Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 33
SJÖ íslenskir fiðlunemendur tóku
þátt í tónlistarhátíð Suzukinemenda,
Young Nordic Tone, í Vesterås í Sví-
þjóð fyrir skömmu. Meðal verka sem
krakkarnir léku voru íslensk rímna-
lög í útsetningu Bjarna Frímanns
Bjarnasonar, 13 ára pilts í hópnum.
Bjarni Frímann er ekki algjör ný-
græðingur í tónsmíðum þótt ungur
sé, en í fyrra lék Strengjasveit Tón-
listarskólans í Reykjavík verk eftir
hann, sem hann kallaði Maritimus,
og var byggt á upplifunum hans af
náttúrunni. Grunninn að þjóðlagaút-
setningunum sem leiknar voru í Sví-
þjóð nú gerði hann í fyrrasumar og
voru þær þá fluttar á Suzuki-
námskeiði í Bryanston á Englandi.
Verk Bjarna verður leikið á Há-
skólahátíð í dag.
„Ég er nú búinn að vera að gera
heilmargt síðan þá,“ segir Bjarni
Frímann, „ég hef til dæmis verið að
endurskoða þjóðlagaútsetning-
arnar. Ég samdi þær fyrir einu og
hálfu ári, en nú er ég búinn að gera
þær svolítið líflegri og bæta fullt af
effektum við; nýmóðins innskotum
eins og nótum sem hljóma ekki eins
og maður á að venjast í samhengi
við hinar. Þetta er orðið allt annað
stykki eftir þessa endurskoðun. Ég
samdi þetta fyrir þrjár fiðlur, en
hver partur er talsvert erfiður; –
mikið af tvígripum, þannig að við er-
um tvö í hverri rödd, og svo er pí-
anóundirleikur með.“
Bjarni Frímann segir
fiðluhópinn mjög líf-
legan og gott að vinna
með krökkunum sem í
honum eru. „Lilja
Hjaltadóttir er líka
mjög góð og stýrir
þessu styrkri hendi.“
Hægt að gera margt
við þjóðlögin
En hvernig stendur
á því að þrettán ára
strákur sökkvir sér
niður í íslensk þjóðlög,
þegar maður hefði
kannski haldið að hann
væri uppteknari af
annars konar tónlist?
„Það er nú skemmst frá því að
segja, að í fyrra, þegar við vorum á
Suzuki-námskeiðinu í Englandi,
voru kennararnir að tala um að þeir
þyrftu að spila eitthvað á kenn-
arakvöldi. Það voru þrír fiðlukenn-
arar í hópnum og einn píanóleikari.
Þau vildu helst spila íslensk þjóðlög,
en datt ekkert í hug fyrir þrjár fiðl-
ur og píanó. Ég skellti þá þessu
verki saman, en á endanum voru það
svo nemendur en ekki kennararnir
sem spiluðu það, og það tókst bara
prýðilega.“ Lögin sem Bjarni Frí-
mann notar í verk sitt eru vel þekkt:
Krummi svaf í klettagjá, Enginn lái
öðrum frekt, sem er
líka þekkt úr Vísum
Vatnsenda-Rósu, Ís-
land farsælda frón,
Hani, krummi, hundur,
svín og svo rímnalag
sem Bjarni Frímann
kann ekki deili á, en
Jón Leifs notaði í sín-
um verkum.
„Ég var með frekar
rólegar sveitastemmn-
ingar í huga þegar ég
byrjaði á þessu, og líka
al-villimannlegar
stemmningar sem
ryðjast fram af heift-
arlegri grimmd; mig
langaði að reyna að
endurspegla veðráttuna á Íslandi,
en hún er mjög mislynd eins og við
vitum. Svo verður maður auðvitað
að skoða einkenni þjóðlagsins mjög
vel þegar maður útsetur þau á þenn-
an hátt. Það er hægt að gera svo
ótrúlega margt við þau; nota mótíf
og jafnvel búa til ný stef úr þeim.“
Bjarni Frímann er mikill nátt-
úruunnandi og segir náttúruna birt-
ast mismikið í verkum sínum. Hann
aftekur þó með öllu að það sé ein-
hver sérstök föðurlandsást sem skín
þar í gegn, þótt hann sé hrifinn af
þjóðlagaarfinum. En hvernig gekk
svo í Svíþjóð? „Þetta gekk ágætlega.
Það voru ekkert mjög margir áheyr-
endur, en krakkarnir í hópnum
stóðu sig ótrúlega vel.“ Hópurinn
gisti í heimahúsum, en kennararnir
þeirra, Lilja og maður hennar,
Kristinn Örn Kristinsson píanóleik-
ari, voru fararstjórar. Tónlistarhá-
tíðin Young Nordic Tone hefur verið
haldin reglulega um nokkurra ára
skeið af Suzuki-samböndunum í Sví-
þjóð, Finnlandi, Danmörku og Nor-
egi. Þar koma fram nemendur sem
stunda tónlistarnám á framhalds-
skólastigi en hafa bakgrunn í Suz-
uki-námi.
Verkið leikið á
Háskólahátíð
Bjarni Frímann er með ýmis verk
í smíðum og mörg í huganum, þar á
meðal óperu um ónefnda sögu-
persónu, sem þegar hefur end-
urheimt líf sitt einu sinni í íslenskri
óperu, en ekki orð um það fyrr en
verkið lítur dagsins ljós. Verk fyrir
hljóðfæri Bjarna, fiðluna, eru líka
ofarlega á blaði, og hann er reyndar
að semja verk fyrir Guðnýju Guð-
mundsdóttur konsertmeistara. En
það hljóp á snærið hjá fiðlukrökk-
unum skömmu áður en þau héldu ut-
an, þegar þeim var boðið að flytja
verk Bjarna Frímanns á Há-
skólahátíð í Háskólabíói í dag. „Ég
var auðvitað alveg í skýjunum, og
líst bara vel á að fleiri fái að heyra
verkið mitt.“
Þjóðlagaútsetningar eftir Bjarna Frímann Bjarnason fluttar á Háskólahátíð
Bjarni Frímann
Bjarnason
Rólegar sveitastemmn-
ingar og mislynd veðrátta
ARI Svavarsson, listmálari og
grafískur hönnuður, opnar sýn-
ingu á verkum sínum í Galleríi
Sævars Karls í dag, laugardag, kl.
14.
Þetta er önnur sýning Ara og
eru verkin að þessu sinni máluð
með rými gallerísins í huga. „Á
sýningunni verða 6 eða 8 frekar
stórar akrýlmyndir en ég myndi
telja að ég málaði í abstrakt/
ekspressíonistastíl,“ segir Ari um
sýninguna. „Myndirnar, sem skýra
sig sjálfar eru stórar og kraftmikl-
ar. Ég þarf að vinna frekar stórt,
það er mín leið. Ég reyni að láta
myndirnar flæða fram, þær eiga að
koma beint frá hjartanu og sálinni
og það fer því eftir skapinu hverju
sinni hvað gerist á striganum.
Frelsið er mér allt í þessum efn-
um, það kann að stjórnast af því að
ég er einnig grafískur hönnuður
og hef starfað lengi sem slíkur.
Þar er ég vanur bindingu og fast-
mótuðum reglum, en í myndlistina
sæki ég frelsið,“ sagði Ari.
Ari hefur starfað við grafíska
hönnun í 15 ár og stundað mynd-
listina samhliða. Hann hefur auk
þess fengist við málmsmíðar ýmiss
konar, þar á meðal gull- og silf-
ursmíði.
Sýningin er opin á versl-
unartíma og stendur til 14. nóv-
ember.
Morgunblaðið/Kristinn
Ari Svavarsson. Eitt verka hans í bakgrunni.
Sækir frelsið
í myndlistina
ÞRIÐJU tónleikar 15:15-syrpunnar
á nýja sviði Borgarleikhússins verða
í dag, laugardag, kl. 15:15. Að þessu
sinni bregður Ferðalagaþáttur 15:15
sér til Bæheims og Týrol og flytur
áheyrendum nokkur sýnishorn af
tónlist eftir Martinu, Dvorák og
Beethoven. Flytjendur eru Anna
Sigríður Helgadóttir mezzósópran,
Eydís Franzdóttir óbó, Hildigunnur
Halldórsdóttir fiðla, Sigurður Hall-
dórsson selló og Daníel Þorsteinsson
píanó.
„Tilbrigði við stef frá Slóvakíu og
Tilbrigði við stef eftir Rossini eftir
Bohuslav Martinu eru dæmi um
verk þar sem tónskáldið lætur
ímyndunaraflið og sköpunargleði
ráða, án þess að bakþankar nái að
gefa þeim sótthreinsað yfirbragð,“
segir Sigurður Halldórsson um efn-
isskrána. „Sígaunalög Dvoráks,
sungin af Önnu Siggu, tvö þjóðlög
frá Týrol í útsetningu Beethovens
fyrir söngrödd, fiðlu, selló og píanó
bera með sér óm af jóðli í bland við
Vínarklassík. Þá verður fluttur
kvartett frá árinu 1947 fyrir óbó,
fiðlu, selló og píanó eftir Martinu
sem er auðugur af hrynrænni orku,
hljómasviðið vítt og harkalegar
ómstríður.“
Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson og Anna Sigríður Helgadóttir
eru meðal flytjenda á Ferðalagatónleikunum í dag.
Tilbrigði
við stef á
15:15-
tónleikum
REINERT Mithassel heldur
fyrirlestur í LHÍ, Laugar-
nesi, á mánudag kl. 12.30.
Reinert er norskur leikstjóri
sem nýtir sér gagnvirkni og
vídeótækni við uppsetningu
danssýninga og innsetningar.
Fyrirlesturinn fjallar um
gagnvirka list og nýleg raf-
listaverk eftir norska lista-
menn.
Ólafur Sigurðsson heldur
fyrirlestur í Skipholti á mið-
vikudag kl. 12.30. Hann er
arkitekt og höfundur margra
bygginga í Reykjavík. Fyr-
irlesturinn nefnist „Þegar ég
kom heim“ og segir hann m.a.
frá eigin verkum.
Námskeið
Á námskeiði sem hefst
mánudaginn 30. október verð-
ur m.a. fjallað um stöðu
kvenna í listasögunni. Kenn-
ari er Elísa Björg Þorsteins-
dóttir listfræðingur. Þá hefst
4. nóvember námskeið í út-
litshönnun og umbroti og er
grunnþekking á umbrotsfor-
ritinu QuarkXPress nauðsyn-
leg. Kennari er Margrét Rósa
Sigurðardóttir, prentsmiður.
Helstu grunnaðferðir í
silkiþrykki verða m.a. kynnt-
ar á námskeiði Ríkharðs Valt-
ingojer sem hefst 4. nóvem-
ber.
Fyrir-
lestrar og
námskeið
í LHÍ
ÁTTA listamenn opna myndlist-
arsýninguna Hringsjá í Menn-
ingarmiðstöðinni Skaftfelli á
Seyðisfirði í kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 20. Listamennirnir út-
skrifuðust allir frá Listaháskóla
Íslands vorið 2001 og verða þeir
við opnunina. Viðfangsefni og
útfærsla verkanna eru af ýms-
um toga og gætu því endur-
speglað fjölbreytileika íslenskr-
ar samtímalistar. Áhorfandinn
skoðar sýninguna út frá eins
konar hringsjá sem vísar á það
sem fyrir augu ber í sýning-
arsalnum.
Listamennirnir eru Arnfinnur
Amazeen, Bryndís Erla Hjálm-
arsdóttir, Baldur Geir Braga-
son, Elín Helena Evertsdóttir,
Fjölnir Björn Hlynsson, Markús
Þór Andrésson, Rósa Sigrún
Jónsdóttir og Þuríður Sigurð-
ardóttir.
Sýningin stendur til 17. nóv-
ember.
Samsýning átta lista-
manna í Skaftfelli
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir