Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 10

Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þeir sem fylgjast giska vel með stjórnmálum hafa sagt að spennandi verði að fylgjast með störfum Al- þingis í vetur; í málflutningi þing- manna muni m.a. koma fram áherslumál þeirra í komandi alþing- iskosningum. Í þingsalnum verði kosningabaráttan háð að einhverju leyti; þar muni þingmenn; stjórn- arliðar sem og stjórnarandstæð- ingar vekja athygli á þeim málefnum sem þeir standa fyrir. Vissulega komu þessi áherslumál flokkanna og einstakra þingmanna þeirra fram í umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, í upphafi þessa löggjaf- arþings, eins og undirrituð hefur áð- ur vikið að á þessum vettvangi, en eftir því sem nær dregur kosningum er líklegt að þingmenn muni skerpa þessi áherslumál sín enn frekar og draga fram einstaka þætti þeirra. Ef farið er yfir nýliðna þingviku, má m.a. sjá að stjórnarandstæðingar hyggjast draga fram skattamálin í komandi baráttu, en Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, gerði skattastefnu rík- isstjórnarinnar að umtalsefni í utandagskrárumræðu í upphafi vik- unnar. Ekki er ætlunin að fara ná- kvæmlega út í þá umræðu hér, enda var gerð grein fyrir henni á þingsíðu Morgunblaðsins í vikunni. Sitt sýnd- is þó hverjum, eins og von var, og skiptust stjórnarliðar og stjórn- arandstæðingar í tvær fylkingar; stjórnarliðar töldu skattastefnuna góða en stjórnarandstæðingar slæma – ef mér leyfist að draga upp svo einfalda mynd af umræðunni. *** Af öðrum málum sem dregin voru fram í vikunni má nefna fyrirætlanir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru fyrir síðustu alþing- iskosningar, um uppbyggingu menn- ingarhúsa á landsbyggðinni. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs, vakti máls á þessu í fyr- irspurnartíma á Alþingi á miðviku- dag, og má af henni sjá að nú eru þingmenn, aðallega stjórnarand- stæðingar, farnir að grafa upp kosn- ingaloforð stjórnarflokkanna frá síð- ustu kosningum. Ég segi „aðallega stjórnarand- stæðingar“, því a.m.k. einn stjórn- arþingmaður hefur dregið fram í þessari viku kosningaloforð eða markmið ríkisstjórnarinnar sem fram komu í stefnuyfirlýsingu henn- ar í upphafi kjörtímabilsins. Þarna er ég að vísa til Páls Magnússonar, varaþingmanns Framsóknarflokks- ins, en hann situr nú tímabundið á þingi í fjarveru Sivjar Friðleifs- dóttur. Páll lagði í vikunni fram skriflega fyrirspurn til fjár- málaráðherra, Geirs H. Haarde, um svokölluð barnakort. Í fyrirspurn- inni minnir varaþingmaðurinn á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafi m.a. komið fram það markmið að draga úr tekjutengingu í barna- bótakefinu, t.d. með útgáfu sér- stakra barnakorta eða öðrum sam- bærilegum aðgerðum. Þess má reyndar geta að það var Framsóknarflokkurinn sem kom fram með hugmyndir um barnakort fyrir síðustu alþingiskosningar, svo varaþingmaðurinn er sennilega með fyrirspurninni að minna sinn eigin flokk á sín eigin kosningaloforð. *** En talandi um varaþingmenn, þá náðu níu varaþingmenn að sitja á sama tíma á Alþingi síðustu vik- urnar vegna tímabundinnar fjarveru aðalmanna. Ég neita því ekki að það var gaman að fylgjast með störfum margra þeirra; þ.e. þeir voru vel- flestir afskaplega duglegir og að því er virtist áhugasamir. Margir lögðu þeir fram þingmál; fleiri en eitt og fleiri en tvö og flestir tóku þeir þátt í öllum þeim umræðum sem fram fóru á þingi í vikunni. Ég er heldur ekki frá því að þeir hafi margir hverjir verið með eindæmum iðnir við að sitja undir öllum þingræðunum. Þá var þingmálum þeirra skotið fram fyrir þingmál annarra þingmanna á dagskrá þingsins svo þeir hefðu tíma til að mæla fyrir sínum málum áður en þeir hyrfu aftur af þingi. Að öðru leyti var nýliðin þingvika nokkuð róleg, róleg eins og vikurnar á undan. Og þó. Þegar betur er að gáð sáust kannski einstaka óveð- ursský myndast, óveðursský sem gefa áhugasömum þingfréttara fyr- irheit um storminn á eftir logninu. Kannski það sé bara stormur á leið- inni!      Kannski stormurinn sé á leiðinni EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is ÞÓTT Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráð- herra, og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, séu andstæðingar í pólitík og takist oft hart á geta þeir eftir sem áður gert að gamni sínu og brosað. Björn er að brosa að tilburðum Össurar sem þóttist slá hann leiftursnöggt í höfuðið með ímyndaðri reglustiku. Össur er þar að vísa til ummæla sem forsætisráðherra lét falla í blaðaviðtali en þau vöktu talsverða athygli. Morgunblaðið/Kristinn Össur og Björn slá á létta strengi ÞINGMENN ræddu utan dagskrár á Alþingi á fimmtudag tillögur sér- staks stýrihóps sem sjávarútvegs- ráðherra, Árni M. Mathiesen skipaði snemma á þessu ári til að kanna með hvaða hætti mætti á skiplegan hátt hafa áhrif á verðmætaaukningu sjáv- arfangs samhliða nýsköpun í grein- inni á næstu árum. Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar en Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var til andsvara. Umrædd skýrsla var kynnt á blaðamannafundi í lok október sl. „Með því að auka verðmæti sjávar- fangs eins og fram kemur í skýrsl- unni um 5 til 6% á ári, næstu fimm til tíu árin, má auka verðmætin úr 130 milljörðum árið 2001 í 240 milljarða árið 2012,“ sagði Árni Steinar m.a. er hann fór yfir niðurstöður skýrslunn- ar. Þá sagði Árni Steinar að nefndin hefði bent á að sáralítil eða engin verðmætaaukning hefði orðið á sjáv- arfangi á síðustu tíu árum. Spurði hann sjávarútvegsráðherra að því hvort hann teldi ekki augljóst að nú- verandi stjórnkerfi fisvkeiða hefði hamlað framþróun til verðmæta- aukningar á fyrrgreindu tímabili. Árni Steinar sagði að síðustu að stýring á notkun auðlindarinnar væri grunnur að þeirri verðmæta- aukningu sem sögð er möguleg í skýrslunni. „Þess vegna er hér um hápólitískt stjórnunarlegt mál að ræða, sem á heima á hinu háa Al- þingi.“ Árni M. Mathiesen sagðist í upp- hafi máls sínst telja mikla möguleika á því að þau markmið sem sett væru fram í skýrslunni næðu fram að ganga. „En hversu fljótt er hægt að ná því marki sem menn þar setja og hvenær einstakir þættir geta orðið að veruleika er erfiðara um að segja,“ sagði hann. Sjávarútvegsráðherra tók fram að hann teldi það vera kolranga ályktun hjá Árna Steinari að halda því fram að það væri fiskveiðistjórnunar- kerfinu að kenna að lítil sem engin verðmætaaukning hefði orðið síð- ustu tíu árin. Ráðherra taldi ástæð- una fyrir lítilli verðmætaaukningu m.a. vera miklar deilur um stjórn- kerfi fiskveiða. Taldi hann að um- ræðan um stjórnkerfið, um fyrning- ar og um það að leggja gjald á atvinnugreinina hefði verið mjög neikvæð fyrir sjávarútveginn og hrakið greinina í ákveðna vörn. Jafn- vel orðið til þess að áhugi ungs fólks og annarra á greininni hefði verið minni heldur en ella hefði getað orð- ið. Í öðru lagi hefði greinin þurft að eyða miklum tíma í að bregðast við breytingum á m.a. aflaheimildum og í þriðja lagi hefði sjávarútveginum ekki verið skipaður sá sess í mennta- kerfinu sem honum bæri, þótt vissu- lega hefðu orðið breytingar til batn- aðar í þeim efnum á síðustu árum. „Ennfremur höfum við ekki lagt nægilega mikið í rannsóknir,“ sagði ráðherra, „en það tekur tíma fyrir þær að skila sér í einhverju sem verulega skiptir máli.“ Engin verðmætaaukn- ing á síðustu tíu árum Umræður á Alþingi um verðmæti sjávarfangs LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi til- laga til þingsályktunar um úttekt á aðstöðu til hestamennsku. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning rík- issjóðs við uppbyggingu aðstöðunn- ar. Nefndin skili áliti fyrir 1. október 2003. Jónas Hallgrímsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins á Aust- urlandi, er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar, en hann situr á þingi í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar. Meðflutningsmenn eru þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Vinstrihreyfingunni–grænu fram- boði. Tillagan gengur út á að nýta hestamennsku sem nýtt sóknarfæri fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, að því er fram kemur í greinargerð tillögunnar. Í upphafi greinargerðarinnar seg- ir m.a. að einstaklingar, félög og hið opinbera hafi á undanförnum árum sameinast um að auka kynningu og sölu á íslenska hestinum bæði innan lands og utan. Samhliða því átaki hafi verið byggðar nútímalegar reið- hallir sem jafnframt þjóni víða sem félagsmiðstöðvar hestamanna. „Á þetta einkum við um suðvestanvert landið og Norðvesturland,“ segir í tillögunni. „Landsvæði sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, frá Eyja- firði norður og austur um land, allt til Hellu á Rangárvöllum, auk Vest- fjarða, virðast eiga erfiðara upp- dráttar hvað sölu- og markaðsmál áhrærir og er þá ekki alltaf lélegum hrossum um að kenna, nema síður væri. Frekar má nefna fjarlægð frá aðalkomustað erlendra ferðamanna til landsins ásamt aðstöðuleysi þeirra sem hlut eiga að máli.“ Undir lok greinargerðarinnar seg- ir að af byggðaástæðum sé orðið tímabært að leita leiða til úrbóta fyr- ir þau landsvæði sem fjærst liggja markaðnum. „Eðlilegt er að móta stuðning ríkisvaldsins við uppbygg- ingu í greininni og gengur þings- ályktunartillagan út á að hesta- mennskan verði nýtt sem sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir landsins.“ Sóknarfæri í hesta- mennsku verði nýtt STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, kallaði eftir upp- lýsingum um það á Alþingi í vikunni hvað liði áformum ráðherra ríkis- stjórnarinnar um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Steingrímur minnti á að liðin væru u.þ.b. þrjú ár og tíu mánuðir frá því Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, Davíð Odds- son forsætisráherra, Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra kynntu fyrirætlanir sínar um menn- ingarhús á landsbyggðinni. „Ríkisstjórnin, sem er sú sama og þarna var við völd, fyrir kosning- arnar 1999, hefur haft þrjú ár og tíu mánuði mínus einn dag, sem sagt tæplega heilt kjörtímabil til að láta eitthvað gerast í málinu. En enn er þetta bara í athugun,“ sagði Stein- grímur. Minnti hann á að þeir stað- ir sem nefndir hefðu verið til sög- unnar í þessu sambandi hefðu verið Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akur- eyri, Egilsstaðir og Vestmannaeyj- ar. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra var til andsvara og sagði m.a. að það væri brýnt að hvergi yrði ráðist í uppbyggingu menning- arhúsa nema fyrir lægju allar for- sendur, s.s. um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Hann fór jafnframt yfir stöðu mála á þeim stöðum sem Steingrímur nefndi. Ráðherra sagði að viðræður stæðu yfir við bæjaryfirvöld á Ísa- firði um að ríkið stæði m.a. að því með heimamönnum að ljúka við endurgerð Edinborgarhússins. Hann sagði að á Sauðárkróki hefði verið tekin ákvörðun um að reisa ekki menningarhús að svo stöddu en rætt væri um að ríkið og bæj- aryfirvöld ættu samstarf um menn- ingarmál á öðrum forsendum. Á Akureyri stæðu viðræður yfir milli bæjaryfirvalda og ríkisins og stefnt væri að því að niðurstaða fengist fyrir lok þessa árs. M.a. væri til skoðunar að reisa tónlistarhús, fyr- irlestrasal og ráðstefnusal á lóð Há- skólans á Akureyri. „Í þessu tilfelli yrði reist 350 manna leikhús í miðbæ Akureyrar,“ sagði ráðherra. Þá minnti ráðherra á samstarfs- samning milli ríkisins og 16 sveitar- félaga á Austurlandi, sem gerður hefði verið í fyrra. Samkvæmt hon- um væri unnið að þátttöku ríkisins í uppbyggingu fjögurra menningar- miðstöðva á Austurlandi. Um 17 milljónum hefði t.d. verið varið til þessa verkefnis á fjárlögum þessa árs. Að lokum sagði ráðherra að verið væri að ræða við nýja bæj- arstjórn í Vestmannaeyjum um hugmyndir um menningarhús í Eyjum. Kallað eftir upplýsing- um um menningarhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.