Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG ER voðalega stolt af þvíað vera frá Suður-Afríkuog segist alltaf vera aðfara heim þegar ég ferþangað. Tálknfirðingar
endurtaka þá stundum „heim“ með
spurnarhreim í röddinni. „Heim til
pabba og mömmu,“ segi ég yfirleitt
og þeir kinka kolli. Þegar ég fer
þaðan segist ég líka vera að fara
heim til Tálknafjarðar. Ég á ís-
lenskan mann og barn og er nýbúin
að fá íslenskan ríkisborgararétt.
Þú getur spurt mig hvort ég sé
meiri Suður-Afríkubúi eða Tálkn-
firðingur eða öfugt. Ég get ekki
svarað þér öðruvísi. Ég er bara það
sem ég er,“ segir Marion Gisela
Worthmann frá Suður-Afríku og
brosir góðlátlega.
Marion eða Maja eins og Tálkn-
firðingar kalla hana oftast er löngu
búin að læra að klæða sig eftir ís-
lenskri veðráttu. Hún hefur skotist
inn úr dyrunum í hlýrri ullarkápu
utan yfir peysu með háum rúllu-
kraga. Veðrið gefur heldur ekki til-
efni til annars þennan þungbúna
sunnudagseftirmiðdag á suður-
fjörðunum.
Ef satt skal segja er grátóna
myndin fyrir utan gluggann ákaf-
lega fjarlæg veðurfarinu í sunnan-
verðri Afríku. Sú spurning vaknar
hvers vegna í ósköpunum leið
ungrar stúlku frá landi eins og
Suður-Afríku hafi legið til jafnfjar-
lægrar eyju langt norður í Atlants-
hafi og Íslands.
Á leið til Bandaríkjanna
„Eins og algengt er meðal ungra
Suður-Afríkubúa lagðist ég í ferða-
lög að loknu framhaldsskólanámi.
Eftir að hafa ferðast talsvert um
Evrópu starfaði ég í dálítinn tíma á
ferðaskrifstofu í Þýskalandi. Ég
ætlaði að fara þangað aftur til að
vinna lengur á ferðaskrifstofunni
þegar ég lenti í erfðileikum með að
fá atvinnuleyfi og varð að hætta
við. Við vinkona mín vorum þó ekki
af baki dottnar og fengum fisk-
vinnu á Tálknafirði í gegnum vin-
konu okkar á Patreksfirði. Hug-
myndin var síðan að halda áfram
héðan til Bandaríkjanna eftir hálft
ár.“
– Og þú ert ekki farin enn.
„Nei,“ Marion kímir. „Ég kynntist
manninum mínum Steinari Arnar-
syni einum mánuði áður en ég átti
að fara í mars árið 1995. Sem betur
fer fékk ég tækifæri til að lengja
dvöl mína um 6 mánuði í viðbót og
eins og þú segir er ég ekki farin
enn. Ég skoða bara Disney-land
með Steinari og stráknum okkar
Tómasi Erich einhvern tíma
seinna! Þó að ég útiloki ekkert í
framtíðinni hef ég skotið rótum á
Tálknafirði. Ef fólk er jákvætt er
gott að búa hérna og alltaf nóg að
gera,“ segir Marion ákveðin á svip.
Glíman við tungumálið
„Takk,“ segir Marion feimnis-
lega þegar henni er hrósað fyrir
hvað hún tali góða íslensku. Hún
leynir því þó ekki að glíman við
tungumálið hafi tekið á til að byrja
með. „Ég átti í mesta basli með ís-
lenskuna fyrst eftir að ég kom
hingað. Þó hjálpaði mér töluvert að
ég er af þýskum ættum og þýska
var alltaf töluð á heimili foreldra
minna þegar ég var lítil stelpa.
Þýskan er alls ekki svo ólík ís-
lenskunni. Íslenskan kom líka með
tímanum og stóran þátt í því áttu
pabbi og mamma Steinars. Þau
tala ekki ensku og hafa verið voða-
lega dugleg að kenna mér íslensku
með því að tala hana hægt og ró-
lega.“
Ólíkar gáttir opnast
Eins og margir útlendingar í
sjávarbyggðum starfaði Marion við
fiskvinnslu fyrstu árin á Tálkna-
firði. „Ég vann í frystihúsinu þang-
að til ég var komin á steypirinn í
nóvember árið 1998. Tómas Erich
er svo óheppinn að eiga afmæli al-
veg síðast á árinu – þann 28. des-
ember. Fæðing hans markaði ekki
aðeins tímamót að því leyti að ég
varð mamma. Eftir að hann fædd-
ist hef ég fengið alls konar frábær
atvinnutilboð upp í hendurnar,“
segir Marion og ljómar. „Tómas
Erich var pínulítill þegar ég var
fyrst plötuð til að leika á orgelið í
kirkjunni. Núna leik ég reglulega
við messur á Tálknafirði og Bíldu-
dal og stundum á Barðaströndinni.
Ég fylgi prestinum hvert fótmál.“
Tómas Erich var heldur ekki
nema hálfs árs þegar Marion var
spurð hvort hún gæti kennt þolfimi
í íþróttahúsinu. „Hugmyndin var
að reyna að nýta íþróttahúsið bet-
ur,“ segir Marion. „Ég verð að við-
urkenna að mér leist ekki meira en
svo á blikuna til að byrja með.
Enda þótt ég hefði talsvert stund-
að þolfimi í Suður-Afríku og farið á
einstök námskeið á Tálknafirði
hafði ég aldrei velt því fyrir mér að
kenna. Fyrir þrábeiðni Þórunnar
Poulsen í íþróttahúsinu lét ég þó
undan að lokum. Ég fór að skoða
betur nokkrar þolfimispólur heima
og fór meira að segja á sérstakt
námskeið til Reykjavíkur til að
undirbúa mig fyrir starfið. Núna
kenni ég þolfimi í íþróttahúsinu
þrisvar sinnum í viku – tvo tíma á
mánudögum, einn tíma á miðviku-
dögum og föstudögum og þátttak-
an er bara ágæt miðað við fjöldann
í bænum. Hópurinn er svona 20
konur og dálítið misjafnt hversu
margar af þeim mæta í hvert
skipti.“
Kennari og nemandi
Þú hlýtur að hafa verið ánægð að
fá tækifæri til að prófa eitthvað
annað en fiskvinnuna? „Jú, ég held
samt að mamma hafi verið enn
ánægðari,“ segir Marion sposk á
svip. „Hún var alltaf að tala um að
ég gæti gert svo margt annað. Út-
lendingar verða náttúrulega bara
oft að láta sig hafa að vinna við allt
annað en hugur þeirra stendur til
fyrstu árin í nýju landi. Ekki verð-
ur heldur framhjá því litið að þeir
verða sjálfir að leggja sig fram um
að aðlagast og taka þátt í samfélag-
inu. Sumir útlendingar koma hing-
að í þeim einum tilgangi að vinna
sér inn peninga og fara síðan aftur
til heimalands síns. Á meðan þeir
hugsa svoleiðis verða þeir aldrei
hluti af samfélaginu.“
Marion segist hafa farið að vinna
á barnaheimilinu á Tálknafirði á
daginn þegar sonur hennar var
orðin 18 mánaða gamall. „Ég vann
á barnaheimilinu í eitt ár,“ segir
hún. „Þá bauðst mér tækifæri til að
kenna við tónlistarskólann. Eins og
með þolfimina var ég dálítið rög til
að byrja með. Ég hafði tekið 7.
stigið á píanó í Suður-Afríku og lít-
ið sem ekkert spilað frá 1990 fyrr
en ég byrjaði að spila á orgelið í
kirkjunni árið 1998. Ég tók að lok-
um þá ákvörðun að þiggja kenn-
arastöðuna og drífa mig sjálf í
nám. Núna kenni ég 5 og 6 ára
börnum á blokkflautu í forskólan-
um og er með nokkra nemendur í
einkatímum á píanó. Sjálf stefni ég
að því að ljúka kennararéttindum.“
Heimþrá í myndum
„Sumarið líður alltof hratt,“ seg-
ir Marion þegar hún rifjar upp
hverju hafi verið erfiðast að venj-
ast. „Kuldinn var erfiður. Myrkrið
jafnvel enn erfiðara. Ég fékk oft
heimþrá fyrstu árin. Með tímanum
gerir hún sjaldnar vart við sig
nema náttúrlega þegar ég skoða
myndir frá Suður-Afríku. Fyrstu
árin fór ég venjulega einu sinni á
ári til Suður-Afríku. Eftir að ég
stofnaði fjölskyldu hef ég látið
nægja að fara annað hvert ár. Syst-
ur mínar þrjár hafa allar heimsótt
mig hingað.“ Hvernig hefur þeim
litist á? „Mjög vel. Pabbi og
mamma ætluðu að koma næsta
sumar en urðu að hætta við því að
ein systra minna ætlar að gifta sig
í Suður-Afríku í ágúst. Þau verða
að skipuleggja brúðkaupið svona
langt fram í tímann af því að for-
eldrar kærasta hennar búa í Ástr-
alíu. Við ætlum að fara í brúðkaup-
ið.“
Ég sé að þú ert farin að hlakka
til! „Já, ekki spurning. Nú þarf ég
heldur ekki lengur að hafa áhyggj-
ur af því að vera stoppuð einhvers
staðar á landamærum út af suður-
afríska vegabréfinu því að ég fékk
íslenskan ríkisborgararétt í fyrra-
vetur. Í fyrrahaust þegar við kom-
um heim þurfti ég að bíða í heilan
klukkutíma í röð á einum landa-
mærunum á meðan Steinar og
Tómas Erich fóru beint í gegnum
annað hlið. Þegar síðan kom að
mér í röðinni tók mig langan tíma
að útskýra fyrir landamæravörð-
unum að ég byggi á Íslandi og
maðurinn minn og sonur biðu eftir
mér hinum megin. Þeir áttu erfitt
með að skilja að við værum sama
fjölskyldan af því að við erum öll
með sitt hvert eftirnafnið.“
Kröpp kjör í Suður-Afríku
Hafið þið velt því fyrir ykkur að
flytja til Suður-Afríku? Marion
dregur við sig svarið. „Ekki eins og
ástandið í Suður-Afríku er núna.
Launin eru lág og nauðsynjavörur
dýrar. Ekki er einu sinni víst að við
fengjum vinnu. Atvinnuleysi er
gríðarlegt og víða hafa verið settir
kvótar í tengslum við ráðningu
hvítra og svartra. Ef manneskja er
ekki annaðhvort hámenntuð eða
með sérstök sambönd er hæpið að
hún fái vinnu. Við viljum frekar
búa á Íslandi og leyfa okkur svolít-
inn munað á meðan við erum í Suð-
ur-Afríku. Venjulega erum við líka
dálítið langan tíma í einu þegar við
förum þangað. Ferðalagið er alltof
langt til að stoppa bara í fáeina
daga. Fyrst fljúgum við frá
Tálknafirði til Reykjavíkur, síðan
frá Keflavík til London, London til
Jóhannesarborgar og að síðustu
frá Jóhannesarborg til Durban en
þaðan er um 1,5 klukkustunda
akstur til pabba og mömmu í
Ramsgate. Allt ferðalagið tekur á
bilinu 3 til 4 daga.“
Marion er spurð að því hvort hún
hafi ástæðu til að óttast um öryggi
foreldra sinna í Suður-Afríku.
„Sjáðu til. Þegar ég var lítil var ég
sveitastelpa. Fjölskyldan bjó á
sveitabæ rétt fyrir utan bæinn
Ramsgate á austurströnd Suður-
Afríku. Eftir að ég settist að á Ís-
landi hafði ég stundum áhyggjur af
því hvað bærinn væri afskekktur.
Þess vegna varð ég líka mjög
ánægð þegar pabbi og mamma
tóku ákvörðun um að flytja inn í
bæinn fyrir stuttu. Inni í þéttbýl-
inu er ekki eins mikil hætta á
glæpum og úti í sveitinni. Engu að
síður er full ástæða til að gæta sín.
Maður passar vel upp á seðlaveskið
sitt, gætir að því að læsa bílnum og
konur fara helst ekki einar út á
kvöldin. Ef gætt er að þessu öllu
saman er ekki svo mikil hætta á því
Ég er bara það sem ég er
Þolfimikennari, organisti,
tónlistarkennari og nem-
andi. Tálknafjörður væri
óneitanlega fátæklegra
byggðarlag ef hæfileika
Marion Giselu Worthmann
frá Suður-Afríku nyti þar
ekki við. Anna G.
Ólafsdóttir stóðst ekki
mátið að hitta Maju að
lokinni þjóðahátíð á
Tálknafirði fyrir skemmstu.
’ Útlendingar eru um 15% af öllum bæj-arbúum. Ef þeirra nyti ekki við er ekki einu
sinni víst að bærinn væri lengur á kortinu. ‘
Morgunblaðið/Finnur
Slappað af í faðmi sprækra kvenna eftir þolfimitíma í íþróttahúsinu. Aftari röð (f.v.): Þórunn Ösp Björnsdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Eygló Hreiðarsdóttir og
Fanney Hilmarsdóttir. Fremri röð (f.v.): Guðlaug S. Björnsdóttir, Freyja Magnúsdóttir, Carla Sofia de Jesus da Branca og Ýr Árnadóttir. Marion Gisela Worthman
liggjandi fremst.
’ Börnin komast of oft upp með að látareka á reiðanum og gera eins og þeim sýnist.
Slíkt kemur sér náttúrlega illa fyrir þau að
síðar meir í lífinu.“ ‘