Morgunblaðið - 16.10.2002, Page 44
KVIKMYNDIR
44 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UPPHAFSATRIÐI The Salton
Sea er órætt og óvenjulegt. Sama
máli gegnir um myndina í heild en
þó lýkst leyndardómur hennar
smám saman upp fyrir áhorfandan-
um þrátt fyrir að hún hefjist á loka-
kaflanum, líkt og hin minnisstæða
Memento.
Aðalpersónan í þessum forvitni-
lega og metnaðarfulla hefndartrylli
er trompetleikarinn Tom Van Allen/
spíttfíkilinn Danny Parker (Val
Kilmer). Þeir eru einn og sami mað-
urinn þótt ólíkir séu líkt og dagur og
nótt. Framvindan skýrir ástæðuna
fyrir því að Van Allen, ástfanginn og
farsæll tónlistarmaður, sogast niður
í forina, gerist uppljóstrarinn Par-
ker og dregur fram lífið meðal snar-
ruglaðra dópista, glæpamanna og
annars rosalýðs í Los Angeles.
Það er hefndin sem rekur Parker
áfram. Sem djassleikarinn Van Allen
var stóra ástin hans (Sharlom Har-
low) myrt fyrir augum á honum án
þess að hann fengi rönd við reist. Þá
taka hefndaráformin við. Van Allen
veit það eitt að morðingjana er að
finna innan lögreglunnar í Los Ang-
eles, skiptir um hlutverk og leggst út
meðal fíkla og gerist uppljóstrari –
allt í einum tilgangi: Að finna sína
menn í hópi varða laganna.
The Salton Sea segir tvær sögur
samtímis þannig að framvindan
virkar ruglingsleg meðan áhorfand-
inn er að ná áttum. Frásagnarmát-
inn er frjálslegur, stílfærður þó
heldur fráhrindandi líkt og nánast
allar persónurnar. Atburðarásin er
níðgrimm og miskunnarlaus, um-
hverfið á botni mannsorans forvitni-
legt og persónurnar ferskar og
framandi, gæddar fjarlægum trú-
verðugleika.
Þrátt fyrir annmarka sögunnar
tekst Caruso að halda vöku manns,
heldur vel á glompóttu handriti og
vinnur sérstaklega vel með leikara
og umhverfi. Vicent D’Onofrio vinn-
ur enn einn leiksigur sem Polar
Beer, forhertur dópsali sem gengur
með gervinef þar sem hans eigið er
ónýtt af eiturlyfjaneyslu. Sannar-
lega ófélegur náungi sem D’Onofrio
gerir einkar minnisstæðan. Bæði
kómískan og ógnvekjandi í senn og
gervið er magnað.
Fjöldi virtra skapgerðarleikara
lífga uppá framvinduna, þ.á m. Luis
Guzmán, Anthony LaPaglia, R. Lee
Ermey, Shirley Knight, Peter
Sarsgaard, Meat Loaf og Deborah
Unger að ógleymdum Glenn Plumm-
er sem fer á kostum sem snarvitlaus
dópsali. Öll bæta þau myndina ásamt
Kilmer í tvískiptu aðalhlutverkinu.
Það er ár og dagur síðan þessi eins-
leiti leikari hefur sýnt umtalsverð
tilþrif. Hann er óaðfinnanlegur sem
djassleikarinn og á góða spretti í
botnfallinu. Hinsvegar er persóna
Parkers aldrei fyllilega trúverðug
meðal dóprónanna því aldurinn og
útlitið passa ekki inní hópinn. Mynd-
inni verður jafnan líkt við Memento,
bæði vegna frásagnarmátans, metn-
aðarins og áræðis kvikmyndargerð-
armannanna. The Salton Sea er
hvergi nærri jafn heilsteypt verk og
viðmiðunin en hún á sín mögnuðu og
frumlegu augnablik. Caruso vogar
sér útí erfiðan línudans, tekur nokk-
ur bakföll en kemst klakklaust yfir
og með reisn þess sem þorir.
Brotið niður og byggt upp
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjóri: D.J. Caruso. Handrit: Tony
Gayton. Kvikmyndatökustjóri: Amir M.
Mokri. Tónlist: Thomas Newman. Aðal-
leikendur: Val Kilmer, Vincent D’Onofrio,
Adam Goldberg, Luis Guzmán, Doug
Hutchinson, Anthony LaPaglia, Glen
Plummer, Peter Sarsgaard, Deborah
Unger. 100 mín. Warner Bros. Bandaríkin
2002.
THE SALTON SEA The Salton Sea: „Það eru ár og dag-
ar“ síðan Val Kilmer hefur „sýnt
umtalsverð tilþrif. Hann er óaðfinn-
anlegur sem djassleikarinn og á
góða spretti í botnfallinu.“
Sæbjörn Valdimarsson
AUSTUR og vestur hafa mæst í
nokkrum gamansömum smámyndum
sem notið hafa lítilsháttar vinsælda að
undanförnu. Þar liggur sjálfsagt
ástæðan fyrir tilvist þessarar kjána-
legu og tilþrifalausu gamanmyndar
sem höfðar e.t.v. betur til Bollywood-
markaðar Indlands en hins vestræna.
Ramu (Jimi Mistry), er dísætur
danskennari í Bombay sem lætur sig
dreyma um frægð og frama í Banda-
ríkjunum. Heldur þangað í humátt á
eftir vini sínum sem segist vera kom-
inn á Benz og í lúxusíbúð. Þegar
Ramu er kominn til fyrirheitna lands-
ins sér hann að það eru stórar ýkjur.
Ramu reynir að finna starf á fjölum
Broadway en kemst að því að lítið
pláss er fyrir hans landsmenn í
skemmtanaiðnaði Bandaríkjanna;
eini Indverjinn sem þar hefur slegið í
gegn síðustu áratugina er teikni-
myndafígúran Apu í Simpson-þáttun-
um.
Ramu lendir því í klámmynda-
bransanum þar sem allir sem rís hold
fá vinnu. Og þar stendur hnífurinn í
kúnni. Þrátt fyrir heimatíma hjá
klámmyndadrottningunni Sharona
(Heather Graham), sefur Ramu litli
svefninum langa. Fyrir tilstilli for-
ríkrar pabbastelpu (Marisa Tomei)
verður Ramu hins vegar kynlífsgúrú
peningaaðalsins í New York um sinn.
Ámóta slöpp skemmtun og líffæri
Ramus frammi fyrir myndavélunum.
The Guru er sárasjaldan fyndin þrátt
fyrir margítrekaðar tilraunir – enda
gefur hún sig út fyrir að vera gam-
anmynd. Handritshöfundi nýtast ekki
árekstrar menningarheimanna, því
síður að honum takist að gera sæmi-
legt grín að trúgirni Vesturlandabúa
og undirlægjuhætti gagnvart aust-
rænum trúarbrögðum. Graham lætur
misnota sig í vesælli endurtekningu á
klámleikonuhlutverkinu úr Boogie
Night og fer langt með að sólunda því
áliti sem hún ávann sér í þeirri ágætu
mynd. Marisa Tomei er annað smá-
stirni bandarískt sem lætur ljós sitt
skína í The Guru og stendur sig jafn-
vel enn verr, enda með hæfileikalaus-
ari leikkonum Hollywood-borgar og
hlutverk hennar ótrúlega kauðskt
(líkt og flest önnur), í ofanálag. Jimi
Mistry fer vonandi aftur í dansskóna
sína í Bombay, hann þarf að gera tals-
vert betur til að upplifa ameríska
drauminn.
Klámmyndastjarnan
og kynlífsgúrúinn
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Laugarásbíó
Leikstjóri: Daisy Von Scherler Mayer.
Handrit: Tracy Jackson. Kvikmyndatöku-
stjóri: John de Boman. Tónlist: David
Carbonara. Aðalleikendur: Jimi Mistry,
Heather Graham, Marisa Tomei,
Christine Baranski, Sanjeev Bhaskar,
Bobby Cannavale, Michael McKean 90
mín. Universal. England 2002.
THE GURU
Í The Guru reynir Indverjinn ungi
Ramu að feta í fótspor landa síns
Apu úr The Simpsons en á ekki er-
indi sem erfiði.
Sæbjörn Valdimarsson
NÝJASTA mynd Robertos Benign-
is, sagan sígilda um spýtustrákinn
Gosa, setti nýtt aðsóknarmet þegar
hún var heimsfrumsýnd á Ítalíu um
helgina en fyrra metið átti Hringa-
dróttinssaga.
Gosi var sýnd í næstum því
þriðja hverju kvikmyndahúsi á
Ítalíu en alls sáu myndina um 1,1
milljón Ítala.
Líkt og í Lífið er dásamlegt, sem
færði Benigni Óskarsverðlaun fyr-
ir bestu erlendu mynd og besta leik
í aðalhlutverki, þá leikstýrir hann
Gosa og leikur aðalhlutverkið en
eiginkona hans, Nicoletta Braschi,
fer með hlutverk bláhærða álfsins.
Gosi slær met á Ítalíu
Sumir hafa lýst yfir þeim áhyggjum
sínum að Benigni sé helst til of
gamall til að leika Gosa en hann
verður fimmtugur 27. október.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR
7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin.
10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun
Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Frumsýning fö 25/10 kl 20 - UPPSELT
2. sýn Gul kort su 27/10 kl 20
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 20. okt kl 14, Su 27. okt kl 14
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Lau 19. okt kl 20, Lau 26. okt kl 20
ATH: Fáar sýningar eftir
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fö 18. okt kl. 20 - Aukasýning
Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning
Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fö 18/10 kl. 20, Lau 19/10 kl. 20,
Fi 24/10 kl 20, Fö 25/10 kl 20, Lau 26/10 kl 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Su 20/10 kl 20, Síðasta sýning
15:15 TÓNLEIKAR
Lau 19/10 Karólína Eiríksdóttir - CAPUT
Nýja sviðið
Leikferð
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
PÍKUSÖGUR Á ÍSAFIRÐI
má 21. okt. kl. 17 og kl. 21 í Edinborgarhúsinu
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Lau 19/10 kl. 21 Örfá sæti
Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt
Sun20/10 kl. 21 Örfá sæti
Mið23/10 kl. 21 Aukasýning Uppselt
Fim24/10 kl. 21 Örfá sæti
Sun27/10 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 21 Uppselt
Fös 1/11 kl. 23 Laus sæti
Lau 2/11 kl. 21 Uppselt
Lau 2/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt
Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Lau 9/11 kl. 21 Uppselt
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 15/11 kl. 21 Laus sæti
Lau 16/11 kl. 21 Laus sæti
Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti
Fös 22/11 kl. 21 Laus sæti
í Loftkastalanum kl. 20
Miðasala:
552 3000
„Sprenghlægileg“
„drepfyndin“
„frábær skemmtun“
sun. 13
kl. 20,fös. 18/10
Miðnætursýning
kl. 23,
lokasýning
Grettissaga
föstudags-og laugardagskvöld
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
fös 18. okt. kl. 20, lau 19. okt. kl. 20, föst 25. okt. kl. 20, lau 26. okt. kl. 20
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
mið 16, okt, uppselt, fim 17. okt. uppselt, sun 20 okt. uppselt, þri 22. okt. uppselt,
mið 23. okt. uppselt, sun 27. okt. uppselt, þri 29. okt. uppselt, mið 30. okt. uppselt,
sun. 3. nóv. uppselt, mið. 6. nóv. nokkur sæti, sun 10. nóv. örfá sæti.
3. sýn. sun. 20. okt. kl. 14 örfá sæti
4. sýn. sun 27. okt. kl. 14 laus sæti
5. sýn. sun 3. nóv. kl. 14