og hvort myndin hafi
verið ádeila á yfirstéttina í landinu.
„Þetta er meira ádeila á kerfið sem
étur börnin sín,“ er svar Baltasars
við síðasttöldu spurningunni. „Þeir
sem hagnast á óréttlátan hátt eru
hjálparþurfi.“
Lýsir vel lífinu úti á landi
Stelpa úr sal, sem er utan af
landi, segir myndina lýsa lífinu þar
ótrúlega vel. „Ég varð bara að
segja þér það,“ segir hún við Balt-
asar og salurinn hlær í fimmtug-
asta skiptið á fundinum. Baltasar
segir viðbrögð fólks misjöfn við
myndinni og sumir segi að lífið til
sjávar sé alls ekki eins og í mynd-
inni „Það eru margir reiðir við mig
af því þeim fannst ég svo aggress-
ívur við sjávarþorpin.“
„Þetta er bara svona,“ heyrist
frá annarri stelpu utan úr sal.
„Munið þið eftir Trainspotting?“
spyr Baltasar. „Edinborg beið eng-
an skaða af henni.“ Salurinn hlær.
„Nú ert þú ungur leikstjóri…“
spyr strákur úr sal og Baltasar
þakkar strax kærlega fyrir. Salur
hlær dátt. Strákurinn spyr síðan
hvort Baltasar eigi sér íslenskar
fyrirmyndir meðal leikstjóra. „Ég
get ekki sagt það. Mér finnst margt
mjög gott sem menn eru að gera
hérna. En ég á erlendar fyrir-
myndir s.s. Emir Kosturica, Milos
Forman, Ang Lee, Steven Soder-
bergh, Peter Weir, Nikita Mikh-
alkov…þekkið þið einhverja af
þessum leikstjórum?“ Salurinn seg-
ir nei og hlær dátt. „Þetta eru
menn sem gera oft mjög athygl-
isverðar myndir en gera þær fyrir
marga. Þetta eru ekki listrænar
myndir sem eru gerðar fyrir fá-
mennan og lokaðan hóp heldur fyr-
ir breiðan hóp af miklum metnaði.“
Baltasar Kormákur ræðir kvikmyndina Hafið við framhaldsskólanema
„Ádeila á
kerfi sem
étur börn-
in sín“
Morgunblaðið/Þorkell
Kvikmyndin Hafið skiptir máli í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og nemendur tóku vel á móti Baltasar.
Morgunblaðið/Þorkell
Baltasar Kormákur: „Þeir sem hagnast á óréttlátan hátt eru hjálparþurfi.“