Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 21
LÖGREGLA í Finnlandi hand-
tók í gær 17 ára dreng sem
heimsótti sömu spjallrásirnar á
Netinu og Petri Gerdt, sem tal-
inn er hafa sprengt sprengjuna
sem banaði honum og sex öðrum
í einni stærstu verslunarmiðstöð
Finnlands sl. föstudagskvöld.
Lögreglan hefur enn ekki kom-
ist að því hvað fékk Gerdt til að
fremja ódæðisverkið, en hann er
ekki talinn hafa tengst neinum
hryðjuverkasamtökum. Lög-
reglan hafði í gær yfirheyrt
nokkra sem annaðhvort þekktu
Gerdt eða höfðu heimsótt sömu
spjallrásir og hann, en allir
höfðu verið látnir lausir nema 17
ára drengurinn. Hafði hann
rætt við Gerdt á spjallrás er
nefnist „sprengjusvæðið“. Vildi
lögreglan ekki gefa nánari upp-
lýsingar en gat þess að frekari
handtökur væru ekki fyrirhug-
aðar.
Komu í veg
fyrir flugrán
ÖRYGGISVERÐIR um borð í
flugvél Saudi Arabian Airlines á
leið frá Kartúm í Súdan til Jedd-
ah í Sádi-Arabíu komu í gær í
veg fyrir að vopnuðum Sáda
tækist að ræna flugvélinni, að
því er flugfélagið greindi frá.
Var vélinni snúið aftur til Kart-
úm 20 mínútum eftir að maður-
inn reyndi að ræna henni. Hann
var vopnaður skammbyssu. Var
hann settur í hendur súdanskra
yfirvalda. Um borð voru 185 far-
þegar og 19 manna áhöfn, engan
sakaði.
Fjöldamorð
á Ítalíu
FYRRVERANDI öryggisvörð-
ur vopnaður nokkrum byssum
skaut til bana fyrrverandi konu
sína og sex ættingja sína og ná-
granna í gær, áður en hann
skaut sjálfan sig til bana, að því
er lögreglan í Tórínó greindi frá.
Voðaverkin voru unnin í smá-
bænum Chieri, sem er skammt
frá borginni. Ítalskir fjölmiðlar
sögðu manninn, Mauro Anton-
ello, hafa verið byssusafnara.
Hann hefði skilið við konu sína
fyrir um tveimur árum, og var
haft eftir nágrönnum að skiln-
aðurinn hefði verið erfiður. En
Antonello hefði verið ósköp
venjulegur maður.
Sporna við
sjálfsvígum
YFIRVÖLD í Slóveníu hyggj-
ast reisa girðingar á brúm, há-
hýsum og bjargbrúnum til þess
að reyna að sporna við tíðum
sjálfsvígum í landinu, að því er
greint var frá í gær. Á hverju ári
fremja um sex hundruð Slóven-
ar sjálfsmorð, sem jafngildir um
30 af hverjum 100.000 íbúum
landsins. Meðaltalið í löndum
heims er 16 af hverjum hundrað
þúsund. Slóvenska heilbrigðis-
málastofnunin ætlar einnig að
beita sér fyrir hertum lögum
sem eiga að draga úr misnotkun
áfengis, sérstaklega meðal
yngra fólks. Sjálfsmorðstíðni
var hæst í Litháen af löndum
Evrópu á síðasta ári, 44 af hverj-
um 100 þúsund íbúum, og í
Rússlandi var tíðnin 39.
STUTT
17 ára
Finni
hand-
tekinn
RENGLULEGUR og hárprúður
ungur maður situr fyrir framan 250
blaðamenn og þegar athygli þeirra
virðist beinast að öðru laumast
hann til að stinga upp í sig brjóst-
sykri. Það vottar fyrir feimnislegu
brosi.
John Elkann er aðeins 26 ára og
virðist næstum tíu árum yngri.
Hann er líklegur erfingi Fiat-
auðsins og svo gæti farið að hann
fengi það hlutverk að stjórna við-
skiptaveldi sem teygir sig út um all-
an heim og er með yfir 200.000
starfsmenn.
Agnelli-fjölskyldan hefur sveipað
erfingjann hulu leyndar í mörg ár.
Nú þegar ættfaðirinn, Giavanni
„Gianni“ Agnelli, er orðinn 81 árs
og á við veikindi að stríða hefur ör-
litlu af hulunni verið svipt af arftak-
anum. Hann hélt fyrsta blaða-
mannafund sinn nýlega í tilefni af
því að nýtt listasafn Agnelli-
fjölskyldunnar var opnað.
Blaðamannafundurinn var hald-
inn á erfiðum tíma fyrir Fiat því að
bílafyrirtækið er í miklum kröggum
og svo gæti farið að Agnelli-
fjölskyldan þyrfti að selja það
bandaríska bílafyrirtækinu General
Motors. Elkann neitaði þó að ræða
málefni Fiat og sagði að opnun lista-
safnsins varðaði ekki dagleg störf
hans.
Fjöldauppsagnir
og milljarðatap
Störf hans fyrir Fiat voru þó það
sem blaðamennirnir vildu fræðast
um. Stjórnendur Fiat Group, sem á
bílafyrirtækið Fiat Auto og mörg
önnur fyrirtæki, róa nú lífróður og
þurfa að hafa sig alla við til að halda
fyrirtækinu á floti. Fyrirtækið til-
kynnti nýlega að það hygðist segja
upp meira en 8.000 starfsmönnum
og biðja ríkisstjórn Ítalíu að lýsa yf-
ir „hættuástandi“ í fyrirtækinu, en
það er nauðsynlegt til að fjölda-
uppsagnirnar geti orðið að veru-
leika.
Fiat Auto, sem er um 40% af Fiat
Group, tapaði 823 milljónum evra,
andvirði rúmra 70 milljarða króna,
á fyrri helmingi ársins – eða um 380
milljónum króna á dag.
Fiat Group tapaði 426
milljónum evra, 36
milljörðum króna, á
sama tíma þótt annar
rekstur fyrirtækisins
hafi skilað hagnaði.
Gengi hlutabréfa í
Fiat hefur lækkað úr
45 evrum árið 1998 í 10
evrur. Fyrirtækið hef-
ur ekki getað snúið
þessari þróun við
vegna harðrar sam-
keppni og samdráttar
á bílamörkuðum.
Samningur, sem
gerður var við General
Motors árið 2000, gæti þó orðið
ítalska bílafyrirtækinu til bjargar.
General Motors keypti þá 20% í Fiat
og samkvæmt samningnum getur
ítalska fyrirtækið neytt GM til að
kaupa allt fyrirtækið á árunum
2004–2009. Þegar samningurinn
var gerður var hann álitinn hag-
stæður fyrir bæði fyrirtækin en
margir líta nú á hann sem und-
ankomuleið fyrir Fiat. Það væri þó
mikið áfall fyrir Agnelli-fjölskyld-
una að missa bílafyrirtækið.
Varð stærsta
fyrirtæki Ítalíu
Fiat er eini stóri bílaframleiðand-
inn á Ítalíu og erfitt er að ofmeta
mikilvægi fyrirtækisins fyrir Ítalíu.
Fyrirtækið var stofnað árið 1899
þegar fyrrverandi riddaraliðsfor-
ingi, Giovanni Agnelli – afi núver-
andi ættföður – og vinir hans úr að-
alsstétt höfðu frétt af nýju
farartæki, hestlausri rennireið. Þá
dreymdi um að breyta stáli og
gúmmíi í sjálfhreyfivél og pen-
ingahrúgur. Þeir stofnuðu Fabbrica
Italiana di Automobili Torino,
skammstafað Fiat, með andvirði
35.000 króna.
Fiat var stærsta fyrirtæki Ítalíu á
valdatíma Benitos Mussolinis ein-
ræðisherra, í síðari heimsstyrjöld-
inni og á uppgangstímabilinu eftir
stríð og litið var á Agnelli-
fjölskylduna sem konungsfjölskyldu
Ítalíu. Hún var jafnáberandi og
Kennedy-fjölskyldan í
Bandaríkjunum.
Fiat Group, sem
framleiðir bíla eins og
Lancia, Maserati, Alfa
Romeo og Ferrari,
hefur haslað sér völl á
fleiri sviðum. Fyr-
irtækið á stóran hlut í
Juventus, farsælasta
knattspyrnufélagi
Ítalíu, dagblöðin
Corriere della Sera í
Mílanó og La Stampa í
Torino, stóra ferða-
skrifstofu, stórversl-
anakeðjuna Rin-
ascente, San Paolo-
bankann, auk trygginga- og orku-
fyrirtækja. Mörg þessara fyr-
irtækja hafa verið rekin með mikl-
um hagnaði.
Staða Fiat var lengi mjög sterk á
ítalska bílamarkaðinum vegna við-
skiptahindrana. Fyrir aðeins áratug
var annar hver bíll á götum Ítalíu
framleiddur af Fiat. Nú er hlutfallið
minna en einn af hverjum þremur.
Fiat hefur lækkað í áliti hjá al-
menningi í Evrópu og bílarnir hafa
fengið það orð á sig að bila oft.
Stjórnendur fyrirtækisins við-
urkenna að þetta standi því fyrir
þrifum þótt það hafi reynt að bæta
framleiðsluna.
Fiat lagði út í fjárfestingar til að
styrkja stöðu sína á vaxandi mörk-
uðum, Brasilíu, Argentínu og Pól-
landi, á síðasta áratug en þær
reyndust herfileg mistök þegar
kreppa fór að í efnahag landanna.
Fyrirtækið hafði valið þá markaði
þar sem samdrátturinn í bílasölu
var mestur.
Dræm sala hefur verið á bílum í
Vestur-Evrópu í ár, en samdrátt-
urinn hefur hvergi verið eins mikill
og á Ítalíu og ekkert bílafyrirtæki
hefur verið rekið með eins miklu
tapi og Fiat. Fyrirtækið réð nýja
stjórnendur fyrr á árinu og fékk
sambankalán að andvirði 250 millj-
arða króna gegn loforði um að
grynnka á skuldunum.
Heildarskuldir Fiat nema 2.800
milljörðum króna og skuldir um-
fram eignir 496 milljörðum.
Auður Agnelli-fjölskyldunnar
hefur einnig minnkað. Tvö eign-
arhaldsfélög hennar, IFIL og IFI,
eiga um 30% í Fiat Group. Tímaritið
Forbes áætlaði árið 2000 að auður
fjölskyldunnar næmi andvirði 435
milljarða króna en hann er nú talinn
200 milljarðar.
Enginn glaumgosi
Þörfin á nýju blóði er því augljós.
Almenningur á Ítalíu veit lítið um
Elkann, son dóttur Agnellis, Mar-
gheritu, og fyrrverandi eiginmanns
hennar, Alain Elkann. Fiat hefur
hafnað beiðnum um viðtöl við erf-
ingjann og séð til þess að fjölmiðla-
menn hnýsist ekki í einkalíf hans.
Elkann fæddist í New York og
nam verkfræði í Torino. Hann var
sendur í vinnu í Fiat-verksmiðju í
Póllandi, Fíat-bílasölu í Frakklandi
og ökuljósaverksmiðju í eigu Fiat í
Englandi. Hann starfaði einnig um
tíma hjá endurskoðunardeild Gen-
eral Electric og fékk sæti í stjórn
Fiat þegar hann var 22 ára.
Honum var þó ekki alltaf ætlað að
stjórna Fiat. Gert hafði verið ráð
fyrir því að bróðursonur Agnellis,
Giovanni Alberto Agnelli, yrði eft-
irmaður ættföðurins, en hann dó úr
krabbameini árið 1997, 33 ára að
aldri. Giovanni Agnelli valdi þá Elk-
ann.
Agnelli gat sér eitt sinn orð fyrir
að vera glaumgosi, umgekkst að-
alsmenn, kvikmyndastjörnur og
heimsfræga menn eins og Henry
Kissinger, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna. Elkann
hefur hins vegar haldið sig utan við
sviðsljósið og getið sér orð fyrir að
vera duglegur og staðfastur ungur
maður sem hefur sökkt sér niður í
viðskiptaheiminn fremur en lysti-
semdir og gjálífi.
Torino. AP.
John Elkann
’ Hefur sökkt sérniður í viðskipti
fremur en lysti-
semdir og gjálífi. ‘
Ungur og uppvaxandi
erfingi hnignandi veldis
ÍRAKAR greiddu í gær atkvæði,
sumir með blóði sínu, í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem ætlað er að
staðfesta vilja þjóðarinnar til að
Saddam Hussein þjóni henni sem
forseti sjö ár til viðbótar og að
senda stjórnvöldum í Washington
langt nef.
Liðsmenn stjórnarflokksins
Baath létu einskis ófreistað til að
sjá til þess að endurkjör Saddam
yrði staðfest helzt með 100%
greiddra atkvæða.
„Með því að greiða atkvæði
hleypti ég af byssu minni í hausinn
á Bush og gengi hans,“ sagði Abdul
Majid Janabi, 67 ára gamall íraskur
kjósandi, og vísaði með orðum sín-
um til forseta Bandaríkjanna.
Janabi hafði eins og þúsundir
annarra beðið eldsnemma í gær-
morgun í biðröð eftir því að kjör-
staðir yrðu opnaðir. Alls voru 11,5
milljónir Íraka á kjörskrá og
greiddu atkvæði í samtals 1.905
kjördeildum.
Ung kona notaði eigið blóð til að
merkja vilja sinn á kjörseðilinn,
sem reyndar bauð ekki upp á neinn
annan valkost en Saddam. Aðrir í
sömu kjördeild fóru að dæmi kon-
unnar og hrópuðu: „með sálu okkar,
með blóði okkar fórnum við okkur
fyrir þig, Saddam.“
Í borginni Tikrit í norðurhluta
landsins, þar sem Saddam fæddist
fyrir 65 árum, blóðguðu kjósendur
fingur til að greiða atkvæði með
blóði sínu.
„Við erum hér til að segja já við
Saddam en fyrst og fremst þó til að
senda George W. Bush risastórt
nei,“ sagði Iman Faraj, kjósandi í
Tikrit, og hvatti til þess að þessi
boðskapur yrði breiddur út um
heimsbyggðina.
Í síðustu „forsetakosningum“,
sem fram fóru árið 1995, fékk
Saddam Hussein 99,96% greiddra
atkvæða. Að þessu sinni gekk
„kosningabaráttan“ af hálfu Baath-
flokks forsetans undir yfirskriftinni
„Naam, naam Saddam“, þ.e. „Já, já,
Saddam“, og hafði að markmiði að
bæta enn þetta hlutfall „já“-at-
kvæða, þótt það kunni að virðast
vart gerlegt. Allir sem tóku upp
símtól síðustu daga og vikur kom-
ust að því að í stað hefðbundins
sóns heyrðist slagorðið „naam,
naam Saddam“ og „Allt Írak syng-
ur „Saddam er stolt lands míns““.
„Já, já,
Saddam“
AP
Mikill handagangur var í öskjunni þegar íbúar borgarinnar Tikrit í Írak greiddu forseta sínum atkvæði í gær.
Bagdad. AFP, AP.