Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 35

Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 35 Ég skal passa ömmu fyrir þig og passa að hún verði ekki einmana. Elsku afi, takk fyrir ógleyman- legar stundir þó ég vildi óska að þær hefðu orðið fleiri. Ég gleymi þér aldrei, Guð leiði þig í ljósið. Þinn litli afastrákur, Ólafur Páll. Elsku afi. Það er svo erfitt að kveðja, en svona er þetta, maður verður að kveðja einhvern tímann. Það fór mikið af mér með þér. Það eru allir að segja við mig, þarna fór góður maður, og við eigum eftir að sakna þín. Meiri hluti ævi minnar var með þér, þú lést allt eftir mér og leyfðir mér að elda með þér, ég get ekki gleymt því þegar þú varst að kenna mér að elda hakk og spaghetti, ég var fjögurra ára þá. Ég þekkti þig ekki í langan tíma en það mátti vera miklu lengur en bara 15 ár. Mig langaði svo að bjóða þér á rúntinn þegar ég fengi bílprófið og elda fyrir þig þegar ég yrði kokkur. Dagarnir með þér voru bestu dagar ævi minnar og ég mun aldrei gleyma þeim. En gettu hvað ég var að finna, já, Tinna-spólurnar sem við horfðum alltaf á. Manstu eftir þeim? Það var svo erfitt að horfa á þig kveljast á spítalanum og ég gat ekki sleppt þér þá. En þú vakir örugg- lega yfir okkur. Og ekki hafa áhyggjur af ömmu, hún verður ekki einmana, ég skal vera hjá henni með matinn og fleira. En ég vona að þér líði vel þarna uppi með Óla Palla og fleirum og vakir yfir okkur. Ég elska þig, afi minn. Arnór Orri. Það er enginn eins og þú, elsku afi. Þetta var nú ekki löng stund sem við áttum saman, 12 ár. Mér fannst þú ekki nógu gamall til að deyja 64 ára, en það var hörmung að horfa á þig kveljast. Nú veit ég að þér líður miklu betur, þú ert kominn upp til Guðs, Óla Palla, mömmu þinnar og pabba, bróður þíns og fleiri skyld- menna. En ég geymi margar og góðar minningar um þig, t.d. þegar við vorum að fíflast, horfa á barna- tímann saman og alltaf þegar það var hrossakjöt í matinn varstu að reyna að koma ofan í mig hrossa- spiki eða reyna að kenna mér að borða það, en ég gat það aldrei. Ef ég þyrfti að telja upp allar minning- arnar væri það nú frekar erfitt, það voru svo margar góðar. Ég mun aldrei gleyma þér en ég mun sakna þín, og ég mun alltaf elska þig, Ég veit að þú ferð aldrei frá mér, þú vakir alltaf yfir mér. Ég veit að þér þykir vænt um mig og alla, og veit að þér líður ekki vel þegar ég græt. Ég passa ömmu með þér. Ástarkveðja. Birna Karen. Mig langar að kveðja frænda minn Pál Kjartansson með nokkr- um orðum. Palla hef ég þekkt frá því áður en ég man eftir mér, því hann bjó í Haukatungu aðeins nokkrum tugum metra frá heimili foreldra minna. Það var mikill sam- gangur milli bæjanna og við krakk- arnir vorum eins og stór systkina- hópur. Það var því mikill söknuður og tómleiki þegar Palli og Gagga fluttu í Borgarnes. En það héldust sem betur fer góð tengsl og ekki skemmdi það fyrir að Palli keyrði hjá Kaupfélaginu svo hann kom oft í vöru- og mjólkurferðum heim á hlað. Þegar ég var nýfæddur fékk faðir minn ferhyrnda gimbur hjá nafna sínum til að gefa mér. Það fé sem út af henni er komið var sér- stakt áhugamál okkar Palla. Palli var fjármaður af guðs náð, með ein- dæmum fjárglöggur og áhugasamur um fé. Þegar Palli flutti í Borgarnes þá hafði hann með sér nokkrar kindur sem hann hélt í kofanum sín- um. Þessar kindur gáfu honum mikla gleði og ánægju. En Palli var ekki síður áhugasamur um fé ann- arra og hafði hann gaman af að koma í réttir og fjárrag. Hann kom alltaf bæði vor og haust til að líta á féð hjá okkur og oft sá hann eitt- hvað sem honum leist vel á og sagði þá: Þið drepið nú ekki þessa. Þegar ég stend frammi fyrir því nú að Palli er dáinn þá koma upp í hugann margar minningar um þennan frábæra frænda. Frænda sem var með eindæmum glettinn, hrekkjóttur og skemmtilegur. Palli hafði mjög gaman af að segja frá og gat ég oft setið lengi og horft á hann herma eftir mönnum og lýsa hlutum sem oft voru alveg rosalegir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Elsku Gagga, Einar, Ragnheiður, Arnór Orri, Birna Karen, Ásta, Dóri og Óli Palli, megi Guð gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Páls Kjartanssonar. Ólafur Pálsson. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldu okkar systkinanna og frændfólks. Palli frændi er fall- inn frá, tæpum fimm mánuðum á eftir honum pabba okkar. Lífið er hverfult og ekki alltaf auðvelt að átta sig á tilgangi þess. Þeir frænd- ur og nafnar, nánast jafnaldra, farn- ir með svo stuttu millibili, svo langt um aldur fram, skilja eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Tíminn er fljótur að líða og ótrú- legt til þess að hugsa að það séu lið- in um 40 ár síðan foreldrar okkar og Palli og Gagga eignuðust sín fyrstu börn. Þá hófst samgangur og sam- vera fjölskyldnanna sem alla tíð var svo traust og ljúf að aldrei bar skugga á. Það að alast upp í því um- hverfi sem við gerðum sitt hvorum megin við lækinn, í þau ár sem þið bjugguð fyrir vestan, er afar dýr- mætur tími í huga okkar systkin- anna. Í raun voruð þið Palli frændi og Gagga okkar aðrir foreldrar, slíkur var samgangurinn alla tíð og ekki breyttist það eftir að þið flutt- uð í Borgarnes. Alltaf áttir þú kindur og var hreint ótrúlegt hvað þú varst glögg- ur á fé og oft var maður heillaður af litadýrðinni á vorin þegar lömbin fæddust. Eftir að þú fluttir í Borg- arnes komstu oft vestur í Hauka- tungu og var þá gjarnan farið í fjár- húsin. Þið nafnarnir gátuð spjallað mikið saman og voru kindur þá ósjaldan umræðuefnið enda báðir miklir áhugamenn um fé. Einnig var gaman að hlusta á ykkur rifja upp gamla tíð og var augljóst að þið höfðuð verið miklir félagar og vinir allt frá barnæsku. Upp í hugann koma óteljandi minningar og minningabrot um þig, kæri frændi. Glettni þín, góða skap- ið, kitlandi hlátur og smá stríðni sem oft fylgdi með. Öll eigum við margar ljúfar minningar um þig sem við munum geyma og ylja okk- ur við um ókomna tíð. Fjölskyldum okkar og börnum varstu líka alltaf góður og voru börnin oft farin að bíða af eftirvæntingu eftir einhverju gríni, hvað myndi koma næst frá þér. Á skilnaðarstund viljum við þakka þér, elsku Palli frændi, allt sem þú varst okkur og gafst okkur. Elsku Gagga, Einar og Ásta, hugur okkar allra er hjá ykkur og fjölskyldum ykkar á þessum erfiða tíma, en eftir lifa minningar um elskulegan frænda. Systkinin frá Hauka- tungu og fjölskyldur. Nú vagga sér bárur í vestanblæ, – að viði er sólin gengin. Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ og logar á tindunum þöktum snæ og gyllir hin iðgrænu engin. – En englar smáir með bros á brá í blásölum himins vaka, – og gullskýjum á þeir gígjur slá, og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá í einu þeir undir taka. Heyrirðu vinur, þann unaðsóm, svo hugljúfan, vaggandi, harmana þaggandi? Hann talar við hjörtun sem blær við blóm. Þei! Í fjarska er hringt. – Yfir fjöll, yfir dali inn friðsæla kliðinn ber vindurinn svali af himneskum kvöldklukkuhljóm: „Þreytta sál, sofðu rótt! – Gefi þér Guð sinn frið! – Góða nótt!“ (Guðm. Guðm.) Fjölskyldan öll þakkar áralanga tryggð og vináttu og vottar Göggu, Einari, Ástu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. „Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni.“ (Páll postuli). Fjölskyldan Vatnsholti 10. þegar þau keyrðu frá Lúxemborg til Vínar og til baka, nær tungumála- laus. Afa þótti Vín alveg sérstök, óp- eruferðin okkar í Staatsoper og svo á Heurigen í rauðvín. Norður komu þau oft og eins gættu þau strákanna á meðan ég var á ráðstefnum og námskeiðum í Reykjavík, allt svo ég fengi að blómstra. Þannig voru þau í hnotskurn. Afa líkaði vel við Guð- mund minn, mann sem kunni til verka og hafði verið á sjó. Þeir voru ófáir vindlarnir sem fuku á milli þeirra þegar þeir töluðu saman. Afi missti lífskraftinn þegar amma dó. Hann lofaði mér að komast í ferminguna hjá Birni Þór í fyrra og það stóð hann við, norður kom hann og tók sig vel út sem höfuð ættarinn- ar, þótt í hjólastól væri. Þar sló hann um sig með sögum og gleðskap og það var Birni Þór mikils virði að fá hann. Á þessu ári höfum við oft kom- ið suður og í hvert skipti höfum við kvatt hann í huga okkar, vitandi það að hann yrði kannski ekki til staðar þegar við kæmum næst. Núna erum við að kveðja hann í síðasta sinn, þennan mikla höfðingja, og gerum það af mikilli ást og væntumþykju. Langafastrákarnir eiga dýrmæta minningu og söguarf sem verður haldið á loft um ókomna tíð. Ég kveð hann afa minn með þakklæti og virð- ingu, rík af minningum og reynslu með honum. Þannig er lífsins saga. Áslaug Valgerður og strákarnir. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þótt dauðinn oss megi’ ei saka. (E.B.) Þannig yrkir stórskáldið Einar Benediktsson um lífið og dauðann. Oft fyllist ég aðdáun og jafnframt undrun yfir því hve þessi hrjúfi heimsmaður sem áreiðanlega fáir skildu gat farið nærfærnum orðum um hina ýmsu þætti mannlegs lífs. Hvað veldur því að við óttumst dauð- ann svo mjög eins og hann er mörg- um líkn með þraut? Þegar heilsan bregst er hann vissulega velkominn. Sveinbjörn mágur minn var áreið- anlega feginn komu dauðans og tilbúinn að slást í för með honum. Það má segja að ljós lífs hans hafi slokknað fyrir fimm árum er hann þurfti snögglega að sjá á bak konu sinni og þá fannst okkur að honum hefði að mestu horfið lífsgleðin og lífslöngunin. Hefur þessi tími verið ákaflega erfiður honum og fjölskyldu hans sem hefur verið honum styrkur bakhjarl hvað sem á dundi. Síðustu árin hefur hann notið aðhlynningar starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. En það er svo óendanlega sárt að horfa upp á ástvini sína heilsulausa og ósjálfbjarga að söknuðurinn hjá þeim sem eftir lifa blandast létti þeg- ar því stríði lýkur. Eitt sinn sagði móðir Sveinbjarn- ar mér sögu af því er hann var lítill og fannst einhver ganga á hlut móð- ur sinnar. Þá var sá stutti þess albú- inn að ganga fram með steyttan hnefann til að verja mömmu sína. Allt hans líf var hugur hans bundinn því að sjá sér og sínum sem best far- borða. Á fyrrihluta tuttugustu aldar var það ekki tekið út með sitjandi sældinni fyrir unga ekkju í sveit að sjá fjögurra manna fjölskyldu fyrir lífsbjörg. Það lenti því örugglega á eldri drengjunum í Neðri-Hól að að- stoða móður sína er þeir misstu föð- ur sinn kornungir. Á þessum tíma þurftu allir að hjálpast að við slíkar aðstæður, ekki var alltaf spurt hve fæturnir væru langir. Vafalaust hef- ur sú lífsreynsla mótað allt þeirra líf. En lífið var ekki bara sorg og erf- iðleikar. Þórunn í Hól og hennar syn- ir voru ákaflega félagslynd og sterk- ar stoðir í félagslífi Staðarsveitar á þessum árum. Meðal annars spiluðu þau mæðgin Bogi og Þórunn oft fyrir dansi á harmoniku á sveitaböllunum. Og margt meyjarhjartað hefur vafa- laust oft slegið örar þegar strákarnir í Hól, þessi glæsimenni, birtust, þess albúnir að leiða einhverja þeirra í dansinn á björtum sumarnóttum. En sú sem hafði sigur í þessum leik var Áslaug á Hofsstöðum og saman gengu þau Sveinbjörn gegn um lífið og deildu með sér súru og sætu eins og gengur. Þau settust að í Reykja- vík þar sem hann starfaði í lögreglu- liði borgarinnar allan sinn starfsald- ur. Þar komu þau sér upp heimili og unnu saman að velferð fjölskyldunn- ar meðan líf og heilsa entist þeim. Var ákaflega gestkvæmt á heimili þeirra og eiga margir vinir og vanda- menn góðar minningar um það. Sveinbjörn hitti ég fyrst fyrir nærri 50 árum er þeir bræður komu við hjá mér í KB í Borgarnesi þar sem ég vann. Var sá yngri að sýna stóra bróður sína tilvonandi. Ég hreifst af þessum glæsilega unga manni og við urðum góðir vinir og áttum margar ljúfar stundir með fjölskyldum okkar í gegn um árin. Var Sveinbjörn alltaf kátur og léttur og hrókur alls fagnaðar á þessum ár- um. Eigum við til dæmis og ekki síst börnin okkar margar góðar minning- ar úr kartöfluræktinni á Akranesi með þeim hjónum og móður þeirra bræðra og seinni manni hennar, hon- um Jóni afa. Var ákaflega kært með þeim mæðginum og þau hjón, Svein- björn og Áslaug, með afbrigðum hjálpleg við móður sína og tengda- móður meðan hún lifði. Það er trúa mín að nú þegar hann kveður þetta jarðlíf bíði hans vinir í varpa á strönd eilífðarinnar og fagni honum vel. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina, kæri mágur, Guð blessi fjölskyldu þína. Gróa Ormsdóttir og fjölskylda. „Einstakur“ er orð sem er notað þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandes.) Á fögrum haustdegi, þegar nátt- úran skartaði sínu fegursta, slokkn- aði ljós föður míns, Sveinbjörns Bjarnasonar, fyrrverandi aðalvarð- stjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík. Örlögin höguðu því þannig til að ég fékk ekki notið hans í æsku eins og ég hefði kosið en við bættum okk- ur það upp að hluta síðar á lífsleið- inni. Ákveðin vindlalykt vekur upp ljúf- sárar minningar úr æsku um þann föður sem ég elskaði og dáði en hafði ekki aðgang að sem barn. Síðar er ég var orðin fullorðin breyttust aðstæð- ur okkar. Faðir minn kom inn í líf mitt að nýju, hann kynntist sonum mínum fjórum og síðar sex langafa- börnum sínum. Það voru því dýr- mætar stundir sem við áttum öll, ásamt hans elskulegu eiginkonu Ás- laugu Sigurðardóttur sem tók mér opnum örmum og var mér svo kær. Við hjónin áttum góðar stundir á heimili þeirra hjóna á Snorrabraut. Þau voru líka dugleg að koma í heim- sókn til okkar í Máshóla, og aldrei komu þau tómhent. Synir mínir höfðu mikið dálæti á afa sínum og ekki síður á konu hans, Áslaugu, en hún var svo sterkur persónuleiki, átti svo stórt hjarta og mikinn kær- leika að gefa að hún fyllti húsið af sólskini með nærveru sinni. Þau hjónin fóru með okkur í ferð um allt Snæfellsnesið til að sýna okkur átt- haga þeirra beggja. Gengið var um fjörur á Neðri-Hóli og bærinn skoð- aður ásamt fleiri bæjum í sveitinni. Gist hjá sómakonunni Kristjönu, systur Áslaugar. Það var okkur öllum harmsefni er Áslaug féll frá allt of fljótt, á besta aldri 1997. Árin á eftir voru pabba erfið, söknuðurinn mikill og heilsan ekki alltaf góð. Síðastliðið ár var hann orðinn heilsulítill og kominn í hjólastól. Síðustu vikur sá ég hvert stefndi, það var sárt að horfa á þennan fyrr- um stóra og glæsilega mann verða svo lasburða. Ég kveð föður minn með virðingu og söknuði í hjarta. Hans verður sárt saknað. Þórunni systur og öðrum ástvin- um pabba sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og brjósti hvers manns. Nú birtir,og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eigi er í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján St.) Sigurborg Sveinbjörnsdóttir. Í lok kvikmyndarinnar „Í nafni rósarinnar“, sem byggð er á sam- nefndri bók Umberto Eco gerir Adso frá Melk upp lífsskeið sitt á eft- irminnilegan hátt. En hans eina eft- irsjá í viðburðaríku lífi var að hafa aldrei þekkt nafn stúlkunnar sem hann elskaði. Afi okkar, Sveinbjörn Bjarnason, kaus fyrir margt löngu að slík skyldu örlög hans ekki verða. Hann kaus að þekkja börnin sín. Hann kaus að þekkja hagi þeirra og heilsu, maka, börn og barnabörn. Og hann kaus að njóta samveru þeirra. Slíkt val kann þeim sem hann og hans sögu ekki þekktu að hljóma ein- falt og sársaukalaust. En það var það sennilega ekki. Með fáum orðum vildum við bræð- ur minnast afa okkar, afa sem við lengst af þekktum bara sem „afi lögga“. Því miður voru aðstæður slíkar á okkar uppvaxtarárum að bein samskipti við hann voru engin. Þegar við höfðum allir slitið barns- skónum tók það þó breytingum. Afi Sveinbjörn og kona hans, Áslaug, urðu þá tíðir gestir í Máshólum, heimili okkar, og mörg góð boð þáð- um við heim til þeirra hjóna. Þangað var gott að koma og alltaf vel á móti okkur tekið. Mikið eftirlæti var það börnum okkar að hitta Áslaugu og langafa löggu og þótt hann væri nú ekki klæddur í einkennisbúning gat Áslaug galdrað fram löggumyndir, ásamt svolitlu nammi, sem vakti ekki síður kátínu. Við erum þakklátir fyrir þann tíma sem við náðum með afa okkar og Áslaugu. Elsku mamma, við sendum þér og öðrum ættingjum og vinum Svein- björns samúðarkveðjur. Rafn M. Jónsson, Guðberg K. Jónsson, Svanur R. Jónsson, Sveinbjörn B. Jónsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.