Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.10.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 57 ÞAÐ er lykilatriði í framtíðarþróun Reykjavíkur að borgin verði í Evr- ópusambandinu. Ný störf í nýjum at- vinnugreinum, eiga besta möguleika á að verða til í borginni ef hún verður raunveru- lega á Evrópu- markaðinum. Reykjavík kemst að sjálfsögðu ekki í Evrópusam- bandið fyrr en þjóðin hefur gert aðildarsamning og samþykkt í at- kvæðagreiðslu. Þjóðin þarf á öflugri Reykjavík að halda og borgin mun ekki vaxa að ráði á grunni yfirburða- stöðu sinnar gagnvart landsbyggð- inni svokallaðri eða með því að vera stjórnsýslumiðstöð Íslands. Borg- inni eru nauðsynlegar nýjar fjárfest- ingar nýrra fyrirtækja, að alþjóðleg fyrirtæki fjárfesti í mannauði og við- skiptaumhverfi borgarinnar. EES- samningurinn getur ekki tryggt að svo verði. Bretlandsdeild risafyrir- tækisins Toyota gerir sér ekki vonir um nýfjárfestingar á meðan fyrir- tækið tapar árlega stórfé á gengis- flökti pundsins. Taki Bretar upp Evruna horfir þetta öðruvísi við. Framleiðsla fyrir Evrópumarkaðinn mun fara fram á Evrusvæðinu og örugglega ekki í jaðarhagkerfum þar sem geðþóttagengi, klíkuskapur og þjóðernishyggja ráða ríkjum Samábyrgð fólks í borgum er lyk- ilatriði í velgengni þeirra, skeyting- arleysið um hag náungans, sem hægrimenn boða á morgunverðar- fundum, er hættulegt allri þróun borga. Þjóðerniskapítalismi reyk- vískrar borgaraséttar mun væntan- lega syngja sitt síðasta með inn- göngu í ESB. Evrópuandstaða Sjálfstæðisflokksins getur þess vegna ekki komið neinum á óvart. Sjálfstæðismenn gerðu á síðasta landsfundi samþykkt þar sem segir um Evrópumál; „boðar frekari um- ræða ekki neitt nýtt“. Íslendingar eiga að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu, sem er eitt mikilvægasta úrlausnarefni stjórnmála samtímas. Það eru fram- tíðarhagsmunir þjóðarinnar að Reykjavík fái að eflast sem evrópsk borg þar sem samábyrgð íbúanna og fjölbreytt mannlíf fær að njóta sín. ÞORLÁKUR AXEL JÓNSSON, kennari MA. Reykjavík í Evrópusambandið Frá Þorláki Axel Jónssyni: Þorlákur Axel Jónsson ÉG FÆ veður til Berlínar í Þýska- landi, þar sem ég bý, af umræðu um matvöruverð á Íslandi. Mér var kennt mjög snemma í grunnskóla að fagna sjálfstæði Íslendinga einkum vegna þess hvernig Daninn og um- boðsmenn hans hefðu skipað ein- hverjum stráklingum sem unnu í búðunum þeirra að „mæla rétt“ þegar þeir skömmtuðu nauðsynjar ofan í forfeður okkar og -mæður. Nú þykir aftur ljóst að einhver sem fer höndum um matvæli á Íslandi – innanbúðarmaður, Íslendingur! – mæli mjög rétt. Mér skilst á dag- blaði sem mér barst að svo oft sé mælt að enginn veit með vissu hver mælir réttast né heldur nákvæm- lega hversu rétt sá mælir. Ég fór og verslaði í Netto-verslun áðan, lágvöruverslun eins og Bónus en með ívið betra grænmeti. Þar sem prósentutölur og meðaltalsú- treikningar segja ekki endilega öll- um allt og stundum engum neitt ætla ég einfaldlega að rekja hér inn- kaupaseðilinn lið fyrir lið í von um að segja allavega einhverjum eitt- hvað. Fyrir þá sem kæra sig ekki um að kynnast matarvenjum mínum persónulega tek ég listann strax saman: Tveir innkaupapokar, með hæfilegri blöndu nauðsynja- og munaðarvara, kostuðu 12,59 evrur, sem jafngilda um 1.000 krónum ís- lenskum. Þar í er reyndar engin kjötvara. Hefst nú talningin – ég tek hana beint af kassakvittuninni, enda þótt sundurliðunin sé þá stundum óþarflega nákvæm, og miða við gengið evra = 86 íslenskar krónur. Sjá töflu. Á listanum er aðeins einn inn- kaupapoki því Þjóðverjar koma yf- irleitt með taupoka með sér í versl- unina og kaupa bara plast ef þeir þurfa aukapoka. Þeir eru líka dug- legir að kaupa og selja notað, svo grænmetið geymi ég í ísskáp sem kostaði 20 evrur – ég ætla ekki einu sinni að umreikna prísinn í íslensk- ar krónur, þá er hætt við hópverk- föllum svo sjávarútvegurinn gæti farið á hausinn og gott ef við ættum ekki að vara okkur á landflótta. Það væru hörmuleg örlög ef nýsköpuðu erfðafræðingarnir yrðu einir eftir á Norðurslóð og hefðu ekkert að rannsaka lengur nema hvali. HAUKUR MÁR HELGASON, nemi, Berlín. Persónulegur verðsamanburður Frá Hauki Má Helgasyni: Vöruheiti á þýsku Verð í evrum Íslensk skýring Verð í ísl.kr. Kl. nettotuette 0,06 Innkaupapoki 5,16 Brötchen 0,25 Fimm bökuð smábrauð 21,50 Moehren 1 kg 0,35 Gulrætur, kíló 30,10 Basmatireis 1,49 Hrísgrjón, basmati, kíló 128,14 Speisekartoffeln 0,29 Kartöflur, kíló 24,94 Brötchen 0,25 Aftur, fimm bökuð smábrauð 21,50 Speisekartoffeln 0,29 Annað kíló af kartöflum 24,94 Broccoli 0,59 Vænn brokkólíhnúður 50,74 Bananen 1,03 Bananar, átta meðalstórir 88,58 Emmentaler 2,10 Góður brauðostur 180,60 Joghurt Naturel 0,13 Hrein jógúrt í lítilli dollu 11,18 Joghurt Naturel 0,13 Hrein jógúrt í lítilli dollu 11,18 Joghurt Naturel 0,13 Hrein jógúrt í lítilli dollu 11,18 Joghurt Naturel 0,13 Hrein jógúrt í lítilli dollu 11,18 Rosmarin 0,45 Rósmarín kryddstaukur 38,70 Span. Oliven 0,39 Ólífur frá Spáni 33,54 Thun in Wasser 0,75 Túnfiskur í vatni, svona lítil dós 64,50 Thun in Wasser 0,75 Önnur svoleiðis dós 64,50 6xKingsway Ace 1,98 Ávaxtasafi, 6 x hálfs lítra flöskur 170,28 Royal Gala 1,05 Man hreint ekki hvað þetta er … 90,30 Alls 12,59 1.082,74 Í HENDUR mér barst bæklingur sem heitir „Vímuefni og meðganga“. Þar ber að líta þær óyggjandi sann- anir að áfengisdrykkja og vímuefna- notkun sé óæskileg meðan á með- göngu stendur. Þarna er ekki á ferð grunur um skaðsemina heldur vissa þeirra sem hafa ígrundað málin vandlega. Að ganga með barn og eiga barn er upplifun sem konur gleyma seint eða aldrei. Gleðin sem yfirleitt fylgir slíkum atburðum er einstök og þú finnur til ábyrgðar yfir að líf þitt skuli vera svona samtvinnað öðru lífi að ekkert fær það sundurskilið nema fæðingin og þá hefst nýtt tímabil ábyrgðar og samkenndar með lítilli mannveru sem á allt sitt undir þér og þínum daglegu venjum. Það vill áreiðanlega engin móðir barninu sínu annað en gott. En kringumstæður fólks geta verið misjafnar. Í dag virðist fólk ráða meira yfir hvenær það telur sig fært um og vilji gefa sér tíma til að eiga börn. En mörg börn koma nú samt óboðin og flestir fagna þeim. En það er svo margt sem getur orðið á leið þess- arar litlu, vaxandi mannveru á leið sinni frá getnaði til fæðingar. Það er hvergi skrifað að allt skuli ganga eins og í sögu þó yfirleitt gangi allt snurðulaust hjá heilbrigðum konum. Þessvegna er svo mikilvægt að gera ekkert sem getur spillt gangi mála. Að halda sig frá því sem er óhollt. Að halda sig frá því sem er ekki bara óhollt heldur alveg nauðsynjalaust. Það er engin nauðsyn að drekka áfengi og engin viti borin manneskja reynir að halda áfengi að ófrískum konum. Og sé einhver svo skyni skroppinn að gera það þá verður við- komandi verðandi móðir að hafa bein í nefinu til að neita og hugsa um ábyrgð sína gagnvart barninu ófædda sem á ekkert nema gott skil- ið. Og fari eitthvað úrskeiðis á með- göngu eða við fæðingu eins og getur gerst að þurfa þá á engan hátt að ásaka sjálfan sig fyrir að hafa stuðlað að því að svo færi. Ekki vísvitandi. Og ábyrgðin er ekki minni þegar blessað barnið hefur litið dagsins ljós. Það er svo margt sem breytist við tilkomu barns. Það er mikil vinna að hugsa um lítið barn hvort sem það er fyrsta barn eða kannski fjórða. Ég hugsa til ungra stúlkna sem hafa allt- af verið fríar og frjálsar og þurfa nú allt í einu að bera ábyrgð á öðrum einstaklingi og haga lífi sínu sam- kvæmt þörfum hans og lífi. Viðbrigð- in eru mikil og það að vera með barn á brjósti er ákaflega bindandi. Í bæklingnum góða stendur að allt sem móðirin lætur ofan sig berist til barnsins. Þessvegna verður viðkom- andi móðir að gæta sín vel. Ekki gera neitt sem getur skaðað heilsu og vel- ferð barnsins sem henni er trúað fyr- ir. Þessi níu mánaða meðgöngutími kemur ekki aftur. Og fyrstu mánuðir litla einstaklingins koma heldur ekki aftur. Þessvegna er gott ef hægt er að hugsa til baka og þurfa ekki að ásaka sig fyrir að hafa ekki gert allt sem unnt var til að fylgja þessum litla ein- staklingi fram á veginn með ábyrgð og gleði. Mín lokaorð þessa pistils eru síð- ustu ljóðlínur kvæðis eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum: Leysir klaka, lyftir björgum lítil, óskírð sál. Vekur þúsund verndarengla vöggubarnsins mál. ÁSGERÐUR INGIMARSDÓTTIR, í fjölmiðlanefnd bindindis- samtakanna IOGT á Íslandi. Aðgát skal höfð Frá Ásgerði Ingimarsdóttur: Bridgefélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 24. október lauk þriggja kvölda Board A Match- sveitakeppni félagsins. 19 sveitir tóku þátt í henni og var spilað í tveimur 10 sveita riðlum hvert kvöld. Til að gera langa sögu stutta stóð sveit Íslenskra aðalverktaka uppi sem sigurvegari með 103 stig af 162 mögulegum, sem jafngildir 63,58% skor. Þeir voru með 9 stiga forskot á 2. sætið, sem féll í hlut Subaru-sveitarinnar, og 12 stiga for- skot á sveit Guðmundar Magnús- sonar, sem endaði í 3. sæti. Fyrir sveit Íslenskra aðalverktaka spiluðu: Bjarni Einarsson, Þröstur Ingimarsson, Matthías Þorvaldsson, Sævar Þorbjörnsson, Sigurbjörn Haraldsson og Anton Haraldsson. Fyrir Subaru-sveitina spiluðu: Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Helgi Sigurðs- son og Snorri Karlsson. Með Guð- mundi Magnússyni spiluðu: Gísli Hafliðason, Ágúst Helgason og Ólafur Bergþórsson. Lokastaðan varð þessi: ÍAV 103 Subaru-sveitin 94 Guðmundur Magnússon 91 Gylfi Baldursson 89 Jónas P. Erlingsson 89 Þrír frakkar 86 Ásmundur Örnólfsson 86 Næsta keppni félagsins er þriggja kvölda kauphallartvímenningur. Hjá BR er spilað á þriðjudags- kvöldum í húsnæði Bridssambands- ins í Síðumúla 37. Spilamennska byrjar kl. 19:30. Tekið er við skrán- ingu í mót BR á póstfangið keppn- isstjori@bridge.is. BR býður upp á eins kvölds tví- menning öll föstudagskvöld í hús- næði BSÍ í Síðumúla 37. Spilaður er Monrad-barómeter og Mitchell-tví- menningur til skiptis. Pör geta tekið þátt í verðlaunapotti samhliða tví- menningnum, auk þess sem boðið er upp á miðnætursveitakeppni að tví- menningnum loknum. Björgvin Már Kristinsson og Sigurbjörn Haralds- son eru keppnisstjórar og taka þeir brosandi við skráningu reyndra jafnt sem óreyndra spilara. Þeir sérhæfa sig í paramyndun fyrir þá sem mæta stakir, oftar en ekki með góðum árangri. Spilamennska byrjar kl. 19 og lýkur tvímenningnum yfirleitt rétt fyrir 23. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Greifatvímenningnum lauk þriðju- daginn 22. október, eftir harða bar- áttu efstu para urðu úrslitin sem hér segir: Pétur Guðjónsson – Anton Haraldsson 135 Páll Þórsson – Frímann Stefánsson 120 Hörður Blöndal – Grettir Frímannsson 92 Örlygur Örlygsson – Reynir Helgason 70 Jónas Róbertsson – Sveinn Pálsson 66 Næsta mót hjá Bridsfélagi Akur- eyrar verður Akureyrartvímenning- urinn, sem verður spilaður með barómeter fyrirkomulagi og hefst hann þriðjudaginn 29. október. Þeir sem hafa hug á að vera með eru beðnir að hafa samband við keppn- isstjóra, Steinar Guðmundsson, í síma 863 4516. Annars verður skrán- ing á staðnum, fyrir þá sem ákveða sig á síðustu stundu. Norðurlandsmót í sveitakeppni Norðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 2.–3. nóvem- ber og verður spilað í Hamri. Spila- mennskan hefst stundvíslega kl. 11 á laugardagsmorgni og þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að skrá sig hjá Stefáni Vilhjálmssyni í síma 898 4475. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 14. okt. var spilað síðasta kvöldið í þriggja kvölda barómeter. Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi: Sigurjón Harðarson – Haukur Árnason 76 Hafþór Kristjánsson – Hulda Hjálmarsd. 74 Atli Hjartarsson – Sverrir Jónsson 35 Sigfús Þórðarson – Erla Sigurjónsdóttir 26 Lokastaðan eftir þrjú kvöld: Hafþór Kristjánss. – Hulda Hjálmarsd. 115 Guðlaugur Bessason – Björn Friðrikss. 110 Sigfús Þórðarson – Erla Sigurjónsdóttir 108 Jón Páll Sigurjónsson – Sigurður Sigurjónsson/Trausti Valsson 78 Sigurjón Harðarson – Haukur Árnason 53 Næsta mánudagskvöld 28. okt verður spilað annað kvöldið í þriggja kvölda hraðsveitakeppni hjá Bridge- félagi Hafnarfjarðar. Spilað er á nýjum spilastað á mánudögum kl. 19.30 í Flatahrauni 3. Allir spilarar velkomnir. 24 pör í Gullsmára Tuttugu og fjögur pör tóku þátt í tvímenningi hjá Bridsdeild FEBK Gullsmára fimmtudaginn 24. októ- ber sl. Miðlungur 220. Beztum ár- angri náðu: NS Heiður Gestsd. og Þórdís Sólmundard. 301 Filip Höskuldss. og Páll Guðmundss. 261 Sigtryggur Ellertss. og Þórarinn Árnas. 251 AV Sigurður Björnss. og Auðunn Bergsvss. 264 Haukur Guðmundss. og Guðm. Helgas. 254 Karl Gunnarss. og Kristinn Guðmundss. 246 Spilað alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar lokið er 16 umferðum í Haustbarómeter 2002 er röð efstu para þessi: Jón G. Jónsson – Friðjón Margeirss. 112 Stefanía Sigurbjd. – Jóhann Stefánss. 92 Halla Bergþórsd. – Kristjana Steingrd. 85 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 71 Birkir Jónsson – Jón Sigurbjörnss. 66 Jón St. Ingólfss. – Jens Jensson 65 Bestu skor 21. okt. sl. Ari M. Arason – Halldór Sigfússon 79 Jón G. Jónsson – Friðjón Margeirss. 52 Halla Bergþórsd. – Kristjana Steingrd. 45 Jón St. Ingólfss. – Jens Jensson 40 Birkir Jónss. – Jón Sigurbjörnsson 32 Eftir er að spila fimm umferðir. Hveragerði - S. 483-4700 - Booking@HotelOrk.is Kaffibrúsakarlarnir á Hótel Örk föstudagskvöldin 15 og 22 nóvember 2002 Gisting eina nótt þriggja rétta kvöldverður,skemmtun, dansleikur og morgunverður. 8.900.kr.- Þriggja rétta veislukvöldverður, skemmtun og dansleikur 5,500.kr.- Skemmtun og dansleikur 2,500.kr.- xo d u s. is Pantið tímanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.