Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 36

Morgunblaðið - 16.10.2002, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 ✝ Eiríkur Jóhann-es Björgólfur Ei- ríksson var fæddur á Akureyri 27. ágúst 1924. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 8. okt. síð- astliðinn. Hann var sonur Herdísar Ingi- bjargar Jónasdóttur, f. 30. júní 1899, d. 14. feb. 1938, og Eiríks Jóns Jóhannessonar, f. 20. okt. 1867, d. 11. júní 1924. Hálfbræð- ur Eiríks sammæðra eru Kristján Sæ- mundsson prentari, f. 4. des. 1909, d. 12. sept. 1994, Andrés, f. 10. sept. 1913, d. 1929, Sigurjón Sæ- mundsson, prentsmiðjustjóri og fyrrv. bæjarstjóri á Siglufirði, f. 5. maí 1912, kona hans var Ragnheið- ur Jónsdóttir Sæmundsson frá Hallgilsstöðum, f. 2. jan 1914, d. 24. ágúst 1999. Börn þeirra eru Stella Margrét, f. 3. des. 1935, maður hennar er Ingvar Jónasson og Jón Sæmundur, f. 25. nóv. 1941, kona hans er Birgit Henriksen. Ei- ríkur J.B. Eiríksson kvæntist 27. ágúst 1950 Guðrúnu Rósu Páls- dóttur, f. 31. mars 1927. Sonur þeirra er Eiríkur Páll Eiríksson kennari, f. 27. des. 1950. Kona Menntaskólanum á Akureyri og síðar prófi í prentiðn á Siglufirði 1945. Starfaði sem prentari og prentsmiðjustjóri á Siglufirði til ársins 1966 en flutti til Akureyrar og starfaði við Prentverk Odds Björnssonar til ársins 1980 er hann gerðist starfsmaður Akur- eyrarbæjar og sinnti skráningar- vinnu og vann jafnframt í hluta- starfi við Minnjasafnið við mynda- safn þess. Hann var trúnaðar- maður prentara á Akureyri í nokkur ár og lét sig alla tíð mál- efni síns stéttarfélags og iðnaðar- ins varða meðan hann sinnti prent- verki eða í 40 ár. Hann sat oft á Iðnþingi og sat í stjórn Iðnráðs Ak- ureyrar sem fulltrúi prentara. Hann leit jafnan á sig sem prent- ara þótt hann hyrfi úr því starfi. Hann lét af öllum störfum 1992 vegna heilsubrests. Eiríkur var árum saman blaða- maður við Heima er best og skrif- aði um margvísleg málefni, þar á meðal langa ritgerð um Akureyri og Brekkuna (Lífsstríð liðins tíma). Hann á einnig bernskuminn- ingar sínar í handriti frá leikjum barna á Akureyri um hans daga. Hann tók þátt í margvíslegu fé- lagsstarfi meðan hugur hans stóð til þess, mest með Leikfélagi Siglu- fjarðar en eftir miðjan aldur átti hverskyns fræðagrúsk, saga og smíði hug hans allan. Hann skrif- aði oft í blöð um skoðanir sínar. Útför Eiríks verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hans er Guðrún Jónas- dóttir, f. 10. des. 1949, dóttir Jónasar Hall- grímssonar, f. 29. júní 1928, og Huldu Sigríð- ar Ólafsdóttur, f. 20. ágúst 1927. Börn Ei- ríks Páls og Guðrúnar eru Hrafnkell, f. 23. nóv. 1975, sambýlis- kona Sigríður Árna- dóttir, f. 8. maí 1974, Herdís, f. 11. jan. 1980, og Brynjar, f. 25. des 1982. Guðrún Rósa er dóttir Páls Sigurðssonar, kenn- ara og skólastjóra frá Merkigili í Eyjafirði, f. 20. júní 1899, d. 20. jan. 1986, og Vilborgar Sigurðar- dóttur, f. 15. júní 1901, d. 17. jan. 1996. Systur Guðrúnar Rósu eru Margrét Kristrún, f. 21. sept. 1928, maður hennar er Helgi Þórðarson bóndi á Ljósalandi í Vopnafirði, f. 24. okt. 1915, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Sigríður Guðný Pálsdóttir, f. 6. mars 1932, maður hennar er Svanur Karlsson, f. 2. ágúst 1922. Álfhildur Páls- dóttir, f. 26. ágúst 1945. Maður hennar er Bárður Gunnar Hall- dórsson, f. 17. ágúst 1946, þau eiga tvö börn og átta barnabörn. Eiríkur lauk gagnfræðaprófi frá Faðir minn var fæddur á Akur- eyri. Þar ólst hann upp með móður sinni, Herdísi Ingibjörgu Jónasdótt- ur og tveim eldri hálfbræðrum, Kristjáni og Sigurjóni Sæmundsson- um. Hann mundi vel þriðja bróður- inn, Andrés, sem lést ungur 1929. Faðir föður míns var látinn áður en pabbi fæddist og því var móðirin honum allt. Hann leit alla tíð á sig sem Akureyring, Eyrarpúka. Barn- æskan á Oddeyrinni á Akureyri var honum kær minning, þar naut hann áhyggjuleysis bernskuleikjanna og eignaðist vini til lífstíðar og þegar sorg móðurmissis og einstæðings- skapar lagðist á hann af heljarafli 13 ára gamlan reyndi hann á sjálfum sér hve útréttar hendur vináttu og væntumþykju skyldra sem óskyldra eru óendalega mikils virði. Þess góða fólks minntist hann alla tíð með virðingu og þakklæti. Sigurjón bróð- ir hans og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir Sæmundsson tóku hann á sitt heimili og gengu í foreldra stað, á vináttu og væntumþykju þeirra þriggja bar ekki skugga og börn þeirra hjóna, Stella og Jón Sæmund- ur, voru honum afar kær. Móður- missirinn mótaði lífsviðhorf hans alla ævi, hann naut innilega lífsins góðu stunda, var lífsglaður og sinnar gæfu smiður en vissa hverfulleikans blundaði í sál hans. Ljóð Steins Steinars höfðuðu sterkt til hans, einkum þau sem fjalla um hverful- leika og tómhyggju, ekki vegna fá- nýtis lífsins heldur dýrmætis augna- bliksins og þess sem það býður þegar höndlað er. Pabbi lærði prentverk í Siglu- fjarðarprentsmiðju hjá bróður sín- um Sigurjóni. Það var skemmtilegt að koma í prentsmiðjuna, vinnustað pabba, og lærdómsríkt að fylgjast með bókum og blöðum verða til. Þar var oft glatt á hjalla og gott fólk sem þar vann, gamlir vinnufélagar voru pabba alltaf kærir og hann hafði gaman af því að rifja upp ævintýri sem gerðust á þeim vettvangi og sagði vel frá. Á Siglufirði naut pabbi sín vel, hann tók mikinn þátt í hvers kyns félagsstarfsemi hvort sem var á menningar- eða stjórnmálasviði. Hann söng í karlakórnum Vísi um skeið og gengdi formennsku í Knatt- spyrnufélagi Siglufjarðar, tók þátt í starfi iðnaðarmanna í bænum bæði í iðnfræðsluráði og skemmtinefndum, samdi leikþætti og samfelldar skemmtidagskrár um lífið í bænum og flutti sjálfur á árshátíðum við mikinn hlátur viðstaddra. Mest starfaði hann í Leikfélagi Siglufjarð- ar og lék í mörg ár og ýmis hlutverk, t.d. Fjalla-Eyvind og Lénharð fóg- eta svo eitthvað sé nefnt. Að setja upp leikrit með góðum leikstjóra var eitthvað sem greip huga hans allan um skeið, sérlega held ég að kynni hans af Gunnari Róbertssyni Han- sen hafi verið honum lærdóms- og ánægjurík. Húsið okkar á Siglufirði var gott hús, þar bjuggu þrjár fjölskyldur, Benedikt og Fríða með fimm börn- um, Hlöðver og Katrín, sem bæði eru látin, og börn þeirra fjögur og foreldrar mínir. Þetta var ekki bara sambýli heldur sálufélag. Kynslóð föður míns á Siglufirði flutti ekki burt úr bænum vegna ein- angrunar, einsemdar og löngunar í menninguna syðra eins og oft er haldið fram, síður en svo. Þessi kyn- slóð stóð fyrir innihaldsríku menn- ingarlífi, ég minnist tíðra heimsókna leikfélaga úr nágrannabyggðum, oft sá maður mörg leikrit sum árin og er þá ótalin önnur menningarstarfsemi. Pabbi tók líka þátt í stjórnmálum, var í Sósíalistafélaginu á Siglufirði og sinnti nefndarstörfum fyrir það félag. Hann hugsaði um stjórnmál alla ævi, gekk ekki með steinbarn í maganum, vissi að satt kynni að vera að danspresturinn í hruna hefði hol- að niður stórasannleik en hvikaði ekki frá þeirri sýn sem hann hafði á réttlæti í tilverunni. Pabbi unni góðu handverki, hann var flinkur handverksmaður og naut þess að vinna með höndum sínum. Hann lagði metnað sinn í þá prentun sem hann kom að og uppsetning og umbrot vildi hann að færi eftir ströngum reglum prentlistarinnar. Eftir að hann hætti að prenta og var orðinn starfsmaður Akureyrabæjar kom hann sér upp drjúglitlu tré- smíðaverkstæði, fyrst í bílskúrnum á Akureyri og síðar í Blöndubakk- anum í Reykjavík. Hann smíðaði mest húsgögn og naut sín við það, vinnan var honum alla tíð guðs gjöf og við vinnu að sínum hugðarefnum endurnærðist hann best. Eftir að hann missti heilsuna voru smíðarnar hans lífakkeri og þungt féll honum að astminn skyldi gera honum ókleift að sinna þessu hugðarefni sínu en hann vissi að allt hafði sinn tíma. Hann naut þess líka að skrifa. Hann var um skeið jafnhliða prent- verkinu í POB blaðamaður við Heima er best undir ritstjórn vinar hans Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Hann tók viðtöl við skemmtilegt fólk, skrifaði dægur- lagaþátt fyrir ungt fólk en líka fyrir sjálfan sig þegar grannt er skoðað. Þá má ekki gleyma því að sagnfræð- in var honum hugleikin. Hann las mikið um sögu og sagnfræði og eftir hann sjálfan eru nokkrar greinar sem birst hafa um slíkt efni. Hann skrifaði alla tíð blaðagreinar um málefni líðandi stundar sem fönguðu hug hans. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur hafa af og til birst eftir hann greinar í Morgunblaðinu, sum- ar hverjar um hans lífssannfæringu og legið við sálarheill að skýrt væri hver viðhorf hans væru, þannig var hann ekki fylgjandi stríðsrekstri í gömlu Júgóslavíu og þegar honum fannst vegið að skáldi hans Halldóri Laxness tók hann til varnar enda lífshugsjónin í húfi. Ég held að í flestu hafi hann verið umburðar- lyndur en fastur fyrir og þver ef því var að skipta. Pabbi var mikll fjölskyldumaður, velferð stórfjölskyldunnar skipti hann miklu. Honum lynti einstak- lega vel við tengdaforeldra sína, mágkonur og svila. Í mörg ár bjó amma mín en tengdamóðir hans á heimili pabba og mömmu, virðing þeirra og væntumþykja var gagn- kvæm, þó voru þau ekki lík. Fyrir tíu árum fékk pabbi erfitt hjartaáfall. Hann gekkst undir mikla hjartaaðgerð en skemmdir áfallsins urðu ekki bættar. Hann tók örlögum sínum með æðruleysi og þá kom í ljós hve sjálfum sér hann var nógur þegar vinnu og samstarfsmanna naut ekki lengur daglega. Skriftir, smíðar og smáviðgerðir voru hans dægradvöl og nú gekk hann mat- argerðarlistinni á hönd, ekki leið svo dagur að hann sinnti ekki því hugð- arefni og tókst oft vel upp. Síðustu mánuði var af honum dregið, hann svaf mikið en var óbugaður og yf- irvegaður í öllu fasi. Hann áleit að hann yrði ekki læknaður meir og ákvað að taka því sem að höndum bæri í önn dagsins, honum varð að ósk sinni. Síðasta verk hans í þess- um heimi var að kaupa sér nýjan tölvuprentara og bera í hús, gott gömlum prentara að kveðja þannig. Öllu því góða fólki sem annaðist hann í veikindunum eru færðar hug- heilar þakkir. Við vorum vinir og félagar og hann var góður faðir. Þegar ég var lítill drengur gaf hann mér vönduð leikföng sem sum hver eru enn til, sum heil önnur í pörtum eins og gengur. Mér þótti eðlilegt að við vin- irnir lékum okkur saman tveir einir fyrst að nýju leikfangi, hann var sama sinnis og naut leiksins engu minna en ég. Fallegasta bíl sem ég hef eignast smíðaði hann og bar heim að næturlagi og dró fram ein jólin, við lékum okkur lengi að þeim bíl. Þegar ég stækkaði urðu leikirnir tilkomumeiri. Hann eignaðist fólksvagen og eitt sinn var hann skrúfaður sundur stykki fyrir stykki og pússaður og skoðaður og lagað það sem þurfti. Þetta var lærdóms- ríkur tími, ég beið eftir að pabbi kæmi heim úr prentsmiðjunni og við tækjum til við að rannsaka undur bílvélarinnar eða leyndardóma fjöðrunarinnar sem var engu lík í þessum bíl. Var þetta leikur eða nám? Í fræðunum segir að gott sé að þetta fari saman, kann að vera rétt. Faðir minn átti góða daga og bað sér ekki betri tíðar. Ég vil þó kveðja hann með vísun í ljóð Laxness: Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Feg- inn vildi ég eiga þess kost ef þar að kemur að trítla með honum um tún og tölta á engi, ungur drengur. Eiríkur Páll Eiríksson. Ég veit ekki hver fyrsta minning mín um afa Eirík er en flestar mínar bestu æskuminningar tengjast sum- ardvöl hjá afa og ömmu í Þórunn- arstræti á Akureyri. Þangað fór ég á hverju sumri, oftast í för með for- eldrum mínum akandi en stundum einn, fljúgandi. Það var ævinlega mikið tilhlökkunarefni að hitta afa á flugvellinum og sjá brosið hans og finna innilegt faðmlagið. Grúsknáttúru mína má ég ábyggi- lega þakka afa mínum Eiríki. Ég eyddi löngum stundum í að fylgjast með honum við sitt helsta áhugamál, smíðar. Ég lærði margt á því. Hjá honum fékk ég líka tækifæri til að fikta fyrst með rafmagn: Tengja batterí, rofa og perur og lóða. Trú- legast er það stór áhrifavaldur í starfsvali mínu og áhugamálum í dag. Við afi vorum líka vinir. Þegar ég var lítill hlökkuðum við báðir mikið til þess að teiknimyndir með Tomma og Jenna kæmu í sjónvarpinu. Við máttum aldrei missa af þætti. Ég veit ekki hvor skemmti sér betur. Afi gat alveg skilið hvað fékk lítinn strák eins og mig til að hlæja. Afi var líka örlátur og gjafmildur og hafði einstakt lag á að finna afmælis- og jólagjafir. Gjafir frá honum voru æv- inlega margar og stórar. Afi var glaður kall og alltaf stutt í hlátur. Hann átti einstaklega gott með að sjá húmor og fyndni í öllu, ekki síst í sjálfum sér. Á efri árum átti hann til að segja langar sögur af sjálfum sér og hlæja dátt. Rúmri viku fyrir andlát sitt sagði hann mér söguna af fasteignakaupum sínum þegar ég heimsótti hann og sagði honum frá fasteignahugleiðingum mínum. Afi hafði gaman af því að heyra af hversdagslegu brölti mínu og fylgdist vel með mér. Ég er þakklátur fyrir að afi tók þátt í uppeldi mínu og þau áhrif sem hann hafði á mig. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hann. Ég mun minnast hans sem glaðs og skjót- huga manns. Eiríkur var góður afi. Hrafnkell Eiríksson. Einn af mínum elstu og skemmti- legustu vinum, Eiríkur Eiríksson prentari, er nú farinn af heimi eftir margra ára heilsubrest, og lífsgang- an orðin heldur fátæklegri en áður. Meira en hálf öld er liðin síðan við Eiríkur kynntumst fyrst. Við náðum fljótt saman, urðum síðan félagar og samstarfsmenn í Sósíalistafélaginu og Alþýðubandalaginu á Siglufirði og loks sameigendur að húseign á annan áratug, eða þar til fjölskyldan fluttist burt. Tengslin héldust þó áratugir liðu, og síðustu árin, eftir að geta til umsvifa var tekin að minnka, höfum við rækt þau með símtölum og bréfaskriftum þar sem áhugamál- in voru rædd og krufin. Eiríkur starfaði á vegum Sósíal- istafélags Siglufjarðar og Alþýðu- bandalagsins á Siglufirði um árabil, sat í stjórnum pólitísku samtakanna, niðurjöfnunarnefnd, stjórn kaup- félagsins og var talsmaður okkar á pólitískum fundum. Allt var það vel af hendi leyst og samtökunum og honum sjálfum til sóma, enda mað- urinn litríkur, vel máli farinn og mál- efnalegur. Eiríkur þurfti helst að kafa til botns í því sem hann fékkst við. Það átti jafnt við um svo ólík efni sem bílaviðhald, trésmíðar, leiklist og stjórnmál. Hann var um árabil einn af helstu kröftum Leikfélags Siglu- fjarðar og viðaði þá að sér bókum og ýmiskonar öðrum fróðleik um list- greinina og stefnur og viðhorf innan hennar. Árin sem hann var ritstjóri tímaritsins Heima er best kafaði hann niður í skjöl og gögn frá löngu liðnum tímum og skrifaði í blaðið einhverjar skemmtilegustu fróð- leiksgreinar sem þar hafa birst, um efni frá horfinni tíð. Seinustu árin sökkti hann sér niður í íslenska nú- tímasögu, milliríkjasamninga og stjórnmálasögu og ritaði um þau efni blaðagreinar á þann hátt að athygli vakti. Þetta greinarkorn er engin skýrsla um líf og störf Eiríks Eiríks- sonar. Hún er aðeins vitnisburður um það, að minningin um hann er enn hugstæð gömlu félögunum frá Siglufirði, og einnig er henni ætlað að vera samúðarkveðja frá mér og mínu fólki til Rósu, Eiríks Páls, tengdadóttur og barnabarna. Benedikt Sigurðsson. Andlátsfregnir koma manni oft á óvart, og þegar ég frétti andlát Ei- ríks Eiríkssonar prentara fannst mér ég aldrei hafa orðið jafn furðu lostinn við andlátsfrétt. Að vísu frétti ég, að hann hefði kennt veik- inda á þessu ári og áður. Eiríkur EIRÍKUR J.B. EIRÍKSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.