Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 23 SAGAN af Gretti Ásmundarsyni hinum sterka hefur löngum notið vin- sælda með þjóðinni. Til marks um það er hve fjölmörg afrit eru til af henni, fimm á bókfelli – sum brot – og á fimmta tug pappírshandrita. Sagan hefur margoft orðið skáldum að yrk- isefni í rímum, söguljóðum og kvæð- um og hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Auk þess hafa a.m.k. tvö erlend leikskáld skrifað leikrit um Gretti. Mun í bígerð að semja óperu og kvikmynd eftir sögunni. Það er ekki hlaupið að því að semja leikrit eftir þessari sögu, þ.e. ef meg- inefni sögunnar á að komast til skila. Af 93 köflum sögunnar rekja 72 at- burði úr lífi Grettis og bræðra hans að ætla má í réttri tímaröð. Vandinn þegar setja á allt þetta efni á svið er hve mikill hluti sögunnar er samsett- ur úr sjálfstæðum eða sundurlausum þáttum fremur en byggður utan um eina samfellda atburðarás. Hilmar Jónsson, höfundur leikrits- ins og leikstjóri sýningarinnar, bregð- ur á það ráð að hefja söguna á 14. kafla, er Grettir er á barnsaldri, og rekja sig síðan eftir söguþræðinum, fella úr ýmsa kafla er honum finnst hafa minna vægi, hafa lítið leikrænt gildi eða svipar um of að efni til ann- arra er áður hafa fyrir komið. Í prent- aðri gerð leikritsins eru í fyrstu sex þáttunum 37 atriði og er þó sjöundi þátturinn ótalinn, en þar hefur láðst að skipta á milli atriða. Ýmislegt efni þar sem persónur eru kynntar til leiksins og tengsl þeirra við Gretti skýrð er lagt fyrir róða. Má því ætla að áhorfendur sem þekkja Grettis- sögu lítt eða ekki eigi í örðugleikum með að fylgjast með framvindunni og gera sér grein fyrir tengslum milli einstakra atriða eða persóna. Hilmar leitast við að vera trúr bæði sögunni og því máli sem hún er skrif- uð á. Þar af leiðir að reynt er að forð- ast að semja nokkuð nýtt það sem persónunum er lagt í munn. Frekar er reynt að breyta óbeinni ræðu í beina, flytja tilsvör á milli persóna – þ.e. nýta efni annars staðar úr sög- unni til að fylla upp í eyður í leikritinu. Tekst mjög vel til og stíllinn er trú- verðugur og heildstæður. Að sjálfsögðu byggist upplifun áhorfandans á því að hann skilji tungumálið sem leikritið er flutt á til nokkurrar hlítar. Munu flestir Íslend- ingar sem bornir eru hér og barn- fæddir og haft hafa einhverja nasa- sjón af fornum sögum skilja undan og ofan af óbundna málinu eins og það var ritað á öndverðri fjórtándu öld, sérstaklega þar sem allur textinn er fluttur með nútíma áherslum og framburði. Annað hljóð kemur í strokkinn þegar vísurnar eru fluttar. Þó sumar þeirra þyki auðráðnar í samanburði við flóknustu vísur drótt- kvæðar og þó talið sé að flestar þeirra séu samdar á svipuðum tíma og sagan sjálf þá eru þær á fyrndu máli sem leitar fyrirmynda allt aftur fyrir Ís- landsbyggð. Það er unun að heyra þennan kveðskap fluttan, en stór hluti hans verður þorra áhorfenda óskilj- anlegur. Spurningin er hve mikill missir sé að merkingu hans í leikrit- inu, hvort listræn upplifun áhorfenda af því að hlusta á hrynjandi fornra kvæða vegur meira en fullkominn skilningur á efni þeirra, sem hér er gjarnan lítið. Tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar er af sama meiði og kvæðin, forn og tær hrynjandin er í öndvegi. Leikmynd Finns Arnar Arnarsson- ar er afar stílhrein, stórgrýti í hring á sandbing í forgrunni og að baki löng stuðlabergsgöng. Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði ljósin og er þeim mjög hugvitsamlega komið fyr- ir, t.d. eru nokkrir ljósarekkar í göng- unum er lýsa í átt að áhorfendum þannig að hægt er að afmarka sviðið með þeim og grynna eða dýpka að vild. Hliðarlýsing milli stuðlanna er notuð sparlega – áhrifamest er hún þegar Grettis er hefnt. Persónur leikritsins eru skv. for- mála um 50. Fimm leikaranna leika því að meðaltali 10 hlutverk hver. Þetta kæmi ekki að sök ef hægt væri að sjá skýran mun á persónunum. Þórunn María Jónsdóttir hannar búningana. Hún velur að tengja hönn- un sína náttúrunni, bein, skeljar og horn eru t.d. notuð til skreytinga og búningar eru nær allir í jarðarlitum. Þessi hönnun ber vott um ríka sköp- unargáfu enda búningarnir oft glæsi- legir en það hve mjög þeim svipar saman að lit og lýsingin gjarnan dauf veldur því að oft er erfitt að greina milli persóna þeirra er hver leikari túlkar. Gísli Pétur Hinriksson leikur Gretti auk þess sem hann ljær Glámi rödd sína. Líkamlegt atgervi hans og rómstyrkur gera hann sjálfvalinn í hlutverkið. Það er nýjabrum að þeirri ákvörðun að láta Glám vera hugar- fóstur Grettis og hugarvíl hans því einhverskonar geðröskun og sýnir hans ofskynjanir. Aftur á móti krefst þetta þess af aðalleikaranum að hann sýni alla þá togstreitu og baráttu í túlkun sinni sem annars væri hægt að sviðsetja sem átök Grettis og Gláms. Þetta tókst ekki fyllilega og varð að- alpersónan of einhæf fyrir vikið. Hin firnamikla rödd Gísla Péturs er ekki að sama skapi blæbrigðarík og tilsvör Grettis því full eintóna. Erling Jóhannesson lék fjöldamörg hlutverk, t.d. Atla, bróður Grettis, Þorfinn í Háramarsey og Þorbjörn öngul. Erling tók sig mjög vel út á sviðinu í hlutverkum hinna ýmsu kappa, fór einstaklega vel með textann og lék af einbeitni og krafti. Gunnar Helgason lék Ásmund á Bjargi, Þóri í Garði, Þórhall í Forsæludal, Glaum o.fl. Honum er lagið að slá á léttari strengi í mörgum hlutverkanna og tókst vel til – þó oft mætti leikurinn vera fjölbreyttari. Björk Jakobsdóttir lék m.a. Ásdísi á Bjargi móður Grettis og Þuríði kerlingu þá er varð honum að aldurtila með fjölkynngi. Ásdís hennar var sköruleg og harmræn per- sónu, hvergi of gert eða van. Jón Páll Eyjólfsson lék fjölmörg lítil hlutverk, en tekst best upp sem Auðunn Ás- geirsson og Gísli Þorsteinsson þar sem hann gat slegið á léttari strengi. Vigdís Hrefna Pálsdóttir kom eftirminnilega á óvart, enda sópaði að henni í fjöl- breytilegustu hlutverkum. Best var hún samt sem unglingurinn Illugi, en það var misráðið að láta hana líka leika Þorstein drómund, eldri bróður Grett- is. Hilmari Jónssyni tekst mætavel að skila sögunni á svið. En vegna ýmissa annmarka verður sýningin hvorki eins fyndin né harmræn og efnið gef- ur tilefni til. Morgunblaðið/Golli Berserkirnir ógna mæðgunum í Háramarsey meðan Grettir stendur hjá. Leikhópurinn allur í hlutverkum sínum. „Illt er að fást við heljarmanninn“ LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Höfundur og leikstjóri: Hilmar Jónsson, sem byggir leikritið á Grettissögu. Tón- list: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Bún- ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi og grímur: Ásta Hafþórsdóttir. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Gísli Pétur Hinriksson, Gunnar Helgason, Jón Páll Eyjólfsson og Vigdís Hrefna Páls- dóttir. Laugardagur 12. október GRETTISSAGA – SAGA GRETTIS – Sveinn Haraldsson MEISTARINN.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.