Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 49
er jafnframt aðstoðarleikstjóri og
dansahöfundur, Jóhann Sigurðar-
son, Hinrik Ólafsson, Sveinn Þórir
Geirsson, Lára Sveinsdóttir og
Tinna Hrafnsdóttir.
Höfundur tónlistar er Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson og söngtexta
gerði Andrea Gylfadóttir. Búning-
arnir eru aldeilis skrautlegir eins
og hæfir Álfheimum en þá hannaði
María Ólafsdóttir.
SÖNGLEIKURINN Benedikt bú-
álfur í leikstjórn Gunnars Gunn-
steinssonar var frumsýndur í Loft-
kastalanum á laugardaginn en
hann er gerður eftir samnefndum
bókum Ólafs Gunnars Guðlaugs-
sonar.
Sagt er frá ævintýrum búálfsins
Benedikts og Dídíar mannsbarns í
Álfheimum. Benedikt býður Dídí
með sér í Álfheima þar sem þau
lenda í miklum ævintýrum, kynn-
ast m.a. Jósafat mannahrelli og
drekanum Daða sem er grænmet-
isæta. Í Álfheimum er hins vegar
ekki allt með felldu því svartálfa-
konungurinn Sölvi súri hefur tekið
upp á því að ræna Tóta tannálfi
sem passar upp á tennur álfanna í
Álfheimum.
Leikarar eru Björgvin Franz
Gíslason, Selma Björnsdóttir, sem
Með kveðju úr Álfheimum
Benedikt búálfur frumsýndur í Loftkastalanum
Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafs-
son, Jóhann Sigurðarson, Tinna
Hrafnsdóttir, Sveinn Þórir Geirs-
son, Lára Sveinsdóttir og Björgvin
Franz Gíslason leika í Benedikt bú-
álfi.
Dofri Hermannsson og Kolfinna Dofradóttir skemmtu sér á söngleiknum
eins og Jóna Guðrún Jónsdóttir og Una María Magnúsdóttir.
Morgunblaðið/Jim Smart
MIKIL gróska í er útgáfu á barna-
bókum á Bretlandseyjum um þessar
mundir enda lærðist mönnum holl
lexía í kjölfar Harry
Potter-æðisins; börn
hafa gaman af að lesa
ef þau fá í hendurnar
skemmtilegar bækur
en ekki náttúrulaus-
ar kennslubækur
sem dulbúnar eru
sem „hjartnæm“ æv-
intýri. Hvað er að því að lesa um
hetjur sem glíma við þríhöfða þursa
(átthöfða þursa!), nornir, drauga og
bandbrjálaðar mannætur?
Bækurnar sem hér eru gerðar að
umtalsefni, The Doomspell og The
Scent of Magic, eftir Cliff McNish eru
einmitt passlega ógurlegar, upp fullar
með grimmlyndum (og ógeðslegum)
nornum, æsispennandi flótta, tvísýnni
baráttu og blóðugum átökum. Þegar
við bætist að viðkomandi söguhetjur
þurfa að glíma við sjálfar sig til að ná
árangri skyldi engan undra að bæk-
urnar hafi náð metsölu í heimaland-
inu.
Sagan í fyrstu bókinni, Doomspell,
gengur í nokkrum orðum út á það að á
plánetu langt í burtu býr hræðileg
norn sem hefur gert alla íbúa plán-
etunnar að þrælum sínum. Sér til
dundurs rænir hún jarðarbörnum til
að þjálfa sem þræla og ná valdi á
göldrum þeirra, en velflest jarðar-
börn bera galdrahæfileika í sér. Þar
kemur að hún rænir systkinunum
Rachel og Eric en hefði betur látið
það ógert því Rachel býr yfir meiri
galdramætti en nornin illa, Drag-
wena, og ekki er bara að Rachel er
sterkari en nornin átti von á heldur
býr Eric yfir galdrakrafti sem hún
hefur ekki áður rekist á.
Skemmst er frá því að segja að
Dragwena fær makleg málagjöld,
nema hvað, en hún á sér ættingja sem
leita hefnda og setjast að á norður-
pólnum þar sem þær skipuleggja ill-
virki sín. Frá því er sagt í seinni bók-
inni, The Scent of Magic, sem kom út
á þessu ári, en í lok þeirrar bókar er
ljóst að aðal orrustan er eftir. Eftir
sögulokum verða menn þó að bíða
eitthvað enn, því þriðja bókin er rétt
komin út ytra og er innbundin.
Grimm-
lyndar
ógeðslegar
nornir
The Doomspell og The Scent of Magic,
fyrstu bækurnar í Doomspell þríleiknum
eftir Cliff McNish. The Doomspell er 217
síðna kilja og The Scent of Magic 215
síður, einnig kilja. Dolphin gefur út, fyrri
bókina 2001 og þá seinni 2002. Fást
báðar í Máli og menningu.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
ÞAÐ ER skammt stórra högga á
milli hjá Ragnhildi Gísladóttur. Ný-
verið lauk hún við að gera tónlist-
ina í nýjustu kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur Stella í framboði
jafnframt því að koma fram á eft-
irminnilegum tónleikum Stuð-
manna í Þjóðleikhúsinu sem haldn-
ir voru í síðustu viku.
Daginn eftir síðari þjóðleik-
hústónleikana hélt hún svo til Jap-
ans þar sem hún hefur þegar haldið
nokkra tónleika og komið fram í
stærstu sjónvarpsstöð landsins, rík-
issjónvarpsstöðinni NHK.
Ragga tekur þátt í nokkrum tón-
leikum með einum slagverksmanni
í Japan, Stomu Yamash’ta, en hann
hefur gefið út fjölda hljómplatna,
samið tónlist við kvikmyndir og
starfað með listamönnum á borð við
Steve Winwood, Ryuichi Sakamoto
o.fl. Það voru hljómplötur með
Röggu á borð við Baby og Human
Body Orchestra sem vöktu athygli
Stomu og leiddu til þessa samstarfs.
Þá kemur Ragga fram ásamt gjörn-
ingakonunni Önnu Richards frá
Akureyri, en Einar Már Guðvarð-
arson myndlistarmaður og Ingi-
mundur Sigfússon sendiherra hafa
haft veg og vanda af skipulagningu
ferðarinnar.
Japansferð Röggu og félaga
hófst í Kyoto og endar 23. október.
Ragnhildur fékk tækifæri til að vinna með japanska tónlistarmanninum
Stomu Yamash’ta.
Ragga Gísla í Austurlöndum fjær
Kom fram á
stærstu sjónvarps-
stöð Japans
Japanska ríkissjónvarps-
stöðin NHK bauð japönsku
þjóðinni upp á að kynnast
tónlist Ragnhildar Gísladótt-
ur á dögunum.
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Vit 444
1/2
Kvikmyndir.is
AL PACINO
ROBIN WILLIAMS
HILARY SWANK 1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
1/2
HK. DV
1/2
Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
1/2
Kvikmyndir.is
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
34.000
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Vit 453
Ef þú ert að leita
að sannleikanum
þá ertu ekki á
réttum stað
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Vit 427
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd í lúxussal kl. 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 454
AL PACINO ROBIN WILLIAMS
HILARY SWANK
AKUREYRI
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8.
KEFLAVÍK
Frábær spennumynd með Val Kilmerfyrir þá sem fíluðu
Memento.. Brjáluð tónlist í myndinni með m.a.
ChemicalBrothers og Moby.
Fráb r spennu ynd eð Val Kil er f i fíl
Memento.. Brjáluð tónlist í myndinni með .a. Chemical
Brothers og M by.
www.sambioin.is
Sýnd kl. 10.15.
bl
V
Frá leikstjóra Memento.
Frá framleiðendum Ocean’s Eleven og Traffic.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6.
Hafið
Big Fat Liar
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 8.
Big Trouble
Clockstoppers
M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E
Kvikmyndir.isSG. DV
GH Kvikmyndir.com
HL. MBL
Frábær fjölskyldumynd
frá Disney um
grallarann Max
Keeblesem gerir
allt vitlaust í
skólanum sínum!
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
1/2
Kvikmyndir.is
MBL
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 427 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. Vit 433
HJ Mbl
1/2HK DV
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 444
24Hour Party people THE BOURNE INDENTITY