Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 41
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á tíu borðum mánu-
daginn 14. október sl. Meðalskor
168.
Beztum árangri náðu:
NS
Sigurpáll Árnas. og Sig. Gunnlaugss. 204
Einar Markúss. og Sverrir Gunnarss. 202
Unnur Jónsdóttir og Jónas Jónss. 193
AV
Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 218
Páll Guðmundss. og Filip Höskuldss. 213
Auðunn Bergsveinss. og Stefán Friðbj. 195
Spilað mánu- og fimmtudaga.
Mæting kl. 12.45 á hádegi.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Mjög góð þátttaka var hjá eldri
borgurum í Gjábakka í síðustu viku
en báða dagana spiluðu 27 pör.
Lokastaða efstu para í N/S þriðju-
daginn 8. október:
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 41
ÞAÐ getur hent okkur öll að veikj-
ast og lenda inni á sjúkrahúsi, enda
þótt við getum að öðru jöfnu talist
við hestaheilsu. Þetta fékk ég að
reyna nú á haustdögum.
Heimilislæknirinn minn sá að ekki
var allt með felldu og sendi mig rak-
leitt á Háskólasjúkrahúsið í Foss-
vogi.
Er skemmst frá því að segja að
ég, sem kom þangað síðdegis á
mánudegi, sárþjáður og styðjandi
við staf, gekk þaðan út um hádegi á
föstudegi sömu viku fær í flestan sjó.
Að lokinni dvölinni á A7 þennan tíma
er hugur minn barmafullur af þakk-
læti til alls þess góða fólks sem ann-
aðist mig og kom mér til heilsu á ný.
Vil ég nota þetta tækifæri og senda
því öllu mínar hlýjustu kveðjur.
En þessi lífsreynsla varð mér
jafnframt tilefni til nokkurra hug-
leiðinga um okkar ágæta heilbrigð-
iskerfi og stöðu þess í þjóðfélaginu
nú um stundir. Varla þarf að taka
fram að öll dvöl mín þennan tíma var
mér algjörlega að kostnaðarlausu.
Þess naut ég sem borgari í þjóð-
félaginu. Og þar stendur hnífurinn í
kúnni…
Fjárveitingavaldið ber sig illa yfir
þeim mikla kostnaði sem af rekstri
þessa ágæta heilbrigðiskerfis leiðir,
sem vonlegt er, þar sem yfir 40% af
fjárlögum er varið til þessa mála-
flokks. Og ekki getur talist óeðlilegt
að reynt sé að leita leiða til þess að
lækka hann.
En hvernig verður það gert?
Sá sem kynni einfalt svar við því
væri „gení“ sem ætti heima í æðstu
stjórn kerfisins. Ýmsir hafa þó bent
á að besta og skilvirkasta leiðin að
þessu marki væri að stuðla að betra
heilsufari með fyrirbyggjandi ráð-
stöfunum og heilsusamlegu líferni.
Öðru hverju verður reyndar vart
vakningar í þessa átt sem sjálfsagt
skilar einhverju.
En það er auðvitað að langmestu
leyti komið undir hverjum og einum
þjóðfélagsþegn hvað hann vill á sig
leggja í því efni, því mörgum reynist
erfitt að synda á móti straumi tísku
og vana í lifnaðarháttum sem því
miður eru oft lakari en vera ætti. Að
ekki sé nú minnst á þá fjötra sem
neysla tóbaks, áfengis og vímuefna
færir fórnarlömb sín í.
En hvað er til ráða?
Sem leikmaður kemur mér helst í
hug að ráðlegast væri að sundur-
greina hina ýmsu kostnaðarliði heil-
brigðiskerfisins og sjá hvernig þeir
myndast og reyna síðan að átta sig á
hvað mætti betur fara og ganga svo í
að ráða þar bót á.
Mér kemur þar sérstaklega í hug
að verðugt athugunarefni væri hvort
sú mikla notkun lyfja sem hér á sér
stað sé öll nauðsynleg, en hún mun
vera langt umfram það sem gerist í
nálægum löndum, í stað þess að
ráðamenn standi eins og naut í flagi
með upphrópanir sem jaðra við hót-
anir um niðurskurð þegar kostnað-
urinn fer framyfir einhverja fasta
upphæð sem þeim hefur þóknast að
setja á blað og stafar oft af auknum
launakostnaði sem þeir hafa sjálfir
samið um.
Þeir sem lifa langa ævi líta gjarn-
an yfir farinn veg og bera saman það
„mottó“ sem þeim finnst ríkjandi á
sínum æviferli. Þannig hefur mér oft
fundist nú í seinni tíð að sú sam-
félagshyggja sem átti mikinn hljóm-
grunn, jafnvel á kreppuárunum fyrir
styrjaldarárin 1939–45, hafi látið
undan síga fyrir vaxandi sérhyggju,
að ég ekki segi græðgi þeirra sem
best hefur orðið ágengt við að raka
til sín fjármunum þessa heims.
En einmitt á þessu tímabili
kreppu og fátæktar var grunnurinn
lagður að því velferðarkerfi sem við
búum við í dag. Þessarar vaxandi
sérhyggju varð reyndar vart þegar
„stríðsgróðinn“ barst þjóðinni í
hendur og má segja að þar sannaðist
máltækið að „margur verður af aur-
um api“.
Því er ekki að leyna að þar er heil-
brigðiskerfið ekki undan skilið hvað
varðar áhugaverða hagnaðarmögu-
leika þeirra afla sem sjá sér leik á
borði á þeim vettvangi. Hætt er við
að ýmsum þeim sem minna mega sín
muni finnast að sér þrengt, ef langt
verður gengið á þeirri braut, þar
sem þeir sem meira hafa milli hand-
anna geti keypt sér forgang.
Tillögur hafa komið fram um að
mæta auknum kostnaði með því að
sjúklingar taki þátt í dvalarkostnaði
sínum á sjúkrahúsi t.d. með því að
greiða fæði sitt meðan á dvölinni
stendur. Þótt það í fljótu bragði sýn-
ist ekki óréttlátt er vandséð að lang-
legusjúklingar hefðu efni á slíku.
Hugsanlegt væri þó að ganga eitt-
hvað inn á þá braut, heldur en sleppa
rekstri heilbrigðiskerfisins út í ferli
einkavæðingar, þar sem það gæti
kannski endað í ameríska kerfinu
sem ég held að flestum ói við.
Því segi ég: Reynum í lengstu lög
að verja okkar ágæta heilbrigðis-
kerfi og látum þar einskis ófreistað.
SIGMAR HRÓBJARTSSON,
Brautarási 10, Reykjavík.
Verjum heil-
brigðiskerfið
Frá Sigmari Hróbjartssyni:
MIG langar að varpa ljósi á einn flöt
þess álitamáls sem virkjun við Kára-
hnjúka og uppbygging álvers við
Reyðarfjörð
óneitanlega er.
Mér finnst sem of
margir græningj-
ar hafi fjallað um
þetta mál með
hálf „hrepp-
arígs“-kenndum
hætti. Þeir
gleyma því að
þetta framlag Ís-
lendinga til al-
menns orkusparnaðar í heiminum er
nauðsynlegt og raunar ómetanlegt.
Hvað geta menn lokað mörgum kola-
brennandi orkuverum sem knýja úr-
elt álver, þegar Alcoa kemur með há-
gæðaframleiðslu sína á markað úr
álverinu „okkar“?
Það sögðu mér sérfræðingar, og
glæsilegur árangur í Straumsvík
sem og í Hvalfirði sannar það, að
stöðugur straumur raforku úr vatns-
aflsvirkjunum er lykillinn að farsælli
framleiðslu á áli. Allir sem skilja
nauðsyn þess að auka hlutdeild
þessa léttmálms í smíði samgöngu-
tækja hljóta að fagna því að við Ís-
lendingar höfum möguleika á að
stórauka slíka framleiðslu til hags-
bóta fyrir alla jarðarbúa, í samvinnu
við traust fyrirtæki sem opinberlega
hefur lagt áherslu á ánægju sína með
að engin mannvirki verði eyðilögð í
þess þágu, eins og sums staðar er-
lendis hefði víst orðið raunin. Því er
bæði brýnt og gagnlegt að við Ís-
lendingar tökum þátt í þeim orku-
sparnaðaraðgerðum er nú standa
fyrir dyrum í heiminum og mér
finnst ekki til of mikils mælst að svo-
kallaðir náttúruverndarsinnar fari
að hafa hægar um sig hérlendis.
Þegar á allt er litið kemur í ljós að
við Íslendingar eigum yfirdrifið
landsvæði sem kalla má auðnir og
sáralitlu máli skiptir hvort sökkvi
undir uppistöðulón. Meðan Friðrik
Sophusson er forstjóri Landsvirkj-
unar tel ég öruggt að við getum
treyst því að engum náttúruperlum
verður fórnað að óþörfu og allt það
land sem fer forgörðum í þeirri
merkingu að verða vatnsbotn telst
að mínu mati ásættanlegur her-
kostnaður í baráttunni fyrir að gera
móður jörð ennþá byggilegri dvalar-
stað.
PÁLL P. DANÍELSSON,
Vogatungu 25, Kópavogi.
Um orkusparnað
Frá Páli P. Daníelssyni:
Páll P. Daníelsson
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraðra í
dag kl. 13:00.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12:10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520-9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra
kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Brjósta-
gjöf. Ingibjörg Baldvinsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur. Samverustund fyrir 6-8 ára
börn kl. 15 í kórkjallara. 910 klúbburinn
kl. 16. 112 klúbburinn kl. 17:30.
Fræðslukvöld um kristin trúfélög kl. 20.
Umsjón sr. Sigurður Pálsson.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12:10 bænagjörð
með orgelleik og sálmasöng. Allir vel-
komnir. Kl. 12:30 súpa og brauð í safn-
aðarheimilinu (kr. 300) Kl. 13-16 opið
hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall,
föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl.
17-18:10 Krúttakórinn, 4-7 ára. Kl. 17-
18:30 Ævintýraklúbburinn, 7-9 ára
starf. Kl. 18-18:15 kvöldbænir í kirkj-
unni. Kl. 18:15-19 Trú og líf. Prestar
kirkjunnar bjóða upp á umræður og
fræðslu um ýmis trúaratriði sem vakna
hjá þátttakendum og hafa einnig stutt
innlegg um trúmál. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.-4.
bekkur) kl. 14:10. Leikir, söngvar, Bibl-
íusaga, bænir, djús og kex. TTT-fundur
(10-12 ára) kl. 16:15. Menntaskóla-
nemarnir Andri og Þorkell leiða starfið
ásamt hópi sjálfboðaliða. Fermingartími
kl. 19:15. Unglingakvöld Laugarnes-
kirkju og Þróttheima kl. 20. (8. bekkur).
(Sjá síðu 650 í Textavarpi)
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárus-
dóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn
kl.14:30. Sögur, leikir, föndur og fleira.
Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Biblíu-
fræðsla kl. 17. Farið verður í sálma Dav-
íðs. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson.
Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Léttur hádegisverður eftir stundina.
Árbæjarkirkja. Kl. 12. Kyrrðarstund í há-
degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrir-
bænir og íhugun. Kl. 13-15. Opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12:10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir
7-9 ára börn kl. 16:30. TTT. Starf fyrir
10-12 ára kl. 17:30. Æskulýðsstarf á
vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið
er upp á léttan hádegisverð á vægu
verði að lokinni stundinni. Allir velkomn-
ir. Kirkjukrakkar fyrir börn 7-9 ára í Rima-
skóla kl. 17:30-18:30. KFUM fyrir drengi
9-12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17:30-
18:30. TTT fyrir börn 10-12 ára í Rima-
skóla kl. 18:30-19:30. Æskulýðsfélag
fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl.
20:00-22:00.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.10-
12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10-12
ára kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börn-
um í dag kl. 16:45-17:45 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Starf með 10-12 ára
börnum TTT, á sama stað kl. 17:45-
18:45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart-
anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir-
bænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110.
Æskulýðsfundur fyrir unglinga 14-15 ára
kl. 20.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni.
Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borg-
ara á Álftanesi. Notalegar samveru-
stundir með fræðslu, leik, söng og kaffi.
Auður eða Erlendur sjá um akstur á und-
an og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hitt-
umst og spjöllum. Heitt á könnunni og
djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomin
með eða án barna.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu
og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bóka-
kynning. Í tilefni af áttræðisafmæli sr.
Jörg Zink verður bókakynning í safnaðar-
heimilinu í kvöld kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10-12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Sr. Þorvaldur
Víðisson. Kl. 16:20 TTT yngri hópur ( 9-
10 ára). Sr. Þorvaldur Víðisson og leið-
togarnir. Kl. 17:30 TTT eldri hópur (11-
12 ára). Sr. Þorvaldur Víðisson og leið-
togarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM & K.
Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarn-
ir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12:10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12:25 – súpa, salat og brauð á vægu
verði fyrir alla aldurshópa. Umsjón Ólaf-
ur Oddur Jónsson. Æfing Kórs Keflavík-
urkirkju frá 19:00-22:30.Stjórnandi Há-
kon Leifsson.
Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík.) For-
eldramorgun í safnaðarheimilinu mið-
vikudaginn 16. október kl.10:30. í
umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sig-
urðardóttur. Sóknarprestur.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20:30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20:30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks-
molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk hjart-
anlega velkomið.
Sík, KFUM, KFUK og Skólahreyfingin.
Haustátak! Samkoma í Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut 58, kl. 20:30
Upphafsorð Gísli Friðgeirsson. Ole Lille-
heim talar. Allir velkomnir
Akureyrarkirkja. Mömmumorgun kl. 10
í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og
spjall, safi fyrir börnin, Fundur í Æsku-
lýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl.
20 í safnaðarheimili. Biblíulestur kl.
20:30. „Kristniboðar sendir.“ Post.
13:1-12;14: 21-28. Sr. Guðmundur
Guðmundsson héraðsprestur.
Safnaðarstarf
Bridsfélagið Muninn
í Sandgerði
Fimmtudaginn 10. okt. lauk vanir/
óvanir tvímenningi, en þar spiluðu
óvanir bridsspilarar við aðra meira
reynda spilara. Aðsókn var ágæt, en
alls mættu 10 pör. Úrslit urðu eft-
irfarandi:
Gunnar Guðbjörnsson – Birgir 126
Jóhannes Benediktss. – Einar Júlíuss. 125
Þröstur Þorláksson – Sturlaugur 122
Fimmtudaginn 17. okt. kl. 19.30,
verður aftur spilakvöld fyrir óvana
spilara, þ.e. vanir/óvanir saman í
pörum, en nú með öðruvísi sniði, þ.e.
sveitakeppni. Dregið verður í sveitir
og spila tvö pör saman í sveit. Ef ein-
hverjir óreyndir spilarar eru þarna
úti og vilja prufa er hægt að hringja í
Þröst Þorláksson. s: 421-7772 og
848-9578 eða Heiðar Sigurjónsson. s:
423-7771 og við munum hjálpa til við
myndun para. Annars er skráning í
símum tilgreindum að ofan eða á
staðnum.
Spilað verður á Mánagrund (við
hesthúsin, milli Garðs, Sandgerðis
og Keflavíkur), í félagsheimili brids-
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Reyknesingar og Borgnesingar mættust í bæjarkeppni í Keflavík um síðustu helgi. Heimamenn endurheimtu bik-
arinn í sveitakeppninni en Borgnesingar unnu tvímenninginn. Það var glatt á hjalla í mótslok eins og sjá má. Talið
frá vinstri: Kristján Örn Kristjánsson, formaður BS, með bikarinn, Gunnlaugur Sævarsson, Karl G. Karlsson, Jón
Ágúst Guðmundsson, Rúnar Ragnarsson, Gunnar Guðbjörnsson og Randver Ragnarsson, en þessir fírar voru í
efstu sætunum í tvímenningnum sem spilaður var á sunnudag í félagsheimilinu Mánagrund.
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Að vel athuguðu máli ákvað stjórn
félagsins að breyta fyrsta móti vetr-
arins úr sveitakeppni í butler tví-
menning.
Fimmtudaginn 10. október sl. var
fyrsta kvöldið spilað í mótinu, sem
nefnist Málarabutler. Í mótinu taka
þátt 14 pör, og efstu pör eru:
Gísli Hauksson – Magnús Guðmundsson 62
Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 43
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 34
Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 29
Gunnar Þórðars. – Sigurður Vilhjálmss. 38
Mótinu verður fram haldið
fimmtudaginn 17. október kl. 19.30 í
Tryggvaskála.
félaga á Suðurnesjum og hesta-
manna.
Það er alltaf heitt kaffi á könnunni
og eru allir hvattir til að mæta, brids-
spilarar sem aðrir áhugamenn og
áhorfendur.
Ingibjörg Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 373
Aðalbj. Benediktsd. - Leifur Jóhanness. 353
Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 339
Hæsta skor í A/V:
Brynja Dýrborgard. Þorleifur Þórarinss.395
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 386
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 360
Sl. föstudag urðu úrslitin þessi:
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 396
Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 383
Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 341
Hæsta skorin í A/V:
Halla Ólafsdóttir - Jón Lárusson 378
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 372
Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 363
Meðalskor báða dagana var 312.