Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 21
bílar
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
Opnunartímar:
Mánud.-föstud. frá kl. 10-18.
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
MMC Pajero GLX 2500 Diesel,
f.skr. d. 16.03.2001, ek. 24 þús. km,
bsk., 5 dyra., 33“ breyting, vara-
dekkshlíf, vindskeið, dráttarkrókur,
litað gler o.fl. Verð 3.690.000.
Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi
Heklu
Grand Cherokee Ltd. jeppi til sölu,
árg. 2000, tilbúinn til afh. strax.
Með öllum búnaði, ekinn aðeins 47 þús. km, þjónustusaga til.
Einn eigandi, allt upprunalegt, toppástand.
Nánari uppl. á heimasíðu okkar: www.natcars.com
UMFJÖLLUN er um metanbíla á
Íslandi í NGV Worldwide sem er
fagtímarit um ökutæki sem ganga
fyrir jarðgasi og þar með metani.
Tímaritið er gefið út af alþjóðasam-
tökum um jarðgasbíla og er dreift til
65 landa. Greinar um þetta efni hafa
áður birst í blaðinu.
Í greininni er sagt frá því að met-
angasvæðing á Íslandi sé enn á
frumstigi og innan við 50 ökutæki
nýti sér jarðgas. Þessi þróun sé hins
vegar studd af sveitarfélögum og
fyrirtækjum. Sagt er frá því að til að
uppfylla starfsleyfi sitt við landfyll-
ingar með sorpi þurfi Sorpa að vinna
gas og helst að nýta það ella verði að
brenna því á staðnum. Auk notkunar
á ökutæki sé starfrækt rafstöð sem
nýti sér gasið og auk þess kanni nú
plastframleiðandi tækifæri til að
nota gasið í stað innfluttrar olíu.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjallað um
metanbíla
á Íslandi
50 ÁR eru nú frá því að Sigfús
Bjarnason, stofnandi Heklu, hóf inn-
flutning á Volkswagen-bifreiðum til
Íslands. Af því tilefni hefur Hekla efnt
til sagnasamkeppni, þar sem fólki er
boðið að senda inn frásögn af reynslu
sinni og/eða skemmtilegum atvikum,
sem tengjast Volkswagen-bjöllunni, í
formi örsögu, eða innan við 500 orð.
Skilafrestur er til 21. október nk. og
sögurnar má senda á netfangið saga-
@volkswagen.is eða til Heklu, Lauga-
vegi 170–174, 105 Reykjavík.
Á afmælisárinu hefur Volkswagen
náð hæstu markaðshlutdeild sinni,
frá því að gamla Volkswagen-bjallan
var einn vinsælasti bíll hérlendis, og
hún aukist um tæplega 18% ef borið
er saman við sama tímabil 2001.
„Við höfum, í tilefni þessara tíma-
móta, boðið Volkswagen Golf og Bora
með veglegum afmælispakka, auk
þess sem nýr Polo var kynntur í vor.
Þessu hefur verið ákaflega vel tekið
af viðskiptavinum Heklu, enda hefur
sala Volkswagen-bíla aukist og farið
fram úr okkar björtustu vonum,“ seg-
ir Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og
blaðafulltrúi Heklu. „Við höfum því
gert ráðstafanir til að afmælispakk-
inn verði í boði með Golf og Bora til
ársloka.
Í tilefni afmælisins efnum við með-
al annars til Volkswagen-sagna-
samkeppni, en skilafrestur rennur út
mánudaginn 21. október. Við munum
síðan í kringum næstu mánaðamót
kynna þá sögu sem best þykir, og
veita sigurvegara vegleg verðlaun.
Okkur hafa þegar borist fjölmargar
sögur, og er skemmtilegt að fylgjast
með hve margir taka þátt í keppn-
inni.“
Í lok mánaðarins verður opnaður
endurnýjaður Volkswagen- og Audi-
sýningarsalur í Heklu-húsinu. Nýi sal-
urinn er í samræmi við nýjar áherslur
Volkswagen og Audi á útliti sýning-
arsala sinna, sem hefur vakið verð-
skuldaða athygli í Evrópu. Í salnum
verður m.a. sérstakt Volkswagen
Touareg sölu- og kynningarsvæði, en
Touareg er nýr, afar vel búinn jeppi,
sem frumsýndur var á bílasýningunni
í París í september 2002.
VW
í 50 ár
Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Nýr lífsstíll