Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ELMAR Altvater, prófessorí stjórnmálafræði viðFreie Universität í Berlín,mun á ráðstefnunni, sem
haldin er á vegum Háskóla Íslands,
halda fyrirlestur um hnattvæðingu
og efnahagsmál með sérstöku tilliti
til þess vanda, sem fylgt hafa þróun
fjármálamarkaða og umræðunnar
um nýja umgjörð um efnahagsmál í
heiminum í því skyni að finna lausn á
kreppum, sem dunið hafa yfir á und-
anförnum árum.
„Hinum miklu kreppum, sem ár-
lega hafa skollið á víða um heim und-
anfarið, hefur fylgt mikil blóðtaka
fyrir almenning,“ segir hann. „Í
Mexíkó skrapp þjóðarframleiðsla til
dæmis saman um 20%, í Argentínu
um 50% og í Brasilíu ríkir um þessar
mundir mikil hætta. Þetta er okkur
áskorun um að finna nýja umgjörð
um hagkerfi heimsins.“
Peningaþvætti er vandamál
og stórkostlegt hneyksli
Altvater segir að í þessu sam-
bandi megi ekki gleyma hlut glæpa-
starfsemi í efnahagslífi heimsins.
„Peningaþvætti fylgja mikil
vandamál og er orðið að stórkost-
legu hneyksli,“ segir hann. „Á það
þarf að koma böndum. Hjá því verð-
ur ekki komist og það vita menn hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.“
Hann segir að á móti berjist öfl-
ugir hagsmunir, sem þéni mikið fé á
peningaþvætti.
„Í maí í fyrra, 2001, drógu Banda-
ríkjamenn sig út úr öllum tilraunum
til að grípa inn í og það var ekki fyrr
en ljóst var að hryðjuverkamennirn-
ir, sem stóðu á bak við árásirnar 11.
september, höfðu notað peninga-
þvætti til að fjármagna aðgerðir sín-
ar að ákveðið var að grípa til kröft-
ugri aðgerða. En hér er nauðsynlegt
að grípa inn í hinn svokallaða frjálsa
markað og það eru mjög margir að-
iljar, sem vilja ekki slíkt.“
Altvater játar því að einnig geti
verið um að ræða þá hættu að of
langt verði seilst inn í einkalíf
manna, en segir að sú hætta sé lítil
miðað við nauðsyn þess að gripið
verði í taumana.
„Árlega eru 400 til 500 milljarðar
dollara úr eiturlyfjaheiminum
þvegnar,“ segir hann. „Næstum jafn
mikið kemur úr mansali og smygli á
fólki, eða jafnvel meira að því er
sumir halda. Spilling er einnig gríð-
arleg. Allt þetta leiðir til peninga-
þvættis og þá eru skattsvik ótalin.
Hér er um að ræða upphæðir, sem
nema mörg hundruð milljörðum og
samfélagið bíður skaða af. Þess
vegna verður eitthvað að gerast,
um það ríkir einhugur. Spurningin
er aðeins hvernig.“
Afnám hafta gengur
ekki upp eitt og sér
Altvater hefur tekið fyrir neyð-
arástandið sem skapaðist í hverju
landinu á fætur öðru á síðasta ára-
tug – Mexíkó, Ekvador, Argentínu,
Venezúela, Suður-Kóreu, Taílandi,
Indónesíu og Rússlandi. Í öllum
þessum löndum var afnám hafta
eða einkavæðing og aukið frelsi í
fjármálageiranum undanfari efna-
hagskreppu. Hvað eftir annað end-
urtekur sama sagan sig.
„Afnám hafta á alþjóðlegum
peningamörkuðum getur aðeins
gengið upp ef stofnanakerfið –
bankarnir og eftirlitið – er lagað að
breytingunum,“ segir hann. „Hér
er um að ræða misræmi í stofn-
unum og tímasetningum og það
hefur ýtt undir þessar kreppur.
Það er hins vegar um nokkur lönd
að ræða, sem vernduðu sig, sér-
staklega gegn spákaupmennsku í
fjármagnshreyfingum.
nefna Chile, Malasíu, Kín
eníu, sem vörðust kreppu
betur en önnur.“
Altvater sat í þver
rannsóknarnefnd á vegu
þingsins sem var falið að
áskoranir og möguleika,
ust í hnattvæðingu efn
heimsins. „Nefndin gerð
hundruð tillögur til úrbó
af um 30, sem eingöngu
fjármagnsmörkuðum,“ sa
„Þar á meðal eru tillögu
auka stöðugleika með ým
um, koma í veg fyrir ska
tilfærslur á peningum me
skattheimtu.“
Daglega skipta um 1.2
arðar dollara um hendur
eyrismörkuðum heimsins
Hnattvæðingin verður ekki stöðvuð, en ýmsir eru uggandi yfir
stæðingar hnattvæðingar í Washington í september vegna fund
Ójöfnuðu
af vandam
21. aldar
Hnattvæðingunni fylgja
margir kostir og vegna
hennar hefur auðlegð
heimsins aukist veru-
lega. Gallinn er hins veg-
ar að um leið hefur ójöfn-
uður aukist verulega og
við því verður að bregð-
ast, segir Elmar Altvat-
er, sem er einn frum-
mælenda á ráðstefnu um
hnattvæðingu dagana
18. og 19. október.
’ Daglega skipara um hendur
heimsins. Altva
fari aðeins um 2
og framleiðslu,
tilfærslur. ‘
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um hnatt-væðingu verður haldin hér álandi dagana 18. og 19. október.Það er Háskóli Íslands sem
stendur fyrir ráðstefnunni, en auk fjölda
innlendra fyrirlesara, munu þekktir er-
lendir fyrirlesarar á borð við Zygmunt
Bauman, prófessor við háskólana í Leeds
og Varsjá, vera meðal þátttakenda.
Bauman er einn þekktasti félagsfræð-
ingur samtímans, en rannsóknir hans
spanna vítt svið. Hann hefur tekið á við-
fangsefnum á borð við hnattvæðingu,
póstmódernisma, helförinni og þjóðfélags-
hlutverki menntamanna. Hann hefur
skrifað fjölda bóka um þessi efni, en með-
al rita hans má nefna Modernity and the
Holocaust (1989), Modernity and Ambiv-
alence (1991), Postmodern Ethics (1993),
Globalization: The Human Consequences
(1998) og Community: Seeking Safety in
an Insecure World (2001).
Ráðstefnan um hnattvæð-
ingu er fyrsti liður í framlagi
Íslands til GERM, alþjóðlegs
samstarfshóps fræðimanna,
háskólamanna og stofnanna,
sem Háskóli Íslands er aðili
að. En GERM láta sig málefni
hnattvæðingar varða.
Að þessu sinni verða mál-
efni hnattvæðingarinnar
skoðuð frá breiðu þverfag-
legu sjónarhorni og spanna
þau vítt svið stjórnmála, sið-
fræði, efnahagsmála, menn-
ingar, fjölmiðla, umhverf-
ismála og vísinda.
Í málstofunum sem efnt
verður til í tengslum við ráðstefnuna
verður fjallað um efni eins og stríð og
frið og munu þeir Christopher Coker,
afskipt
átakasv
nefna A
Zygmunt Bauman
Hnattvæðing frá þverfag
SÝND HVALVEIÐI
EN EKKI GEFIN
Það er fagnaðarefni að aðild Ís-lands að Alþjóðahvalveiði-ráðinu skuli hafa verið sam-
þykkt formlega á aukafundi þess í
Englandi í fyrradag. Kannski er þó
takmörkuð ástæða fyrir íslenzk
stjórnvöld að fagna sigri í baráttunni
við að sannfæra aðildarríkin um rétt-
mæti aðildar Íslands þar sem atkvæði
frænda okkar Svía, sem úrslitum réði,
var greitt fyrir slysni, en að óbreyttu
hlýtur Ísland að teljast fullgilt aðild-
arríki ráðsins.
Allt frá því að til umræðu kom árið
1991 að segja Ísland úr hvalveiði-
ráðinu hefur Morgunblaðið talið það
vera ranga og vanhugsaða ákvörðun
og á skjön við hefðina í utanríkissam-
skiptum Íslands, sem hefur byggzt á
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Smá-
ríki á borð við Ísland á að vinna mál-
stað sínum fylgi innan viðurkenndra
alþjóðastofnana. Norður-Atlantshafs-
sjávarspendýraráðinu, NAMMCO,
var ætlað að verða sá lögmæti alþjóða-
vettvangur, sem byggja mætti ákvörð-
un um hvalveiðar á, en það náði aldrei
þeirri stöðu. Þess vegna er Ísland bet-
ur komið innan hvalveiðiráðsins en ut-
an þess.
Í aðildarskjölum sínum gerir Ísland
nú eins og áður fyrirvara við bann við
hvalveiðum í atvinnuskyni. Sú breyt-
ing er þó gerð á fyrirvaranum að Ís-
land skuldbindur sig til að hefja ekki
slíkar veiðar fyrir árið 2006. Þá verði
þær ekki hafnar eftir þann tíma ef
framgangur verði í samningaviðræð-
um um endurskoðað stjórnkerfi hval-
veiða, en gerist ekkert í viðræðunum
sé Ísland óbundið af banninu. Fyrir-
varinn takmarkar hins vegar ekki
lagalega möguleika Íslendinga á að
hefja svokallaðar vísindaveiðar.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir í Morgunblaðinu í gær
að hann vonist til að vísindaveiðar
hefjist fyrr en síðar. Næsta skref sé að
gera áætlun um vísindaveiðarnar og
leggja fyrir hvalveiðiráðið, þótt reynd-
ar sé Ísland óbundið af afstöðu þess.
Það væri afar óskynsamlegt að
hrapa að þeirri ákvörðun að hefja vís-
indaveiðar á hval, þótt lagalegur
grundvöllur sé nú fyrir hendi. Jafnvel
þótt meirihlutastuðningur fengist við
slíka ákvörðun á vettvangi hvalveiði-
ráðsins er ekki víst að það væri skyn-
samlegt að hrinda henni í framkvæmd.
Fyrst þyrfti að sannfæra almenning
í helztu viðskiptalöndum okkar um að
það sé ábyrgt með tilliti til umhverf-
isins og siðferðilega rétt að veiða
hvali. Ef það gerist ekki, getur það
skaðað verulega útflutningsmarkaði
okkar fyrir fisk og ferðaþjónustu að
hefja hvalveiðar. Það þarf t.d. að meta
hvaða áhrif ákvörðun um að hefja vís-
indaveiðar gæti haft á sölu hvalaskoð-
unarferða, sem eru farnar að skila
byggðarlögum víða um land talsverð-
um tekjum. Þá þarf að hafa í huga að
útflutningstekjur Íslands af hvalveið-
um hafa aldrei verið hátt hlutfall af
heildinni.
Aukinheldur yrði að tryggja að ein-
hver markaður væri fyrir hvalafurðir;
annars væru veiðar til lítils. Sem
stendur er Ísland eina ríkið, sem
kaupir hvalkjöt í alþjóðlegum við-
skiptum. Jafnvel í Japan hefur dregið
verulega úr neyzlu á hvalkjöti, enda er
þar vaxin úr grasi kynslóð, sem varla
þekkir hvalkjötsát.
Það er satt bezt að segja ólíklegt að
það takist alveg á næstunni að breyta
almenningsálitinu í markaðslöndum
okkar og tryggja markað fyrir hval-
afurðir. Líklegast er að forsendurnar
fyrir núverandi ástandi haldist
óbreyttar og að hvalir verði ekki
veiddir við Ísland enn um sinn.
TÓNMINJASAFN Á STOKKSEYRI
Hugmyndir um tónminjasafn áStokkseyri voru kynntar á af-
mælishátíð Páls Ísólfssonar sl. laug-
ardag. Það var Bjarki Sveinbjörnsson
sem kynnti þessar hugmyndir en til-
efnið var m.a. það að fjölskylda Páls
hefur gefið fjölda muna úr eigu hans
sem búið er að setja upp og verða nú
til sýnis á Stokkseyri og mynda þann-
ig fyrsta vísi fyrirhugaðs safns.
Safnastarf hér á landi hefur aukist
til mikilla muna á undanförnum árum,
ekki síst á landsbyggðinni. Það hefur
sýnt sig að góð söfn hafa mikið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn og efla um
leið bæði sérstöðu og atvinnustarf-
semi þess byggðarlags sem þau til-
heyra. Hér á landi hefur ekkert tón-
minjasafn verið til svo þörfin er
augljós enda sagði Bjarki hér í blaðinu
á föstudag að þarna yrði sett upp sýn-
ing „þar sem ferðast er um íslenska
tónlistarsögu frá upphafi. Þarna yrði
líka aðstaða til kennslu, fyrirlestra og
kynninga af ýmsu tagi og væntanlega
tvær fræðimannaíbúðir. Safnið myndi
einnig rúma gott bókasafn og hlust-
unaraðstöðu, svo fátt eitt sé nefnt“.
Nú liggur fyrir Alþingi þingsálykt-
unartillaga um stofnun safnsins og
vonir standa til að hún verði að lögum
fyrir vorið, að sögn Bjarka. Það er
ánægjuefni hversu heimamönnum á
Suðurlandi virðist umhugað um þetta
verkefni en Atvinnuþróunarsjóður
Suðurlands og aðilar sem tengjast
menningu á svæðinu eru meðal þeirra
sem standa að þessu máli, auk hrað-
frystihússins Hólmarastar og félags-
ins Músíkur og sögu.
Tónlist er veigamikill þáttur í
menningu hverrar þjóðar og nauðsyn-
legt að rækta þá arfleifð sem í henni er
fólgin, ekki síður en arfleifð annarra
listgreina, hér á landi sem annars
staðar. Íslenskt tónlistarlíf stendur
nú með miklum blóma þótt enn sé ekki
ýkja langt um liðið frá því að þjóðin
eignaðist nægilegan fjölda atvinnu-
manna á sviði hljóðfæraleiks og tón-
smíða til að geta borið sig saman við
aðrar þjóðir á þessu sviði. Það er því
til mikils að vinna að koma því sögu-
sviði fyrir almenningssjónir áður en
eitthvað lendir í glatkistunni, auk þess
sem fræðastarf á sviði tónlistar gæti
fengið byr undir báða vængi í því fjöl-
þætta umhverfi sem fyrirhugað er að
skapa íslenskri tónlist með tónminja-
safni á Stokkseyri.