Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ blautu barnsbeini varFrida Kahlo sérlunduð,eigingjörn og gædd óvenju-legum hæfileikum. Þrátt
fyrir háskaleg veikindi og áföll
hélt hún ótrauð áfram á listabraut-
inni og aflaði sér heimsfrægðar.
Saga hennar er hér lögð í munn
yngri systurinni, Cristinu, og er
hér gripið niður í frásögninni eftir
að Frida og Rivera eru flutt bú-
ferlum til Bandaríkjanna.
Frida skrifaði ekki aftur á næst-
unni. Hún var farin að mála á ný
því hún hafði nægan tíma og iðu-
lega gat hún ekki farið í göngu-
ferðir vegna slæmsku í fætinum.
Hún málaði andlitsmynd af
Eloesser, eina sína lélegustu að
mínu mati. Hann lítur út eins og
illa gerð brúða, hausinn alltof stór
miðað við skrokkinn og eins og
festur við hann á einhvern klaufa-
legan hátt, eins og hann sé límdur.
Hún málaði Evu Fredrick, svert-
ingjakonu með há, framstæð kinn-
bein og ávalan líkama. Frida var
hrifin af svertingjum. Hún hélt því
fram að þeir væru eins og indíánar
– fallegir, gáfaðir, ættu ríkulega
menningararfleifð og fína fólkið
léti eins og þeir væru ekki til.
Hin tilbiðjandi eiginkona
Sú mynd frá þessu tímabili sem
mér þykir mest til koma er sú sem
hún málaði af Luther Burbank,
manni sem gerði tilraunir á
plöntum. Hún málaði hann sem
jurt, með gildum stofni, rótum sem
seildust víða og voldugum grænum
blöðum. Hún málaði líka brúð-
kaupssenu af sjálfri sér og Diego í
gamaldags stíl, svona eins og mað-
ur sér á búgörðum, þau standa
undir áróðursborða og hún kallar
hann „minn heittelskaða eigin-
mann, Diego“. Hún var farin að
falla inn í það hlutverk, skilurðu.
Ég á við, hlutverk hinnar tilbiðj-
andi konu. „Hann Diego minn
þetta, hann Diego minn hitt …“
Sjáðu bara þetta bréf:
San Francisco, 15. ágúst 1931.
Elsku, besta Kity.
Ég skrifa stutt í þetta sinn því
ég er að undirbúa stóra sýningu!
Mína eigin! Trúirðu þessu? Í New
York! Það hefur svo margt gerst
síðan ég skrifaði síðast. Sumarið
er dásamlegt hérna þótt ég hafi
ekki getað farið í gönguferðir um
hæðirnar eins og ég hefði viljað
vegna þess hve slæm ég er í fæt-
inum. Vesalings litla tvíburasystir
þín er svona hræðilega óheppin
með útlimina á sér. Hvað ég vildi
óska að ég væri eins falleg og
heilsuhraust og þú! Við Diego höf-
um bæði unnið eins og óð, sér-
staklega ég, af því að ég verð að
hafa allt á hreinu innan viku vegna
sýningarinnar. Þetta er ógurlega
spennandi. Hérna í San Francisco
eru allir stórhrifnir af myndunum
mínum, allir vilja eignast mynd!
Ég ræð varla við eftirspurnina því
við verðum einfaldlega að hafa
tíma fyrir samkvæmislífið. Ég er
að verða ansi sjóuð í þessum
veislum þeirra, darling, þótt ég
þoli þær ekki því Kanar eru svo
hræðilega leiðinlegir. Þeir eru allir
eins og soðin, hvít hrísgrjón, sem
minnir mig á það að enginn hérna
kann að búa til mat. Það eina sem
Detroit í árslok 1931, held ég, eða
kannski 1932. Diego fékk gríðar-
stórt verkefni hjá amerískum
kaupsýslumanni. Hann hét Ford,
þú veist, sá sem framleiðir bílana.
Ekki Henry Ford. Edsel Ford.
Furðulegt nafn, finnst manni.
Diego keypti einu sinni bíl fyrir
Fridu og hann keypti alveg eins
bíl handa mér. Ford vildi að Diego
málaði nokkrar veggmyndir til
dýrðar bílaframleiðslunni. Þetta
var auðvitað nákvæmlega í stíl
Diegos, því þarna gæti hann sýnt
menn að störfum, menn með
óhrein andlit og spennta vöðva,
allt framleiðslustandið, verkalýð-
inn, öreigana, göfugleika svitans.
Viva Marx! Viva Zapata! Diego var
svo upptekinn af vélum, verk-
smiðjum, öllu nútímalegu, öllu sem
snerti framfarir. Hvers konar nafn
er þetta Edsel eiginlega?
Jæja, þau komu til Detroit og
fóru rakleiðis á Wardell-hótelið
þar sem maður getur hvort heldur
sem er fengið fullkomna þjónustu,
þvott og hvaðeina, eða verið með
eigið eldhús og séð um matinn fyr-
ir sjálfan sig. Frida þoldi ekki am-
erískan mat. Hún krafðist þess að
fá að elda mexíkóskan mat og hélt
því fram að allt sem Kanarnir
gerðu væri á bragðið eins og
blautt gifs. Þau fluttu á þetta ofsa-
lega fína hótel með allt sitt drasl,
málningu Diegos, Tehuana-kjóla
Fridu, tröllaskó Diegos, lyfjaskáp
Fridu, brennivín Diegos.
Engir gyðingar
„Vitið þið hvað gerir þetta hótel
svona fínt?“ spurði Bill Regginer
þau. Hann fjármagnaði Listastofn-
unina í Detroit.
„Hvað?“ spurði Diego.
„Þeir neita gyðingum um inn-
göngu.“ Hann hélt að þetta væri
sniðugt. Regginer, meina ég. Eins
og hann væri að veita þeim inn-
göngu í einhvers konar leyniklúbb.
En Fridu leið eins og ísalur
hefði verið rekinn í hálsinn á
henni. „Maður losnar aldrei undan
þessu,“ sagði hún við mig seinna.
„Það fylgir manni alltaf.“ Bölvun
Guillermos Kahlo, eins og ég kalla
það.
Svo hvað heldurðu að Diego hafi
gert? Hann fór til hótelstjórans og
sagði: „Mér er sagt að þið takið
ekki við gyðingum hérna.“ Hann
talaði frönsku. Frida varð að túlka
fyrir hann.
„Rétt er það,“ sagði náunginn.
„Staðreyndin er að þetta er eitt
fínasta hótelið í Detroit. Við getum
ekki leyft okkur neina lausung.“
„Jæja, fyrst svo er verðum við
Carmen að fara því við erum bæði
gyðingar.“ Hann var farinn að
kalla Fridu „Carmen“ því nasism-
inn var að grípa um sig og það var
ekki heppilegt að heita þýsku
nafni. Kjálkinn á vininum hlýtur
að hafa sigið tvö fet niður úr gólf-
inu. Diego var frægasti listamaður
í heimi og það var til mikils sóma
fyrir hótelið að hafa hann þar.
„Það getur ekki verið …“ stam-
aði hótelstjórinn.
„Ja, svona er það nú bara!“
sagði Diego hlæjandi. „Við förum
rakleiðis upp og byrjum að pakka
nema þið breytið um stefnu!“
„Staðreyndin er að þetta er ekki
beinlínis stefna – það er bara að
…“ Diego var búinn að flæma
manngreyið út í horn og naut þess
að sjá hann engjast.
„Ég meina, það er ekki mín
stefna … ég verð að hafa samband
við – ég meina, við, það er að
segja, það er stjórnarnefnd …“
„Um að gera að athuga málið,
en ef þið hafið ekki breytt um
stefnu fyrir kvöldið verðum við
farin í fyrramálið.“
Jæja, kreppan var ennþá í al-
gleymingi og viðskiptin sem frægð
Diegos Rivera sköpuðu skiptu þá
miklu máli. Niðurstaðan varð sú að
þeir breyttu ekki einasta um
stefnu heldur lækkaði prísinn á
íbúðinni úr 185 dölum í 100 á mán-
uði. Diego taldi sig hafa sigrast á
kynþáttafordómum.
Frida og Diego. Myndin er tekin á árunum 1930—1933.
þeir éta er hálfhrátt kjöt – mann
flökrar af því einu að sjá það.
Í vikunni sem leið vorum við
boðin í mat hjá Jerome Pattison
og frú, miklum listvinum. Þau eru
búin að kaupa þrjár myndir eftir
Diego og ætla jafnvel að kaupa þá
fjórðu. Hún var í níðþröngum kjól
sem var um það bil þremur núm-
erum of lítill og bylgjandi silki-
skikkju yfir sem hún ímyndaði sér
greinilega að skapaði sviflétt yf-
irbragð. Þetta minnti mig miklu
frekar á þvott sem hangir á snúru
og blaktir í golunni. Hvað um það,
þau rausuðu stanslaust um réttindi
verkamanna og fleira sem þau
hafa ekki hundsvit á. Ég var að
drepast úr leiðindum þar sem ég
sat og dreypti á víninu, svo ég
sagði loksins mjög einlægri röddu:
„Heyrið, ég veit um mann sem átti
við mjög alvarlegt vandamál að
stríða.“
Það sló þögn á hópinn, augu
allra beindust að mér og þau biðu
þess að ég segði eitthvað eftir-
minnilegt um kjör atvinnulausra.
„Já,“ sagði ég, „mjög alvarlegt
vandamál.“
Allir störðu á mig. Það voru
komnir kippir í munnvikin á
Diego. Ég vissi að hann var að
berjast við að halda niðri í sér
hlátrinum.
„Svo hann fór í apótek og sagði
við afgreiðslustúlkuna: „Ég glími
við ákveðið vandamál og þarf að
ræða við lyfjafræðinginn.“
„Ég er lyfjafræðingurinn,“ sagði
stúlkan.
„Ja, þetta er mjög persónulegt,“
sagði hann. „Ég vildi helst fá að
tala við karlkyns lyfjafræðing.“
„Ég er eini lyfjafræðingurinn
hér,“ sagði hún. „En þú þarft ekki
að vera neitt feiminn við mig. Ég
er með gráðu í lyfjafræði og tek öll
slík mál faglegum tökum. Við syst-
ir mín eigum fyrirtækið saman.“
„Jæja,“ sagði maðurinn, „vand-
inn er sá að ég þjáist af stand-
pínu.“
„Standpínu, jæja, já,“ sagði
lyfjafræðingurinn.“
Þú verður að ímynda þér þetta,
Cristi. Allir horfðu á mig flissandi.
Liðið var búið að þjóra í marga
klukkutíma og allir orðnir rallhálf-
ir. Diego var búinn að missa stjórn
á sér og farinn að hlæja upphátt.
„„Er eitthvað til við þessu?“
spurði maðurinn.
„Ja,“ svaraði lyfjafræðingurinn,
„ég ætla að ráðgast við systur
mína.““
Hérna lét ég koma eins konar
„kúnstpásu“ til að auka spennuna.
Svo hélt ég áfram:
„Eftir nokkra stund kom lyfja-
fræðingurinn aftur og sagði:
„Jæja, ég er búin að ræða við syst-
ur mína og við getum boðið þér tvo
þriðju hluta í fyrirtækinu og þrjá-
tíu prósent af tekjunum!““
Ég get sagt þér, Kity, að allir
bókstaflega veltust um af hlátri.
Þú hefðir átt að sjá þau! Svo fóru
allir að segja klúra brandara, jafn-
vel sú ráðsetta frú Pattison með
sitt hafragrautarfés. Ég sagði
hverja söguna á fætur annarri og
Diego ljómaði. Þegar við komum
heim fór ekki eins og ég óttaðist,
að hann húðskammaði mig fyrir að
hneyksla sína fáguðu og ríku vel-
Frida Kahlo, fjögurra ára stelpuhnokki
í september 1911.
Tvær Fridur, 1939.
gerðarmenn, heldur faðmaði hann
mig að sér og sagði að ég væri það
besta sem fyrir sig hefði komið.
Ég elska hann svo óskaplega,
Kity, meira en lífið sjálft. Þú bara
getur ekki ímyndað þér hvað það
þýðir fyrir mig að gera hann ham-
ingjusaman. Þessi reynsla kenndi
mér að tímasetningin er það sem
öllu máli skiptir. Þeir éta úr lófa
manns ef maður bara bíður með
dónaskapinn þangað til þeir eru
búnir að fá sér ærlega neðan í því.
Síðan þetta gerðist hafa sam-
kvæmin verið miklu skemmtilegri.
Og ekki spillir fyrir að Diego er
búinn með veggmálverkið sitt, orð-
inn miklu rólegri og getur varið
meiri tíma með mér. Kannski ég
lifi þessa dvöl af þrátt fyrir allt.
Elsku Kity, ég sakna ykkar allra
meira en þú getur ímyndað þér.
Gleymdu ekki að minnast litlu tví-
burasystur þinnar í bænum þínum.
Ég elska ykkur öll.
Frida
Þetta var auðvitað lygi. Hún var
alls ekki að kikna undan verk-
efnum. Hún seldi örfá málverk í
San Francisco og sýningin í New
York var fullkomlega misheppnuð.
Diego sagði mér það. Ég sagði
henni þó aldrei að ég vissi það.
Aldrei. Ég elskaði hana nefnilega.
Ég varð að vernda hana.
Veggmyndir til dýrðar
bílaframleiðslunni
En nú gerist sagan nokkuð
þokukennd. Frida og Diego fóru til
Mexíkóska listakonan Frida Kahlo átti litríka og
stormasama ævi. Hún hneykslaði marga með
taumlausu líferni sínu og stórbrotinni myndlist og
eru verkin mörg hver táknmyndir um sköpunar-
mátt og sigurvilja kvenna. Hjónaband Fridu og
listamannsins Diego Rivera vakti ekki síður umtal,
en það einkenndist af ást, afbrýðisemi og svikum.
Stormasöm
ævi Fridu
Frida er söguleg skáldsaga þar sem
ævisaga listakonunnar Fridu Kahlo er
lögð í munn yngri systur hennar,
Cristinu. Bókin er gefin út af JPV-
útgáfunni og er 415 bls. að lengd. Hún
er prýdd fjölda mynda af listakonunni
og verkum hennar.
Sjálfsmynd frá 1926, en Frida málaði
oft sjálfa sig.