Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku gæðaverðlaunin Auka veg og virðingu ENN er komið að af-hendingu Íslenskugæðaverðlaunanna og fer hún fram nk. fimmtudag, 14. nóvember, við athöfn í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Um er að ræða alþjóðlega gæðadag- inn sem er annar fimmtu- dagur í nóvember ár hvert og eru sambærileg verð- laun veitt fyrirtækjum um allan heim sama dag. For- maður stjórnar Íslensku gæðaverðlaunanna er Guð- rún Högnadóttir og svar- aði hún nokkrum spurning- um Morgunblaðsins í vikulokin. – Hver átti frumkvæði að þessum verðlaunum? „Íslensku gæðaverð- launin eru samstarfsvett- vangur nokkurra samtaka og op- inberra aðila sem láta starfs- árangur íslenskra fyrirtækja og stofnana sig varða. Aðilar að ís- lensku gæðaverðlaununum eru forsætisráðuneytið, Háskóli Ís- lands, Samtök atvinnulífsins, Stjórnvísi – félag um framsækna stjórnun, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Viðskiptablaðið. Stofnað var til samstarfsins árið 1996 og voru verðlaunin fyrst veitt 13. nóvember 1997.“ – Hver er tilgangurinn með þessum verðlaunum? „Tilgangur verðlaunanna er að hvetja fyrirtæki til að vinna með faglegum og stefnumarkandi hætti að stjórnun reksturs, að meta reglulega árangur starfsins og vinna að stöðugum umbótum með hliðsjón af fjárhagslegum, samfélagslegum og innri áhrifum starfseminnar. Líkanið er for- skrift að öflugum rekstri og sam- einar bestu kenningar um forystu, mannauðsstjórnun, vinnuferli, ár- angursstjórnun o.fl. Segja má að sjálfsmat fyrirtækja samkvæmt EFQM-líkaninu falli mjög vel að starfi fyrirtækja sem vinna með kerfisbundnum hætti að árangurs- mati s.s. með samhæfðu árangurs- mati (Balanced scorecard). Þannig er fengin svipmynd af stöðu skipu- heildarinnar út frá þáttum sem gefa til kynna framkvæmd og árangur.“ – Eftir hverju eru verðlaunahaf- ar valdir? „Fyrirtæki og stofnanir sem hafa verið starfrækt á Íslandi sl. tvö ár sem og rekstrareiningar sem eru með sjálfstæða rekstrar- ábyrgð og að lágmarki 15 starfs- menn geta sótt um Íslensku gæða- verðlaunin með því að leggja inn umsókn og niðurstöðu sjálfsmats. Þriggja manna óháð matsnefnd, sem hefur hlotið sérstaka þjálfun, metur umsóknirnar samkvæmt hlutlausri alþjóðlegri stigagjöf sem er birt með líkaninu. Mats- menn sækja þau fyrirtæki heim sem komast í lokaáfanga til að sannreyna innihald umsóknarinn- ar. Síðan velur stjórn Íslensku gæðaverðlaunanna verðlaunahafa samkvæmt tillögum matsnefndar. Það þekkist að fyrirtæki sækja oft um gæða- verðlaun ár eftir ár og einnig gerist það að sum ár eru engin gæðaverðlaun veitt þar sem ekkert fyrirtæki nær lágmarkskröfum. Fyrirtæki í Evr- ópu sem hafa framkvæmt sjálfs- mat geta jafnframt sótt um Evr- ópsku gæðaverðlaunin.“ Er það orðið keppikefli ís- lenskra fyrirtækja að hreppa þessi verðlaun? „Mikill og vaxandi áhugi er á framsæknum stjórnunarháttum og veitir EFQM-líkanið íslenskum fyrirtækjum tækifæri til þess að greina með yfirgripsmiklum hætti stöðu rekstursins og sækja fram af festu og fókus. Líkanið tekur mið af 9 þáttum sem eru taldir vera af- gerandi um árangur fyrirtækja: forysta, stefnumörkun, starfs- mannastjórnun, samstarf og innri þættir, verkferli, ánægja starfs- manna, ánægja viðskiptavina, samfélagslegur árangur og rekstr- arárangur. Rannsóknir hafa sýnt fram á marktæka jákvæða fylgni yfirgripsmikilla stjórnunarlíkana s.s. EFQM og rekstrarárangurs. Í nýlegri könnun ÍGV meðal æðstu stjórnenda 120 stærstu fyrirtækja landsins kemur fram að um 60% svarenda telja verðlaunin skipta mjög eða frekar miklu máli og um 80% telja mjög eða frekar mikinn ávinning af slíkum verðlaunum. Stjórnendur nefna m.a. að slík verðlaun séu mikil hvatning til starfsmanna og staðfesting á gæð- um vöru og þjónustu. Jafnframt taldi mikill meirihluti svarenda að verðlaunin hefðu mikil og jákvæð áhrif á markaðsstöðu fyrirtækis, einkum ímynd innanlands og utan- lands. Tæplega helmingur svar- enda taldi að slík viðurkenning byði upp á ný viðskiptatækifæri og aukna sölu. Íslensku gæðaverð- launin eru sannarlega orðin eftir- sóknarverð staðfesting á framúr- skarandi starfi íslenskra fyrir- tækja og stofnana.“ – Þetta er sem sagt ekki mark- laus medalía? „Gildi þess að hljóta Íslensku gæðaverðlaunin felst eflaust fyrst og fremst í umsóknarferlinu. Mikil og verðmæt vinna fjölda starfsmanna liggur að baki hverri umsókn og veitir sjálfs- matsferlið umsækjend- um tækifæri til að greina fyrirtækið með alþjóðlega viðurkenndu stjórnunarlíkani og bera sig saman við önnur evrópsk fyrirtæki sem skara fram úr. Op- inber viðurkenning á ágæti vinn- ingshafa getur laðað að nýja við- skiptavini og frekari viðskipta- tækifæri. Merki Íslensku gæða- verðlaunanna eykur veg og virð- ingu framleiðslu og þjónustu fyrirtækja.“ Guðrún Högnadóttir  Guðrún Högnadóttir er for- maður stjórnar Íslensku gæða- verðlaunanna og starfar sem stjórnunarráðgjafi og meðeig- andi IMG Deloitte. Guðrún fædd- ist 16. febrúar 1966 og er heil- brigðisrekstrarhagfræðingur (MHA/BSPH) að mennt. Hún er gift Kristni Tr. Gunnarssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur, Kristjönu Ósk og Ingunni Önnu. Meta reglu- lega árangur starfsins Leyndar afleiðingar kvótakerfisins eru að opinberast hverjar af annarri þessa dagana. „Kibba, kibba, komið þið greyin.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.