Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 17
KEA- menn kynna áform sín SAMVINNUFÉLAGIÐ KEA boðaði nýlega sveitarstjórnir í Suður-Þingeyjarsýslu til fundar að Breiðumýri þar sem Benedikt Sigurðarson stjórnarformaður, ásamt þeim Rúnari Sigursteins- syni og Þórhalli Hermannssyni stjórnarmanni, kynnti stefnu- mörkun og hlutverk KEA. Sam- vinnufélaginu KEA hafa sem kunnugt er nýlega verið settar nýjar samþykktir og lögð drög að ítarlegum starfsramma fyrir stjórnendur félagsins. Óskað eftir hug- myndum um verkefni Um leið er lýst eftir samstarfi og hugmyndum um álitleg verk- efni fyrir félagssvæðið, en það markast af byggðum Eyja- fjarðar og Þingeyjarsýslu. Fundurinn var mjög vel sótt- ur og bjartsýni ríkjandi, enda ljóst að hér er kominn til sögu mjög öflugur og fjárhagslega sterkur aðili sem vill og getur fjárfest í staðbundnum verk- efnum og stuðlað að hvers kyns framfaramálum á svæðinu. Mývatnssveit KEA-menn kynntu félagið og áform sín á fundi í Breiðumýri nýlega. Morgunblaðið/BFH AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 17 Leikhúsmatseðill Smáréttir fyrir hópa Leikhúsloftið Nánari upplýsingar á www.karolina.is „staður menningar og lista“ Velkomin til Akureyrar Þökkum frábærar móttökur Leikfélag Akureyrar, Hafnarstræti 57 • Miðasala 462 1400 www.leikfelag.is • la@leikfelag.is Guðmundur Oddur Magnússon tal- ar um Hönnun, ímyndir og myndmál í Ketilhúsinu laugardaginn 26. októ- ber kl.15.00. Þetta er annar fyr- irlesturinn í röðinni „Fyrirlestrar á haustdögum“ á vegum Listnáms- brautar Verkmenntaskólans í sam- vinnu við Gilfélagið. Á MORGUN Rannsóknastofa í kvennafræðum heldur námskeið með heitinu „Á valdi ímynda. Markaðssetning kyn- ímynda,“ á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í kvennafræðum dagana 6., 8. og 12. nóvember næstkomandi og verður það í fjarkennslu í Háskólanum á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Markmiðið er að leiðbeina fólki við að lesa í og skilja táknmyndir kynjanna, hverjar þær eru, hvernig þær urðu til og hvernig hægt er að forðast að festast í klisjum kynhlut- verkanna, m.a. við markaðssetningu og auglýsingagerð. Dagný Krist- jánsdóttir, bókmenntafræðingur, Þorgerður Þorvaldsdóttir kynja- og sagnfræðingur, Gunnar Hersveinn blaðamaður og heimspekingur og Geir Svansson bókmenntafræðingur fjalla um efnið. Á NÆSTUNNI Námskeiðið Hálendi Íslands verð- ur haldið á vegum Símenntunar Há- skólans á Akureyri í næstu viku, dagana 28. október til 1. nóvember. Kennari er Guðmundur Páll Ólafs- son náttúrufræðingur og höfundur verðlaunabókarinnar Hálendið í náttúru Íslands. Á námskeiðinu verður almenn kynn- ing á hálendi Íslands. Fjallað verður um staðhætti og náttúrufar í máli og myndum eins og fornar þjóðleiðir og gróðurfar á hálendinu. Þá verður rætt um sambúðina við öræfin og nýtingu hálendisins til frambúðar án þess að spilla því. Einnig verða þjóð- garðar á hálendinu og fræðileg ferðaþjónusta tekin til umræðu. VIÐTALSTÍMUM bæjarfulltrúa á Akureyri hefur nú á haustdögum verið breytt. Þeir verða framvegis síðdegis annan hvern mánudag, frá kl. 17 til 19, en voru áður að kvöldlagi. Fyrsti viðtalstíminn með breyttri tímasetningu verður næsta mánudag, 28. október og þá verða til viðtals bæjarfulltrúarnir Þórarinn B. Jónsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir. Bæjarbú- um er frjálst að koma og tjá sig við bæjarfulltrúana eða bera fram fyrirspurnir varðandi bæjarmál- efni. Viðtalstímarnir eru í fund- arsal á 1. hæð Ráðhússins við Geislagötu. Viðtalstím- ar bæjarfull- trúa síðdegis NÝTT fréttavefsetur, local.is hefur verið opnað á Netinu en markaðssvæði þess er Norð- ur- og Austurland. Vefurinn verður uppfærður daglega og er markmiðið að hvern virkan dag verði settar inn 25 til 35 nýjar fréttir. Starfsstöðvar eru á Akur- eyri og Neskaupstað. Rit- stjóri er Kristján J. Krist- jánsson. Lokal.is er fyrsti fjölmiðillinn sem ætlað er að höfða til allra íbúa í vænt- anlegu Norðausturkjördæmi og munu í viku hverri birtast þar um 130 til 170 fréttir sem tengjast íbúum þessa kjör- dæmis. Norðaustur- kjördæmi Nýtt frétta- vefsetur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.