Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FIMM Japanir, sem útsendarar
Norður-Kóreustjórnar rændu fyrir
aldarfjórðungi, grétu hamingjutár-
um er þeir föðmuðu ættmenni sín í
Tókýó í gær, í kjölfar þess að Norð-
ur-Kóreustjórn viðurkenndi mann-
ránin og heimilaði að hinir rændu
fengju að snúa tímabundið heim til
sín.
Blaðamannafund sem fimmmenn-
ingarnir voru leiddir á við komuna á
flugvöllinn í Tókýó, eftir flugið frá n-
kóresku höfuðborginni Pyongyang,
yfirgáfu þeir eftir fimm mínútur án
þess að svara nokkrum spurningum.
Fólkið sem nú er komið langt á
fimmtugsaldur, las aðeins upp stutt-
ar yfirlýsingar. „Ég er mjög glaður
yfir að sjá ykkur. Ég þakka ykkur
mjög,“ sagði Fukie Hamamoto, 47
ára kona sem var rænt árið 1978 og
þvinguð til að kenna n-kóreskum
njósnurum japanska tungu og siði.
Kaoru Hasuike, 45 ára, sem var
rænt ásamt unnustu sinni, Yukiko
Okudo, nú 46 ára, tjáði fréttamönn-
um: „Ég er líka mjög hamingjusam-
ur með að fá að sjá foreldra mína. Ég
olli fjölda fólks miklum áhyggjum.“
Er stjórnandi blaðamannafundar-
ins spurði hvort þau hefðu eitthvað
fleira að segja, svo sem hvort þau
hefðu saknað japansks matar, flýttu
fimmmenningarnir sér á brott án
þess að segja neitt.
Enginn fimmmenninganna, sem
voru með n-kóreska fánanælu fram-
an á sér, nefndi nokkuð um hlutverk
Kim jong-Ils, leiðtoga N-Kóreu, við
að koma þessum heimsóknum á, en
það var í tímamótaheimsókn jap-
anska forsætisráðherrans Koizumis
til N-Kóreu hinn 17. september sl.,
sem Kim viðurkenndi mannránin og
hét því að fólkið fengi að snúa aftur
til Japans.
Ekki vitað um örlög hinna
Það sem verkað hefur sem hemill á
gleði í Japan yfir því að þetta týnda
fólk skyldi fá að snúa heim, er að n-
kóresk stjórnvöld leyfðu aðeins að
það færi til heimaslóðanna í Japan í
eina til tvær vikur og með því skilyrði
að það skildi börn sín eftir í N-Kóreu.
Ættingjar hinna rændu og japanskir
stjórnarerindrekar hafa sagt að með
þessu haldi N-Kóreumenn börnum
fólksins sem gíslum, í því skyni að
tryggja að það tali ekki hreinskiln-
islega um það sem á daga þess hefði
drifið, af ótta við refsingar.
Fimmmenningarnir eru þeir einu
sem komið hafa í leitirnar af þeim
minnst 13 Japönum sem N-Kóreu-
menn rændu á árunum í kringum
1980. Ekkert er vitað um örlög hinna,
en N-Kóreumenn segja þá látna.
Koizumi forsætisráðherra hefur
lagt áherzlu á að heimsókn fimm-
menninganna væri aðeins fyrsta
skrefið í að sameina á ný fjölskyldur
þeirra sem rænt var og grafast fyrir
um örlög allra þeirra Japana sem tal-
ið er að útsendarar Norður-Kóreu
hafi rænt.
VEL gekk í gær að rétta við risa-
vaxinn olíuborpall, sem á sunnu-
dag tók að halla mjög eftir að bil-
un olli því að öll olía um borð
rann til annarar hliðarinnar.
Höfðu björgunarmenn dælt sjó í
tóma olíutanka sem olli því að
jafnvægi komst á borpallinn á nýj-
an leik.
Olíuborpallurinn er um 80 km
undan ströndum Brasilíu í Atl-
antshafinu. Enginn eldur kviknaði
við bilunina á sunnudag en starfs-
menn, 76 talsins, voru allir fluttir
til olíuborpalla í nágrenninu. Um
12 milljónir lítra af olíu eru um
borð en olía lak ekki í sjóinn. Pall-
urinn var áður notaður sem olíu-
flutningaskip og er hann talinn
um 200 milljóna dollara virði.
Hann framleiðir 34 þúsund föt af
olíu á dag.
AP
Fór á
hliðinaLoks á heimaslóð á ný
Tókýó. AP, AFP.
Fimm Japanir sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir um aldarfjórðungi
BANDARÍSKI metsöluhöfundur-
inn Stephen E. Ambrose lést á
sunnudag, 66 ára að aldri. Bana-
mein hans var
krabbamein.
Ambrose var
þekktastur fyr-
ir sagnfræði-
verk sín um
síðari heims-
styrjöldina en
sjónvarps-
þáttaröðin
„Band of
Brothers“ var
m.a. byggð á
bók eftir hann.
Ambrose skrifaði meira en þrjá-
tíu bækur um ævina og þar af kom-
ust hátt í tíu þeirra ofarlega á met-
sölulista í Bandaríkjunum. Fram
til 1994 var Ambrose þó fremur lítt
þekktur sagnfræðiprófessor. Það
ár kom út bók hans „D-Day June 6,
1944: The Climactic Battle of
World War II“ sem skaut honum
upp á stjörnuhimininn en í henni
byggði Ambrose á viðtölum við
hermenn sem tóku þátt í innrás
bandamanna í Normandí sumarið
1944. Þótti Ambrose takast að
flétta saman hefðbundna sagn-
fræði og sjónarhorn hermanna; og
þannig persónugera atburði sem
áhrif höfðu á allt mannkyn.
Ambrose var síðar ráðgjafi við
gerð myndar Stevens Spielbergs
„Saving Private Ryan“ og Spiel-
berg og Tom Hanks framleiddu
seinna „Band of Brothers“, sem
fyrr segir. Eftir Ambrose liggja
jafnframt bækur um forsetana
Dwight D. Eisenhower og Richard
Nixon, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrr á þessu ári kom í ljós að í
nokkrum nýrri verka Ambrose
hafði höfundurinn tekið heilu máls-
greinarnar upp úr verkum annarra
fræðimanna án þess að umorða
þær eða setja innan gæsalappa sem
beinar tilvitnanir. Var þetta talin
slök fræðimennska þó að Ambrose
gætti þess reyndar að vísa til heim-
ilda sinna. Margir sögðu gagnrýn-
ina skýrast af öfund annarra fræði-
manna í garð Ambrose og sjálfur
gekkst hann ekki við því að hafa
gerst sekur um ritstuld.
Metsöluhöfundur
fallinn frá
New Orleans. AP.
Stephen
Ambrose
HINRIK H. Hansen, sem missti nána vini í hryðjuverk-
unum á Balí um síðustu helgi, segist hafa fyllst reiði er
honum bárust fregnir af atburðunum aðfaranótt sunnu-
dags. Hann hefur unnið erlendis sem flugumsjón-
armaður hjá flugfélaginu Atlanta og segir það sína
reynslu að múslimar séu upp til hópa almennilegasta
fólk. Því sé hræðilegt að nokkur rotin epli geti varpað
slíkum skugga á trúarbrögðin í heild sinni og þá sem þau
iðka.
Hinrik, sem er 26 ára, segir Atlanta fljúga mikið á
milli Sádí-Arabíu og Jakarta í Indónesíu. Starfsfólk Atl-
anta í Sádí-Arabíu geri sér oft för til Balí enda sé þar
gott að vera. „Það var þannig að eftir atburðina 11. sept-
ember í fyrra ákvað ég að fara í frí til Balí og var þar í
fimm vikur,“ segir Hinrik í samtali við Morgunblaðið.
Voru að ljúka heimsreisu
sem hófst á sama stað fyrir ári
„Ég fór einn, þekkti engan. Eina leiðin til að kynnast
fólki var að byrja að spjalla við það. Fyrst heimamennina
og síðan kynntist ég hópi ferðamanna. Ég eignaðist góða
vini og við vorum saman á hverjum einasta degi, náðum
vel saman. Sama má segja um starfsfólkið á skemmti-
stöðunum, við kynntumst því vel og stundum kom það
með okkur út á lífið. Úr varð góður vinskapur. Síðan
heyrir maður núna á laugardag að búið sé að sprengja
Sarí-næturklúbbinn í loft upp, staðinn sem við sóttum á
hverju kvöldi. Ljóst var að starfsfólk staðarins hafði ekki
sloppið lifandi, ég fékk strax staðfestingu á því að fjórir
vina minna þar væru dánir og nokkrir til viðbótar slas-
aðir,“ segir Hinrik.
„Tvær stúlkur, Ann og Liz, sem fórust í tilræðinu,
höfðu verið að byrja heimsreisu á Balí þegar ég kynntist
þeim í fyrra. Þær höfðu einmitt verið eitt ár á ferðalagi
og voru komnar aftur til Balí núna til að ljúka reisunni.“
Segir Hinrik að Ann hafi verið nítján ára og sænsk en
Liz var bresk og 21 árs gömul. „Þær voru nýbúnar að
senda frá sér tölvupóst þar sem þær gerðu vinum sínum
grein fyrir lokum heimsreisunnar, sendu m.a. myndir af
sér. Svo hringir Dave félagi minn frá Bretlandi um
klukkan þrjú á laugardagsnótt og segir að þær tvær séu
slasaðar og að Steve, ástralskur vinur okkar sem farið
hafði sérstaklega til Balí til að hitta stúlkurnar aftur, hafi
látist samstundis.“
Var það ekki fyrr en seinna sem kom í ljós að stúlk-
urnar höfðu beðið bana. Segir Hinrik að það hafi verið
áfall að heyra af afdrifum þeirra en náinn vinskapur
hafði tekist með honum og Ann.
Hinrik starfar á Íslandi um þessar mundir en gerir ráð
fyrir að verða sendur utan í verkefni innan tíðar. Hann
segist ekki munu forðast það að fara aftur til Balí, nema
síður sé. Þær tilfinningar sem tengist staðnum núna geri
það jafnvel að verkum að ástæða sé til að gera sér ferð
þangað sérstaklega.
Áfall að heyra um afdrif vinanna
Hinrik H. Hansen er vel
kunnugur á Balí eftir fimm
vikna dvöl þar í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn
Hinrik H. Hansen. Hann hefur starfað sem flugumsjón-
armaður hjá flugfélaginu Atlanta.
SOS-Kinderdorf International, regn-
hlífarsamtök SOS-barnaþorpanna,
hlutu á mánudag Conrad N. Hilton
viðurkenninguna fyrir störf í þágu
mannúðar. Viðurkenningin, sem er
ein milljón Bandaríkjadala, er sú
stærsta, sem veitt er stofnunum og
samtökum er starfa á sviði mannúðar-
mála. Viðurkenningin er veitt árlega
til þeirra samtaka sem hafa þótt
skara fram úr í framlagi til fátæktar
og nauðþurftar um heim allan.
Hilton-viðurkenningin var form-
lega afhent í New York á mánudag að
viðstöddum leiðtogum allra helstu
góðgerða- og mannréttindastofnana í
heiminum. Dr. Oscar Arias, fv. forseti
í Kosta Ríka og handhafi Friðarverð-
launa Nóbels, tók m.a. til máls.
Hr. Helmut Kutin, forseti SOS-
Kinderdorf International, sem sjálfur
ólst upp í SOS-barnaþorpi frá tólf ára
aldri, sagði að fénu yrði varið til þess
að víkka út einstök verkefni í Afríku
sem bjóða upp á nýjar leiðir til að
styðja við fórnarlömb alnæmis og
hjálpa börnum og fjölskyldum.
SOS-Kinderdorf International
voru meðal 200 tilnefndra stofnana til
Hilton verðlauna í ár. Samtökin voru
tilnefnd af hertogaynjunni af York,
Söru Ferguson. Sérvalin alþjóðleg
dómnefnd tók lokaákvörðunina.
Conrad N. Hilton, stofnandi verð-
launanna, var athafnamaður í hótel-
rekstri í Bandaríkjunum.
SOS-barnaþorp verðlaunuð
SKÁKTÖLVAN Deep Fritz tók
rússneska heimsmeistarann Vlad-
ímír Kramník hreinlega í bakaríið í
gær í 6. skák einvígis sem haldið er
í Barein. Er þetta önnur skákin í
röð sem tölvan vinnur og hefur hún
nú jafnað metin í einvíginu. Tvær
skákir eru eftir.
Fritz hafði svart í skákinni og
valdi drottningarindverska vörn
þegar Kramník lék d4 í fyrsta leik.
Skákin fylgdi troðnum slóðum fram
í 13. leik þegar Kramník breytti
nokkuð út af. Fritz kom síðan með
nýjung í stöðunni í 16. leik og þótt
skákskýrendur teldu að staða hvíts
væri betri eyddi Kramník miklum
tíma og hugsaði í 43 mínútur áður
en hann lék 17. leik sínum. Í 19. leik
fórnaði hann öllum að óvörum ridd-
ara og þótt hann fengi mikla sókn-
armöguleika var staðan mjög flók-
in og þar hefur skáktölvan
yfirburði enda getur hún skoðað
milljónir leikja á hverri sekúndu.
Kramník tefldi framhaldið síðan
ekki nægilega nákvæmlega og þeg-
ar hann gafst upp í 35. leik var
staða hans gjörtöpuð auk þess sem
tími hans var á þrotum. Sjöunda
einvígisskákin verður tefld á morg-
un og þá hefur tölvan hvítt.
Fritz jafnaði metin