Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.10.2002, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Háhraðasítenging við Netið ÚTGJÖLD ríkisins munu aukast um hundruð milljóna króna á ári vegna úrskurðar kjaranefndar um kjör heilsugæslulækna frá því í gær. Að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra má lauslega áætla að kostnaðaraukinn sé allt að 300 milljónir króna á ári en hann segir að nákvæmir útreikn- ingar liggi þó ekki enn fyrir. Hann segir að meta megi launahækkanir lækna samkvæmt úrskurðinum að meðaltali 17–20% en kjörin séu af- ar einstaklingsbundin. Formaður Félags íslenskra heimilislækna, Þórir Björn Kol- beinsson, segir að misgóðar kjara- bætur felist í úrskurðinum og þar sé ekki tekið á meginkröfu heimil- islækna um starfsréttindi á borð við aðra sérfræðinga. Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík fagn- ar úrskurðinum. Heilbrigðisráðherra telur úr- skurðinn bæta kjör heimilislækna verulega og færi kjör þeirra nær öðrum læknum sem samið hafa að undanförnu. „Ég trúi því ekki öðru en að þetta verði til þess að menn verði ánægðari með sitt kjaraum- hverfi,“ segir Jón og telur að úr- skurðurinn geti orðið til þess að gera kjör, sem standa læknum til boða í heilsugæslunni, meira að- laðandi og efli hana eins og að hafi verið stefnt. „Ljóst er að veruleg útgjöld eru þessu samfara. Ég reikna með að sama regla gildi um þetta eins og um aðra kjarasamn- inga að stofnanir standi undir þeim, eins og gildir um kjarasamn- inga sem gerðir eru af kjaranefnd ríkisins. Með úrskurðinum er kom- ið til móts við kröfur læknanna. Þeir fá möguleika á að vinna að hluta til undir gjaldskrársamningi innan vébanda heilsugæslunnar. Þar er því stigið skref þótt það mæti ekki ítrustu kröfum þeirra sem sagt hafa upp og hafa lagt áherslu á núllstillta gjaldskrár- samninga,“ segir heilbrigðisráð- herra. Í samráði við fjármálaráðu- neytið verða áhrif úrskurðarins metin á næstu dögum og viðbót- arframlög ákveðin til einstakra stofnana og heilsugæslustöðva. Þórir Björn Kolbeinsson segir að ef heilbrigðisráðuneytið ætli að láta úrskurð kjaranefndar nægja í þeirri viðleitni að bæta kjör heim- ilislækna þá muni það ekki leysa deiluna. Til þess þurfi að koma breyting á starfskjörum þannig að heimilislæknar geti valið milli þess að reka eigin stofur eða starfa á heilsugæslustöð. Þórir óttast að úrskurðurinn verði ekki til þess að þeir heilsugæslulæknar sem sagt hafi upp störfum, t.d. á Suðurnesj- um og í Hafnarfirði, dragi upp- sagnir sínar til baka. Heilbrigðisráðherra segir lækna mega vel við úrskurð kjaranefndar una Allt að 300 milljóna viðbót fyrir ríkið á ári  Geta valið/6  Ekki er tekið/12 BÆÐI tilhlökkun og eftirvænting sveif yfir vötnum hjá krökkunum í 1. bekk í Grunnskólanum á Blönduósi þar sem þau biðu komu forsetans í gær. Ekki hafði það dregið úr spenningi þeirra að hafa séð forsetabílinn aka í fylgd lögreglubíla um bæinn á leið á Skagaströnd fyrr um morguninn. Krakkarnir sögðust hafa tekið þátt í æfingum í íþróttahúsinu vegna komu forsetans og voru raunar nýkomin af „general- prufu“ þar sem þau sungu m.a. Maístjörnuna. Þótt nemendurnir í 1. bekknum séu ekki nema sex ára voru þeir alveg með það á hreinu hvað forseti Íslands heitir og sögðust kannast vel við hann og Dorrit úr sjónvarpinu og Morgunblaðinu. Og þau vissu líka að „fréttakallarnir“ kæmu með forsetanum. „Nei, það er ekkert erfitt að syngja Maístjörnuna, við erum búin að æfa svo mikið. Fyrst lásum við ljóðið og svo sungum við það bara aftur og aftur þang- að til við kunnum það.“ Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir forsetanum RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær og var veiði fremur léleg fyrsta veiðidaginn, samkvæmt upp- lýsingum blaðsins. Björgunarsveit Biskupstungna var kölluð út seint í gærkvöldi til aðstoðar við tvær rjúpnaskyttur er fest höfðu jeppa- bifreið sína við Fagradalsfjall, skammt fyrir ofan skálann Þriðja ríkið. Ekki með byssuleyfi Björgunarsveitarmenn voru á leiðinni á vettvang þegar Morgun- blaðið fór í prentun en að sögn þeirra amaði ekkert að rjúpna- skyttunum. Veður var ágætt á þessum slóðum en blautur jarðveg- ur. Lögreglan á Húsavík kærði í gær einn rjúpnaveiðimann fyrir utan- vegaakstur á Þistilfjarðarfjallgarði og tók annan á svipuðum slóðum vegna brota á skotvopnalöggjöfinni. Sá var hvorki með veiði- né byssu- leyfi og var kærður. Þá var þriðji veiðimaðurinn tekinn á heiðum upp af Mývatnssveit fyrir að vera með ólöglegt skotvopn sem hafði pláss fyrir of mörg skot í skotgeymi. Rjúpnaskyttur festust á jeppa MIKIL óánægja kom fram á Kirkju- þingi í gær um tilboð kirkjumálaráð- herra vegna uppgjörs og afhending- ar prestssetra. Tilboðið hljóðar upp á 150 milljónir króna og felur m.a. í sér að þjóðkirkjan afsali sér rétti til bóta fyrir allar þær eignir sem geng- ið hafa undan prestssetrum meðan ríkið hafði umsjón með þeim. Í skýrslu prestssetranefndar kemur fram að í tilboðinu felist einnig af- hending Þingvalla án þess að boðin sé úrlausn fyrir prestssetrið. Tilboð- inu var alfarið hafnað af kirkjuþings- mönnum. Prestssetranefnd og fulltrúar dóms- og kirkjumálaráðherra hafa átt í viðræðum frá síðasta Kirkju- þingi um hvernig best sé að ganga frá afhendingu prestssetranna, en frá árinu 1907 hafa þau verið í um- sjón ríkisins. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði á þinginu í gær að sú upphæð sem kirkjumálaráðherra hefði boðið væri sú sama og ríkið hélt eftir af sóknar- og kirkjugarðsgjöld- um á síðasta ári. Óánægja með tilboð ráðherra  Upphæðin móðgandi/4 Kirkjuþing REGLUR hér á landi veita of mikið svigrúm til skapandi reikningsskila og regluverkið gæti verið betra. Þetta kom fram í máli Stefáns Svav- arssonar, endurskoðanda og dósents við Háskóla Íslands, en hann flutti ræðu um skapandi reikningsskil á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær, en með skapandi reikningsskilum er átt við að upplýs- ingum í reikningsskilum fyrirtækja sé hagrætt til að draga fram sem besta mynd af rekstri þeirra. Stefán sagði að þótt ýmislegt mætti betur fara væri hann þeirrar skoðunar að ástand reikningsskila- mála væri tiltölulega gott hér á landi. Hann nefndi nokkur dæmi um það sem væri ábótavant, til að mynda að samkvæmt íslenskum lögum væri heimilt að meta birgðir á síðasta inn- kaupsverði, en það væri ekki í sam- ræmi við alþjóðlegar reglur. Einnig væri heimilt að meta skammtímaverðbréf á markaði ann- aðhvort á kostnaðarverði eða mark- aðsverði, sem væri ekki heldur í samræmi við alþjóðlegar reglur. Þá væri ekki ljóst samkvæmt íslenskum reglum, kysu fyrirtæki að meta skammtímaverðbréf á markaðs- verði, hvort matsbreytingin ætti að fara um rekstur eða eigið fé, þótt það sýndist af frumheimildinni sjálfri, Evróputilskipuninni sem lögin byggðust á, að það ætti að fara um eigið fé. Stefán sagði einnig að fyr- irtæki gætu valið hvort þau beittu hlutdeildaraðferð eða ekki, sem sé ekki í samræmi við alþjóðlegar regl- ur, og hið sama gilti um reglur um af- skrift viðskiptavildar, þær væru í ósamræmi við alþjóðlegar reglur. Reglum um reiknings- skil áfátt hér á landi  Skapandi/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.