Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Golli þar árið 1948. rplaninu voru oft langar og strangar. Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 15 Vinsælustu ljós- myndafyrirsæturnar HVALVEIÐAR eruskemmtilegur veiðiskap-ur. Ekki síst af því að ölláhöfnin er svo virk íveiðunum. Það er ekki bara kallinn í brúnni sem gefur skip- anirnar eins og á hefðbundnum veið- um,“ segir Ólafur Ólafsson fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á hvalveiðiskipum Hvals í 19 vertíðir frá árinu 1971. „Tunnukallinn fékk skömm í hatt- inn ef hann kom ekki auga á blást- urinn á undan hinum,“ heldur Ólafur áfram og útskýrir að með blæstri eigi hann við gufustrók frá hvölunum upp úr sjónum. „Venjulega var hægt að segja fyrir um hvaða hvalur var á ferðinni af stróknum. Eftir að hann var kominn í augsýn gengu skilaboð á milli manna um hátalarakerfi í tunn- unni, á byssupallinum, efri búnni og niður í vél. Skipstjórinn hljóp síðan eftir göngubrúnni út á byssupallinn og miðaði hvalinn út með skutlinum í 25 til 30 faðma (45–54 m) fjarlægð.“ Ólafur segir að skipstjórarnir hafi lagt sig sérstaklega fram um að miða hvalinn rétt út. „Skipstjórarnir gættu vel að því að skjóta alltaf hvalina rétt við bægslið til að þeir dræpust strax í fyrsta skoti. Þeir létu hvalinn frekar ganga sér úr greipum en að hætta á að missa hann særðan burt,“ segir hann og tekur fram að skutlarnir hafi orðið sífellt háþróaðri. „Við notuðum norska Granat-skutla. Fremst á skutl- unum var sprengja. Í eldri gerðinni grönduðu sprengjubrotin úr sprengj- unni hvalnum. Í nýrri gerðinni grand- aði þrýstingurinn frá sprengjunni hvalnum jafnvel enn fljótar.“ Eftir að hvalirnir höfðu verið drepnir var lofti dælt inn í kviðarhol þeirra til að hægt væri að fleyta þeim með síðu skipsins í land. „Hver túr tók um einn og hálfan sólarhring,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi um fullfermi tvær langreyðar og eina sandreyði eða sjö sandreyðar. „Við þurftum að taka inn vatn og olíu í landi fyrir annan hvern túr. Þá stopp- uðum við svona einn og hálfan tíma í landi. Annars þurftum við ekki nema svona 10 mínútur til að sleppa hvöl- unum og taka vistir um borð. Þannig gengu veiðarnar allt sumarið. Vertíð- in stóð yfir í um 4 mánuði frá lokum maí og áður en bannið gekk í gildi veiddi hver bátur u.þ.b. einn hval á dag.“ Ólafur minnir á að þegar veiðarnar hafi staðið sem hæst hafi þær skilað 147 ársverkum. „Bannið við hvalveið- unum var gríðarlegt áfall fyrir starfs- mennina. Ekki síst af því að vinnan við hvalveiðarnar var svo sérhæfð. Fólkið gat náttúrulega hvergi gengið í sömu vinnu og sumir þurftu að láta sig hafa að lækka um meira en helm- ing í launum. Verst held ég að full- orðnu skipstjórarnir hafi komið út úr þessu. Þeir áttu ekki svo auðvelt með að byrja upp á nýtt.“ Yfirvöld kærðu sig kollótt „Yfirvöld virtust kæra sig kollótt um að allt þetta fólk væri að missa vinnuna. Meira að segja flokkur verkalýðsins – Alþýðubandalagið. Eft- ir að farið var að kvisast út að þing- flokkur Alþýðubandalagsins ætlaði allur að greiða atkvæði með banninu fórum við þrír á fund Svavars Gests- sonar þáverandi formanns flokksins, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og spurðum hann hvort þetta væri rétt. Hann svaraði því til að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir. Hvað kem- ur svo á daginn? Níu af tíu þingmönn- um Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði með banninu. Hvar var þá verkalýðurinn? Nú er mikið gert úr því að hópar fólks missi vinnuna. Ég ætla heldur ekkert að draga úr því hversu mikið áfall er að verða at- vinnulaus. Aðeins benda á að þegar þetta fólk missti vinnuna á sínum tíma virtist flestum standa algjörlega á sama.“ Ertu bjartsýnn á að veiðarnar verði hafnar að nýju fljótlega? „Miðað við ganginn hingað til er ég ekkert sér- staklega bjartsýnn, t.d. hefur tekið okkur 13 ár að komast aftur inn í hvalveiðiráðið. Hver sjávarútvegs- ráðherrann af öðrum hefur hörfað eins og gunga frá því að láta til sín taka í baráttunni fyrir því að hægt verði að hefja hvalveiðar.“ Ólafur þarf þó ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann er spurður að því hvort hann myndi þiggja boð um að fara aftur á hvalveiðar. „Ef mér stæði til boða að fara í hvalinn færi ég í hvalinn. Þó að launin væru skamm- arleg lág á vísindaveiðunum stæðist ég ekki mátið.“ Ólafur við stýrið í efri brúnni á Hvali 9. „Hérna vorum við allt sumarið.“ Skemmti- legur veiði- skapur ÞESSI skip eru vinsælustu ljós-myndafyrirsæturnar í Reykja-víkurhöfn. Erlendir ferðamennkoma hingað í stríðum straum-um til að mynda þau í krók og kring,“ segir Rafn Magnússon, vaktmað- ur í hvalbátum Hvals hf., kankvís á svip og horfir yfir hvalveiðiskipin fjögur í Reykjavíkurhöfn af efri brúnni á Hval 9. Rafn var vélstjóri á hvalveiðiskipunum í 17 ár frá árinu 1954 til 1970. Hann var því ekki ókunnugur skipunum þegar hann tók að sér vaktmannsstarfið árið 1990. „Ég hef séð um að vakta skipin frá því veiðum var alveg hætt fyrir um 12 árum. Hér liggja Hvalur 6,7, 8 og 9 við bryggju. Fyrstu hvalveiðiskipin Hvalur 1, 2, 3 og 4 hafa verið úrelt. Hvalur 5 er vel geymdur á safni í Bremerhaven í Þýska- landi.“ Rafn segist huga að skipunum flesta daga ársins. „Ég er yfirleitt í skipunum einhverja stund á hverjum degi yfir vetr- artímann. Við höfum nánast alveg sloppið við skemmdarverk þótt stundum hafi ég orðið var við mannaferðir. Mesta vinnan við skipin fer fram yfir sumartímann. Ég reyni að nota góða veðrið til að dytta svolítið að skipunum.“ Þörf á ýmsum lagfæringum „Ég segi það nú ekki,“ svarar Rafn til þegar hann er spurður að því hvort að hægt væri að senda hvalveiðiskipin á veiðar með stuttum fyrirvara. „Ég hef passað upp á að keyra ljósavélar og snúa öllum aðalvélum á tveggja mánaða fresti. Legur hafa verið smurðar og svoleiðis. Hins vegar verður því ekki neitað að ým- islegt þarf að lagfæra, t.d. skemmdust allar innréttingar í Hval 6 og 7 þegar skipunum var sökkt árið 1986. Skipta þarf um alla víra og stiga upp í möstrin. Fleira kæmi örugglega í ljós ef hafist væri handa. Ég vil ekki giska á hvað þessar viðgerðir tækju langan tíma. Allt slíkt er afstætt – fer eftir mannskap og öðru.“ Fyrst eftir að skipunum var lagt segist Rafn hafa haldið í vonina um að skipin færu aftur á veiðar. „Með tímanum hefur vonin dofnað. Annað veifið hafa komið upp rokur og hjaðnað jafnharðan. Núver- andi sjávarútvegsráðherra ætlaði að hefja hvalveiðar í byrjun kjörtímabilsins. Nú er kjörtímabilinu að ljúka og langt því frá útséð um að aftur verði hafnar hvalveiðar frá Íslandi.“ Rafn hugar að hvalbátunum fjórum í Reykjavíkurhöfn dag hvern allan ársins hring. ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.