Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur lengi verið beðið eftir nýj- um Opel Vectra og nú er hann kominn á markað hérlendis. Bíllinn er gjör- breyttur í útliti enda ný kynslóð og jafnframt orðinn stærri og mun rúm- betri en áður og betur búinn. Enn sem komið er hafa einungis stallbakar borist hingað til lands en framleiðsla á langbaknum fer senn að hefjast. Stallbakurinn er eingöngu fá- anlegur fyrst um sinn með 1,8 lítra bensínvél og aðeins beinskiptur í fyrstu. Fenginn var til prófunar Vectra 1,8 Comfort og óhætt er að fullyrða strax að með nýrri Vectru hefur Opel tekið stórt stökk upp á við, jafnt í hönnun sem aksturseiginleik- um og þægindum. Þriðja kynslóðin Vectra kom fyrst á markað 1995 og var endurnýjuð 1999. Það er því þriðja kynslóð bílsins sem nú er verið að kynna og hann kemur inn á harðan markað stórra millistærðarbíla þar sem endurnýjunin hefur verið mikil að undanförnu. Þarna eru fyrir bílar eins og Ford Mondeo, VW Passat, Nissan Primera, Renault Laguna, Citroën C5 og Mazda 6. Vectra er nú mun betur búin í þessa samkeppni enda bílnum verið gjörbylt að öllu leyti. Bíllinn er með ávalan framenda og stórum framlugtum sem ná langt upp á vélarhlífina. Þetta er nýi Opel-svip- urinn sem menn eiga eftir að sjá í fleiri bílum fyrirtækisins, eins og t.a.m. Signum og Meriva. Hliðarlínan er há og framrúðan stór. Skottlokið er sömuleiðis stórt og Vectra státar af 500 lítra farangursrými, sem er það stærsta í þessum flokki bíla ásamt Ford Mondeo og Mazda 6. Það er þýskur nákvæmnisblær yfir hönnun- inni sem er með harðari línum en áður en jafnframt sportlegri. 10 cm lengri en áður Ný Vectra er 10 cm lengri en for- verinn og hjólhafið hefur stækkað um 5 cm. Fyrir vikið er bíllinn líka um- talsvert rúmbetri en eldri gerðin og verður þess ekki síst vart í aftursæt- um þar sem fótarýmið er gott. Það er klassi yfir mælaborðinu og allur frá- gangur og efnisval eins og best gerist. Komin er ný gerð stefnuljósaarms sem gæti ruglað menn í ríminu meðan þeir eru að venjast honum. Með því að ýta létt á arminn kviknar þrisvar á stefnuljósinu, nógu oft til að gefa öðr- um ökumönnum til kynna þegar skipt er um akrein t.a.m. á hraðbraut. Sé þrýst fastar á arminn blikkar stefnu- ljósið lengur og þegar bíllinn er réttur af slokknar á því. 1,8 lítra vélin skilar að hámarki 122 hestöflum. Vélin er hljóðlát – eða er það bara hljóðeinangrunin sem er svona góð - og dugar bílnum fyllilega með fimm gíra handskipta gírkassan- um. Hún skilar mestu á tiltölulega miklum snúningi. Gírskiptingin er lið- ug og ratvís. Góðir aksturseiginleikar Vectra hvílir á nýjum undirvagni sem státar af svokölluðu IDS-kerfi (Interactive Driving System). Í kerf- inu er að finna skrikvörn sem grípur inn í þegar ökumaður er kominn á hálan ís. Kerfið er ekki hægt að af- tengja, nema þá með því að fjarlægja öryggi í öryggjaboxinu. En kerfið er líka þannig gert að það grípur ekki inn í fyrr en algjör nauðsyn krefur og ökumaður verður því sjaldnast nokk- uð var við það. Með því að minnast á undirvagninn, sem er m.a. með nýjum hjólaupphengjum úr léttmálmi, er komið að kjarna nýrrar Vectru. Bíll- inn býður upp á einhverja bestu, al- hliða aksturseiginleikana í þessum stærðarflokki. Veggripið er aðdáun- arvert, undirstýring með minnsta móti og bíllinn leggur sig lítið í kröpp- um beygjum. Hann er léttur í stýri og svarar vel í stýri. Það er bæði að finna sportlega takta í aksturseiginleikunum en einn- ig þægindin sem jafnan fylgja stærri bílum, ekki síst vegna vel heppnaðrar hljóðeinangrunar. Þetta ásamt miklu rými, ríkulegum staðalbúnaði og sam- keppnishæfu verði gera Vectru að fýsilegum kosti. Samkeppnisfært verð Opel Vectra Comfort 1,8 kostar beinskiptur 2.190.000 krónur. Hann er eini bíllinn í sínum stærðarflokki með átta öryggisloftpúða sem staðal- búnað en að auki er í honum að finna ABS-hemlalæsivörn ásamt heml- unarátaksdreifingu, tölvustýrða spól- vörn, loftkælingu í miðstöð, fjölstill- anleg framsæti, hljómtæki með geislaspilara með fjarstýringu í stýri og átta hátölurum, 16 tommu dekk og margt fleira. Helstu keppinautar eru Ford Mondeo, sem kostar í Trend- útfærslu 2.165.000 kr., VW Passat Comfortline 2.0, sem kostar 2.280.000 kr. og Mazda 6 TS 2.0 með 141 hest- afla vél, sem kostar 2.290.000 kr. Mis- munandi búnaður fylgir öllum þess- um bílum. Morgunblaðið/Sverrir Ný Vectra er lengri og rúmbetri en fyrirrennarinn. Hljóðlát Vectra með góða aksturseiginleika Stallbakurinn er með 500 lítra farangursrými. Snotur innrétting, góður frágangur og efnisval einkenna Vectra. Einfaldir og þægilegir mælar. Op fyrir skíði eða lengri hluti. Stórar linsulugtir. Fjarstýring er í stýrinu. gugu@mbl.is                  ! "#"$ %"$ & $$ ' " (  ) * )+* % ," - $   . /* 0"   1"    .                  234444 ' $5 $ 6 $ 78   24 5 9$ 24 ; - <:24                  2:<444                   22 4444                 2234444                 2=34444        REYNSLUAKSTUR Opel Vectra Guðjón Guðmundsson Vél: 1.796 rsm, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 122 hestöfl við 6.000 sn./mín. Tog: 167 Nm við 3.800 sn./mín. Gírkassi: Fimm gíra handskiptur. Lengd: 4.596 mm. Breidd: 1.798 mm. Hæð: 1.460 mm. Hjólhaf: 2.700 mm. Eigin þyngd: 1.395 kg. Farangursrými: 500 lítrar. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS-EBD. Hröðun: 11,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 203 km/klst. Eyðsla: 7,7 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 2.190.000 kr. Umboð: Bílheimar. Opel Vectra Comfort 1,8i bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.