Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 23 börn Haustið kemur haustið fer laufblöðin fjúka af trjánum. Það gerist oft í Skagaver að fuglarnir fljúga á tánum. Sigurður Heimir Guðjónsson, 8 ára Hjarðarlundi 6, Akureyri Það er ofsalega kalt. En samt svolítið svalt, því nú er komið haust og vindurinn kitlar mig laust. Alda Rún Ingþórsdóttir, 11 ára Rósarima 6, Reykjavík. Tvö haustljóð Einsog þið vitið er Stitch geimvera sem lenti á eyjunni Hawaii, þar sem hann kynntist Lilo. Hér hefur Kristín Jóhanna 9 ára, Lóuási 28 í Hafn- arfirði, teiknað hann í upphaflegum heimkynnum sínum. Rosa flott. Stitch í geimnum Það er greinilega æð- islegt að búa í Árbæn- um af þessari mynd af dæma sem hún Heiðdís Arna Pétursdóttir 9 ára sendi okkur, en hún á heima þar í Brekkubæ 19. Húsið mitt  Í dag hefjast barnadjasstónleikar kl. 16 í Hásölum, safnaðarheimili Þjóð- kirkjunnar í Hafnarfirði, með Önnu Pál- ínu og félögum. En margir þekkja Önnu Pálínu og skemmtilegu lögin hennar um Krúsilíus, Bullutröllin, Lobbu og Larfa-Jón, Emil undraorm, Umskiptinginn og margar fleiri furðu- verur. Og sumir muna kannski eftir tónleikunum í fyrra í Ráðhúsi Reykja- víkur sem voru svo skemmtilegir. Aðgangseyrir er 800 krónur, en eins og ávallt á barnatónleikum Önnu Pálínu er frítt er fyrir fullorðna í fylgd með börnum! Barnadjass Fjólublár og flottur Tveir frumlegir teiknarar lituðu sína Stitcha fjólbláa, einsog sjá má á þess- um flottu myndum. Gunnar Birnir 8 ára, Kaplaskjólsvegi 57a, tússlitaði sinn mjög flott. Og Guðrún Jó- hannsdóttir 10 ára, Há- túni 14, Keflavík, litaði sinn með trélitunum og hafði augun meira að segja græn! Æðislegt! Gaman, gaman Verðlaunaleikur vikunnar Skilafrestur er til sunnudagsins 27. okt. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 3. nóv. Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Ísöld - Vinningshafar Arnar Þór Halldórsson, 8 ára, Hulduhóli 2, 820 Eyrarbakka. Atli Arnarsson, 6 ára, Bólstaðarhlíð 44, 105 Reykjavík. Bjarki Þór Friðgeirsson, 5 ára, Sigurhæð 4, 210 Garðabæ. Bryndís Þóra, 8 ára, Norðurtúni 4, 230 Keflavík. Fannar Óli Friðleifsson, 4 ára, Holtsgötu 5, 220 Hafnarfirði. Ólöf Svala Magnúsdóttir, 6 ára, Birkihvammi 15, 200 Kópavogi. Sólný Sif Jóhannsdóttir, 6 ára, Faxabraut 35a, 230 Keflavík. Sævar, Aron og Jón, 6, 11, og 10 ára, Fjarðarbraut, 755 Stöðvarfirði. Thelma Ósk Þórisdóttir, 2 ára, Suðurhólum 18, 111 Reykjavík. Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 2 ára, Dimmuhvarf 21, 201 Kópavogi. Spurning: Hvað heitir flokkurinn hans Péturs Pan? ( ) Labbakútarnir ( ) Villtu pjakkarnir ( ) Týndu drengirnir! Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Allir þekkja Pétur Pan, strákinn sem bjó í Hvergilandi og vildi ekki fullorðnast. Hann er hér kominn ásamt félögum í nýju og spennandi ævintýri sem heitir Pétur Pan: Aftur til Hvergilands. Taktu þátt í léttum leik og þú gætir unnið! 10 heppnir krakkar fá eintak af myndinni með íslensku tali. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið í Ísaldarleiknum, teiknimyndina á myndbandi með íslensku tali! Halló krakkar! Sendið okkur svarið, krakkar! Utanáskriftin er; Barnasíður Moggans - Pétur Pan - Kringlan 1, 103 Reykjavík. Jóna, dóttir Vöndu úr fyrri myndinni um Pétur Pan, trúir hvorki á Pétur Pan né Hvergiland. En þegar Kobbi kló og sjóræningarnir hans ræna Jónu og fara með hana til Hvergilands verður hún að skoða hug sinn betur! Pétur Pan, týndu drengirnir hans og Skellibjalla verða að taka á honum stóra sínum til að klekkja á sjóræningunum! Myndin er nú fáanleg í verslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.