Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 B 7 „BELJUBÆR. Það var fjósið,“ segir Bjarni Valtýr Guðjónsson organisti og rifjar upp þegar hann um sex ára ald- ur hætti að segja ess. Í staðinn bjó hann til ný orð yfir alla hluti sem fólu í sér ess. „Klárabær var hesthúsið og læk- maður var silungur,“ heldur hann áfram. „Í Syðri-Hraundal bjó frændi minn, Skúli Pétursson, sem ég kallaði Hraundalamanninn mjóa. Ég notaði fleirtölu fyrir Hraundalinn til að þurfa ekki að segja Hraundalsmaðurinn.“ Lítil er lækmannaveiði Séra Helgi Sveinsson, sem var þjóðkunnur hagyrðingur, bjó til ljóða- erindi um þessa uppátækjasemi hjá litla frænda sínum: Lítil er lækmannaveiði en lífið er fjörugt þó, hvítfuglar gala á heiði en heiðlóur kvaka í mó. Hoppa í beljubænum blómlegar mjólkurkýr, margt er af meyjum vænum og mikið um ævintýr. Hvítur er fífuflói og fagurgræn hlíðin er, Hraundalamaðurinn mjói mætti nú vera hér. Bjarni Valtýr hefur raunar á síðustu árum sjálfur verið iðinn við að yrkja s-lausar vísur. „Ég hef verið að yrkja þær mér til gamans, svona til að fylla upp í þessa mynd. Þær fjalla um allt milli himins og jarðar, s.s. kirkjuferð og slátt á túni. Ég kalla predikunarstólinn ræðuhólk og söngkórinn hljóðahóp,“ segir hann og hlær. „Þetta er bráð- sniðugt. Þú mátt alveg nota eitthvað af þessu.“ Blaðamaður valdi eina vísu, sem fjallar um kirkjurferð: Ei má gleyma hljóðahóp hann við orgel þrumdi. Kváðu þrátt í eyrum óp önd í barka glumdi. Fyrirsagnir án ess hlægilegar Það var um sex ára aldur sem Bjarni Valtýr telur sig hafa tekið upp á því að segja aldrei ess. „Þegar Beta frænka [Elísabet Pálsdóttir], svona klók og kæn eins og hún var, leit í heimsókn, þá kom hún stundum alveg að mér og hvíslaði: „Segðu ess.“ Þá fyrst hljóp ég alveg í baklás og varð harðákveðinn í að segja ekki neitt.“ Bjarni Valtýr hefur það eftir frænda sínum, séra Árna Pálssyni, að svo öruggur hafi hann verið í að sneiða hjá s-hljóði, að hann hafi aldrei fipast í mæltu máli, talað fullkomlega skýrt mál, með réttri hrynjandi og áherslum, en alltaf tekist að sleppa þessu hljóði í hvaða mynd sem var og hvað lengi sem talað var. En varla man hann neitt frá þessum tíma? „Jú, jú, ég man það vel að ég var að verjast þessu. Svo gerði ég mér það stundum að leik þegar ég var orðinn læs að lesa fyrirsagnir og vita hversu hlægilegar þær gætu orðið með því að sleppa essinu. Og það varð furðulegur framburður. Eins og mánaðaralmanakið, sem á stóð Happ- drætti Háskóla Íslands. Þá las ég allar samstöfur en sleppti essinu: „Happ- drætti Hákóla Íland“. Bjarni Valtýr segist halda að þetta tímabil hafi staðið í eitt til tvö ár. „Ég hugsa að þetta hafi hætt vegna ein- hverra samninga eða fyrir fortölur hjá mömmu. Eða þá það hefur upplokist fyrir mér að þessi barnaskapur yrði að taka enda.“ Manna leiknastur í p-máli Það voru fleiri tungumál sem Bjarni Valtýr lærði á unga aldri. „Veistu að ég er manna leiknastur í p-máli,“ spyr hann í ofvæni. „Þegar ég var átta ára kenndi föðurbróðir minn, Jón Guð- mundsson í Hólmakoti í Hraunhreppi, okkur strákunum p-mál, mér og Árna Pálssyni. Árni getur ennþá talað p- mál, – en ekki eins vel og ég,“ segir Bjarni Valtýr og hlær glaðlega. Hann segir p-mál kennt í Íslenskum skemmtunum eftir Ólaf Davíðsson frá Hofi í Hörgárdal. „Maður fær þetta al- veg á heilann og þarf ekki einu sinni að hugsa til þess. Við bætum péi inn eftir vissum reglum. Fyrst er borið fram eitt atkvæði og svo skotið inn péi. Hvaða setningu viltu láta mig segja?“ – Ja, Morgunblaðið, blað allra lands- manna, svarar blaðamaður og blygð- ast sín fyrir andleysið. Þá veltur upp úr Bjarna Valtý: „Moporgupunblapaðipið, blapað apallrapa lapandsmapannapa.“ Eftir stundarþögn bætir hann við: „Einu sinni kom ég inn í gamla kaup- félagið í Kvosinni í Borgarnesi. Ég held ég hafi verið eini viðskiptavinurinn og stelpurnar fóru að tala saman á p- máli. Héldu að ég skildi ekkert. Það var allt í lagi, – alveg saklaust. En ég skildi hvert einasta orð sem þær sögðu. Svo það er betra að vara sig.“ – Já, jafnvel á p-máli, skýtur blaða- maður inn í. „Það er alveg stórvarasamt að halda að einhver kunni ekki p-mál. En ég held samt að það kunni það fáir núna.“ En hvernig stendur á því að Bjarni Valtýr talar p-mál enn þann dag í dag? „Það er bara eins og hvað annað sem maður lærir og getur ekki gleymt. Þetta er manni tamt eins og að borða og drekka, ganga og hlaupa.“ Ófarir Borgnesinga í fótbolta Bjarni Valtýr er hagmæltur eins og áður greinir, enda er hann gjaldkeri Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Blaðamaður veltir því upp hvort bund- ið mál geti ekki flokkast undir enn eitt tungumálið, sem Bjarni Valtýr er með á hraðbergi. „Jú,“ segir hann, þótt heyra megi á hljómnum í röddinni að þarna sé blaðamaður að fabúlera. Hann bætir því við að hann sé alltaf að semja eitthvað. „Ekki yrki ég nú vísu á hverjum degi, en oft dettur mér eitthvað í hug. Ég er ýmist að skopast að óförum Borgnesinga í fótboltanum eða hug- hreysta þá. Svo kemur fyrir ef ég skrepp oní byggingarvörudeild, þar sem ég vann í mörg ár, að ég kasta vísum til þeirra. Sérstaklega er ég að glettast við þá sem eru annars staðar í pólitík en ég. Þá segir nú fyrrverandi starfsfélagi minn, ef hann sér mig taka blað og penna: „Hvaða níð ertu nú að yrkja!?““ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Valtýr Guðjónsson organisti kann mörg tungumál fyrir utan tónlistina. Hætti að segja ess og bjó til ný orð hringinn, þótt ekki rati ég leiðina.“ Og enginn heyrir til hans, utan Gandalfur sem snýr sér að honum. Þá þagna all- ir aðrir og Fróði endurtekur það sem hann sagði. Mér fannst það vel til fundið. Tolkien hefði samþykkt þessa breytingu. Því enginn tekur mark á hobbitum nema Gandalfur.“ Shippey segist hlakka til næstu myndar, en ekki botna upp né niður í því hvernig menn ætla að gera mynd eftir þeim hluta sögunnar. En hvað um sögurnar um Harry Potter sem raða sér efst á metsölu- listana ásamt Hringadróttinssögu? „Ég er mjög hlynntur þeim, því þær fá börnin til að lesa. Síðasta bók var 615 síðna löng! Fyrir skömmu voru útgefendur að segja mér að ómögu- legt væri að fá börn til að lesa meira en örfáar blaðsíður. Þeir vildu skipta Hobbitanum í þrjá hluta, því þeir sögðu að börn læsu ekki meira. Nú eru þær raddir hljóðnaðar. Það er ljóst að börn vilja lesa bækur, jafnvel þótt þær séu langar. Ég var líka ánægður með myndina um Harry Potter; leikur barnanna var frábær.“ En Harry Potter er ekki eins alvar- legur og Hringadróttinssaga, að dómi Shippeys. „Tolkien lifði tvær heims- styrjaldir og átti mun sárari stundir en Rowling. Mér finnst Tolkien raun- ar dæmigerður fyrir þá sem lifðu af stríðið. Flestir vinanna voru fallnir frá og þeir voru þjakaðir af sektarkennd. Það er einkennandi fyrir þessa rithöf- unda að það gat tekið þá 20 ár að koma orðum á blað um þessa reynslu sína. Tolkien er ekkert einsdæmi að því leyti. Það sama gilti um Kurt Vonnegut sem skrifaði Sláturhús 5. Hann var í Dresden þegar Bretar gerðu loftárásina og sagði mér að hann hefði farið fram úr rúminu á hverjum degi eftir það til að skrifa um þessa reynslu, en það liðu 20 ár áður en honum var það fært.“ Tungumál án lyga Tolkien bjó til tungumál, sem hann lagði til grundvallar Hringadróttins- sögu. Og sjálfur bjó Shippey til tungumál sem talað er af risaeðlum. „Það er mjög flókið, – ekki biðja mig um að tala það,“ segir Shippey og hlær. „Ég var að vinna með vísinda- skáldsagnahöfundinum Harry Harri- son að „West of Eden“-þríleiknum. Þetta var erfitt verkefni því hann vildi tungumál sem líktist ekki neinu mannlegu tungumáli. Ég þróaði tungumál, sem var þannig að orðin höfðu ekki aðeins þýðingu heldur líka stellingarnar sem fylgdu orðunum. Í tungumálinu var engin málfræði heldur sífelldar samsetningar af ólík- um meiði. Eitt af því sem einkenndi tungumálið var að risaeðlurnar gátu ekki logið, því stellingarnar voru ómeðvitaðar og komu af sjálfu sér. En þegar mennirnir læra tungumálið ná þeir aldrei almennilegum tökum á því og geta því logið.“ Þeir félagarnir hafa unnið saman að fleiri vísindaskáldsögum. „Við höf- um unnið saman að tveimur fram- haldssögum. Auk „West of Eden“- þríleiksins gerðum við „Hammer and the Cross“-framhaldssöguna, sem gerist á 9. öld og hefst á dauða Ragn- ars loðbrókar.“ Og samstarfið er í anda víkinga. „Við drekkum bara nóg,“ segir Shippey og skellihlær. „Þegar við byrjuðum, þá skrifaði Harry og ég kom með tillögurnar. En svo varð Harry of fullur, þannig að ég skrifaði og Harry kom með tillögurnar.“ Það má búast við að samstarf þeirra beri frekari ávöxt. „Við förum saman í frí í janúar til að leggja á ráðin um næstu sögu.“ Upprisa textafræðinnar Það hlýtur að vera merkileg staða að príla efst upp í fílabeinsturn fræð- anna, sérhæfa sig í textafræði og fornum fræðum og komast allt í einu í tísku eins og Shippey þegar gerðar eru kvikmyndir um Hringadróttins- sögu. „Já, það er miklu meira um við- töl núna og ýmiskonar kynningar,“ segir Shippey. „Ég tók það nærri mér árið 1983 þegar ég þurfti að leggja niður námsgrein við Leeds háskóla, sem Tolkien hafði stofnað til 20 árum fyrr. Háskólar fengust ekki lengur til að kenna textafræði. Eins og Gal- adriel komst að orði: „Í aldanna rás höfum við háð hinn langa ósigur.“ En nú held ég að orðið hafi straumhvörf, sem skapar tækifæri til að endur- vekja kennslu í textafræði í háskól- um.“ sparaðu fé og fyrirhöfn VÍKINGSLÆKJARÆTT 7. bindi Víkingslækjarættar (niðjar Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum og fyrstu konu hans, Ingiríðar Árnadóttur) kemur út í lok nóvember nk. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 10. nóvember fá bókina með 30% afslætti. Grensásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-2400 • Fax: 588 8994 BÓKAÚTGÁFA Guðmundur Brynjólfsson Áskriftarsími: 588 2400 Fax: 588 8994 Tölvupóstfang: skjaldborg@skjaldborg.is Ný lyfting. Nýtt líf. Á einni nóttu Nýtt: Resilience Lift Overnight Krem fyrir andlit og háls Á miðjum aldri þarf húðin að fara að kljást við rakatap um nætur og sveiflur í hormónastarfseminni sem draga úr framleiðslu á kollageni. Hið einstaka OverNight Revival Complex hjálpar til við enduruppbyggingu þessa mikilvæga bindiprótíns um leið og það flytur húðfrumunum rakann sem þær vantar. Í speglinum að morgni sérðu að húðin er orðin styrkari, stinnari, er að endurheimta æskuljómann. Nú geturðu sofið áhyggjulaus. www.esteelauder.com Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.