Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Sigurður DemetzFransson óperusöngvarivarð níræður 11. októbersl. minntist ég viðtalssem ég tók við hann á síðasta ári. Þá sátum við saman á heimili hans, snæddum spaghetti og hann sýndi mér stoltur áritaðar myndir af ungum Íslendingum sem hann hafði leitt til fundar við tón- listargyðjuna með glæsilegum ár- angri. Hann hefur enga tölu á nem- endum sínum en sá frægasti er ugglaust Kristján Jóhannsson sem hann uppgötvaði í karlakór norður á Akureyri fyrir margt löngu en meðal annarra má nefna Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Gunnar Guð- björnsson og Guðjón Óskarsson. En erindi mitt við þennan aldraða heiðursmann var svolítið sérstakt. Hann kom við sögu í verki sem ég var með í smíðum, ævisögu Svan- hvítar Egilsdóttur prófessors, en ég hafði traustar heimildir fyrir því að þessi austurríski öðlingur hefði komið hingað til lands fyrir hennar tilverknað árið 1955 og orðið Ís- lendingur. Hann var svolítið hugsi þegar ég bað hann að rifja upp löngu liðna atburði og benti á að ég væri hálf- gerður klaufi við spaghettíið. Síðan tók hann til máls, hægt og var- færnislega, og sagði: „Ég hef stundum sagt að Svana hafi verið mín örlagadís því að ég hefði aldrei komið til Íslands ef við hefðum ekki hist og þá er aldrei að vita hvernig farið hefði fyrir mér. Að- stæður mínar á þessum tíma voru mjög slæmar, öll þau tækifæri sem ég hafði fengið til að vera óperu- söngvari höfðu runnið út í sandinn, ýmist vegna veikinda, heimsstyrj- aldarinnar síðari og annarra óhappa. Ég hef nefnilega aldrei verið baráttumaður. Svana var hins vegar baráttukona. Mjúkur maður og kjarkmikil kona, samt eitt hjarta og ein sál, og úr því varð hundrað prósent bóhemlíf.“ Ólánið elti mig Við þessa játningu kom glóð í augu öldungsins, svo varð hann hugsi á ný og sagði: „Það var eins og ólánið hefði elt mig. Ég hafði þótt efnilegur söngvari og fengið mikið lof en fyrst kom heimsstyrj- öldin í veg fyrir að ég gæti nýtt hæfileika mína og síðan berklaveik- in. Loks komst ég að hjá Scala- óperunni í Mílanó og þar söng ég Ödipus Rex eftir Stravinskí við góðan orðstír og fékk loforð um fleiri hlutverk en lenti í ónáð og glataði þar öllum tækifærum. Mér fannst ég órétti beittur, sökk ofan í botnlausa örvæntingu og fór meira að segja að reykja sterkar sígar- ettur. Samt reyndi ég að halda mér svolítið við og æfði stundum með spænskri söngkonu, Mercedes Lopez, sem Toscanini hafði miklar mætur á. Einmitt þar hitti ég Svönu. Það voru örlögin.“ Síðan þagnaði hann, horfði for- viða fram fyrir sig og sagði: „Þetta er undarlegt samtal. Finnurðu ekki að Svana er á milli okkar?“ Hann hélt áfram að rifja upp þessa fornu fundi og sagði: „Eitt sinn þegar við Mercedes vorum að syngja saman komu til hennar tvær stúlkur, önnur ljóshærð, græneyg og sjálfsörugg og erindi hennar var að fá söngtíma. Þeim gekk hins vegar illa að ná sambandi því að Mercedes talaði bara spænsku og ítölsku en sú ljóshærða skildi hvor- ugt málið. Mér fannst líklegt að hún væri annaðhvort þýsk eða nor- ræn af útlitinu að dæma og spurði hvort hún talaði þýsku. Því svaraði hún hiklaust enda talaði hún málið reiprennandi og nú gerðist ég túlk- ur á milli þeirra og samband komst á. Þetta var þá Svanhvít Egilsdótt- ir frá Íslandi og eftir þessa fyrstu fundi bauð ég henni í kaffi og gaf henni símanúmerið mitt ef hún þyrfti á hjálp að halda. Ástarsamband Eitthvað varð nú lítið úr náminu hjá Mercedez og vildi Svana kenna tungumálaerfiðleikum um. Það varð því úr að ég tók hana að mér og leiðbeindi henni fram á vorið. Ekki var ég nú alls kostar ánægður með röddina og henni hentaði ekki að syngja háar óperuaríur sem hún hafði metnað til. Smám saman fékk ég hana til að snúa sér að ljóða- söng, sem hentaði henni miklu bet- ur. Hún fékk mikla trú á kenn- arahæfileikum mínum, talaði oft um að á Íslandi væri skortur á hæf- um söngkennurum en mikið af áhugasömu fólki með góðar raddir og þar með vaknaði sú hugmynd að ég kæmi hingað um tíma og færi að kenna. Svana talaði af miklum sannfæringarkrafti og ég hafði engu að tapa svo að ég lét til leið- ast þótt mér fyndist þetta fáranlegt í fyrstu. Hún fór svo heim en skömmu síðar fékk ég senda farmiða til Ís- lands. Á Reykjavíkurflugvelli tók hún á móti mér ásamt eiginmanni sínum, Jan Morávek tónlistar- manni, og ýmsum úr fjölskyldu sinni. Þau tóku mér vel og fóru með mig suður í Kópavog þar sem ég fékk herbergi í húsi hjónanna. Þar átti ég að kenna íslenskum söngvurum. Það rigndi stöðugt þetta fyrsta sumar mitt á Íslandi, stytti aldrei upp. Samt leið mér vel. Svana hafði látið það berast að hingað væri kominn góður söngvari sem tæki fólk í tíma. Sá fyrsti sem kom til mín var Jón Sigurbjörns- son. Hann hafði verið við nám í Mílanó og talaði ítölsku. Það var ágætt því að ég kunni lítið í ensku og skildi auðvitað ekki orð í ís- lensku. Við urðum fljótt góðir vinir. Smám saman fjölgaði nemendun- um, flestir urðu þeir vinir mínir og söngtímarnir færðu mér nokkrar tekjur. Áður hafði ég lítið fengist við söngkennslu en nú sá ég að það starf átti vel við mig. Sjálfstraustið batnaði eftir öll vonbrigðin.“ Ég spurði Demetz hvort nem- endurna hefði grunað að hann ætti í ástarsambandi við Svanhvíti og hvernig eiginmaður hennar hefði tekið á málum. Hann brosti og sagði svo: „Nem- endurnir sögðu ekki neitt og ég ræddi þetta aldrei við Morávek. Samkomulagið var ágætt. Stundum vorum við þrjú saman. Mér er sér- lega minnisstætt þegar þau hjónin óku með mig til Þingvalla og ég komst fyrst í snertingu við íslenska náttúru. Hvílík áhrif! Annars var Morávek lítið heima. Hann var allt- af að spila í hljómsveitum og kom stundum heim með varalit á flibb- anum. Það var víst önnur kona í spilinu og síðar kvæntist hann og átti þrjú börn. Hann var frábær tónlistarmaður, spilaði á 24 hljóð- færi, kunni allt og vissi allt. Okkur samdi vel og við náðum saman í músíkinni. Höfðu himin höndum tekið Bæjarslúður og kjaftasögur hafa aldrei skipt mig máli. Ég skildi heldur ekkert í íslensku. Svana hef- ur sjálfsagt heyrt eitthvað en henni var þá skítsama. Hún var sjálfs- örugg að eðlisfari og orðinn heil- mikill heimsborgari eftir langa dvöl í Evrópu svo að hún fór sínar eigin leiðir. Kunningjar hennar urðu kunningjar mínir og sýndu mér aldrei annað en vinsemd og á meðal nemenda minna eignaðist ég fleiri vini og kunningja. Hringurinn í kringum mig stækkaði og mér leið stöðugt betur.“ Þarna var Demetz kominn inn í ástarþríhyrning auk þess sem ís- lenskir söngáhugamenn höfðu sleg- ið um hann hring. Svanhvít hafði undirbúið jarðveginn fyrir hann, útbúið honum aðstöðu, hvatt ís- lenskt söngfólk til að sækja tíma hjá honum og opnað honum marg- ar dyr. Fram að þessu hafði áhuga- fólk um söngnám átt í fá hús að venda hér heima. Sumir höfðu farið til Ítalíu, en auk Svanhvítar má þar nefna Þuríði Pálsdóttur, Guðrúnu Á. Símonar, Ketil Jensson o.fl. Slíkt kostaði mikið fé, námslán voru ekki komin til sögunnar og erfitt fyrir fjölskyldufólk að rífa sig upp með rótum. Margur þóttist því hafa himin höndum tekið þegar fyrrverandi Scala-söngvari var tek- inn til við að kenna suður í Kópa- vogi. Og umsagnir um tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í febrúar 1956 virðast staðfesta orð Demetz um að ágæt samvinna hafi ríkt með sambýlingunum þremur. Morávek stjórnaði hljómsveitinni og hafði útsett aríur úr óperum, óperettum og dægurlög, sem leikin voru, og þar sungu Svanhvít og Demetz dú- ett sem var hápunkur kvöldsins að sögn Vikars, tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. En ástarþríhyrningurinn leystist upp fyrr en varði. Svanhvít og Morávek skildu og hún fluttist úr landi. Demetz fékk sér leiguhús- næði vestur á Melum og þangað flykktust nemendurnir. Þar á með- al var Sigurveig Hjaltested sem hafði sungið í Þjóðleikhúskórnum og komið fram á sýningum í leik- húsinu en litla tilsögn fengið. ,,Ég var orðin þriggja barna móðir, bjó á Vatnsenda og ætlaði ekki að taka nema einn tíma í viku enda hafði ég ekki ráð á meiru. Hann sagði hins vegar að ég yrði að taka þrjá tíma í viku en þyrfti ekki að borga nema einn,“ sagði hún þegar ég innti hana eftir þessum frumbýlingsár- um Sigurðar Demetz á Íslandi. „Hann var alveg einstakt ljúf- menni, skilningsríkur en einnig kröfuharður og það var mjög mikill fengur að honum. Hann hélt reglu- lega nemendatónleika sem nutu mikilla vinsælda jafnt hjá söngv- urum, sem fengu langþráð tækifæri til að koma fram, og áheyrendum, sem streymdu að. Fram á gamals- aldur var Demetz fundvís á góðar raddir, þjálfaði þær af áhuga og næmi og þegar hann taldi sig ekki geta kennt fólki meira hvatti hann það til framhaldsnáms erlendis. Ég byrjaði hjá honum 1956 og tveimur árum síðar mælti hann með fram- haldsnámi í Salzburg, þar sem Svanhvít hafði dvalist um skeið. Demetz skrifaði henni og bað hana að aðstoða mig. Ég bjó hjá henni í nokkra mánuði, kynntist henni vel og mat hana mikils. Að sjálfsögðu barst talið stundum að sambandi þeirra Demetz og það hafði greini- lega verið henni mikils virði. Ég held líka að þráðurinn milli þeirra hafi aldrei slitnað þótt Demetz gift- ist annarri konu og ýmsir karl- menn kæmu inn í líf Svanhvítar.“ Demetz komst hins vegar svo að orði um viðskilnað þeirra Svanhvít- ar: „Það var hiti í sambandinu. Ég hef stundum sagt að Íslendingar hafi í hjarta sér brennandi hraun en stór klettur komi í veg fyrir að það velli fram nema undir áhrifum áfengis. Þess vegna eru þeir þungir þangað til þeir hafa fengið sér nokkur glös. En Svana var öðruvísi enda komst hún fljótlega að raun um að hún gæti ekki verið hér áfram. Hún yrði að fara aftur til Evrópu. Um þetta rifumst við oft. Hún vildi fara. Ég vildi vera, a.m.k. eitthvað lengur. Og svo fór hún. Árangurinn af sambandi okkar kom vel í ljós nokkru áður á söng- skemmtun sem hún hélt í Gamla bíói árið 1956. Hún tókst vel og undirtektir voru góðar. Mér hafði tekist að beina henni að verkefna- vali sem átti vel við hana og kannski vakið áhuga hennar á söngkennslu, en það varð hennar ævistarf, og sem söngkennari naut hún sín fullkomlega. Þótt leiðir skildi héldum við vin- áttunni áfram. Þó að hún ætti í ýmsum samböndum síðar á ævinni var ég alltaf númer eitt hjá henni. Ástæðan er sú að ég hef ævinlega skilið tilfinningar kvenna og komið fram við þær af virðingu. Það kunni Svana að meta. Og hún bar alltaf hring sem ég gaf henni á meðan samband okkar stóð sem hæst. Hann var með hvalbeini, keyptur hjá gullsmið í Hafnarfirði. Sjálfsagt hefur hún átt dýrari skartgripi en þessi hringur fylgdi henni í gröfina.“ Íslenskur ríkisborgari Austurríski Scala-söngvarinn, Vincenzo, varð íslenskur ríkisborg- ari og tók sér þá nafnið Sigurður en merking beggja nafnanna er Morgunblaðið/Kristinn Af Scala inn í íslenska rigningu Austurríski óperusöngvarinn Sigurður Demetz Fransson þótti efnilegur söngvari á unga aldri. Fyrst kom þó heimsstyrjöldin í veg fyrir að hann gæti nýtt hæfileika sína og síðar berklaveikin áður en hann komst að hjá Scala-óperunni í Mílanó. Guðrún Egilson ræðir við Sigurð um flutninginn til Ís- lands, söngkennsluna og konurnar í lífi hans. „Smám saman fjölgaði nemendunum, flestir urðu þeir vinir mínir og söngtímarnir færðu mér nokkrar tekjur. Áður hafði ég lítið fengist við söngkennslu en nú sá ég að það starf átti vel við mig. Sjálfstraustið batnaði eftir öll vonbrigðin,“ segir Sigurður Demetz sem fyrir tæpri hálfri öld flutti til Íslands og hóf að kenna söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.