Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 16.10.2002, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Kjartanssonfæddist í Hauka- tungu í Kolbeins- staðahreppi 12. maí 1938. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 7. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kjartan Ólafsson, bóndi í Haukatungu, f. 3. ágúst 1907 á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi, d. 31. janúar 1991 á Akra- nesi, og Ásta Guðrún Pálsdóttir, húsfreyja, f. 28. nóv- ember 1910 í Haukatungu í Kol- Lækjarkoti í Þverárhlíðar- hreppi, d. 30. maí 1976 á Akra- nesi, og Soffía Ingveldur Ei- ríksdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1920 í Reykjavík. Börn Páls og Ragnheiðar eru: 1) Einar Oddur, f. 7. janúar 1962, kvæntur Ragnheiði Guð- mundsdóttur, f. 31. maí 1964. Börn þeirra eru a) Arnór Orri, f. 1987, og b) Birna Karen, f. 1990. 2) drengur, f. andvana í nóvember 1965. 3) Ásta Guðrún, f. 29. nóvember 1968, í sambúð með Halldóri Kristmundssyni, f. 21. ágúst 1968, barn hennar með Kristjáni Jónssyni er Ólaf- ur Páll Kristjánsson, f. 1996. 4) Ólafur Páll, f. 24. ágúst 1971, d. af slysförum 20. apríl 1991. Páll var bóndi í Haukatungu syðri 2 1964–1976 og síðar bif- reiðastjóri í Borgarnesi. Útför Páls fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. beinsstaðahreppi, d. 3. september 1962 í Reykjavík. Bræður Páls eru Ólafur Kjartansson, f. 1. mars 1944, d. af slys- förum 6. júní 1966, og Jóhann Kjartans- son, f. 3. janúar 1948. Eiginkona Páls er Ragnheiður Odds- dóttir húsfreyja í Borgarnesi, f. 31. október 1943. For- eldrar hennar voru Oddur Magnússon trésmiður og járnsmiður í Borgarnesi, f. 14. ágúst 1900 í Elsku besti pabbi minn. Nú er kveðjustundin komin, heldur fljótt, en svona var víst komið fyrir þér og því verð ég að kyngja. Við áttum alveg ógleymanlegar stundir saman. Guð hvað við gátum hlegið mikið og skemmt okkur vel yfir öllu og ég tala nú ekki um ef mamma átti í hlut, hvað við gátum fíflast í henni og alltaf hafði hún nú gaman af þessu öllu saman. Áhugamál þitt voru kindur og hvað þú þekktir þær, menn áttu stundum ekki orð yfir það, þó mér hafi þótt þær næstum allar eins, en þú sagðir mér að það væri nú alveg fráleitt að þær væru allar eins. Mér fannst gaman að fara með þér í réttir og okkar síðasta verk var að gá hvort allar hefðu komið úr leit- inni núna í september, þú alveg fár- veikur. Svo þegar við tvö ókum upp að rétt til að líta yfir hópinn áður en Daddi og Óli fóru með þær vestur, sú stund líður aldrei úr huga mín- um. Þú varst sá hressasti og kátasti sem ég hef þekkt, og þú hafðir svo gaman af því að herma eftir mönn- um, þú gast gengið frá mér þegar þú byrjaðir. Börnin okkar, Einars og mín, höfðu mikið dálæti á þér, þú varst svo mikill vinur þeirra, þolinmæði þín náði engri átt, þó að allt væri vitlaust, alltaf sagðirðu að þetta væri í lagi, þetta væru nú bara börn. Ég vil þakka þér, pabbi minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir hann Óla minn, þú varst alveg einstakur við hann og á hann erfitt með að skilja þetta allt saman, hann skildi ekki af hverju þú lægir alltaf upp í rúmi svona veikur því það var svo nýtt fyrir honum því alltaf varst þú sá sem nenntir að leika við hann í bílaleik. Við vorum öll hjá þér þegar yfir lauk og sú minning líður aldrei úr mínum huga. Jæja, pabbi, nú verð ég að kveðja, þú varst eins og sönn hetja í þínum veikindum, þú kvartaðir aldrei og alltaf svo hress, ef maður spurði hvernig þér liði þá kom alltaf: Það er í lagi með mig, þó innst inni vissi ég betur en það var stór léttir að sjá að þú barst þig vel. En svona fór þetta og ég bið Guð um að láta þér líða sem allra best. Nú eruð þið Óli bróðir saman komnir og nú held að sú elska hafi verið ánægður að fá pabba til sín. Farið saman í Guðs friði, hafðu þökk fyrir okkar 33 ár saman og leiddu mína hönd um ókomin ár hjá mér. Þú varst minn besti vinur og mín stærsta stoð, þú vildir öllum vel og alltaf fús til að hjálpa öðrum. Ég vil þakka Friðbirni lækni á Krabbameinsdeild Landspítalans fyrir alveg frábæra aðstoð í umönn- un pabba míns og mömmu minnar. Jóhanna frænka, fá orð fá lýst hvað ég get þakkað þér fyrir allt og allt, þú ert gull af manni, hafðu þökk fyrir allt. Mamma mín, þú varst sönn hetja í þessu öllu saman, þú sást um alla hans hjúkrun af þínum besta mætti og gerðir pabba það kleift að vera heima til síðasta dags. Megi allir heimsins englar vaka og vernda þig í þinni erfiðu sorg. Ég veit að þú hefur orðið fyrir þungu höggi, en við skulum hjálpa þér yfir þessi grýttu fjöll, þú ert hetja í mínum augum. Blessuð sé minning pabba míns, farinn er maður með gullhjarta, ég sakna þín meir en orð fá lýst. Bless, elsku pabbi. Þín pabbastelpa, Ásta Guðrún. Nú er höggvið stórt skarð í litla fjölskyldu sem ekki er hægt að fylla upp með neinu, því að hann pabbi er látinn. Pabbi var bóndasonur og síðar bóndi sjálfur og þrátt fyrir að flytja á mölina var hann alltaf bóndi í sér, því kindur átti hann alla tíð, sem voru hans aðaláhugamál ásamt barnabörnum sínum sem gáfu hon- um og þeim mikla gleði og lífsfyll- ingu. Í mínum augum var pabbi hetja, kom til dyranna eins og hann var klæddur og var ófeiminn við það, laus við alla tilgerð, hann var reyndar launstríðinn og gat gert grín jafnt að sjálfum sér og öðrum og oft nokkuð svartur húmor. Hjálpsemi og greiðvikni hans var mikil. Á þeim rúmu 64 árum sem pabbi fékk að lifa skeði margt bæði gleði, sorg, sigrar og töp. Það var lærdómsríkt að hafa fengið að lifa með honum og sjá hvernig hann umgengst gleði, sorg, sigra og töp með jafnaðargeði og léttri lund. Heilsuleysi var stór þáttur í lífi pabba nú síðustu árin, en hann kvartaði aldrei þó að heilsuleysið tæki alltaf meiri og meiri toll af honum. Nú í vor greindist hann með ólæknandi krabbamein ofan á allt annað og tók hann því eins og öðru með jafnaðargeði og staðráðinn í að berjast til síðasta dags og síðustu sekúndu sem hann heldur betur gerði með mikilli reisn. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Einar O. Pálsson. Elsku afi minn. Þú varst besti afi í heimi og ég sakna þín mikið. Ég á nú svolítið erfitt með að skilja af hverju þú sért farinn upp í himna- ríki en ég veit að þú varst mikið veikur. Okkur þótti nú gaman að leika okkur uppi í rúmi hjá þér og ömmu í bílaleik, oft kom ég með fulla tösku af bílum með mér þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu. Við gát- um legið tímunum saman og svo var svo gott að fá að sofa á milli ykkar. Traktorinn var mikið áhugamál hjá mér og þér fannst ekkert skemmtilegra en að leyfa mér að stýra með þér þegar við tókum rúnt á honum hvort sem það var upp í kofa eða á planinu á Skúlagötunni. Mikið fannst mér gaman þegar þið komuð í heimsókn til mín í Ólafsvík og mér fannst að þið ættuð að flytja þangað því þá gæti ég alla daga verið með ykkur. Allar okkar stundir mun mamma hjálpa mér að varðveita hjá mér. Ég fékk að vera hjá þér þegar yfir lauk og mér fannst erfitt að skilja að þú værir dáinn en samt í rúminu en það mun ég skilja þegar ég verð stór. PÁLL KJARTANSSON ✝ SveinbjörnBjarnason fædd- ist á Neðri-Hóli í Staðarsveit og átti þar heima til 19 ára aldurs. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 7. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Jóhannesdóttir, f. 22.9. 1899, og Bjarni J. Bogason, f. 10.7. 1881. Bræður Svein- björns eru Bogi, fyrrv. lögregluvarð- stjóri, f. 1919, og Páll Steinar, trésmiður, f. 1932. Sveinbjörn kvæntist árið 1946 Áslaugu Sigurðardóttur húsmóð- ur, f. 30. ágúst 1926, d. 23. desem- ber 1997. Dóttir þeirra er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, f. 28. des. skólastjóra, f. 24.11. 1947, maki Jón Konráð Guðbergsson, ráð- gjafi, f. 14.9. 1940. Móðir Sigur- borgar er Svanfríður Benedikts- dóttir, f. 6.12. 1925. Börn Sigur- borgar og Jóns Konráðs eru: 1) Rafn Magnús, f. 24.4. 1966, kvænt- ur Friðdóru Magnúsdóttur og eru dætur þeirra Erna María og Emelía. 2) Guðberg Konráð, f. 21.8. 1969, kvæntur Þórunni Birg- isdóttur og eru synir þeirra Jón Konráð og Birgir Ísar. 3) Svanur Rúnar, f. 25.7. 1971, kvæntur Guð- nýju Júlíu Gústafsdóttur og eru synir þeirra Úlfar Konráð og Sindri Rafn. 4) Sveinbjörn Bjarki, f. 1.4. 1977. Sveinbjörn ólst upp á Neðri-Hól og stundaði fljótt sjómennsku og var m.a. á Kveldúlfstogurum. Hann starfaði í heiðurslögreglu vegna lýðveldishátíðarinnar 1944 og hóf síðan störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1946 og starfaði þar til 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Sveinbjörns hefur farið fram. 1945, fyrsti varafor- maður Eflingar – stéttarfélags, gift Þór- halli Runólfssyni, f. 23. maí 1944, íþrótta- kennara í Álftamýrar- skóla. Börn þeirra eru: 1) Áslaug Val- gerður, f. 8. feb. 1964, gift Guðmundi Þ. Júl- íussyni og eiga þau tvo syni, Björn Þór og Valþór Bjarka. 2) Runólfur, f. 5. júlí 1968, kvæntur Gerðu Theodóru og eiga þau tvö börn, Júlíu og Þór- hall. 3) Sveinbjörn, f. 11. maí 1974, var í sambúð með Guðlaugu K. Jónsdóttur og eiga þau soninn Andra Snæ. Sveinbjörn eignaðist dóttur ut- an hjónabands, Sigurborgu leik- Þegar ævigöngu manns lýkur þá er það ekki ólíkt því að lesa sögu og við lestur síðustu blaðsíðunnar lokast bókin. Ævi okkar er eins og bók og í þá bók skrifum við daglega hluta af sögu okkar með því lífi sem við lifum þann daginn. Ævibók Sveinbjörns föður míns er litrík og oft full af gleði og mikilli ferðaþrá, í reynd þrá eftir að vera vel að sér um menn og málefni og að kunna skil á heimsmálum allt fram á síðasta ár. Að alast upp við sjóinn hafði áhrif á hann til lífstíðar; að geta veitt sér til matar var mikilvægt á uppvaxtarár- um föður míns því víða var mikil fá- tækt í sveitum landsins en hann tjáði mér að sjórinn hefði alltaf verið þeim gjöfull en faðir hans átti áttæring sem þeir reru á til fiskjar, auk þess minni bát sem reyndist búinu vel. Sveinbjörn missti föður sinn á ung- lingsaldri en þeir bræður Bogi, Sveinbjörn og Steinar héldu bú með móður sinni Þórunni þar til þeir sóttu vinnu fyrir sunnan. Sveinbjörn var myndarlegur ung- ur maður í sinni sveit og var þar virkur í félagsmálum, t.d. í Ung- mennafélagi sinnar sveitar og einnig íþróttum en ungur kennari frá Laug- arvatni kom og kenndi ungu fólki í Staðarsveit íþróttir á námskeiði og upp frá því vann faðir minn til verð- launa á íþróttamótum í hlaupagrein- um. Ungur að árum kynntist hann móður minni Áslaugu sem bjó þá á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi hjá stjúpmóður sinni Matthildi. Þau giftu sig í júní 1946 og héldu þau tvö- falt brúðkaup með Kristjönu systur móður minnar og Þráni Bjarnasyni auk þess að skíra dóttur sína sama dag. Ævilöng vinátta hefur verið með þessum hjónum og er nú Krist- jana ein eftir. Þessa miklu vináttu ber að þakka. Ungu hjónin fluttu svo suður 1946 og þá hóf Sveinbjörn vinnu hjá lögreglunni í Reykjavík sem varð hans ævistarf. Fyrir lög- regluna vann hann ýmis trúnaðar- störf, m.a. í stjórn byggingarsam- vinnufélags lögreglumanna til starfsloka sinna, auk þess að sækja nokkur BSRB-þing. Það var honum metnaðarmál að vinna lögreglustarf sitt af trúmennsku og virðingu við borgarana. Á langri starfsævi kynn- ast menn mörgum og eignast marga góða félaga, félaga sem skilja hvað þetta krefjandi starf hefur mikil áhrif á líf og þroska hvers sem það tekur að sér. Fá störf eru eins krefj- andi þar sem engin misfella má vera á framkomu í orði eða verki. Þá hef- ur áratuga vaktavinna sín áhrif á heilsu manna og þrek og sumir ná ekki að ljúka efri árunum í fullri vaktavinnu; hún er svo krefjandi. Sveinbjörn vann síðustu starfsárin í Saltvík við umsjón með æfinga- svæði lögreglunnar þar. Litu þá margir eldri lögreglumenn í kaffi til þeirra hjóna í Saltvíkinni. Móðir mín studdi afar vel við bakið á manni sín- um til að hann gæti notið svefns á ólíkum tímum sólarhrings vinnu sinnar vegna en það er hlutskipti eiginkvenna lögreglumanna að búa við flókið lífsmynstur maka sinna. Runólfur sonur okkar gekk í lögregl- una ungur að árum og ræddu þeir fé- lagarnir oft lögreglumál sín á milli og veitti afi honum góð ráð í tengslum við starfið. En lífið er ekki bara vinna. Það eru jú allir hinir dagarnir þar sem lífsgleði og ferðaþrá setti svip sinn á lífið. Sveinbjörn fór í sína fyrstu sigl- ingu 1953, þá með skipi frá Eimskip til Evrópu og síðan varð þetta nær árlegur viðburður í lífi hans að fara og leysa af á skipum til að skoða heiminn og koma heim með hluti sem ekki voru fáanlegir á Íslandi eft- irstríðsáranna. Í eitt skipti bar svona afleysingu mjög brátt að og munum við að við hentum sjópoka til hans eftir að landfestar höfðu verið leyst- ar en ekki mátti missa tækifærið til að upplifa hafið og ókunn lönd. Síðar á ævinni þegar aðstæður breyttust fóru þau að ferðast um heiminn og hafði móðir mín mikla ánægju af slíkum ferðum en þau komu til Hamborgar á annan tug skipta. Hamborg var borgin hans og þar rataði hann um allt og naut þess að vera á góðum hótelum hin síðari ár auk þess að ferðast með vini sín- um Hrólfi t.d. til eyjarinnar Sylt í Norðursjó. Eftir að móðir mín lést varð hann eins og vængbrotinn og náði sér aldrei. Á þessum árum kom falleg vinátta föðurbræðra minna sérlega í ljós þar sem þeir studdu hann með heimboðum, bílferðum og heimsóknum sem gerðu honum lífið léttara. Um tíma bjó hann í Bólstað- arhlíð 45 þar sem stuðningur starfs- manna var mikilvægur og þökkum við Önnu heimaþjónustustarfsmanni einstaka hlýju og nærgætni í hans garð. Hann hafði þó ákveðin mark- mið eins og að komast til útlanda og fór þá með Sveinbirni syni okkar, með Gunnari Guðmundssyni í Nor- rænu í haustferð til Danmerkur og Þýskalands. Þetta var þeim ógleym- anlegt enda samband þeirra sérstakt og náið. Einnig setti hann sér tak- mark sem var að komast til Áslaugar sinnar norður á Dalvík og að sjá Björn Þór fermast en heilsan fór að gefa sig eftir nokkur áföll sl. ár. Þá flutti hann inn á Hrafnistu þar sem hann bjó í rúmt ár og naut frábærrar hjúkrunar starfsfólksins þar. Síð- ustu ferðina sína fór hann níu dögum fyrir andlátið, borinn af þrá sinni eft- ir Snæfellsjökli og að sjá sveitina sína og kveðja kæran vin hana Krist- jönu mágkonu sína. Þessa ferð fór hann með Svenna sínum og tengda- syni sem vildu uppfylla ósk hans um að sjá sjóinn og nýju vatnaleiðina þrátt fyrir að heilsan væri þrotin. En í bókinni hans eru margar fleiri sögur sem við munum rifja upp þegar við minnumst hans. Þar eru allar ferðasögurnar og minninga- brotin um mann sem sigldi sínu skipi stundum krappan sjó sem hann hafði ekki alltaf fullt vald á en einnig um mann sem studdi sína fjölskyldu framar öllu. Nú hefur síðasta blað- síðan verið skrifuð og bókin lokast. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, gamli vinur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Runólfsson. Hann afi minn er látinn. Hjartað hans var orðið lúið, segir Valþór yngri sonur minn og þykir það vera lífsins saga. Sem það er. Ég man þegar ég spurði ömmu hvað hún hefði kallað afa áður en hann varð afi og hún þurfti að hugsa sig um. Sérstakt hvernig menn fá á sig nöfn og gæluyrði eftir stöðu sinni í fjölskyldunni. Þannig varð afi að afa þegar ég fæddist og svo varð hann ,,afi langi“ þegar Björn Þór minn fæddist. Og það var hann kallaður eftir það af öllum. Afi vann á vöktum þegar ég man fyrst eftir mér. Þess vegna beið ég eftir merki frá ömmu því þá mátti ég trítla inn til hans og vekja hann. Best þótti honum að maður skriði upp í og stryki honum um hárið. Gjarnan fékk ég músasögu að launum. Músa- sögur afa voru engar venjulegar sög- ur því mýsnar tóku á sig ýmsan bún- ing allt eftir því hvað þurfti að ræða við litla afatátu. Afi sagði seinna mín- um sonum músasögur og þegar afi var orðinn lúinn þá sögðu þeir hon- um sínar músasögur. Síðast í fyrra- dag las ég sögu eftir bróðurdóttur mína og hvað kom ekki í ljós, stúlkan hafði skrifað músasögu að hætti afa langa í skólanum. Minningabrotin raðast upp. Ferðalög ýmiss konar. Lítil afa- stelpa sem fór með afa og ömmu og síðar meir eldri sonur minn þegar ég var við nám. Þau studdu mig vel í líf- inu. Hvort sem ég bjó í Vínarborg eða á Dalvík settist amma undir stýri og keyrði til mín. Afi var jú töluverð flökkurófa svo hann munaði ekkert um það að koma til mín hálfa álfu. Við töluðum oft um þessa ferð þeirra SVEINBJÖRN BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.