Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 11 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætl- un sína með spenn- andi ferðatilboðum í vetur og allt að 10% verðlækkun á ferðum frá því í fyrra. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn gott úrval gististaða á Kanarí og nú í vetur, nú finna allir okkar farþegar gististað við sitt hæfi á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsileg- um vélum Iberworld flugfélagins án millilendingar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Lægsta verðið Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn. Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 45.365 Við tryggjum þér lægsta verðiðFyrstu flugin uppseld. Við þökkum ótrúlegar undirtektir. Verð frá 45.365 7 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn . Verð kr. 49.765 14 nætur, 9. janúar, m.v. hjón með tvö börn Verð kr. 58.550 2 í íbúð, Tanife, 9. janúar, 7 nætur. Lægsta verðið Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annarsstaðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Stjórnmálaskólinn, SUS, Heimdallur og Hvöt. Innritun: sími 515 1700/777. Netfang: disa@xd.is www.xd.is Lára Margrét Ragnarsdóttir Sigríður Ingvarsdóttir Þorgerður K. Gunnarsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Stjórnmálanámskeið fyrir konur 22. október til 14. nóvember, þriðjudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20.00—22.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 LÁTTU AÐ ÞÉR KVEÐA!  Konur og áhrif  Konur í forystu  Konur og stjórnmál  Konur og vald  Að kveðja sér hljóðs  Listin að hafa áhrif á aðra  Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum  Listin að vera leiðtogi  Konur og velgengni  Konur og fjölmiðlar  Konur og Sjálfstæðisflokkurinn  Flokksstarfið  Íslenska stjórnkerfið  Horft til framtíðar Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Sólveig Pétursdóttir Ásta Möller Ásdís Halla Bragadóttir Katrín Felsted Gísli Blöndal Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta Ingþórsdóttir Drífa Hjartardóttir finna en þegar í kjallarann er komið opnast nýr heim- ur þegar gengið er inní Chez Francois. Glæsi- legur matsalur og klúbb- stemmning í anda fyrri hluta síðustu aldar. Þegar staðurinn var stofnaður um miðja síðustu öld var það enn stórmál að fljúga og einungis á færi efnafólks. Farþegar tékkuðu sig inn í þessari byggingu og fengu sér svo góðan málsverð á meðan beðið var eftir flugi. Þarna koma nú saman diplómatar og stjórn- málamenn og snæða sígild- an og góðan franskan mat. Ég fékk mér smjörsteikta cep-sveppi í forétt og lambalæri með „árstíð- arbundnu grænmeti“ sem reyndist vera kúrbítur, kastaníuhnetur og púrrulaukur. Skothelt í alla staði. Annar staður sem stjórnmálamenn sækja nokkuð í er Les Glenan á rue de Bourgogne (Métro: Varenne), steinsnar frá þriggja stjörnu staðnum L’Arpége (sem er á horninu) og Rodin-safninu. Þetta er lítill staður, rekinn af ungum og metnaðarfullum mönnum. Hann er huggulegur en mjög einfaldur og greinilegt að eigendur hafa ákveðið að leggja meira í það sem mestu máli skiptir, borðbúnað og mat- argerðina, en innréttingar. Matreiðslan er frumleg, kryddað og spennandi fiskiterrine, ekki ólíkt muffin í laginu með tómata coulis og eggaldinskavíar, muldri kanilstöng sáldrað yfir. Í aðalrétt á hádegisverðarseðlinum valdi ég skinnlausa kalkúnabringu, sem kom með hrísgrjónum, góðri Roquefort-sósu og hvítu soði. Mildur og góður hádegisréttur. Þjónusta er einstaklega viðkunnanleg og gott úrval er af kaffi. Þetta er ekki staður sem maður myndi fara bæjarleið til að heimsækja en er vel þess virði að líta inn á ef maður er svangur í nágrenninu, t.d. eftir heimsókn á Rodin- safnið. Staður sem er tvímælalaust þess virði að gera sér sérferð á er hins vegar L’Angle de Faubourg á Fauborg-St-Honorée (Metro: Etoile) í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá sigurboganum. Þetta er staður í sömu eigu og þriggja stjörnu staðurinn Taillevent, sem er einn besti veitingastaður veraldar. Þetta er háklassastaður en verðið vel viðráðanlegt. Ég fékk mér fimm rétta kvöldverðarseðil og hann kostaði sextíu evrur. Vínseðillinn er góður, mikil áhersla er á Suður-Frakkland og jafnvel má finna vín frá „framandi“ löndum s.s. Bandaríkjunum og Chile, sem er ekki mjög al- gengt í Frakklandi. Vínþjónninn reyndist ung og aðlaðandi stúlka og sannfærði hún mig um að Syrah vín frá Languedoc, Copa Santa, væri rétta valið og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með það. Stíll staðarins er léttur og notalegur, litir hlýlegir og starfsfólkt ungt og brosandi en þó ekki með nema um 80% af þeirri samhæfingu í störfum sem maður sér á bestu stöðunum. Fyrst kom sæt og góð kastaníuhnetusúpa, þá grillaður hörpufiskur og sellerírót með tveim- ur nokkuð sætum sósum. Andarbringa var borin fram með polentu og áfengismaríner- uðum fíkjum, ofan á stökkri húðinni krydd- blanda sem mér sýndist vera kúmmin, kór- íanderfræ og kardimomma. Þá kom ostur og loks syndsamlega góð, stökk og lagskipt súkkulaðikaka. Borð á þessum stað verður að panta með nokkurra daga fyrirvara ef maður vill vera öruggur en síminn er 01 40 74 20 20. Margir þekkja eflaust staðinn Buddha Bar á rue de Anglas við Concordetorgið sem er sköpunarverk næturlífsgúrúsins Claude Challe. Nýjasta afrek hans er Nirvana við Avenue de Marigny, götunni sem gengur út frá Champs-Élysées að forsetahöllinni (Metro: Champs Élysées- Clemencau). Nirvana er lík- lega best lýst sem póstmód- ernískri blöndu af fram- úrstefnulegum veitingastað og hippakofa í Goa á Ind- landi. Andi Challes (og tón- listarblöndur) svífur yfir vötnum, birtan mystísk og hann leikur sér að bleikum og fjólubláum litum í lýs- ingu, loftið mettað af sætu reykelsi. Hér er hægt að fá sér morgunverð eða dansa fram undir morgun á dans- gólfi í kjallaranum. Veit- ingastaðurinn er þröngur og chic rétt eins og við- skiptavinirnir. Maturinn sem ég fékk var raunar ekk- ert sérstakur, pakkapasta með steinselju, sultuðum tómat og bræddum geita- osti. Hins vegar góður staður til að fá sér drykk, horfa á fólk og drekka í sig andrúms- loftið. Í næstu götu, rue Ponthieu, er að finna ann- an skemmtilegan stað. Tanjia er eiginlega nokkurs konar marokkósk höll (þegar inn er komið)þar sem stemmningin er góð. Hægt er að sitja niðri í „hallargarðinum“ eða þá á svöl- unum í kring. Þegar maður sest koma gull- fallegar stúlkur og strá rósablöðum yfir borð- ið. Mér er sagt að þarna séu einnig stundum magadansmær en þær létu ekki sjá sig þetta kvöld. Ég fékk mjög gott cous-cous, með heimatilbúinni harissa-sósu og grilluðum mergues-pylsum. Með þessu marokkóskt rauðvín, sem var ágætt, kannski vegna þess að það var borið fram mjög kalt. Í sömu götu er svo loks einnig Spicy, nú- tímalegt og nokkuð vinsælt brasserie. Fyrsti rétturinn var borinn fram í gamaldags sultu- krukku og skiptist í þrjú lög. Neðst var sætur, sultaður tómatur, þá ólívuolíumarineraður kúrbítur og loks geitaostur ofan á. Allt í lagi en svolítið óþægilegt að veiða réttinn ofan úr sultukrukkunni með gaffli. Í aðalrétt kom entrecote með béarnaise og „leynisósu“- hússins. Ég er alltaf spenntur fyrir leynisós- um og skellti mér því á þennan rétt. Leynisós- an reyndist vera í austurlenskum dúr, sæt með sojagrunn. Kjötið marinerað í svipuðum legi. Með þessu góðir, grófir, djúpsteiktir kartöflubátar. ÞEIM fer fækk- andi kaupmönn- unum á horninu svo ekki sé talað um þá sem sér- hæfa sig í sölu á ákveðinni vöru- tegund. Stór- markaðir eru að taka við af smá- verslunum á mörgum sviðum og erfitt er fyrir smákaupmenn að keppa við þá oft á tíðum. Á Ítalíu ríkir sterk smáversl- anahefð, en smáverslanirnar eiga í vök að verj- ast þar sem annars staðar gegn vaxandi yf- irráðum stórverslanakeðja yfir markaðnum. Herra Viganò hefur rekið grænmetis- og ávaxtasmáverslun í Monzaborg síðan 1967 og segir margt hafa breyst á þeim 35 árum sem hann er búinn að vera í bransanum. Hann segir að fólk komi meira nú orðið í verslunina til að kaupa minna magn, e.t.v. velja sér eitt fallegt epli eða væna kippu af einhverju sem er í há- marki uppskeru („in season“). „Fólk vill lágt verð, gæði, fjölbreytni, öryggi og allt á sama stað og stórmarkaðarnir bjóða einmitt það,“ segir Viganò. Hann segir enn- fremur að það sem fólk hins vegar sé að upp- götva nú er að nálægðin við hráefnið og þjón- ustan er ekki sú sama þegar farið er og verslað í stórmarkaði og þegar verslað er hjá smákaup- manni. Sérvöru- kaupmaðurinn getur sagt þér oft á tíðum frá hvaða bónda grænmetið kemur og um hvaða uppskeru er að ræða (fyrstu, aðra eða þriðju) o.s.frv. Á þann hátt viti maður betur hvað mað- ur setur ofan í sig. Morgunblaðið/Hanna Grænmetissalinn áhorninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.