Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „VIÐ fórum til Spánar í byrjun júní en byrjuðum að skipuleggja ferðina í fyrrahaust þegar við fórum að skoða hvað stæði til boða af leiguíbúðum á Costa Brava ströndinni,“ segir Andr- ea Þormar en hún og eiginmaðurinn, Atli Már Jósafatsson, fóru í sumar á eigin vegum til Spánar með börnin. Þegar þau hófu að leita að íbúð voru þau að leita að fallegum og rólegum stað sem væri fjarri skipulögðum pakkaferðum. Staðurinn þurfti að vera í hæfilegri fjarlægð fyrir afþrey- ingu fyrir börnin sem áttu fáar óskir heitari en að komast í vatnsrenni- brautargarð. Þarf að bóka íbúð í tíma „Úr miklu var að velja og við end- uðum hjá leigumiðlun Finques Frig- ola og leigðum íbúð í Calella de Palafrugell. Þetta var 110 fermetra fjögurra svefnherbergja íbúð og svo stofa, eldhús, baðherbergi og þvotta- hús. Fyrir þrjár vikur greiddum við tæplega 1.100 evrur. Á vefslóðinni eru ítarlegar upplýsingar um íbúðina, 14 myndir og margar myndir af bæn- um sjálfum í þrívídd. Íbúðin er í fjallshlíð og frábært útsýni yfir bæ- inn. Við borðuðum alltaf morgunmat úti á svölum. Þetta fyrirtæki er með fjölda íbúða á skrá en það þarf að bóka í tíma því bestu íbúðunum er ráðstafað ár fram í tímann. Spánverj- ar eiga þessar íbúðir og nota þær í sumarfríum sínum. Það var sundlaug við íbúðarbygginguna og tennisvöllur og á þessum árstíma voru fáir Spán- verjar farnir í frí og því var sundlaug- in suma daga eins og einkasundlaug okkar. Þetta er lítill bær og dæmigerður sumarleyfisstaður heimamanna, þar sem Barcelona-búar og aðrir Kata- lónar eiga íbúðir og eyða flestum helgum og sumarfríinu.“ Andrea og Atli fóru í byrjun júní og staðurinn var rétt að vakna til lífsins fyrir sum- arið. Aðeins hluti verslana og veit- ingastaða var opinn en þegar líða tók á dvölina sáu þau nýjan og nýjan stað opna á hverjum degi. Þegar þau kvöddu staðinn í lok júní iðaði allt af lífi. „Calella de Palafrugell er vægast sagt frábær bær. Nokkrar litlar strandir meðfram litlum bæjarkjarna með nokkrum litlum fínum hótelum, fjölda veitingastaða og matvöruversl- ana sem bjóða upp á allar nauðsynj- ar. Ströndin er mjög þægileg þar sem börnin gátu leikið sér að vild í flæð- armálinu eða prílað eftir steinum og klettum sem skipta ströndinni í litlar Pöntuðu íbúðargistingu á Costa Brava og hótel í Barcelona á Netinu Þar sem heimamenn eyða sumarfríinu Elísabet, Thelma Rós og Gunnar Már eru hér á ströndinni í bænum Calella de Palafrugell. Það var upplifun fyrir börnin að vaða í flæðarmálinu og klifra um borð í skútur. Calella de Palafrugell er lítill bær á Costa Brava-ströndinni, um 120 km fyrir norðan Barcelona. Hjónin Andrea Þormar og Atli Már Jósa- fatsson fóru á eigin vegum með börnin til Spánar í sumar. Ströndin er mjög þægileg þar sem börnin gátu leikið sér að vild í flæðarmálinu eða prílað eftir steinum og klettum sem skipta ströndinni í litlar víkur. Hvaðan ertu að koma? Hvaða erindi áttirðu til Skotlands? „Í fyrra gekk Félag ferðamála- fulltrúa á Íslandi í evr- ópsk samtök ferða- málafulltrúa, EUTO. Einu sinni á ári er haldin ráðstefna á vegum þeirra og við vorum 14 ferðamálafulltrúar á Íslandi sem skelltum okkur á ráðstefnuna sem að þessu sinni var hald- in í Stirling í Skotlandi. Aauróra segir að Skotar hafi gert mikið átak í að þróa upplýsinga- miðstöðvar undanfarin ár. „Eftir að hafa skoðað hvernig þeir byggja upp sínar upplýsinga- miðstöðvar komum við heim stútfull af frábærum hugmyndum.“ Hvað eru Skotar að gera í ferðamálum sem vakti áhuga ykkar? „Það voru ótal atriði áhugaverð. Skotar opnuðu t.d. formlega fyrsta þjóðgarðinn sinn, Loch Lomond & the Trossachs, í júlí síðastliðnum og það var forvitnilegt að sjá hvernig hann hafð verið byggður upp og kynntur ferðamönnum.“ Þá segir Auróra algengt að á upplýsinga- miðstöðvum séu söfn og jafnvel kvikmyndasýningar sem tengist þá svæðinu í kring og leiði fólk um það sem hægt er að sjá. Þá er mjög markvisst höfðað til barna, ýmsir hlutir, takkar og tól sem litlir fingur hafa gaman af að skoða og fræðast af í leiðinni. Auróra segir þessa hugmynd góða því ef takist að vekja áhuga barnanna þá fylgi foreldrarnir á eftir. Hún segir að starfsfólk upplýs- ingamiðstöðva sé sérþjálfað og í Skotlandi sé mikið lagt uppúr sölu- tækni. „Þegar farið er með ferðamenn í ferðir eða þeir heimsækja staði leggja Skotar nánast undantekningarlaust áherslu á að fólk fái sinn vissa tíma til að eyða peningum. Þetta virkar og við hér á Íslandi mættum kannski huga betur að þessum þætti þegar við erum að taka á móti gestum.“ Hvaða staðir höfðuðu mest til þín í Skotlandi? „Þetta var í fjórða skipti sem ég kom til Skotlands og mér finnst fólkið alltaf mjög við- kunnanlegt og afskaplega gestrisið. Ráðstefnan sem við fórum á var haldin í borginni Sterling. „Sú borg er afar skemmtileg, þar eru til- komumiklir kastalar og saga við hvert fótmál. Þá fannst mér einnig eyjan Bute mjög skemmtileg. Þar búa rúmlega sjö þúsund manns og eyjarskeggjar byggja að miklu afkomu sína á ferðamennsku. Afþreyingarmöguleikarnir eru óteljandi, boðið er upp á skipulagðar gönguferðir, hjólaferðir, hestaferðir, golf, bátsferðir og kastala að skoða, fuglaskoðun, klettaklifur og svo mætti áfram telja. “ Hvað finnst þér um skoska matargerð? „Frá því að ég fór fyrst til Skotlands hefur orðið bylting í matargerð þar í landi. „Skotar eru farn- ir að átta sig á því að ferðamenn sækja líka til útlanda til að borða góðan mat. Því er mikil gróska í skoskri og alþjóðlegri matseld og margir mjög skemmtilegir veitingastaðir nú í Skotlandi. Auróra segir að lokum að eitt veitingahús í Glasgow standi upp- úr. „Það er veitingahúsið Ubigvitov Chip. „Þar var á boðstólum alls- konar matur, fiskréttir, steikur, fuglakjöt, endur og fleira. Hreifst af eyjunni Bute Auróra G. Friðriks- dóttir, ferðamála- fulltrúi í Vest- mannaeyjum, er nýkomin frá Skotlandi þar sem hún m.a. heimsótti borgirnar Stirling, Edinborg og Glasgow.  UBIGVITOV CHIP 12 Ashton Lane Glasgow g 12 85J Skotland Hluti íslensku ferðamálafræðinganna kominn í skoskan klæðnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.