Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 46
KIRKJUSTARF 46 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Löngumýri 6, Garðabæ og Lára Sif Christiansen, Löngumýri 24 e, Garðabæ. Fólk er hvatt til að fjölmenna í messu í Bústaðakirkju þennan dag og njóta vandaðrar tónlistar. Vímuvarna- guðsþjónusta VÍMUVARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður í Seltjarnarneskirkju kl. 11 sunnudaginn 27. október. Guðs- þjónustan er helguð árlegri vímu- varnaviku á Seltjarnarnesi sem í þetta skiptið hefur verin haldin dagana 20.–27. október með fjöl- breyttri dagskrá. Í vímuvarnaguðsþjónustunni munu nemendur úr Tónlistarskól- anum á Seltjarnarnesi spila fyrir okkur undir stjórn Kára Ein- arssonar og Kammerkór kirkj- unnar syngur ljúfa tónlist undir stjórn Vieru Manasek organista. Einsöngvari er Sigrún Vala Þor- grímsdóttir frá Söngskólanum í Reykjavík. Arna Grétarsdóttir guð- fræðingur les ritningartexta og predikar. Eftir guðsþjónustuna er ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra boðið til safnaðarheimilis kirkj- unnar til annars foreldrafundar vetrarins. Þar munum við ræða fræðsluna í vetur, hvernig til hefur tekist, ferðina í Vatnaskóg og margt fleira. Það er einlæg bæn okkar að sú blessun og líf sem fylgir vímu- varnavikunni á Seltjarnarnesi megi tendra ljós Krists í hjarta þínu, lífs- ins ljós, því hann kallar á þig til að bera ljós sitt áfram í þessum heimi öðrum til lífs og gleði og sjálfum þér til heilla. Allir hjartanlega velkomnir til guðsþjónustu. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Kór Áskirkju með tónleika SUNNUDAGINN 27. október held- ur Kór Áskirkju ásamt einsöngv- urum tónleika í Áskirkju undir yf- irskriftinni Hver á sér fegra föðurland. Á efnisskránni eru ís- lensk ættjarðarlög. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir og Krist- ján Helgason, stjórnandi kórsins er Kári Þormar. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og miðaverð er 1.000 kr. Kópamessa KÓPAMESSA verður í Kópavogs- kirkju sunnudaginn 27. október kl. 20. Í henni er lögð áhersla á léttari tónlist en í hefðbundnum messum og almenna þátttöku kirkjugesta, bæði í söng og öðrum þáttum helgi- haldsins. Fermingarbörn lesa ritn- ingarlestra og leiða bænir og Sig- ríður Stefánsdóttir aðstoðar við útdeilingu. Félagar úr Kór Kópa- vogskirkju leiða safnaðarsöng. Undirleik annast Kristmundur Guðmundsson sem spilar á tromm- ur og Julian Hewlett sem leikur á píanó. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. Foreldramorgnar í Selfosskirkju NK. miðvikudag 30. október kl. 11 kemur Sigríður Sverrisdóttir tann- læknir í heimsókn til okkar í safn- aðarheimilið. Hún mun fræða okk- ur um tannvernd ungbarna og svara spurningum foreldra. Allir foreldrar velkomnir. Selfosskirkja. Biskup Íslands heimsækir Kolaportið HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu sunnu- daginn 27. október kl. 14. Stundin verður með hátíðarbrag vegna þess að biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, mun þjóna og prédika ásamt prestunum Jónu Hrönn Bolladóttur, Bjarna Karlssyni, Irmu Sjöfn Ósk- arsdóttur, Kjartani Jónssyni og Ragnheiði Sverrisdóttur djákna. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina ásamt Margréti Scheving en eftirspil leikur hákarlssalinn Einar Magnússon á munnhörpu. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dæg- urperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port. Þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýr- indis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM og K. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Enskar messur eru einu sinni í mánuði, þ.e. síðasta sunnudag hvers mánaðar og hefur þátttaka í þeim aukist jafnt og þétt. Konur í arabaheiminum Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 10 mun Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður flytja erindi sem hún nefnir: Staða kvenna í arabaheiminum. Jóhanna hefur dvalið langdvölum í Miðaust- urlöndum m.a. við nám og er án efa í hópi þeirra Íslendinga sem best þekkja til íslamskra ríkja og lífshátta þar. Einhliða frásagnir af lífsháttum og viðhorfum múslima eru jarðvegur fordóma og því er mikilvægt að eiga þess kost að njóta fræðslu frá fyrstu hendi. Jó- hanna hefur miklu að miðla og verður án efa fróðlegt að hlýða á mál hennar. Tónlistarmessa í Bústaðakirkju KÓR Bústaðakirkju, ásamt ein- söngvurum og kammersveit, flytur þætti úr „Messe de minuit pour Noël“ eftir franska barokktón- skáldið Marc-Antoine Charpentier í tónlistarmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 27. október kl. 14. Höfundurinn notar sem efnivið í samningu verksins gömul frönsk jólalög og vinnur út frá stefi þeirra þætti hinnar almennu messu. Einsöngvararnir sem fram koma eru þau Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Svanur Valgeirsson, Ing- ólfur Helgason, Hanna Björk Guð- jónsdóttir, Ólöf Ásbjörnsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Hljómsveitina skipa fiðluleik- ararnir Martin Frewer og Kristján Matthíasson, Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari, Arnþór Jónsson sellóleikari, Sigrún Þór- steinsdóttir orgelleikari og flautu- leikararnir Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir. Stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson. Í athöfninni verða fermdar KIRKJUDAGUR Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er á morgun, sunnu- daginn 27. október. Dagskrá sunnudagsins hefst að venju með sunnudagaskóla kl. 11 en þar hefur verið nær full kirkja frá því starfið hófst í byrjun októ- ber. Guðsþjónusta verður síðan kl. 13 og við vekjum athygli á messu- tímanum en fyrir ári var messtím- anum breytt við jákvæðar und- irtektir. Að þessu sinni mun Hera Elfarsdóttir guðfræðinemi predika en Hera er rótgróinn gaflari í báð- ar ættir. Hera hefur haft umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og sungið í kirkjukórn- um. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin glæsilega og víðfræga kaffisala kvenfélagsins í safn- aðarheimilinu og verður enginn svikinn af því að mæta þar. Allur ágóði af kaffisölunni fer í safn- aðarstarfið en þess má geta að kvenfélagskonur hafa gefið öll ný húsgögn í safnaðarheimilið og ráð- gera nú að kaupa nýtt og gott sjón- varpstæki til nota í fræðslustarfi og til að tengja við útsending- arbúnað frá athöfnum í kirkjunni. Kirkjudagur Önfirðingafélagsins KIRKJUDAGUR Önfirðingafélags- ins í Reykjavík verður á morgun, sunnudag, í Neskirkju í Reykjavík. Guðsþjónusta verður kl. 14 og prestur er séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Organisti er Reynir Jónasson og kór Neskirkju syngur. Ritningarlestur, Guðrún Greips- dóttir. Kirkjukaffi Önfirðingafélagsins verður í safnaðarheimili Neskirkju kl. 15–17. Hallgrímsdagur í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 27. október, er 328. ártíð sr. Hallgríms Péturssonar. Frá stofnun Hallgrímssafnaðar hefur þessi dagur ávallt verið hald- inn hátíðlegur og sungin viðeig- andi messa. Nú ber daginn upp á sunnudag og mun í því sambandi verða haldin hátíðarmessa á Hall- grímsdegi kl. 11 árdegis. Barna- starfið verður með sama hætti og áður undir stjórn Magneu Sverr- isdóttur. Í messunni mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédika og þjóna fyr- ir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskels- sonar, kantors. Þá munu þeir Ás- geir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson leika á trompet. Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarsalnum, en þar mun ríki og borg verða þakkað fyrir aðstoð við að ljúka lóðarfram- kvæmdum, sem einmitt er verið að ljúka þessa dagana. Eftir hádegi kl. 14 verður ensk messa í kirkjunni í umsjá sr. Kirkjuvígsludagur Dómkirkjunnar VÍGSLU Dómkirkjunnar í Reykja- vík er fagnað á sunnudaginn. Hún var vígð síðasta laugardag októ- bermánaðar árið 1796. Undanfarna áratugi hefjast tónlistardagar Dómkirkjunnar einnig síðustu helgina í október. Messan á sunnudaginn tekur mið af þessu tvennu. Hún verður með klassísku tónlagi og sálmarnir og kórverkin sömuleiðis. Séra Hjálmar Jónsson predikar og fyrir altari þjónar séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Messan hefst kl. 11 og henni er útvarpað á rás 1 Ríkisútvarpsins. Sjónvarpsþættir Íslensku Kristskirkjunnar ÍSLENSKA Kristskirkjan sendir út á sjónvarpsstöðinni Omega þáttinn „Um trúna og tilveruna“. Þátt- urinn er hálftíma langur og í umsjá safnaðarprestsins Friðriks Schram. Þættirnir eru frumsýndir í beinni útsendingu alla þriðjudaga kl. 11 f.h. og síðan endursýndir næstkom- andi sunnudag kl. 13.30 og mánu- dag kl. 20. Auk þess eru þættirnir endursýndir á ýmsum tímum á nóttunni og einnig fyrir hádegi suma daga. Efni þáttanna er m.a. fræðsla, kynning á bókum, umfjöllun um at- burði líðandi stundar, viðtöl við gesti sem koma í heimsókn, söngur og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Efnisumfjöllun er alþýðleg þannig að allir ættu að geta skilið það sem um er rætt og eflaust vekur það ýmsa til umhugsunar um trúna og tilveruna. Í þættinum sem sýndur verður nú um helgina ræðir Friðrik við Jenný Þorsteinsdóttur þjónustu- fulltrúa. Hún tekur einniglagið í þættinum. Námskeið Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar Sálmar aðventu og jóla Á námskeiði sem hefst þriðjudag- inn 29. október nk. á vegum Leik- mannaskóla þjóðkirkjunnar verður fjallað um ljóð og lög sálmanna sem við syngjum á aðventu og jól- um. Kennarar á námskeiðinu eru dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor og sr. Kristján Valur Ingólfsson lekt- or. Námskeiðið hefst kl. 20, kennt er í aðalbyggingu Háskólans, 5. stofu. Þetta er tilvalið tækifæri til að undirbúa þennan mikilvæga tíma í starfi kirkju og þjóðlífs og kynna okkur innihald og umgjörð sálm- anna sem við öll höfum einhvern tímann sungið eða lesið. Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans. www.kirkjan.is/leikmannaskoli Hjálpræði efnamanns Nútímalegt viðhorf til auðs. Hvar finnum við það annars staðar en í kauphöllum nútímans? Kannski á námskeiði sem hefst í Leikmanna- skólanum mánudaginn 28. október en þar verður fjallað um rit Klem- ensar frá Alexandríu, Hjálpræði efnamanns. Klemens frá Alexandríu er einn af hinum svonefndu kirkjufeðrum sem höfðu mikil áhrif á mótun kristinnar trúar á ofanverðri ann- arri öld e. Kr. Á námskeiðinu verð- ur rit hans, Hjálpræði efnamanns, lesið í íslenskri þýðingu en ritið kom út í þýðingu dr. Clarencar Glads á þessu ári og er það í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Námskeiðið hefst mánudaginn 28. október og stendur yfir í sex mánudaga, kl. 20-22. Kennsla fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Ís- lands, 5. stofu. Nánari upplýsing- ingar í síma 535 1500 einnig á vef leikmannaskólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Bankastræti 3,  551 3635 pink mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð Meðgöngufatnaður meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.