Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 51
Dauðinn er högg.
Á eftir kemur sorgin
og tómið.
Kristinn Gestsson er
látinn. Hann var lista-
maður af Guðs náð.
Tónlistin var köllun
hans og hann var trúr henni til
hinstu stundar. Píanóið var hljóðfæri
hans. Hann var afar næmur á blæ-
brigði lífsins og flókið eðli sálarinnar.
Athugul augu virtust ekkert láta
fram hjá sér fara. Tungutakið var
fallegt og óvenjulegt, hvert orð sem
þaulhugsað í stuttar hnitmiðaðar
setningar. Hann var kröfuharður en
nærgætinn, þó kröfuharðastur við
sjálfan sig. Heill hugur fylgdi orðum
hans og öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Kristinn var víðsýnn og vel
lesinn. Hann var heimsmaður, virðu-
legur og vel klæddur og framkoman
fáguð og öguð. Hann var frábitinn
öllu falsi og yfirborðsmennsku. Pí-
anóleikur hans og kennsla endur-
speglaði alla eiginleika hans. Krist-
inn var gæfumaður í einkalífi sínu og
átti góða fjölskyldu sem hann unni
heitt.
Fyrir rúmum þrjátíu árum kynnt-
ist ég Kristni þegar ég hóf píanó-
kennslu við Tónlistarskóla Kópa-
vogs, ung og óörugg. Þá studdi hann
mig og uppörvaði. Hjá honum gat ég
alltaf leitað ráða og æ síðan. Þá var
skólinn lítill og fámennur. Tempóið í
þjóðfélaginu mun hægara og fólk tal-
aði meira saman. Það var gaman að
heyra þá vini Kristin og Fjölni Stef-
ánsson skólastjóra slá á létta strengi,
rifja upp skólaárin í London eða
Kristin segja frá radíóinu, sem var
auðvitað Ríkisútvarpið, en þar hafði
hann unnið um skeið. Í huga mér
varð London hin eina sanna heims-
borg og radíóið hans Kristins nær-
komnara og meira heillandi en áður.
Slík voru áhrifin af frásögn þeirra.
Ég átti honum svo ótal margt að
þakka. Ef til vill hefur næmur hugur
hans skynjað þakklæti mitt. Síðustu
orðin sem Kristinn sagði við mig
voru „ertu ekki glöð?“ og þegar ég
játti því svaraði hann „það var gott“.
Elsku Ásdís mín. Harmur þinn er
mikill. Kristinn þinn hefur örugglega
hugsað fallega um þig þegar hann
fór í sína hinstu göngu. Ég sam-
hryggist þér innilega og allri fjöl-
skyldunni.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Kristinn Gestsson, píanóleikari og
fyrrum yfirkennari Tónlistarskóla
Kópavogs, er látinn, óvænt og fyrir
aldur fram. Við hjónin kynntumst
Kristni fyrir meira en þrem áratug-
um er hann kom að Tónlistarskóla
Kópavogs sem kennari. Var það mik-
ið happ fyrir skólann að fá Kristin til
starfa og var hann alla tíð kjölfestan
í kennaraliði skólans. Skipulagði
hann ásamt félaga sínum, Fjölni
Stefánssyni skólastjóra, starfsemi
skólans, sem frá þeim tíma var til
mikillar fyrirmyndar svo að orð fór
af. Kristinn hafði náðargáfu til pí-
anókennslu og velti leyndardómum
góðs píanóleiks mikið fyrir sér.
Lagði hann ekki síst áherslu á
trausta undirstöðu yngstu nemend-
anna.
Kristinn hlaut menntun sína á Ak-
ureyri hjá Margréti Eiríksdóttur, í
Reykjavík hjá Árna Kristjámssyni
og loks í London hjá Lamar Crow-
son. Hann varð mjög fróður um það
sem skrifað hafði verið fyrir píanóið
og var áhugasvið hans í þeim bók-
menntum vítt en við minnumst þess
að hann hafði sérstakan áhuga á pí-
anótónlist 20. aldarinnar, sérstak-
lega Schönbergs, Bergs, Weberns og
Stravinskys og spilaði hann tónlist
þeirra oft. Tónlist Bachs og kontra-
KRISTINN
GESTSSON
✝ Kristinn Gests-son fæddist á
Dalvík 21. maí 1934.
Hann varð bráð-
kvaddur í Kópavogi
14. október síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 25. október.
púnktur hans var hins-
vegar aldrei fjarri.
Fyrir um tveimur
áratugum tóku nokkrir
píanóleikarar og
áhugamenn um píanó-
tónlist, píanóspil og
túlkun að hittast
nokkrum sinnum á ári
til að hlusta á nýjar og
gamlar píanóupptökur
á plötum og videospól-
um og ræða málin. Var
Kristinn með í þessum
hóp frá upphafi og lagði
oft margt hnitmiðað og
gott til málanna. Þess-
ar samkomur voru haldnar til skiptis
á heimilum félaganna og sáu eigin-
konurnar um dýrlegar krásir, sem
hjálpaði til að gera kvöldin að oft
ógleymanlegum samverustundum.
Við félagarnir þökkum Kristni fyrir
þessar stundir og hans verður sárt
saknað.
Að endingu sendum við hjónin Ás-
dísi og fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Kristins
Gestssonar.
Hildur og Runólfur.
Kristinn Gestsson píanóleikari var
félagsmaður í Félagi íslenskra tón-
listarmanna í yfir 35 ár. Hann lagði
félaginu mikið lið með margvíslegum
trúnaðarstörfum, bæði í stjórn fé-
lagsins og einnig fyrir hin ýmsu að-
ildarsamtök. Kristinn var formaður
félagsins árin 1972–1974 og á þeim
árum efldist samstarf norrænna ein-
leikara, m.a. með gagnkvæmu tón-
leikahaldi í aðildarlöndunum. Krist-
inn var hógvær maður og alla tíð
sinnti hann sínum fjölmörgu störfum
í tónlist og kennslu af einstakri prúð-
mennsku og alúð.
Ég átti þess kost að kynnast hon-
um nánar er ég var nemandi í Tón-
listarskóla Kópavogs. Þar var hann
yfirkennari og gat leyst hvers manns
vanda, jafnan með ljúfu brosi og hlý-
legu viðmóti. Kennarinn minn, Elísa-
bet Erlingsdóttir, söngkona og
Kristinn störfuðu mikið saman og á
ég þeim að þakka fyrstu viðkynningu
af íslenskri samtímatónlist á sviði
sönglistar. Samstarf þeirra örvaði
tónskáld til dáða og búum við að
þeim gersemum um ókomna tíð.
Fyrir hönd Félags íslenskra tón-
listarmanna vil ég þakka framlag
hans til tónlistarmála og votta fjöl-
skyldu hans innilega samúð.
Margrét Bóasdóttir.
Ég minnist þess nú við fráfall míns
kæra læriföður og samstarfsmanns,
Kristins Gestssonar, píanóleikara,
hversu sterk myndin er af okkar
fyrstu fundum. Glæsilegur á velli,
virðulegur og traustvekjandi birtist
hann mér á göngum Tónlistarskóla
Kópavogs haustið 1968. Þá léku
ferskir vindar um skólann, nýir
menn höfðu tekið við stjórnartaum-
um og væntingar í loftinu.
Ég var á tólfta ári, í hópi eldri
nemenda skólans, og hafði verið
komið fyrir hjá hinum nýja kennara.
Strax í fyrstu kennslustundum
skynjaði ég alvöruna í afstöðu Krist-
ins Gestssonar til kennslunnar.
Hann læddi þeirri hugsun inn hjá
mér, hversu mikið ég gæti lært fram
til tvítugs. Ég fann að það andaði
nýjum straumum, það var horft fram
á við, en ekki um öxl.
Árin liðu hvert af öðru, en sýn
hans á viðfangsefnin og tilgerðar-
lausar hugmyndir skópu eftirvænt-
ingu í hverri kennslustund. Ýmsar
myndir koma í hugann; meistarar
tónbókmenntanna teygaðir í bland
við pípureyk, ökuferðir í eðalvagn-
inum Volvo Amazón á leið til tón-
leikahalds, reglulegir og eftirminni-
legir upptökudagar í Ríkisútvarpinu,
sem á þeim árum sóttist eftir efni frá
ungu fólki í tónlistarnámi.
Í kennslunni var það ekki einungis
það, sem sagt var, sem skipti máli,
heldur var það sá kúltúr sem fylgdi
nærveru Kristins, sem átti svo ríkan
þátt í að búa mann undir frekari
áfanga í námi og starfi. Fyrir Kristni
voru engar málamiðlanir í listinni,
þar komst ekki að léttúð eða vin-
sældapólitík. Hann gerði kröfur til
sjálfs sín og það skilaði sér til okkar,
nemendanna. Aldrei var farinn milli-
vegur, aldrei stytt sér leið, annað-
hvort var að gera hlutinn vel eða
sleppa honum. Í þessu var fólgin tak-
markalaus virðing fyrir viðfangsefn-
inu og hverjum manni hollt að kynn-
ast.
Þótt Kristinn hafi opnað nemend-
um sínum ýmsar gáttir var hann
spar á að flíka eigin tilfinningum. Öll
þau átta ár, sem ég nam hjá honum,
við allar þær uppákomur, námskeið
eða tónleika, sem hann fylgdi mér á,
jafnvel út á land, naut ég hinnar
hljóðu og traustu samveru, án þess
þó að skyggnast inn fyrir skelina.
Mér þótti því vænt um fá tækifæri á
nýjum kynnum, þegar hann síðar
heimsótti okkur hjónin í London á
þeim tíma sem ég stundaði þar fram-
haldsnám. Heimsókn á þær slóðir,
sem hann gekk á sínum námsárum,
vakti hughrif, sem var ánægjulegt að
vera þátttakandi í. Við áttum þarna
saman góða daga í nánu samneyti og
ég upplifði að þeir hefðu hnýtt enn
betur þann trúnað, sem ríkti á milli
okkar og sem hann sýndi mér til síð-
asta dags.
Kristinn var af þeirri kynslóð ís-
lenskra tónlistarmanna, sem frum-
kvöðlarnir ólu upp. Til þess var ætl-
ast, að hún ávaxtaði sína þekkingu
og skilaði henni áfram til næstu kyn-
slóðar. Þar lagði Kristinn til drjúgan
skerf. Hann starfaði lengst af sem
yfirkennari í Tónlistarskóla Kópa-
vogs við hlið félaga síns Fjölnis Stef-
ánssonar, fyrrverandi skólastjóra, á
miklu uppbyggingarskeiði skólans. Í
farsælu samstarfi þeirra háðu þeir
marga hildi í faglegu starfi sem og í
hinu daglega amstri skólahaldsins.
Ár Kristins við skólann urðu hátt á
fjórða tuginn og allan þann tíma
vann hann af alúð og ósérhlífni að
framgangi skólans.
Vegna heilsubrests að undanförnu
ákvað Kristinn að tími væri til kom-
inn að hægja á ferðinni. Hann lét af
starfi yfirkennara hinn 1. september
síðastliðinn og hugðist kenna örfáum
nemendum í hlutastarfi í vetur. Frá-
fall hans kom sem reiðarslag yfir
samstarfsfólk hans. Meðal þeirra
verður hans sárt saknað. Það kemur
í minn hlut nú að þakka af heilum
hug fyrir starf hans í Tónlistarskóla
Kópavogs, sem seint verður fullmet-
ið. Fjölskyldu Kristins eru færðar
innilegar samúðarkveðjur frá sam-
starfsfólki.
Að leiðarlokum þakka ég persónu-
lega dýrmætt veganesti, sem Krist-
inn bjó mér, áralanga samfylgd og
traust samstarf, sem aldrei bar
skugga á. Kæra Ásdís, við hjónin
sendum þér og fjölskyldu þinni
hjartanlegar samúðarkveðjur. Megi
Guð styrkja ykkur á þessari stundu.
Blessuð sé minning Kristins Gests-
sonar.
Árni Harðarson.
Ég hygg að margur uppgötvi ým-
islegt um sinn innri mann í gegnum
tónlist. Og það sem barn lærir í tím-
um hjá píanókennaranum sínum er
kannski ekki síst að hugsa um þann
áslátt sem það vill að fylgi sér út lífið,
hvert sem haldið er, – hvort sem
hljóðfærið verður áfram með í för
eða ekki. Og þótt barnið hugsi
kannski ekki beinlínis um þetta, þar
sem það situr og spilar margskonar
ljóð án orða, – hröð og hæg, sterk eða
veik, – seytlar það inn og hefur áhrif
á allt sem það tekur sér fyrir hendur.
Því það að læra á hljóðfæri er að
finna nýja leið til að lifa.
Þegar ég mætti í fyrsta píanótím-
ann minn, sjö ára gömul, og hafði
reyndar ætlað mér að læra á engla-
hörpu, tók Kristinn hlýlega á móti
mér. Hann kunni á slaghörpu, sem
leit að sönnu allt öðruvísi út, en hann
sannfærði mig um að hljóðfærið
væru engu síðra ef ég meinti hvern
tón sem ég léki. Það er ekki slæmt
veganesti út í lífið.
Ég votta fjölskyldu Kristins sam-
úð mína og þakka þann ljúfa tíma
sem ég fékk að njóta handleiðslu
þessa einstaka manns.
Valgerður Benediktsdóttir.
Elsku pabbi. Þín allt-
af mun ég minnast fyrir
allt það góða sem þú
gerðir, fyrir allt það
sem þú skildir eftir,
fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir
stundirnar sem við áttum, fyrir
viskuna sem þú kenndir, fyrir sög-
urnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn
sem þú deildir, fyrir strengina sem
þú snertir.
Ég ætíð mun minnast þín.
Þín dóttir
Berglind Ósk.
Þessa fallegu haustdaga þegar
veturinn er um það bil að taka völdin,
sækja á huga minn ljóslifandi gamlar
minningar. Ég á von á ungu kær-
ustupari vestan frá Ísafjarðardjúpi.
Þetta er haustið 1965, þau ætla að
vera hjá okkur hjónum og eins árs
syni okkar um veturinn. Unga stúlk-
an er Þóra systir mín og kærastinn
hennar Kristján mágur minn sem nú
er látinn.
Kristján er að fara í stýrimanna-
skólann og Þóra að fá sér vinnu.
Ég tók strax eftir því hvað Krist-
ján var bókhneigður, ég held hann
hafi verið fljótur að lesa þær bækur
sem við áttum þá.
Einnig var hann barngóður, oft lék
hann sér við son okkar og passaði
hann þegar við systurnar þurftum að
fara í búðarráp, já minningarnar eru
margar enda mikill samgangur alla
tíð enda stutt á milli húsa í suður-
bænum. Margar góðar stundir áttum
við með þeim oft var glatt á hjalla,
Þóra greip gítarinn og þá var sungið.
Einnig fórum við saman til Mall-
orca haustið 88 með yngstu börnin
okkar, það var ógleymanleg ferð.
Eins er með allar gamlar og góðar
stundir á æskustöðvunum á Eyri,
það var svo gaman á kvöldvökunum
við kertaljós og stundum spiluð vist
eða rifjaðar upp alls konar gamlar
minningar og margt var nú brallað
þá. Það var líka gaman hjá okkur í
Hnífsdal þegar Kristján var skip-
stjóri á Mummanum á djúprækju og
Dóri og Jonni voru með honum.
Það sem mér stendur skýrast fyrir
sjónum í minningum um Kristján er
KRISTJÁN
ALBERTSSON
✝ Kristján Alberts-son fæddist í
Súðavík 28. apríl
1944. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans föstudag-
inn 4. október síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 11.
október.
rólyndur vinnandi mað-
ur og þá er ég ekki að
tala um sjómennskuna
sem var hans aðal-
ævistarf heldur þegar
hann var í landi, alltaf
var hann að smíða og
lagfæra húsið breyta og
bæta, hann var lista-
smiður af Guðs náð og
oft hjálpaði hann Þóru
sinni við handverkið ef
hún þurfti á hjálp að
halda. Hann var góður
faðir, hugsaði vel um
börnin sín og allt sitt
venslafólk, hundurinn
þeirra hann Kaffon var mikill vinur
hans og fylgdi honum einatt.
Þegar þau hjónin fóru að byggja
sumarbústað á Eyri lagði hann nótt
við dag við smíðarnar. Mér er næst
að halda að Kristján hafi vitað að
hann hefði ekki mörg ár eftir, það var
eins og að hann vildi ljúka því verki
sem fyrst. Það tók hug hans allan.
En skjótt bregður birtu. Fyrir um
einu og hálfu ári veiktist Kristján af
erfiðum sjúkdómi sem varð honum
að bana. Hann barðist hetjulega allt
til enda. Það var ótrúleg seigla í hon-
um ef hann var eitthvað skárri var
hann alltaf eitthvað að gera. Það var
mikil Guðsgjöf að hann skyldi kom-
ast vestur að Eyri í sumarbústaðinn
með Þóru sinni og börnunum þeirra
og fjölskyldum sl. sumar, það þráði
hann mest af öllu og geta verið þar í
einn mánuð. Það var líka mikið beðið
fyrir því og sú bæn var heyrð. Hún
Þóra og börnin voru enda hans styrk-
asta stoð í lífinu og ekki síst í veikind-
unum. Blessuð sé minning þín, kæri
mágur.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf,
ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum,
þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum,
við sumaryl og sólardýrð.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn,
vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.
(Valdimar V. Snævarr.)
Elsku Þóra mín, Þorsteinn, Al-
bert, Berglind Ósk, Jón Dagur og
fjölskyldur, aldraðir foreldrar, systk-
ini og aðrir aðstandendur. Ykkar
missir er mikill, Guð blessi ykkur öll.
Ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð.
Hólmfríður Jónsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er
hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand-
riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á
móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein-
stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur
í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför
er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Birting afmælis- og
minningargreina