Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 24
Fiennes-bræður og fjölskylduböndin Ralph Fiennes í Red Dragon og Joseph Fiennes í Killing Me Softly sem frumsýndar eru hérlendis um helgina  ÞRÁTT fyrir misjafnt gengi undanfarið fer því fjarri að Hollywood hafi misst trúna á Eddie Murphy. Hann hefur nú gert tveggja ára framleiðslu- samning við DreamWorks- fyrirtækið og nýtur þar gamalla kynna við stjórnanda þess Jeffrey Katzenberg, en þeir stóðu á árum áður að gerð smella á borð við 48 hrs. og Beverly Hills Cop. Murphy er þessa dagana að vinna að framhaldi smellsins Shrek fyrir DreamWorks og Daddy Day Care fyrir Revolution-félagið og birtist senn með Owen Wilson í I Spy, sem byggð er á vinsælum sjónvarpsþáttum 7. áratugarins. Murphy er ekki heillum horfinn Eddie Murphy: Hleypur á snær- ið. ÞAR sem Gurinder Chadha gekk út af öldurhúsi sumarið ’96, eftir að Gareth Southgate hafði brennt af enn einu úrslitavítinu fyrir enska landsliðið, og sá hvar fílefldir karlmenn sátu á gang- stéttum og grétu hástöfum eins og ungbörn rann upp fyrir henni ljós. „Hvernig væri að nota þennan yfirgengilega tilfinninga- þrungna testósterón-fulla heim karlmanna og demba eins og einni indverskri, tápmikilli stelpu beint inn í hann miðjan?“ Þar með var borin hugmyndin að Bend it Like Beckham, ein- hverjum óvæntasta smelli breskrar kvikmyndagerðar í lengri tíma, lítilli mynd sem sló rækilega í gegn í heimalandinu og velti um leið upp fleiri spurn- ingum um breskt samfélag en kannski flestar aðrar myndir hafa gert á liðnum árum. Myndin fjallar um tvær 18 ára gamlar stelpur sem þrá það heit- ast að gerast atvinnukonur í fót- bolta. Önnur hefur fullan stuðn- ing frá föður sínum en þarf að glíma við móður sem hefur áhyggjur af kvenleika dótturinn- ar. Hin er af indverskum upp- runa og mætir skilningsleysi íhaldssamra foreldra sem hlusta ekki á annað en að dóttirin gangi öruggan menntaveginn og gerist svo trú og trygglynd eiginkona og húsmóðir sem kann að elda réttu karríréttina ofan í ind- verskan eiginmann sinn. En stelpurnar eru sjálfstæðari og staðfastari en svo að þær láti for- sjárhyggju foreldranna eyði- leggja drauma sína og þrár. Konur í karlaheimi Ekki einasta hefur myndinni verið hælt fyrir skemmtanagild- ið, heldur þykir hún velta upp þörfum réttindamálum, eins og rétti indverskra ungmenna til þess að velja sjálf framtíð sína og rétti kvenna til þess að iðka íþrótt sem karlmenn sátu lengi vel einir að. Það kemur því ekki á óvart að leikstjóri myndarinn- ar, Gurinder Chadha, bresk kona af indverskum uppruna sem fæddist í Nígeríu, hafi unnið við blaðamennsku og heimildar- myndagerð fyrir BBC áður hún sneri sér að gerð leikinna mynda. Áður en hún beindi spjótum sín- um að stelpuboltanum hafði legur tími í lífi manns en líka sá mikilvægast því þá eru teknar ákvarðanir sem koma til með að ráða mestu um hvað úr manni verður, hver lífsgildi manns eiga eftir að verða og hvaða mann mað- ur kemur til með að geyma. Í myndinni eru vísvitandi kynnt til sögunnar ólík viðhorf til þess hvað það er sem gerir unga stúlku að góðri konu.“ Eitt sinn blaðamaður, ávallt blaðamaður – Af gamanmynd að vera þá vekur myndin máls á óvenju mörg- um og áleitnum spurningum. Nokkuð sem virðist gefa til kynna að enn blundi heilmikill blaðamað- ur í höfundi. Chadha hlær við og segir svo að þar eigi blaðamaður sannarlega kollgátuna. „Þetta er einmitt vandamálið við það að hafa ein- hvern tímann verið blaðamaður. Maður getur ekki hætt því. Jafn- vel þegar ég er á vappi úti á götu og verð vitni að slagsmálum stend ég mig að því að hitna öll upp, fyll- ast forvitni og hungri eftir því að kynna mér nánar hvað sé á seyði, hver fréttin er. Það hefur alltaf verið ákveðin blaðamennska til staðar í kvikmyndagerð minni, ekki hvað síst í þessari mynd. Ég vil spyrja þarfra spurninga í myndum mín- um og jafnvel bjóða upp á einhver svör líka. Þótt myndin eigi að vera létt gamanmynd þá er ég um leið að fagna hinu fjölþjóðlega samfélagi sem byggir England samtímans. Þetta samfélag á vissulega við sín vandamál að etja og er síður en svo eitthvert fyr- irmyndarríki, en þessi suðupottur fjölþjóðlegrar menningar sem fyr- irfinnst í Lundúnum t.d. er fyrir mér lífið á þessari jörðu í sinni fegurstu mynd. Í þessum suðu- potti hef ég nærst og myndin er afrakstur þess.“ Varð að læra að elda indverskan Chadha segist þess fullviss að myndin gefi nákvæma og raun- sæja mynd af ensku samfélagi á 21. öldinni. Hún segist alveg hafa staðist þá freistingu að beita ýkj- um málflutningi sínum til stuðn- ings. „Myndin er að mjög miklu leyti byggð á mínum eigin upp- vaxtarárum, mínum eigin vinum og vandamönnum. Það gerði ég til þess að komast hjá öllum klisj- unum um indversku fjölskylduna í Englandi, að annað foreldrið sé alltaf svo strangt og leyfi börnum sínum ekkert, að allir foreldrar séu íhaldssamir en börnin frjáls- lynd og æst í að verða ensk. Þann- ig er það bara ekki því að í dag eru margir foreldrar af indverskum uppruna orðnir frjálslyndari en börnin þeirra og viljugri til þess að aðlagast enskum siðum og háttum. Skýringin er sú að nú loksins hafa hinir yngri oftast nær frjálst val, hvort þeir kjósi að hafa í heiðri gömlu indversku siði forfeðranna eða lagi sig algjörlega að vestræn- um siðum heimalandsins. Þannig er það t.d. einlægur vilji margra ungmenna af indverskum uppruna í Englandi að giftast öðrum af ind- verskum uppruna, og þá ekki ein- göngu til að gleðja foreldra sína heldur einnig sig sjálf.“ – Þú hefur því litlar áhyggjur af því að vestrænu áhrifin muni ein- hvern tímann kæfa þau indversku? „Nei, alls engar. Ef þú ferð á indverskar trúarsamkomur í Eng- landi sérðu að þær eru yfirfullar af ungu fólki sem hefur klárlega mik- inn áhuga á því að halda í ind- verskar rætur sína, jafnt í anda og efni, samfara því að það fagnar og meðtekur enska siði.“ Chadha gert tvær myndir, rómaðar mjög þótt lítt þekktar séu; Bhaji on the Beach frá 1993 og What’s Cooking? frá 2000. Og það leyndi sér ekki, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Chadha á dögunum, að hún er ástríðufullur kvikmyndagerðarmaður með afbrigðum og henni er aufúsa á að ræða innihald mynda sinna og tilgang: „Ég leggst ekki út í gerð kvikmyndar nema hún hafi einhvern tilgang, innihaldi einhver skilaboð sem mér þykir þörf á að koma á framfæri. Svo spillir ekki fyrir ef hægt er að tvinna það saman við hátt skemmtanagildi. Það er mitt æðsta markmið, að upplýsa fólk og skemmta því í senn.“ Chadha sagðist einkar spennt yfir til- hugsuninni um að mynd hennar skyldi nú verða sýnd á al- mennum sýningum í landi á borð við Ís- land. „Ég einsetti mér að gera mynd sem höfðaði til sem flestra. Ég átti því allt eins von á að henni yrði tekið vel í heimalandinu en það kemur mér afar skemmtilega á óvart hversu alþjóðlega skírskot- un hún virðist hafa og að hún skuli sýnd á almennum sýning- um í nær öllum löndum heims- ins.“ – Það hlýtur að vera algjör draumur, sérstaklega með mynd sem í fyrstu virðist svolítið stað- bundin? „Það er yndislegt því myndin dvelur að mestu við vangaveltur er varða enska þjóðarmenningu og siði frá mínum bæjardyrum séð.“ – Það væri einfaldast að segja myndina gamanmynd um ind- verska stelpu sem langar að ger- ast atvinnumaður í fótbolta. Eitthvað segir mér þó að fyrir þér sé sagan öllu fjölþættari og meiningarmeiri. Chadha hugsar sig svolítið um, hóstar, og segir svo „Sko, í kjarnann er þetta mynd um stelp- ur sem eru að reyna að fóta sig í heimi karlmanna. Og ég valdi þá leið að tvinna saman tvenns konar þráhyggju, fótboltaþráhyggju Englendinga og hjónabandsþrá- hyggju Indverja. Úr varð tíma- bær umræða um kveneðlið á 21. öld. Myndin fjallar um stúlkur á þeim erfiða aldri er þær taka að breytast í konur. Stúlkur á þeim aldri þegar allir virðast vera að skipta sér af lífi þeirra og segja þeim til um hvernig þær eigi að hegða sér og hvað þær þurfi að gera til að verða góðar og heið- virðar konur. Þetta er ruglings- Tandoori, bros og takkaskór Bend It Like Beckham er eins og glöggir lesa úr nafninu mynd um fótbolta. En hún er miklu meira en það. Hún er gamanmynd, ástarmynd, þjóðfélagsádeila. Hún er mynd um hvernig það er að tilheyra minnihlutahópi; vera frá innflytj- endafjölskyldu í Englandi, stelpa í fótbolta, indversk stelpa sem ekki vill láta velja fyrir sig lífsförunaut. Skarphéðinn Guð- mundsson ræddi við höfundinn og leikstjórann Gurinder Chadha sem segir myndina endurspegla sinn eig- in bakgrunn og lífssýn. Nýstirnið Parninder Nagra í hlutverki indversku stelpunnar Jass sem þráir ekkert heitar en að verða atvinnumaður í fótbolta. Gurinder Chadha er Englendingur af indverskum uppruna sem fæddist í Kenýa.  SPENNUMYNDIN The Other Side Of Simple er nú í und- irbúningi en þar leika Don Cheadle og Vince Vaughn þjófa sem snúa aftur til heima- bæjar síns í miðvesturríkjunum og hyggjast fremja rán. Tíu ár- um áður höfðu þeir notfært sér yngri bróður annars þeirra við svipað athæfi og lenti sá í klóm réttvísinnar. Þegar þeir ætla að endurtaka leikinn reynist bróð- irinn ekki eins grandalaus og hann var. Leikstjórinn er reyndur spennumyndahöf- undur, Joseph Ruben, sem gert hefur m.a. The Stepfather, True Believer og Sleeping With the Enemy, en handrit Erics Kmetz er sagt í anda The Usual Suspects. Vince Vaughn mun senn birtast á tjaldinu í gamanmyndinni Old School og fyrsta leik- stjórnarverkefni Cheadles er í burðarliðnum, Tishomingo Blues eftir sögu Elmores Leonard. Cheadle og Vaughn leika pörupilta Vince Vaughn: Þrjótur reynir öðru sinni.  CLINT Eastwood fer bæði með aðalhlutverkið og er leik- stjóri spennumyndarinnar Blood Work sem frumsýnd verður á næstunni og byggð er á skáldsögu eftir Michael Connelly. Eastwood leikur Terrell McCaleb, FBI útsendara, sem er vinsæll fréttamatur en óvinsæll hjá samstarfs- mönnum sínum. Kvöld eitt er hann að rannsaka staðinn þar sem nýjasta raðmorðið var framið. Honum verður þá litið á náunga í áhorfendahópi sem hann telur vera morð- ingjann og hleypur á eftir honum, en fær hjartaáfall áður en hann nær að ljúka verkinu. Tveimur árum síðar hefur nýtt hjarta verið grætt í hann og er hann að gera sig kláran til að taka við fyrra starfi þegar ókunnug kona (Wanda De Jesus) kemur til hans og tjáir honum að nýja hjartað hans sé úr systur sinni sem fallið hafi fyrir morðingja hendi. Hún biður McCaleb að finna morðingja systur sinn- ar sem hann samþykkir þrátt fyrir fortölur lækn- isins síns (Anjelica Huston). Hann fer af stað með hjálp nágranna síns Buddy (Jeff Daniels) til að elta morðingjann uppi. Með hjarta að láni Clint Eastwood: Spennumynd eftir sögu Conn- ellys.  REESE Witherspoon leikur Melanie Carmichael, tísku- hönnuð frá Alabama sem hef- ur verið að gera það gott í stórborginni New York í bíó- myndinni Sweet Home Ala- bama, sem frumsýnd verður hérlendis fljótlega. Hún er ekki bara vinsælasti tískuhönnuður- inn heldur er hún einnig trúlof- uð Andrew (Patrick Demps- ey), syni borgarstjórans í New York, sem leikinn er af Candice Bergen. Þegar trúlofun þeirra kemst í blöðin, ákveður Melanie að fara aftur til Alabama og gera hreint fyrir sínum dyrum og kem- ur þá margt misjafnt í ljós. Melanie er nefnilega gift kona og hefur eiginmaður hennar Jake neitað að gefa henni skilnað eftir. Hún er þó ekkert á því að gefast upp og ætlar sér í þessari heimferð að láta hann skrifa undir skilnaðarpappírana. Málin verða hinsvegar svolítið snúin fyrir Melanie þegar Andr- ew og móðir hans borgarstjórinn ákveða að fylgja henni á heimaslóðirnar. Með tvo í takinu Sweet Home Alabama: Jean Smart og Reese Witherspoon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.