Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um nýja heildar- löggjöf um fjármálafyrirtæki þar sem meðal annars er brugðist við nýlegum tilraunum til yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Verði frumvarpið að lögum koma þau í stað nokkurra eldri laga á þessu sviði. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hin nýja löggjöf muni ná yfir sjö tegundir fjármálastofnana, viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, sem hafi leyfi til að kalla sig fjárfestingar- banka, rafeyrisfyrirtæki, verðbréfa- fyrirtæki og rekstrarfélög verðbréfa- sjóða. Meðal helstu breytinga frá núgild- andi lögum má nefna að samkvæmt frumvarpinu mun Fjármálaeftirlitið veita og afturkalla starfsleyfi fjár- málastofnana í stað viðskiptaráð- herra nú. Fjármálaeftirlitinu mun samkvæmt frumvarpinu verða heim- ilt að ákvarða hærra eiginfjárhlutfall en 8%, sem er lágmark samkvæmt gildandi lögum og frumvarpinu, fyrir þau fjármálafyrirtæki sem talin eru hafa ófullnægjandi fjárhagsstöðu með hliðsjón af áhættustigi. Þá hefur ákvæðum um sparisjóði verið breytt í því skyni að treysta yfirtökuvarnir þeirra. Kveðið er á um við hvaða að- stæður stjórn sparisjóðs skuli heimila framasal á virkum eignarhlut og tryggilegar er búið um að tengdir stofnfjáreigendur geti ekki farið með yfir 5% heildaratkvæðamagns í spari- sjóði. Einnig eru ákvæði um að spari- sjóður skuli breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag áður en samruni við aðrar tegundir fjármálafyrirtækja geti átt sér stað. Loks má nefna að verði frumvarpið að lögum munu ákvæði um ríkisviðskiptabanka falla brott. Ekki verði farið í kringum ákvæði um hámark atkvæðisréttar Í fyrra voru gerðar breytingar á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði þar sem starfandi sparisjóðum var heimilað að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag. Einnig voru gerðar breytingar á ákvæðum um stofnfjár- bréf með það fyrir augum að gera þau að eftirsóknarverðari fjárfestingu. Loks var gerð sú breyting að í stað þess að sveitarfélög eða héraðsnefnd- ir tilnefndu tvo af fimm stjórnar- mönnum í sparisjóði væri stofnfjár- eigendum heimilt að kjósa alla fimm stjórnarmenn sparisjóðs. Í nýja frum- varpinu er lagt til að varnir gegn yf- irtöku sparisjóðs verði treystar. Þar er meðal annars ákvæði um að fram- sal stofnfjárhlutar skuli hljóta sam- þykki stjórnar sparisjóðs og að ef grunur vakni um að fyrirhugað fram- sal sé liður í því að kaupandi eignist virkan eignarhlut skuli stjórn vísa málinu til Fjármálaeftirlitsins. Í greinargerð með frumvarpinu segir að orðalagi ákvæða um atkvæð- isrétt hafi verið breytt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að farið verði í kringum reglur um hámark atkvæð- isréttar með eignarhaldi fleiri tengdra aðila á eignarhlutum. Þá seg- ir að dreifð eignaraðild að sparisjóð- um hafi frá upphafi verið ein af meg- instoðum sparisjóðakerfisins hér á landi, sem meðal annars megi sjá í fyrirmælum laga um að stofnfjáreig- endur skuli vera minnst 30 og þá meginreglu að stofnfjáreigendur skuli eiga jafnan hlut nema sam- þykktir heimili annað. Í samræmi við þetta hafi stofnfjár- hlutir lengst af ekki verið framselj- anlegir, en framsal hafi verið heimilað með lögum frá 1985, fyrst og fremst í því skyni að auðvelda sparisjóðunum að afla aukins eigin fjár, en framsali hafi verið settar ýmsar skorður í lög- unum. Yfirtaka stærri sparisjóða þýðir endalok sparisjóðakerfisins Í greinargerðinni segir einnig að í flestum sparisjóðum sé bróðurpartur eigin fjár í eigu sparisjóðsins sjálfs og til þeirra fjármuna eigi stofnfjáreig- endur ekkert tilkall. Á hinn bóginn sé ljóst að yfirráð yfir stjórn sparisjóðs veiti völd til að stjórna þessum fjár- munum. Þá segir í greinargerðinni að spari- sjóðakerfið byggist ekki síst á sam- starfi þar sem stærri og fjársterkari sparisjóðir leggi til stærðarhag- kvæmnina, og að yfirtaka á einum eða fleirum þessara sparisjóða myndi fyr- irsjáanlega leiða til þess að spari- sjóðakerfið liði undir lok. „Sumarið 2002 var gert yfirtöku- tilboð í Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) með það að mark- miði að SPRON rynni að lokum saman við annað fjármálafyrirtæki. Var afstaða Fjármálaeftirlitsins sú að ákvæði gildandi laga yrðu ekki túlkuð á þann veg að óheimilt væri að fram- selja stofnfjárhluti á yfirverði með þeim hætti sem yfirtökutilboðið gerði ráð fyrir. Sú niðurstaða hefur leitt af sér bagalega réttaróvissu fyrir spari- sjóðina varðandi það hver staða þeirra er gagnvart hugsanlegum fjandsamlegum yfirtökutilboðum af hendi annarra fjármálafyrirtækja,“ segir í greinargerðinni. Þar segir jafnframt að varnir gegn yfirtöku séu treystar með því að skerpa á meginreglu um dreifða eign- araðild. Skýrt sé kveðið á um það í frumvarpinu að stjórn sé heimilt og skylt að synja um framsal stofnfjár- hluta sem leiða mundi til myndunar virks eignarhluta, nema að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum. Þessi skil- yrði snúist um fjárhagslega endur- skipulagningu, svo sem vegna björg- unaraðgerða og eflingar samvinnu milli sparisjóða. Frumvarp til nýrrar heildarlöggjafar um fjármálafyrirtæki Varnir treystar gegn yfirtöku sparisjóða VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HAGNAÐUR VÍS eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 429 m.kr. Fyr- ir skatta nam hagnaður af vátrygg- ingarekstri 316 m.kr. og hagnaður af fjármálarekstri 252 m.kr. Heildar- eignir félagsins 30. september 2002 námu 23.365 milljónum króna og bók- fært eigið fé var 4.265 milljónir króna. Stjórn VÍS samþykkti uppgjörið á fundi sínum í gær. Bókfærð iðgjöld VÍS hækkuðu um 7,7% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 6.008 milljónum, en eigin ið- gjöld hækkuðu um 12,5% og námu samtals 4.773 m. kr. Fjárfestingar- tekjur af vátryggingarekstri námu 840 m. kr. en voru 1.711 m. kr. á sama tímabili 2001. Eins og fram kom í skýringum með 6 mánaða uppgjöri félagsins stafar þessi lækkun m.a. af breyttum reglum um mat fjárfesting- artekna af vátryggingarekstri. Í fyrra var miðað við fasta vaxtaprósentu sem ákveðin var af Fjármálaeftirliti skv. reglugerð. Í nýjum reglum skal nú hins vegar tekið tillit til hvernig raunveruleg ávöxtun sjóða félagsins hefur tekist. Eigið tjón VÍS hækkaði um 2,3% miðað við sama tímabil í fyrra og nam 4.227 milljónum króna. Níu mánaða hagnaður VÍS 429 milljónir ÞAÐ hefur verið líf og fjör alla daga vikunnar hjá leikskólabörnum í Aðaldal en þau hafa verið á dans- námskeiði og kunnað vel að meta þessa tilbreytingu í skólastarfinu. Það er Dansskóli Jóns Péturs og Köru sem hefur séð um kennsluna eins og svo oft áður, en dans er ár- legt þema í leikskólanum. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins leit við hjá leikskólabörnunum dunaði dansinn þar sem allir tóku þátt og lifðu sig inn í hljómlistina. Margt efnilegt dansfólk sem á ef- laust eftir að stíga sporin þegar tímar líða. Leik- skólabörn í Aðaldal læra dans Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gaman var að hreyfa sig eftir tónlistinni. KIWANISKLÚBBURINN Helga- fell í Vestmannaeyjum minntist 35 ára afmælis klúbbsins með því að afhenda nokkrum stofnunum og fé- lagasamtökum í Vestmannaeyjum auk aðila á Höfn í Hornafirði og í Þorlákshöfn gjafir og styrki til að minnast þessara tímamóta í sögu Kiwanishreyfingarinnar í Eyjum. Nætursjónaukar voru gefnir í björgunarbáta og lóðsbáta í Þor- lákshöfn, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði til að treysta ör- yggi um borð og til leitar á sjó. Þá voru eftirtöldum aðilum í Vestmannaeyjum afhentir styrkir til tækjakaupa: Heilbrigðisstofnun- in í Vestmannaeyjum til kaupa á hjartatæki. Björgunarfélag Vest- mannaeyja til kaupa á tækjabún- aði. Hafnarsjóður Vestmannaeyja fékk nætursjónauka til notkunar í Lóðsinum, auk styrks til frekari tækjakaupa í Lóðsinn. Sambýlið við Vestmannabraut, Meðferðar- heimilið Búhamri og Dvalarheim- ilið Hraunbúðir fengu öll sem eitt styrk til tækjakaupa. Með þessum framlögðum var náð markmiði 35 ára starfsársins. Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur áður styrkt fjölmörg málefni í Vestmannaeyjum og um landið. Má þar nefna að Helgafellsmenn hafa lagt líknarmálum lið og örygg- ismálum til lands og sjávar. Fyrstu gangbrautarljós í Vestmannaeyj- um voru gefin af klúbbnum, örygg- ishnappar sem hringja á lögreglu- stöðinni í Eyjum voru settir upp við höfnina og brunavarnarteppum var dreift í hvert hús í Vestmanna- eyjum fyrir nokkrum árum svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/Sigurgeir Fulltrúar frá fyrirtækjum og stofnunum sem hlutu gjafir og styrki, frá vinstri: Lea Oddsdóttir, Jóhanna Hauks- dóttir, Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Ragnar Þór Baldvinsson og Ólafur Kristinsson. Lengst til hægri er Óskar Ólafur Elísson, forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Kiwanismenn gefa gjafir á afmælinu Vestmannaeyjar FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.