Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BLAÐAMAÐUR var fullurtilhlökkunar þegar hannbeið eftir fyrirlestri TomsShippeys um tengsl Tolk-iens og Íslands á ráðstefnu
í Norræna húsinu fyrir skemmstu. En
ekki eins spenntur og sessunauturinn,
sem trúði honum fyrir því að fyrir
honum jafnaðist Shippey á við rokk-
stjörnu. Og beið eftir áritun einnar af
bókum hins goðumlíka prófessors.
Shippey er líklega kunnastur fyrir
rannsóknir sínar á hugmyndaheimi
J.R.R. Tolkiens, höfundar bókanna
Hobbitans, Silmerilsins og Hringa-
dróttinssögu. Nýjasta bók Shippeys
fjallar einmitt um Tolkien, nefnist
„J.R.R. Tolkien: Author of the Cent-
ury“ og hefur fengið einkar lofsam-
lega dóma hjá gagnrýnendum.
Leiðirnar lágu saman í Oxford
Þegar ferill Shippeys er skoðaður
er ljóst að áhugi hans á Tolkien er
engin tilviljun. „Ég var í sama skóla
[King Edward’s] og Tolkien, kenndi
við Oxford eins og Tolkien og gegndi
einnig sömu prófessorsstöðu og Tolk-
ien við Leeds-háskóla,“ segir Shippey
og bætir við: „En ég var alltaf hálfri
öld á eftir honum.“
Þótt Shippey væri 50 árum yngri
en Tolkien, sem væri 110 ára ef hann
væri á lífi, þá lágu leiðir þeirra saman
í Oxford. „Þegar ég fór til Oxford og
var á námsstyrk við St. John’s
College, þá var Tolkien enn við skól-
ann, en hafði sest í helgan stein. Við
snæddum saman í Merton College,
þar sem hann hafði aðsetur. Þá höfð-
um við þegar verið í sambandi, m.a.
vegna þess að við höfðum setið í sama
skólanum og Tolkien hélt tryggð við
þá sem báru gamla skólabindið. Hon-
um lék mikil forvitni á að heyra nýj-
ustu kjaftasögurnar úr skólanum.“
Það eina sem bar ekki á góma var
Hringadróttinssaga. „Ég vildi ekki
fitja upp á því umræðuefni vegna þess
að ég var viss um að allir vildu ræða
söguna við hann. Við ræddum nýjustu
tíðindin frá Birmingham og veltum
fyrir okkur hvort fólk sem ég þekkti
væri afkomendur fólks sem hann
þekkti. Svo ræddum við bæjarslúðrið.“
Tolkien áhugasamur um nöfn
Að sögn Shippeys voru kynnin af
Tolkien skemmtileg. „Þó fannst mér
sem hann hefði veitt of mörg viðtöl og
væri fullmeðvitaður um að fólk skildi
hann ekki vel. Þegar hann talaði við
mann, þá hafði ég á tilfinningunni að
hann væri að prófa mann. Ef maður
stóðst prófið, þá hélt hann áfram, en
annars þagnaði hann eða beindi talinu
að öðru. Nú eða hann sagði það sem
hann taldi að maður vildi heyra. Slík-
um samræðum sýndi hann vitanlega
lítinn áhuga.“
Tolkien var mjög áhugasamur um
nöfn og spurði Shippey mikið út í þau.
„Það var raunar aðalumræðuefnið,“
segir Shippey. „Hann spurði mig
hvern ég teldi uppruna hinna og þess-
ara nafna. Það var lærdómsríkt fyrir
mig, því hann vissi meira um nöfn en
nokkur annar í heiminum.“
Shippey játar það fúslega að hann
fylli flokk aðdáenda Tolkiens, en
áhuginn sé ekki einvörðungu bundinn
skáldverkum hans. „Ég hef líka lesið
fræðigreinarnar hans, en þær komu
ekki margar út eftir Tolkien. Af þeim
sem birtust voru þrjár lesnar vítt og
breitt og höfðu mikil áhrif, en sjö til
tíu öðrum hefur varla verið nokkur
gaumur gefinn. Ég skil ekki af hverju,
því þær eru áhugaverðar og einkenn-
andi fyrir Tolkien. Ég gat því talað við
hann um nokkuð sem hann hélt að
væri öllum gleymt.“
Tolkien talaði og las íslensku
Shippey hefur það umfram Tolkien
að hafa komið til Íslands. En þótt
Tolkien hafi ekki ferðast til Íslands,
þá las hann íslensku og talaði hana
vel, að sögn Shippeys. „Ég heyrði það
frá Benedikt Benediktssyni, en
frænka hans, Sigríður, bjó hjá Tolk-
ien-fjölskyldunni á fjórða áratugnum.
Hún var í heimsókn á Englandi og
May Morris, dóttir Williams Morris,
varð henni úti um dvalarstað heima
hjá Tolkien-fjölskyldunni. Sigríður
sagði að prófessor Tolkien hefði alltaf
viljað tala íslensku við sig, en frú
Tolkien hefði mislíkað það vegna þess
að hún skildi ekki tungumálið.“
Shippey segir að sig hafi alltaf
langað til Íslands. „Það sem vakti
fyrst athygli mína við komuna hingað
er að landið líkist Norður-Skotlandi,
bæði landslagið og gróðurinn. Ég tók
þó eftir því að heyrúllurnar á túnun-
um eru miklu minni; grasið virðist
spretta hægar. Ég er líka vanur því
að túnin nái upp í hlíðar, en svo er
ekki hér. Ég sé því að þetta er kaldara
vistkerfi. Fjöllin í Skotlandi eru líka
ekki eins hvöss og hér.“
Fjallar um fornan skáldskap
Shippey gegnir Walter J. Ong-pró-
fessorsstöðunni í St. Louis háskóla.
„Faðir Ong, sem er jesúítaprestur, er
enn á lífi. Hann verður 90 ára í nóv-
ember og þreytist aldrei á að taka
fram að nafnið sé ekki kínverskt.
Ong-fjölskyldan kemur frá Norfolk á
Englandi.“
Faðir Ong er kunnastur fyrir skrif
sín á sviði munnlegrar geymdar, en
það er einnig sérsvið Shippeys. „Ég
held að fræðimenn hafi náð góðum
tökum á greiningu bókmenntaverka,
en síður á mæltu máli. Það sést vel á
fyrirlestrum þeirra, sem þeir lesa
gjarnan af blaði. Tilfellið er að fólk
skilur þá ekki vegna þess að það með-
tekur í gegnum eyrun en ekki augun.
Ræðulistin er vanþróuð í fræðiheim-
inum, en menn höfðu betra vald á
henni til forna. Undir hana heyrir
m.a. listin að nota spakmæli og þar
kemur Ísland til skjalanna. Íslenskar
bókmenntir eru ríkar af spakmælum
og einnig talað mál. Það veit ég, m.a.
vegna rannsókna Örnólfs Thorssonar
á spakmælum í Grettissögu. Ég er að
skrifa bók um þessa nálgun sem nefn-
ist „How the Heroes Talk“.“
Þá á Shippey ekki við hetjur úr Ís-
lendingasögunum, heldur ætlar hann
að einbeita sér að skáldskapnum til
forna. „Ég tek fyrir fornenska sögu-
ljóðið Bjólfskviðu, Hávamál, sax-
neska ljóðið Heliand og fornþýska
hetjukvæðið Hildibrandskviðu. Ís-
lendingasögurnar væru efni í aðra
bók.“
20. öldin öld fantasíubókmennta
Í síðustu bók Shippeys er því haldið
fram að Tolkien sé áhrifamesti rithöf-
undur 20. aldarinnar. Af hverju
fannst honum hann þurfa að lýsa því
yfir? „Vegna þess að því er oft haldið
fram og ósköp blátt áfram að verk
hans teljist ekki til bókmennta,“ svar-
ar Shippey.
„Sú staðreynd að þau hafa selst í
200 milljónum eintaka um heim allan
breytir engu þar um. Mér finnst það
ósköp vanhugsað, en finn fyrir því að
þetta á ekki aðeins við um Tolkien,
heldur einnig aðra fantasíuhöfunda
sem hafa haft gífurlega mikil áhrif og
eru einkennandi fyrir 20.
öldina. Raunsæisbók-
menntir voru einkennandi
fyrir 19. öldina en 20. öld-
in var aftur á móti öld
fantasíubókmennta. Ég
held að það viðhorf eigi
eftir að festast í sessi þeg-
ar frá líður.“
Gandalfur í Völuspá
Í erindi sínu á ráðstefn-
unni talaði Shippey um að
Tolkien hefði leitað í
smiðju norrænnar goða-
fræði. „Ég held því fram
að Tolkien hafi verið hinn
enski Grimm, – Jacob
Grimm í Englandi 100 ár-
um síðar. Hann vildi skrifa goðafræði
Englendinga, en hafði ekki nóg af
heimildum. Þær voru mun rýrari en
þær þýsku og norrænu. Tolkien tók
því norrænu heimildirnar og lét sem
enska útgáfan væri svipuð. Hann gat
þýtt forníslensku yfir í fornensku án
þess að hugsa sig um. Svo hann lagði
allt kapp á það. Afraksturinn er sá að
rætur forníslenskra bókmennta eru
djúpar og víðfeðmar í ritsmíðum
Tolkiens. Til dæmis ná þær til
nafnanna, sem fengin eru þar að láni.“
Hann nefnir sem dæmi nöfnin á
dvergunum í Hobbitanum og sjálfum
Gandalfi, sem fengin eru úr Völuspá.
„Hegðunarmynstrið er líka fengið
úr forníslenskum bókmenntum. Til
dæmis eru dvergarnir í Hobbitanum
persónur úr Hrafnkelssögu. Maður
laðast að þeim, þrátt fyrir að þeir séu
hrjúfir. Tolkien lærði einnig mikil-
vægi skemmtanagildisins af Íslend-
ingasögunum. Persónurnar eru oft
mjög skoplegar og húmorinn grófur.
Ég skrifaði nýlega grein um engilsax-
neskan húmor og greindi brandarana
sem ég fann í fornbókmenntunum.
Ég komst að því að ef maður á að hafa
gaman af þeim verður maður að átta
sig á því að í fyrsta lagi er það fyndið
að meiða fólk, í öðru lagi er fólk sem
meiðir sig hlægilegt og í þriðja lagi er
það hlægilegast af öllu að meiða sjálf-
an sig. Þetta flokkast víst varla undir
hefðbundinn skilning á fyndni.“
Kom að gerð
myndarinnar
Þegar kom að því að gera mynd eft-
ir Hringadróttinssögu var Shippey
kallaður til. „Ég kenndi þeim réttan
framburð. Þau vildu vita hvernig ætti
að bera fram nöfnin, enda var það
metnaðarmál fyrir Tolkien. Svo ég
gerði langt myndband, þar sem ég
sagði nöfnin hægt og síðan á réttum
hraða. Upptalningin var endalaus, en
þeir gerðu samt nákvæmlega það sem
ég ráðlagði þeim. Ég var ánægður
með það og raunar mjög undrandi.“
Shippey segist vera ánægður með
myndina. „Ég var auðvitað ekki
ánægður með allt, en hefði nú ekki
gert betur sjálfur. Sjónrænt var hún
stórkostleg og það voru líka gerðar
snjallar breytingar á handritinu, sem
sumar voru nauðsynlegar. Sem dæmi
má nefna að í sögu Tolkiens fer lang-
ur kafli í lýsingu á því þegar ráð
Elronds fundar og til verður föru-
neyti hringsins. Fundinum lýkur með
því að Fróði segir: „Ég skal fara með
hringinn, þótt ekki rati ég leiðina.“ Í
myndinni er atriðið mun styttra og
hávaðasamara. Í lokin eru allir hróp-
andi hver á annan, en Fróði tekur
hringinn og segir: „Ég skal fara með
Bjó til tungu-
mál fyrir risaeðlur
Tom Shippey er kunnastur
fyrir rannsóknir sínar á
hugmyndaheimi J.R.R.
Tolkiens. Hann segir Pétri
Blöndal m.a. frá persónu-
legum kynnum sínum af
Tolkien og tengslum hans
við Ísland, fræðir hann um
tungumál risaeðlanna og
segir frá ráðgjöf sinni við
gerð myndanna um
Hringadróttinssögu.
Nafnið Gandalfur er sótt í Völuspá, en
þar heitir hann Gandálfr.
Ævintýraheimur Tolkiens hrífur jafnt bíógesti
sem bókaunnendur. Næsta mynd er væntanleg
á næstunni.
Hringurinn í ævintýrum Tolkiens.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tom Shippey er einn helsti fræðimaður í heiminum um ritverk Tolkiens, en þeir
þekktust persónulega og fóru sama menntaveginn — með hálfrar aldar millibili.
Skilafrestur auglýsinga í tímaritið Lifun er til þriðjudagsins 22. október.
Tímaritið Lifun, sem fjallar um heimili og lífsstíl, fylgir Morgunblaðinu
næst miðvikudaginn 30. október.
Hafðu samband í síma 569 1111 eða lifunaugl@mbl.is
lif
u
n
lifun
tímarit
gefið út af Eddu -miðlun og útgáfu
númer eitt 2002
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer tvö 2002
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer þrjú 2002
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer fjögur 2002
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer fimm 2002
Auglýsendur!